Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Side 10
Jón Kristvin Margeirsson
ALMEMA
VERZLUNARFÉLAGIÐ
ÍSLANDS-
1764-1772
OG
VERZLUNAR
Almenna verzlunarfélagið hefur orðið frægt í sögu
íslands fyrir þátttöku sína i einokunarverzluninni
1764—74, einkum þó mjölið hið skemmda sem flutt var
til landsins 1768 og félagið var sektað fyrir. Var
Mjölbótarsjóðurinn stofnaður upp úr sektarfénu. Félag
þetta var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1747 og koma
stjórnvöld mjög við þá sögu. Félaginu var ætlað að ná i
hendur Dana auknum hluta af verzlun með vörur, sem
fluttar voru milli Eystrasaltslanda og Vestur-Evrópu, og
ennfremur skyldi félagið leggja stund á hvalveiðar í
Norðurhöfum. Ákveðið var, að hlutafé skyldi vera
500.000 ríkisdalir, 1000 hlutir, 500 ríkisdalir hver hlutur.
Hlutaféð var ekki greitt allt í byrjun, og raunar virðist
hafa verið farið svo hægt I að innheimta það, að árið 1757
tíu árum eftir stofnun félagsins, höfðu ekki verið greidd-
ir inn nema 300 rikisdalir á hlutabréf. Hluthafar voru
borgarar, aðall og embættismenn í Kaupmannahöfn og
fleiri, þar á meðal konungur, sem eignaðist 49 hlutabréf,
en aðrir úr konungsfjölskyldunni 30 hluti. Ráðherrarnir
voru meðal hluthafa, og má t.d. geta þess, að Johan
Ludvig Holstein eignaðist 8 hluti, en hann var forstöðu-
maður kansellísins jafnframt því, að hann sat í rfkisráð-
inu. Einn hluthafa var Hersleb biskup, sem átti 10 hluti.
Strax eftir að félagið hafði verið stofnað, var hafizt
handa um hvalveiðar. og ekki Ieið á Iöngu þar til félagið
átti fjögur skip, sem stunduðu hvalveiðar víðs vegar
norður i höfum. l>að kom brátt í Ijós, að þessar veiðar
svöruðu ekki kostnaði og hljóp þá konungur undir bagga.
Slíkt var þó ekki talin lausn til frambúðar, og ákvað
stjórn félagsins að leggja hvalveiðarnar niður. Þess í stað
var ýtt undir hvalveiðar Grænlendinga og keyptar af
þeim afurðirnar.
Félaginu hafði, er það var stofnað, ekki verið ætlað að
reka Grænlandsverzlunina. Stórkaupmaður í Höfn,
Jakob Severin að nafni, hafði haft þessa verzlun með
höndum síðan árið 1734 og naut 2000 ríkisdala styrks úr
ríkissjóði árlega til að efla kristni meðal Grænlendinga,
eða alls 5000 ríkisdala á ári. Þrátt fyrir þennan styrk bar
þetta fyrirtæki sig ekki. eða svo telur P.P. Sveistrup, er
hefur skrifað sögu Almenna verzlunarfélagsins, sem hér
er stuðzt við (P.P. Sveistrup: Det Almindelige Handels
kompagni 1747—774. Prentað í Meddelserom Grönland,
131. bindi. 1940—43.). Verzlunarleyfi Severins átti að
renna út 1750 og má ætla, að hann hafi haft takmarkaðan
áhuga á að fá það endurnýjað eða svo hafa stjórnvöld
líklega álitið. Almenna verzlunarfélaginu var boðin
Grænlandsverzlunin og eftir að hafa kynnt sér þessa
verzlun og horfur á Grænlandi hjá sérfróðum mönnum,
ákvað stjórn félagsins að taka verzlunina að sér gegn því
að félagið nyti sama styrks og Severin hafði haft. Þessa
verzlun rak félagið siðan til ársins 1774, er það var leyst
upp. Sveistrup er þeirrar skoðunar, að félagið hafi haft
hagnað af Grænlandsverzluninni, og er þá rétt að geta
þess í því sambandi, að styrkur rikisins til þessarar
verzlunar var hækkaður úr 5000 rikisdölum á ári upp i
7000 ríkisdali nokkrum árum eftir að Almenna verzlunar-
félagið tók hana að sér.
Félagið kom sér fljótlega upp talsverðum skipa-
stól og hafði skap sín viða i förum „færandi varn-
inginn heim“ eins og segir i frægu ljóði. Þegar
skipastóllfélagsins var mestur, munu skipin hafa verið
um tveir tugir að tölu. Verzlun félagsins átti upphaflega
að miðast fyrst og fremst við vörukaup í Eystrasaltshöfn
um og sölu á þeim vörum í Vestur-Evrópu svo og í
Miðjarðarhafshöfnum. Svo er þó að sjá, að þessi starf-
semi hafi gengið ákaflega treglega. Engu að siður rak
félagið nokkra verzlun með erlendar vörur, sem fluttar
voru milli hafna í Vestur- og Norður-Evrópu og víðar.
