Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 9
/ Eftir Braga Asgeirsson félagsins ■fnaHHBHHBHpRmQ v SW ' ' J, ! islenzkir myndlistarmenn hafa sumir aShyllst poppstefnu I myndlist og gert eftirminnilegar myndir, sem nýlega hafa veriB sýndar sérstaklega I Listasafni fslands. Hinn viS- frngasti islenzkra myndlistarmanna, GuSmundur GuS- mundsson Erró* hefur unniS mjög mikiS i poppstil og voru eftir hann nokkrar myndir á sýningunni, þar á meSal „Interueur american", máluS 1975, sem sést hér aS ofan til vinstri. Hœgra megin aS ofan er „Glorius" eftir Sigurjón Jóhannsson, leikmyndateiknara og málara og hér til vinstri er svo enn ein islenzk poppmynd af sýningunni: „Útþrá" eftir Braga Ásgeirsson, unnin meS blandaSri tækni 1 974. viö hina sameiginlega uppsprettu, sem rætur alls, sem grær, sækja næringu til.“ í þessum oröum Rilkes felst þegar hugboð um, að á sviði hins ómeðvitaða myndi einhverntíma vera hægt að brúa bilið milli hins illsættanlega ytri og innri veru- leika með nýrri tegund listar. Það var þetta hugboð, sem hvarvetna reyndi að brjótast fram — í efa- gjarnri vissu, hikandi spurningu, eins og svo glögglega kemur frarn hjá Marchel Proust: ,,Ef til vill byggist kyrrstaða, festa, hlutanna umhverfis okkur aðeins á áskapaðri sannfæringu okkar um, að þeir séu svona en ekki öðru- vísi, þessir en ekki aðrir — á kyrrstöðu, tregðu hugsunar okkar gagnvart þeim. En tilraunin til að gera hugsun og skynjun sveigjan- legar táknaði, þegar allt kom til alls og i eiginlegustu merkingu, umturnun alls okkar skynsviðs — að hugsuninni yrði ýtt út af hin- um venjubundnu brautarsporum — að taka órökræna afstöðu í stað hinnar rökrænu — að skilja ekki i stað þess að skilja — að leyfa sér að rugla hina fastmótuðu reglu o.s.frv. Það nægir aðeins að gera sér fulla grein fyrir hinum tviræða orðaleik — hlutunum verður aðeins ruglað (og hnikað til) með nokkurri geggjun — til að skilja, að einnig hið fráleita og vit- skerrta getur skapað reynslu og skilning — og að nteira að segja visvituð truflun eða geggjun getur veitt alveg ný svör og snert innri strengi, þannig að hin fast- mótaða rökhyggja okkar verður hvumsa." Þessa tilraun full- komnuðu höfundar Dadaismans og Pop-listin er einmitt byggð á þeim reynslugrunni. . . Dadaisminn er var ekki liststill i eiginlegri merkingu heldur hæsta stig tilfinningaástands. Til- finningaástand það, sem fyrri heimstyrjöldin olli, þrýstingur og hræðsla orsakaði örvæntingarfull andsvör, háð, biturt spé, rudda- skap, öfga og fullkomið stjórn- leysi, og um leiö nýtt verðmæta- mat á öllum hlutum. 1 fyrsta skipti í sögu listarinnar tóku menn titbúna hversdagslega hluti fjöldaframleiðslunnar og settu á stall, réttsælis eða öfuga og nefndu list (Ready made) og það merkilega skeði að menn með- tóku þessar tilraunir Dada- hópsins og skynjuðu, að á bak við það sem sýndist algjört tilgangs- leysi leyndist óvænt og dýpri merking. Hér var um algjöra kúvendingu fagurfræðilegra gilda að ræða. Þar sem tilviljunarkenndar hug- myndir réðu einatt ferðinni, en tilraunir þessara stjórnleysingja í listinni urðu til að losa um hug- myndir hjá öðrum róttækum lista- mönnum, sem stóðu utan við list- hópinn, svo sem Arp, Max Ernst og þá einkum Kurt Schwitters og þá hetst á sviði Collagemynda í ýmsu efni. Tilraunir og hugmyndir Dada- istanna urðu miklu lifsseigari en listhópurinn sjálfur og áhrif þeirra á þróun myndlistarinnar hafa verið sýnileg í einhverri mynd, einhvers