Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 14
SKAK Þœttir úr íslenzkri skðksögu Eftir Jön Þ. Þör í X. þætti var skýrt nokkuð irá fyrstu skákþingum íslands og sigrum þeirra Péturs Zóphóniassonar og Eggerts Gilfer. Einn skákmeistara enn bar mjög hátt hér á landi á þessum árum, þótt aldrei hafi hann orðið jafn þekktur sem hinir tveir. Þetta var Stefán Ólafsson. Stefán fæddist að Hvanneyri f Borgarfirði árið 1893. Hann gekk i Taflfélag Reykjavíkur árið 1913 og var félagi þar til ársins 1924. Þá fluttist hann til Akureyrar, þar sem hann var I röð fremstu skákmanna um nokkurra ára bil. Stefán náði oft ágætum árangri. Hann varð þrisvar sinnum skákmeistari íslanrfs, 1919, 1921 og 1922. Á skákþingi Reykjavikur varð hann i 2. sæti árin 1914, '15, '16, '17, '18 og '20. og árið 1 924 varð hann í 1.—3. sæti á skákþingi Akureyrar. Nokkrar skákir, sem Stefán tefldi á þessum árum, hafa varðveitzt og skulum við nú lita á þær. Þær voru báðar tefldar gegn hörðustu keppinautum Stefáns og sýna svo ekki verður um villzt, að hér er enginn aukvisi á ferð Fyrri skákin var tefld á skákþingi Islands hinn 10. april 1922 og var hrein úrslitaskák. Hvítt: Stefán Ólafsson Svart: Eggert Gilfer Frönsk vörn 1 e4 — e6, 2 d4 — d5, 3. Rc3 — Rf6. 4 Bg5 — Bb4. 5 e5 — Bxc3. 6. bxc3 — h6, 7. Bcl — Rd7, 8 Dg4 — g6, 9. Bd3 — Rf8 — 10 Rf3 — c5, 11 0—0 — c4, 12 Be2 — h5, 13 Dg3 — Rc6, 14. Bg5 — Re7. 15 Bf6 — Hg8, 16. Rg5 — dc7, 17. h3 — Bd7, 18. Df4 —£c6. 19. g4 — Hxg4, 20. hxg4 — Rc8. 21. Kg2 — Rb6, 22 Hfhl — Ba4, 23 Hac1 — Hac8, 24 Hh3 — Db8, 25 Hchl — Bxc2, 26 Hh8 — Hxh8, 27 Hxh8 — Rd7, 28 Rh7? — g5l, 29 Rxg5 — Bg6, 30. Bg7 — Ke7, 31 Bf6+ — Ke8, 32 Bg7 — Ke7. 33 Bf6 + — Ke8, 34 Bdl! — b5, 35. Bg7 — f6, 36 Bxf8 — Rxf8, 37. Hxf8 + — Kxf8, 38. Dxf6+ — Ke8, 39. Oxg6+ og svartur gafst upp. Siðari skákin var tefld á skákþingi Akureyrar 1925 og birtist hún i British Chess Magazine það ár. Hvitt: Stefán Ólafsson Svart: Ari Guðmundsson Vlnartafl 1 e4 — e5, 2 Rc3 — Rc6, 3 f4 — exf4, 4 Rf3 — g5, 5. d4 — g4, 6 Bc4 — gxf3 7 0—0 — d5, 8 exd5 — Bg7?, 9. dxc6 — Bxd4, 10 Kh1 — fxg2, 11. Kxg2 — 12 Kh1 — Bh3, 13 De2 — Rge7. 14 cxb7 — Had8. 15 Bxf4 — Bxfl, 16. Haxfl — Dg6. 17. Rd5 — Bc5, 18 Rxc7 — Kf8, 1 9. Bh6 — Kg8, 20 Dg4 — Rf5. 21. Bxf7 — Kxf 7, 22. Hxf5 og svartur gaf. Úr leyniskýrslum Framhald af bls. 3. 8. Norður-Atlantshafssáttmálinn hefur enn ékki tekið gildi. Nokkurn líina eflir að hann er genginn í gildi og stofnanir hans hafa verið settar á fót, er ósennilegt að samtökin séu reiðubúin til að taka þetta mál föstum tökum. 9. Ef svo færi, að Island yrði fyrir vopnaðri árás eða að þar yrði gerð kommúnistísk bylting, áður en þær ráðstafanir hefðu að fullu komið til framkvæmda, sem gengið er úr frá í Norður-Atlantshafssáttmálanum, gæti orðið nauðsynlegt fyrir einn eða fleiri aðila hans að gripa til aðgerða til að gæta öryggis Norður- Atlantshafssvæðisins. Niðurstöður. 