Sveistrup telur ekki að þessi verzlunarrekstur hafi skilað
félaginu neinum arði.
Er verzlun á danskar nýlendur í Vestur-Indíum var
gefin frjáls fyrir alla danska þegna árið 1754 hóf Al-
menna verzlunarfélagið einnig verzlunar ferðir til
eyjanna og var sú verzlun rekin með þeim hætti,
að skip félagsins sigldu til Guineustrandar Afríku
með ýmsar evrópskar vörur, t.d. brennivín og
keyptu þar þræla fyrir farminn. Síðan var siglt til
Vestur-Indía með þrælana og þeir seldir þar fyrir
ýmsar nýlenduvörur, einkum sykur, kaffí og bómull,
sem siglt var með til Danmerkur. Sveistrup telur
ekki að þessi verzlun hafi skilað félaginu neinum
ágóða fremur en Evrópuverzlun þess, sem þegar hefur
verið nefnd.
Almenna verzlunarfélagið tók einnig upp siglingar á
Miðjarðarhafið, er þar tók að verða friðvænlegra, en
Algeirsmenn höfðu mjög stundað sjórán þar um slóðir.
Þessar siglingar náðu til Tyrkjaveldis, en til að annast
þær var raunar stofnað sérstakt félag, Det Levantiske
Handelskompagni, sem þó var algerlega undir stjórn
Almenna verzlunarfélagsins og eign þess að mikLum
hluta. í gegnum þetta dótturfélag sitt rak Almenna
verzlunarfélagið einhverja verzlun á Konstantínopel og
fleiri borgir í Tyrkjaveldi. Af ýmsum.ástæðum var þessi
verzlun mjög misheppnuð og telur Sveistrup að tapið hafi
verið gífurlegt.
Almenna verzlunarfélagið var stofnað á styrjaldar-
tímum. er hátt vöruverð og mikii eftirspurn gáfu fyrir-
heit um auðfenginn gróða, en árið eftir stofnun þess,
1748, komst aftur á friður í Evrópu og telur Sveistrup að
hinar björtu framtíðarhorfur félagsins hafi þá breytzt
mjög til hins verra. En árið 1756 hófst nýtt stríð í Evrópu
og viðar og má ætla, að stjórn félagsins hafi þá tekið gleði
sína á ný.
Árið 1763 tókst félagið á hendur að annast íslands- og
Finnmerkur verzlunina, sem höfðu verið á einni hendi
síðan 1746. Leigan af báðum þessum verzlunum skyldi
vera 7000 ríkisdalir árlega á kúrantgengi og var jafn-
framt ákveðið, að leigan skyldi renna upp i styrk þann,
sem félagið naut vegna Grænlandsverzlunarinnar. Fyrsta
verzlunarár félagsins á íslandi var 1764 og segir Jón
Aðils, að Heltzen jústitsráð hafi um þetta leyti ritað
Magnúsi Gíslasyni amtmanni og lagt félaginu gott orð.
Heltzen var aukafulltrúi (kommitteret) í rentu-
kammerinu og hann hafði á tfmum Hörmangarafélagsins
reynzt Skúla landfógeta og stuðningsmönnum hans í
deilum við það félag hinn mesti hollvættur, og má ætla að
velvild hans til Islands hafi ekki rénað þótt skipt hefði
verið um yfirmenn í rentukammerinu. I bréfi sínu til
Magnúsar kemst Heltzen m.a. svo að orði: „tJr því að það
var fastur vilji og ásetningur konungs, að íslenzka
verzlunin skyldi aftur seld á leigu, þá gat landið eigi
komizt i betri hendur en þessar, því hér eiga góðir menn
hlut að máli, enda hefur og stjórnin gert sé far um að búa
svo um hnútana að verzlunin yrði sem hagstæðust landi
og lýð. Ahlefeld leyndarráð er forseti félagsins og hefur
hann fullvissað okkur um, að hann skyldi verða fyrstur
manna til að kæra félagið fyrir konungi, ef það sýndi lit á
því að beita nokkrum rangindum eða ójöfnuði við lands-
menn... Það hefur verið reynt að sjá hag allra hlutaðeig-
enda borgið, og þér megið eiga það víst, að landsmenn
verða ánægðir með þetta verzlunarfélag." (Jón J. Aðils:
Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787. bls. 236).
