Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 6
Krassað á póststofuog ort í banka Ungir menn í heimsókn á prestssetrinu. Þeir komu frá Akureyri i sunnangolu; í bráð- látum vorþev síðasta daginn í janúar. Ekki skýhnoðri á himni og veður til þess að fá sér ökuferð eftir erilsaman dag á pósthúsi og í banka Þeir óku þá sem leið lá út Svalbarðsströnd austan Evja- fjarðar og áður en þeir vissu af voru þeir komnir út fyrir Víkur og hólana háu, þar sem mörgum þvkir glæfravegur utan í snar- brattri fjailshlið, engu siður ógn- vekjandi en vegurinn fvrir Olafs- fjarðarmúlann og raunar ennþá hættulegri, þar sem hann er helmingi mjórri og vegna ófull- komins frágangs safnar hann á sig klakabólstrum á vetrum. Hvergi er rið á vegarbrún á hættulegustu stöðum. Fvrr en hina ungu djarfhuga varði voru þeir komnir út undir vallar- garðinn í Laufási og þá fór bfll- inn skyndilega að láta illa. Allt loft var úr öðru afturhjóli og þeir urðu að láta hendur standa fram úr ermum. Að viðgerð lokinni gengu þeir heim á hlað og heilsuðu upp á prestinn, sem var að koma úr fjár- húsunum með velktan „sixpensara" á höfði og um- feðming í hökutoppnum. Ungu mennirnir hafa á sér nokkurn listamannsbrag. Hvorugur með harðkúluhatt eða regnhlíf eins og bankamenn og póstmenn, sem eru að koma heim úr vinnunni, heldur leikur golan i gróskumiklu skeggi og ýfir óstýrilátt hár. Þeir hugsa djarft og gæia við stóra drauma. — Franski málarinn Paul Gaugin var verðbréfasali og hafði stundað kauphallarviðskipti í tólf ár, þegar hann ákvað að helga sig málaralist, án þess þó að hafa notið nokkurrar tilsagnar í þeirri listgrein. Tómas Guð- mundsson ritar m.a. um hann i formálanum að Nóa Nóa: „Það hefur löngum verið deilt um Gaugin, og enn greinir menn mjög á um það, hvar honum beri að skipa til sætis i listasögunni. Um hæfileika hans, hugrekki, og djörfung fer þó naumast tveim sögum, og mörg verk hans munu jafnan eiga sér trygga aðdáendur. Hann ætlaði list sinni mikið hlut- verk, var óragur við að leggja út á nýjar brautir og tókst að leysa af hendi merkilegt endurlausnar- starf. Að þessu leyti verður að lita svo á, aó tilraunin með Gaugin hafi heppnast, en hún varð hon- um sjálfum dýr, því hún kostaði hann lífið.“ Annar franskur málari, Henri Rousseau, var kallaður „le douanier1', þ.e. tollar- inn. Hann var tollþjónn á brautar- stöð í útjaðri Parísar. Rousseau var, raunar án þess að vita það, frumkvöðull naivismans, barns- legrar listar. Um þá stefnu ritar Björn Th. Björnsson: „Til þess hægt sé að tala um naivisma, þurfa að fara saman eiginleikar óspillts barnshugar, myndrænnar hugarauðgi og hæfileika til að tjá hvorttveggja á persónulegan hátt, ómengað nokkurri gagnrýni annarra mælikvarða en sjálfs sín. Naivistinn þróast ekki eða þroskast í list sinni." (Aldateikn) Ungu mennirnir, sem sestir eru inn í stofu í Laufási eru báðir haldnir ólæknandi myndlistar- áhuga og hvorugur þeirra þjáist af minnimáttarkennd. Vigreifir og sigurvissir munda þeir pentil- inn, hvenær sem færi gefst og listaverkin spretta fram hvert á fætur öðru, mörg stór í sniðum, ekki til þess að geymast niðrí kistu, heldur er þeim ætlaður staður í sýningarsölum og helst á söfnum í framtíðinni. Og þegar hafa þeir tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og efnt til sjálf- stæðra sýninga. Oli G. Jóhannsson vinnur á Póststofunni á Akureyri, en Örn Ingi Gíslason í Lands- bankanum. Báðir eru þeir fæddir og upphaldir í höfuðstað Norður- lands. „Við erum jafnaldrar og ólumst upp hlið við hlið," segir Óli. „Bernskugatan heitir Engi- mýri og er uppi á brekku. 1 húsi handan götunnar bjó stelpa, jafn- gömul okkur, Snjólaug Bragadótt- ir. Hún var bráðdugleg að læra og alltaf hæst í íslenzkum stíl og þegar á sokkabandsárum okkar var hún gædd einstakri frá- sagnargleði. Oft var sagt við leti- hauga: Þetta getur hún Snjólaug litla og reyndu nú að koma þér að lærdómnum. Og nú hefur henni tekist að verða metsöluhöfundur og hana nú. En okkur strákana var torvelt að temja og þessi dæmalausa eljusemi Snjólaugar litlu fór í fínu taugarnar á okkur Erni Inga." Fenguð þið snemma áhuga fyrir myndlist? Örn Ingi: Ja, fyrst man ég eftir því, að amma min vakti áhuga minn fyrir litum. Hún gaf mér liti og bækur og við kepptum um það, hvort