staðar i veröld- inni allt frá stofnun listahópsins, sem einangraði sig ekki við mynd- list, heldur hafði einnig bók- menntir og tónlist á stefnuskrá sinni. Erfitt ef ekki ógerningur er að ræða eða skrifa um Pop-list án þess að minnast á Dada- hreyfinguna og hin mörgu og við- tæku áhrif hennar. Dada-istarnir sprengdu einmitt hið fagurfræði- lega gildismat á listum á sama hátt og Pop-istarnir í sínum heimalöndum losuðu um leið um hugmyndir. Ef við lítum til baka á þróun framúrstefnulistar i heiminum á þessari öld rekumst við fljótlega á skyldleika milli Dada-ismans og poppsins. Mikil- væg er sú staðreynd að Marchel Duchamp, sem var upphafsmaöur Ready Made-listaiinnar fluttist frá Paris til New York árið 1915 og árið eftir verður hann meðstofnandi frum- dadaistahreyfingarinnar ásamt m.a. Man Ray og Picabia. Er hann kom aftur tit Partsar árið 1919 studdi hann Dadaistahópinn þar, en sneri sama ár aftur til New York, þar sent hann ásamt Katherina Dreyer og Man Ray stofnaði „Societé Anonyme Museum of Modern Art“, sem opnaði 1920 og á tímabilinu fram til 1939 stóð að 84 sýningum. Eftir þetta dvaldist hann ýmist í París eða New York þar til hann lézt í Neuilly sur Seine 2. okt. 1968. Glæsilegir og óvenjulegir málarahæfileikar hans komu fyrst fram árið 1912, er honum tókst að fullgera veigantikil verk. Bræður hans komu honum í kynni við Apollinaire, sem skrifaði um hann þessa merkilegu setningu. „Máski verður lista- manni lfkt og M. Duchamp, sem á allan hátt er laus við fagurfræði- legar grillur og er á stfkan hátt htaðinn starfsorku, gert mögulcgl að sætta aftur list og almenn- ing“. . . Vandamál kúbismans og þó frekar fútúrismans höfðu mikil áhrif á Duchamp. Hann dvelur sumarlangt í Miinchen árið 1912 en þar bar þá mest á nýlistastefn- unni „Die Blaue Reiter". Á því ári snéri hann um stund baki við máiaralistinni og vann fyrir sér sem bókavörður. Árið 1913 slóu myndir hans eftirminnilega í gegn á hinni miklu sýningu á evrópskri nýlist „Armory Show“ i New York, sem svo miklu róti olli vestra, og allar myndir hans seld- ust. Árið 1914 skapar hann svo fyrstu Ready Made mynd sína. Forstöðumenn listasafna litu til Duchamps og verka hans með skelfingu og bjuggust jafnframt við einhverju nýju af honum, sem þeir eygðu likt og ljós við enda jarðganga. Duchamp buðust margir girni- legir samningar i Ameríku á þess- um tima, en hann vildi heldur af persónulegum ástæðum vera óháður öllum og vann fyrir brauði sínu og bjór með frönskukennslu (timakaup 2 dollarar). Duchamp komst i kynni við Surrealismann gegnum André Breton, sem hann kynntist 1921. Takmark Duchamp var að endur- taka aldrei neitt i list sinni, og hann er sennilega eini mikli málarinn sem tókst það, með því að hann hætti að mála eftir stærstu sigra sína. Hann setdi vinum og ættingjum eitthvað um 20 verk með því skilyrði að við- komandi léti þau ganga til lista- safnsiris i Fíladelfiu eftir þeirra dag og þar er hérumbil allt lifs- verk hans niðurkomið. Allt sitt líf var Marchel Duehamp niðursokkinn í skák- taflið, sem snemma hafði heillað hann, — tefldi allar stundir og var um skeið í skáksveit Frakka, tók m.a. þátt i alþjóðlegum tafl- mótum. Hann gaf ásamt öðrum út eina skákbók og mótaði sjálfur taflmenn 1947. Duchamp hafði mikil áhrif á þróun amerískrar listar. í kjölfar hans komu ný-dadaistarnir og Pop-listin. En Duchamp tók afstöðu á móti þessum sporgöngu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.