10. Öryggi Bandaríkjanna og Norður- Atlantshafssvæðisins krefst þess, að stöðvar séu til- tækar til notkunar á íslandi, ef til ófriðar dregur, fyrir herstyrk Bandaríkjanna og bandamanna þeirra og að áfram verði Islandi forðað frá ágengni fjandsamlegra eða hugsanlega fjandsamlegra afla. 11. Utanrikisráðuneytið ætti að leggja drög að og byrja þegar að framfylgja áætlun í því skyni að draga úr varnarleysi islenzku ríkisstjórnarinnar gagnvart hugsanlegu valdaráni kommúnista. 12. Hermálaráðuneytið ætti að gera áætlanir — og þar með einnig áætlun um hugsanlega sendingu banda- rísks herstyrks til Islands — til að tryggja öryggi Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðisins á ófriðartimum, að því er Island varðar. Hermálaráðu- neytið ætti í samvinnu við utanríkisráðuneytið að gera viðeigandi ráðstafanir til þess, að hægt yrði að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd á skjótan hátt. 13. Stjórnarákvörðun, sem þarf til þess að fullgilda þær áætlanir, sem um getur í 12. lið hér að ofan, ætti aðeins að taka í samræmi vió kröfur þess stjórnmála- lega og hernaðarlega ástands, sem ríkir þegar ófriðar- blikur eru á lofti. Niðurlag f næsta blaði. Sumarið 1974 birtist í Lesbók grein, sem nefndist „Landnámið fyrir landnám". Ritgerð þessi var samin í tilefni af 1100 ára afmæli hins norska landnáms á Islandi. Þóttist ég þar færa allsterk rök að því, að Irar hefðu numið hér land löngu fyrr, og hér hefði þá verið írsk byggð um 150 ár, eða lengur. Irsku landnemarnir hefðu flutt hingað kvikfénað þegar f upphafi, og honum hefði fjölgað svo mjög, að líklega hefði þá ekki verið færra sauðfé í landinu en nú er. Enn fremur hefði hér verið fjöldi nautgripa, svína og geita. Vegna þessa mikla fjölda kvik- fjár, er norrænir landnámsmenn höfðu haft spurnir af, hefðu þeir sjálfir ekki flutt með sér búfé, því að hér hefði verið af nógu að taka. Þeir hófu hér landnám bú- fjárlausir, en létu greipar sópa um kvikfjáreign Iranna. Þess er hvergi getið i Landnámu né sög- um, að norrænir menn hafi haft bústofn með sér á skipunum, en viða getið um mikla kvikfjáreign þeirra skömmu eftir landnámið. Þetta skal nú ekki rakið ýtar- legar hér, en þess freistað að draga fram fleiri heimildir en áð- ur um að þessi ályktun sé rétt. I Geirmundar þætti í heljar- skinns, sem fylgt hefir Sturlungu frá byrjun, og talið er að ritaður muni af, Skarðverjum, ef til vill Þórði Narfasyni lögmanni (d. 1308), stendur þessi frásögn höf- undar: „En ég hefi það heyrt, að í þann tíma er þeir bræður komu úr vest- urvfking, væri sem mest orð að, að engi þætti vera frægðarför meiri en fara til Islands." Hér er talað frá sjónarmiði vik- inga. Hvað töldu þeir frægðarför? I þættinum sjálfum er þetta skýrt óbeinlínis: „Það var eitt sumar, er þeir héldu í vesturvíking, að þeir fengu svo miklu meira herfeng en önnur sumur, að því er frá hefir verið sagt ... þá hlaut annar þeirra tuttugu pund silfurs, en annar tvö pund gulls.“ 1 þessu var frægðin fólgin. Hún miðaðist við það hve mikinn ráns- feng víkingar gátu borið úr být- um. Það var engin frægð að sigla yfir hafið til Islands, heldur hve mikið herfang gat fengizt þar. Þessi frásögn ein nægir til að sýna, að þá hefir verið mikil byggð á Islandi, þvf að ekki var hægt að ræna í „auðu“ landi, heldur þar sem fjölmenni var fyr- ir. Á allrí landnámssögunni má sjá, að það hefir verið eitthvert sérstakt seiðmagn, sem dró hing- að allan skara norsku landnáms- mannanna. 