okkar væri frumlegra i lita- vali og samsetningum. Ausandi rigning hafði aldrei þau áhrif á mig, að ég kviði fyrir deginum, því þá gafst tækifæri til þess að liggja á maganum inni i stofu og teikna, lita og mála. Oli: Það er nú svo skrítið, að hún Jósefina móðuramma mín vakti einmitt með mér þessa sköpunargleði. Hún rak sauma- stofu á Akureyri og þegar ég kom í heimsókn til hennar á stofuna, sem var harla oft, þá teiknaði hún alls konar fugla á léreftsafganga og lét mig sauma þá út. Þess vegna er ég svona veikur fyrir fuglum og þeir koma einmitt víða fram í myndum mínum. Svo á ég líka til að elta fugla út um allar trissur á vissum árstimum, t.d. rjúpur og gæsir. Rjúpur eru nú sérstakt lostlæti og ómissandi á jólunum. Síðar, þegar ég var kominn i menntaskóla, þá fékk ég tækifæri til að teikna og mála og vann þá oft að skreytingum fyrir árshátíðir og aðrar skóla- skemmtanir. Síðan hefur þessi ástríða aldrei slokknað, heldur magnast. Örn Ingi: Ég get tekið undir þetta síðasta, að þetta hefui einnig reynst mér ólæknandi ástríða. Um nokkurt skeið rak ég rammagerð í hjáverkum og einnig flutti ég inn listmálaravörur og það var óneítanlega nokkur hvati, rammaverkstæðið breyttist smám saman í málaravinnustofu og ég komst i kynni við ýmsa mynd- listarmenn og áhugamenn af ýmsu tagi. Og svo kom Óli með fyrstu myndirnar sínar i inn- römmun fyrir 6 árum og þá fór að færast líf í tuskurnar. Við vissum að ýmsir menn á Akpreyri og ná- grenni voru að gauka hver í sínu horni við myndlist og þá hófum við áróður fyrir því, að þeir tækju höndum saman og árið 1972 var haldin sýning 25 myndlistar- manna á Akureyri. Óli: Og þá var Myndlistar- félagið sálaða stofnað og síðar Myndsmiðjan, sem ennþá starfar.— — A þeim tíma, sem liðinn er siðan hefur Örn tekið þátt i fimmtán sýningum og Öli i sex. — Nú hafið þið sýnt viða, m.a. tvisv- ar í Reykjavik, á Grenivík og á Sauðárkróki. — Öli: Já, og alltaf hafa einhver ævintýri gerst i sambandi við það. Þegar við sællar minningar sýnd- um ásamt fleiri félögum í Norræna húsinu, þá urðum við að leigja flugvél, þar sem sýningin var auglýst en áætlunarflug fór úr skorðum vegna lélegra flug- skilyrða. En aldrei hefur nein sýningarferð reynst jafn harðsótt og þegar við fórum til Sauðár- króks í fyrravor. Við fórum fjórir saman með myndirnar, sem rétt komust fyrir í lengdum Land- rover. Auk okkar Arnar voru þeir Aðalsteinn Vestmann málari og Jakob Bjarnason múrari. Veður- spá var vægast sagt afleit, en Vegagerðin ráðgerði að halda Öxnadalsheiði opinni til klukkan 6 um kvöldið. Sýningin hafi þegar verið rækilega auglýst í útvarpi og í blöðum og góðborgurum á Króknum send boðskort. Við urð- um því að leggja af stað og ná í tæka tið. Strax vestur á Þelamörk var skollin á iðulaus stórhríð svo varla sá handaskil. Örn: Óli keyrði. Óli: Ég hafði aldrei snert á jeppastýri fyrr. Aðalsteinn sat fyrir aftan mig, en teygði hausinn fram yfir öxlina á mér og stundi: „Eg skil ekki hvernig þú sérð veginn?“ Og um leið seig bíllinn hægt út af og fór nærri því á hliðina. Örn: Við Aðalsteinn vorum þá reknir út i hriðarkófið og gengum við lengi, lengi þar til við rákumst á fannbarða hurð. Við börðum en enginn kom til dyra. Hins vegar heyrðum við annarleg hljóð að innan, sem vöktu okkur nokkurn ugg. Síðar, þegar rofaði til, kom í ljös að við vorum að banka á fjárhúshurð áEngimýri i Öxnadal (Skemmtileg tilviljun með nafnið), en innan dyra var hrútur í spili. sem jarmaði draugslega. Við komumst við illan leik heim á bæinn og i örvæntingu bað ég fyrst um kalt vatn á hendurnar, því ég óttaðist kal, svo dofinn var ég af kulda. Vorum við síðan drifnir að kaffiborði og úðuðum þar í okkur ástarpunga með rúsín- um. Lá við að við gleymdum félög- um okkar i þessum óvæntu vel- lystingum. Þegar við komum á vettvang aftur voru þeir að bisa við bílinn og hafði þá komið i ljós, að eitt hjólið var „púnkterað". Þá bar að vegagerðarmann á jeppa og leysti hann allan okkar vanda, dró bílinn upp, skipti um hjól og gaf okkur þau föðurlegu ráð að við skyldum snúa heim við svo búið. Þegar billinn var kominn á réttan kjöl og í samt lag voru liðnir þrir tímar frá því við lögðum af stað að heiman. Heflar voru komnir ofan af Öxnadals-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.