Ahlefeld leyndarráð sem Heltzen minnist hér á var
yfirmaður rentukammersins, og það var hans hlutverk að
leggja tillögugerðir Kammersins fyrir konung. Kvartanir
frá íslandi vegna verzlunarinnar voru sendar rentu-
kammerinu, þar eð Islandsverzlunin heyrði undir þessa
stjórnardeild, og þegar Heltzen segir að Ahlefeld hafi
sagt við undirmenn sína í rentukammerinu, að hann
skyldi verða fyrstur til að kæra félagið fyrir konungi
o.s.frv. má ekki ganga fram hjá því að þetta má túlka
þannig að hann ætlist til þess að undirmenn hans í
Kammerinu fari ekki með kærur til konungs. Raunar var
konungur þá orðinn mjög afskiptalítill um stjórnar-
málefrii og hann hefði vafalaust beðið rentukammerið
um tillögur, ef honum hefðu persónulega borizt kvartanir
vegna verzlunarinnar á islenzkum höfnum. Hefði það þá
fallið í hlut Ahlefelds að leggja þær fyrir hann. Það er,
hvað sem öðru líður, sennilegt, að Heltzen hafi viljað vara
Magnús amtmann við er hann segir honum frá því að
Ahlefeld sé forseti Almenna verzlunarfélagsins, sem
hefur tekið að sér verzlunina. Honum hefur þótt sem það
gæti komið sér vel fyrir Magnús að vita, að kvartanir frá
Islendingum vegna verzlunar Almenna verzlunarfélags
ins væru teknar til meðferðar í rentukammerinu af
forseta félagsins.
Jón Aðils skrifar í einokunarsögu sinni (Einokunar-
verzlun Dana, bls. 236), að Magnús amtmaður hafi skrif-
að stjórninni (þ.e. rentukammerinu) haustið 1764 og
látið mjög vel yfir verzluninni á Suðurhöfunum, „því
vörurnar hefðu þótt góðar og engum aðfinnslum verið
hreyft." Hvort sem þetta hefur verið sannleikanum
samkvæmt eða ekki, er ljóst, að tslendingar urðu að sýna
varkárni f skiptum sínum við félagið meðan forseti þess
sat sem yfirmaður í rentukammerinu. Þess var nú raunar
skammt að bíða, að hann missti stöðu sína i Kammerinu,
og hefur að sjálfsögðu verið heppilegast fyrir tslendinga,
að þessi tvö embætti væru ekki skipuð sama manni.
Jón Aðils hefur margt að segja um slæma verzlunar-
háttu í tíð Almenna verzlunarfélagsins bæði í
áðurnefndri einokunarsögu sinni og ævisögu Skúla land-
fógeta (Jón Jónson: Skúli Magnússon landfógeti, Reykja-
vík 1911). Einna eftirminnilegust er frásögn hans af
Eyrarbakkakaupmanni, Jens Lassen. Hann stundaði
búskap og útgerð jafnhliða verzlunarrekstrinum og hafði
því stundum lítinn tfma til að sinna viðskiptavinum. Um
þetta segir J.A: „Oft var kaupmaður svo önnum kafinn
við búskapinn, að hann gaf sér eigi tíma til að afgreiða
viðskiptamennina, og bar það stundum við að hann lokaði
þá inni í búðinni á meðan hann var að snúast i
búskapnum og stakk lyklinum á sig, svo að þeir komusl
eigi út. Voru dæmi til þess að menn urðu að hýrast þar
nauðugir hálfan daginn eða meira, frá hádegi til sólar-
lags, og urðu þá sumar að fara jafnnær aftur, þvi kvöldið
hrökk eigi til að afgreiða þá.“ (Einokunarverzlun Dana,
bls. 239).
Hér er þó ekki ætlunin að fjalla um misferli í verzlun-
inni á tímum Almenna verzlunarfélagsins, heldur koma
inn á afkomu Islandsverzlunar félagsins. Um hana fjallar
Jón Aðils ekki mikið i þeim ritum sínum, sem hér hafa
verið nefnd, en það er ljóst, að hann telur íslandsverzlun-
ina ekki geta hafa verið gróðafyrirtæki á timabilinú
1759—74. tímum Konungsverzlunarinnar fyrri og
Almenna verzlunarfélagsins. I ævisögu Skúla landfógeta,
sem kom út 1911, segir Jón um afkomu Konungs-
verzlunarinnar fyrri (1759—63), að þess hafi ekki verið
langt að bíða, að stjórnin (hér mun Jón eiga við rentu-
kammerið) fengið sig fullsadda á verzlunarrekstrinum
„þvi ærin þótti mæða og tilkostnaður en arður
Iítill að sama skapi." (bls. 213.). „Einokunarverzl-
un Dana á tslandi 1602—1787“ kom út tæpum
áratug síðar (1919) og nú telur hann sig vita meira um
afkomu Konungsverzlunarinnar fyrri. Hann segir i
neðanmálsgrein bls. 234 að tapið hafi verið tólf þúsund
rikisdalir á ári. Lesandanum er þá ljóst aó afkoma
Islandsverzlunarinnar á tímum Almenna verzlunarfé-
lagsins þyrfti að hafa verið 16000—17000 ríkisdölum
betri til að ekki væri tap á henni. Ilér er þá reiknað með
því að 4000—5000 rikisdalir séu greiddir sem verzlunar-
leiga af tslandsverzluninni af þeim 7000 rd. sem átti að
greiða árlega af bæði Islands- og Finnmerkurverzluninni.