1 Laxdælu kemur skýringin á þessu fram. Þar segir að á íslandi voru þá framúrskar- andi landkostir, hvalreki mikill, laxveiði og fiskastöð öllum miss- erum „og þar þurfti ekki fé að kaupa“. Á þessu landi bjó varnarlaus þjóð, og þar var því hægðarleikur að ræna löndum, og kvikfé svo miklu, að nægja mundi til að reisa stórbú þegar f stað. Það var heldur ekki einleikið hvernig norrænir menn þyrptust tii Islands, en lausn þeirrar gátu er sú, að þeir hafi vitað með sann- indum að þar beið víkinga auður og allsnægtir, skjótfengió herfang og þurfti lítið fyrir að hafa. Þá rfkti sá hugsunarháltur, að menn hefðu rétt til að sölsa undir sig öll heimsins gæði, ef eigendur gátu ekki varið þau. Hér á Islandi voru nóg auðæfi, en þeir sem landið byggðu, gátu ekki varið þau. Þess vegna var það mikil frægðarför að fara til íslands og sölsa þar undir sig lönd, fólk og kvikvénaó. Forn örnefni geyma margskon- ar fróðleik og ekki sízt þau ör- nefni, er landnámsmenn hafa gefið, en þau er að finna í Land- námu. Þessi örnefni sýna og sanna áþreifanlega, að norrænu landnámsmennirnir hafa ekki komið hér að auðu landi og óbyggðu. Þau sýna, að þá hefir búið hér kristin þjóð. Hin mörgu örnefni, sem kennd eru við krossa og kirkjur, bæði þar og f sögun- um, eru þar óljúgfróð vitni. Sagnaritarar vorir hafa ekki áttað sig á þvf, að geta um þessi nöfn, voru þeir að afsanna fullyrðingar sínar um autt og óbyggt land, því að landnámsmenn þeir, er komu frá Noregi, voru allir heiðnir. En örnefnin, sem þeir gáfu, sýna að hér hafa verið krossar og kirkjur. Hér skulu nú talin nokkur þess- ara örnefna og þó aðeins þau, er landnáms menn hafa gefið. Krossá hjá Þórsmörk. Asbjörn Reyrketilsson og Steinfinnur bróðir hans námu land fyrir ofan Krossá, fyrir austan Fljót. — Bjór lá ónuminn fyrir austan Fljót milii Krossár og Jöldusteins (írskt örnefni). Það land fór Jör- undur (goði) eldi oglagði til hofs. Krossás í Öxarfirði. Einar land- námsmaður og félagar hans settu öxi í Reistargnúp og kölluðu því Öxarfjörð. Þeir settu örn upp fyr- ir vestan og kölluðu þar Arnar- þúfu, en I þriðja stað settu þeir kross. Þar nefndu þeir Krossás. Svo helguðu þeir sér allan Öxar- fjörð. (Einar var heiðinn. Krossás þekkist nú ekki lengur. Sennilega hefir þar verið kross fyrir er þeir komu). Krossavfk. Þórir hinn hávi nam Krossavfk milli Gerpis og Reyðar- fjarðar. Þaðan eru Krossvíkingar komnir. Krossavfkur í Vopnafirði. Lýt- ingur nam Vopnafjarðarströnd alla hina eystri, Böðvarsdal og Fagradal og bjó í Krossavík. Krýsivfk. Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsivík. (Nafnið mun dregið með hljóðvarpi af „heilögum krúsi“). Kirkjuf jörður. Herjólfur hokin- rasi nam land milli Búlandshöfða og Kirkjufjarðar (nú Grundar- fjarðar). Kirkjubær á Síðu. Maður hét Ketill hinn fíflski, sonur Jórunn- ar mannvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs. Hann bjó i Kirkjubæ. Þar höfðu áður setið Papar og eigi máttu þar heiðnir menn búa. Kirkjubólstaður. Þormóður Bresason bjó að Hólmi hinum ytra. Asólfur frændi hans gerði bú að Hólmi á Kirkjubólstað. Svo eru þau örnefni, sem kennd eru við kvikfé þeirra Iranna. Eins og allir vita, er ógrynni örnefna hér á landi kennt við kvikfé og er að sjálfsögðu eðlilegt hjá þjóð, sem hefir lifað á kvik- fjárrækt um þúsund ár. Munu því sumir segja, að erfitt muni að vinza úr þau nöfn, sem eiga við kvikfé íranna. En svo er ekki. Kvikfjárlausir koma Norðmenn hingað, en kenna þó þegar ýmsa staði við kvikfé. Þar getur ekki verið um annað kvikfé að ræða en hið írska. Þessi nöfn er auðvelt að finna, sum eru á bústöðum landnáms- manna, önnur á kennileitum, sem landamerki landnámsjarðanna liggja að. Þau örnefni, sem landa- merki eru miðuð við, hljóta að hafa verið gefin samtímis því, að lönd voru numin. Hér skulu nú rakin örnefni, sem í Landnámu er að finna, en flokkuð eftir kvikfjárnöfnum, svo að glögglegar sjaist hvaða kvik- fjártegundir Irar hafa alið hér upp áður en víkingarnir komu, og að þær hafa verið dreifðar um allt land. Sauðfé. Sauðá i Skagafirði. — SkefiII nam allt land fyrir utan Sauðá og tók það af landnámi Sæmundar meðan hann fór eldi um landnám sitt. Sauðafell í Dölum. — Þegar Auður djúpúðga nam Dali, gaf hún mönnum sinum lönd. Erpi leysingja sínum, syni Melduns jarls, gaf hún Sauðafellslönd. Sauðanes. — Ketill Þistill nam Þistilsfjörð milli Hundsness og Sauðaness. Seyðisfjörður. — Bjólfur fóst- bróðir Loðmundar nam Seyðis- fjörð allan og bjó þar alla ævi. ísólfur hét sonur Bjólfs er bjó þar síðan og Seyðfirðingar eru frá komnir. (Annar Seyðisfjörður gengur inn úr Isafjarðardjúpi og er nafn hans sennilega jafn gamalt). Hrútafjörður. — Ingimundur gamli fór um vor norður yfir Holtavörðuheiði. Þá var Dalasýsla enn ónumin og eins Húnavatns- sýsla. Þeir komu niður i eyðifjörð og fundu þar hrúta tvo og kölluðu þar Hrútafjörð. Lambafell undir Eyjafjöllum — Hrafn heimski nam land milli Kaldaklofsár og Lambafellsár. Hjarðarnes. — Þar geymdi Geirmundur heljarskinn sauðfé það, er hann hefir látið smala saman þar í grennd, en á Svína- nesi geymdi hann svin sín. Þessi nes eru bæði milli þverfjarðanna, er skerast norður úr Breiðafirði og hefir verið þar mikill skógur i dalbotnum og hlíðum og þar hefir þetta kvikfé verið. Geirníundur hefir látið reka það út á nesin til þess að auðvelda gæzlu þess, og svo hefir verið hægara að sækja það þangað, því að Geirmundur nam land sunnan Breiðafjarðar. NAUTGRIPIR. Kvígandafjörður. — Nesja- Knútur nam nes öll til Barða- strandar frá Kvigandafirði (nú Kvígindisfirði). Þar er einnig get- ið um Kvígandanes, en það kallast nú Bæjarnes. Kvíguvogar. — Steinunn gamla, frænka Ingólfs, gaf Eyvindi fóstra sinum land milli Kvígu- vogabjarga og Hvassahrauns og bjó hann fyrst í Kvíguvogum (nú Vogum, en bjargið heitir nú Voga- stapi). Kálfá í Gnúpverjahreppi. — Öfeigur grettir nam land milli Þverár og Kálfár, en Þrándur Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.