Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1976, Síða 12
Teikning: Bragi Ásgeirsson
Þörarinn Magnusson Hötúnum í Landbroti
ELDMESSAN
Móða og mistur í lofti,
mökkur að fjallabaki.
Dimmur dynur I norðri
draugslega stynur Laki.
Logandi leiftrin björtu
lýsa upp mökkinn dökka.
Upp úr gapandi gigum
glóandi björgin hrökkva.
Hraunelfan hratt fram streymir
hrannast um gljúfrin svörtu,
breiðist um grónar grundir.
Glúpna mannanna hjörtu.
Bæir eyðast af eldi,
öskufall grasið hylur.
Flestir að missa móðinn,
margt er sem enginn skilur.
Margir hopa af hólmi,
Hólmaselið er brunnið.
Eldklerkur aldrei hefur
undan hættunum runnið.
f dag er fólkið á ferli,
fölt og tekið á vanga.
Andrúmsloftið er eitrað.
Ógnþrungnarsögur ganga.
Heim að Klaustri skal halda,
helgum tíðum að hlýða,
leita líknar og ráða,
létta huganum kviða.
Áhyggjufullur úti
allur söfnuður biður.
Undan hallanum austur
óðfluga hraunið skriður.
Fólk er komið i kirkju,
klæddur skrúðanum prestur.
Einhver ókyrrð er inni,
oft er litið í vestur.
„Læsið kirkjunni" kallar
klerkurinn sterkum rómi.
Öll vér eigum að hlíta
almættis skapadómi.
Presturinn bænar biður,
brennandi heitur i anda:
Ljúfi líknsami drottinn,
lát oss ei eldinn granda.
Eldmessan er á enda
út þá fólkið sér hraðar.
Rennsli hins rauða bruna
reyndist þá numið staðar.
Árin og aldir líða,
ennþá sefur hann Laki.
Almætti guðs sem áður
yfir byggðinni vaki.
Q
kJarah
Caldwell
hljómsveitarstjóri Boston-
óperunnar er vægast sagt
ekki grönn, en tónlistar- og
stjómunarhæfileikar
hennar þykja stórkostlegir
Þegar Sara Caldwell var barn
að aldri þótti henni þjóðhátíðar-
dagur Bandarfkjanna, 4. júlf,
skemmtilegastur allra daga. Þá
setti hún á svið fburðarmiklar
flugeldasýningar, sem vöktu
mikla athygli. Hún mátti ekki
koma með flugeldana heim fyrr
en kvöldið fyrir sýninguna, en lét
taka þá frá fyrir sig og geyma f
búðum úti um allan bæ. „Þegar
heim kom raðaði ég þeim á borð
og virti fyrir mér dýrðina, flaug-
ar, kfnverja, og sólir f öllum regn-
bogans litum. Svo fór ég að skipu-
leggja sýninguna. Ég var sérfræð-
ingur f flugeldasýningum," segir
hún hreykin. Ævinlega dreif
fjölda áhorfenda að fýrverkirf-
inu.
Nú hefur hún sýningar sínar
með tónsprota og kveikjuþræðirn-
ir eru allir margbrotnari. En þeg-
ar óperufélagið hennar sýnir í
Orfeumleikhúsinu í Boston lýsir
tónaflóðið upp loftið rétt eins og
flugeldarnir gerðu í heimabæ
hennar, Maryville forðum.
Hún hefur verið réttilega nefnd
æðsta kona bandarískrar óperu.
En víst er um það, að enginn einn
karlmaður í Bandaríkjunum er
jafn fjölhæfur, ráðsnjall og hæfi-
leikaríkur yfirleitt, og hún. Ein
síns liðs hefur hún á fáeinum
árum komið upp miklu óperufé-
lagi í Boston. Er þó ekki hægt að
segja, að borgarbúar hafi kært sig
mikið um það I byrjun. Framan af
hafðist hún við í leikfimisölum,
hokkívöllum, gömlum kvik-
myndahúsum, hlaupabrautum og
blómasýningaskálum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Hún setti á svið
óperur, sumar svo erfiðar við-
fangs, að fáir litu við þeim; oft
með óvanalegum hætti, enda
starfsaðstæður óvanalegar. Hún
leggur dag við nótt, stjórnar
hljómsveit og söngfólki, sér um
allar framkvæmdir, er sviðsstjóri,
hefur uppi á hæfileikamönnum,
gerir frumrannsóknir fyrir sýn-
ingar og safnar fé til þeirra. Starf-
semi hennar er táknræn fyrir
öran vöxt bandarískrar óperu.
Dr. Samuel Johnson skilgreindi
óperu þannig, að hún væri „fram-
andleg og órökræn skemmtun".
Þessi lýsing hæfir velgengni Söru
Caldwell ágætlega. Saga hennar
er tæpast rökræn og samhengið
stundum skrítið. Hún var eigna-
laus sjálf, en tókst og tekst enn að
fá ólíklegasta fólk til að fjár-
magna fyrirtæki sín. Stundum
hefur hún byrjað sýningar án
þess að vfst væri, að tækist að
ljúka þeim. Ein sýning hófst
klukkutíma síðar en auglýst var.
Það tók þennan tíma að sannfæra
starfsfólkið um það, að launaávís-
anir þess yrðu greiddar. öðru
sinni lágu búningar eins og hrá-
viði úti um allt gólf, af því að
tækin til saumanna höfðu verið
hirt vegna vangoldinna skulda.
Oftast hefur þó örlátum styrktar-
mönnum tekizt að bjarga málum.
Eitt sinn komu flutningabílar frá
St. Louis færandi sviðsbúnaðinn
fyrir La Traviata. Flutningskostn-
aður nam nærri 10.000 dollurum.
Sara bauð ökumönnunum að
greiða þeim með ávísun. Þeir létu
sér fátt um finnast. Nú var úr
vöndu að ráða. Hún hringdi þá i
einn eiganda matvörubúðahrings,
„Stop & Shop“, og bað hann hjálp-
ar. skömmu sfðar kom verzlunar-
stjóri með nokkra pappírspoka
fulla af tiu- og tuttugudollaraseðl-
um. Hann hafði þrætt verzlanir
hringsins í borginni og hirt sitt
lítið úr hverjum peningakassa,
Morguninn eftir kom sópransöng-
konan Joan Sutherland á fyrstu
æfinguna og lék þá allt í lyndi.
Ætlun Söru Caldwell er einföld
en ákveðin, hún vill veita áheyr-
endum sínum góða tónlistar-
skemmtun. „Mikil tónverk ná tök-