Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 13
aðlaðandi í viðmóti. Lassalle var hetja lýðsins; varð það strax um þrítugt. Hann var snjallur lög- maður og hafði t.d. varið Hatz- feldt greifynju í átakanlegu máli, sem hún átti i við harðlyndan eiginmann sinn. Alþýða manna dáðist að Lassalle og þótti ekki nema sjálfsagt, að hann auðgaðist af starfi sinu. Lassalle flutti áhrifamiklar ræður um „hug- sjónir alþýðunna_“ og hlaut dóm fyrir það að „æsa menn til stétta- haturs", en almenningur hyllti hann fyrir vikið. Samtök verka- manna töldu sér heiður að þvi, að hann sótti fundi þeirra. Þetta var víðlesinn og menntaður maður og mikill málflytjandi og hann um- gekkst alþýðumenn eins og jafn- ingja sina. Lassalle var umbótasinni, en ekki byltingarmaður eins og Marx. Hann hafði á stefnuskrá sinni almennan kosningarétt, hlutdeild verkamanna i atvinnu- fyrirtækjum og vildi „félagslegan konungdóm“, sem hann kallaði svo. 12. april 1862 hélt Lassalle ræðu i Oranienburg um „verka- lýðsmálastefnuskrá“ sina og lagði þar nýjan grundvöll að þýzkri verkalýðshreyfingu. Vakti þetta mikla athygli á Vesturlöndum. Nafn Lassalle var á alira vörum, en Karl Marx var fallinn i gleymsku og dá. Marx líkaði frami Lassalles illa og er það nú vægt til orða tekið. ViÖ Lassalle sjálfan var Marx raunar ekkert nema vinsemdin, en öðrum gaf hann misjafnlega vinsamlegar lýsingar á „úr- þvættisbulli þessa þvælupoka". Svo sendi Lassalle Marx rit sitt „Heimspeki Herakleitosar" og Marx sendi honum heillaóskir um hæl og lýsti ánægju sinni yfir þessu „snilldarriti". Lassalle útvegaði Marx útgef- anda að bæklingi hans, „Gagnrýni á þjóðhagfræði", sem kbm út í Berlín 1859. Hann sendi Marx einnig peninga, útvegaði honum fregnritarastarf við Oder-Zeitung og studdi hann á ýmsan annan hátt. „Þú átt ekki tryggari vin í Þýzkalandi en mig,“ stendur i einu bréfi Lassalles til Marx. Þetta dró ekki úr beizkju Marx og skrifaði hann Engels, að „þessi náungi (Lassalle) mundi heldur fleygja fé sínu út á öskuhauga, en láta vini sína njóta góðs af þvf“. Marx aðhylltist kenningar haus- kúpufræðinnar eins og fyrr er getið. Beitti hann þessum vísind- um við Lassalle. „Mér er nú ljóst það, sem höfuðlagið sannar,“ segir í bréfi til Engels, „og svipur mannsins bendir lika til, að hann á aðra hvora ætt sina að rekja til svertingja og liklega þeirra, sem slógust í för með Móse og göngu- mönnum hans úr Egyptalandi. Þegar við þetta bætast germansk- ar og gyðinglegar erfðir hlýtur að verða til undarleg blanda. Dæmigerð er áfergja mannsins.“ Höfuðlag Lassalles varð honum sem sé ekki til álitsauka hjá Marx. Samt heimsótti Marx hinn „gyð- inglega negra“ í Berlin 1861. Hugðist hann notfæra sér Lass- alle til að heimta aftur prúss- neska ríkisborgararéttinn, sem hann hafði sagt upp forðum. Því næst ætlaði Marx að reyna að ná af Lassallc forystunni fyrir þýzkri verkalýðsstétt. Lassalle tók Marx með kostum og kynjum. Bauð hann helztu aðals- og listamönnum i mikinn kvöldverð Marx til heiðurs. Því miður varð Marx fyrir þeim leið- indum i veizlunni, að sessunautar hans þekktu hann ekki og spurðu, hvort hann hefði komið áður til Berlínar. Lassálle bauð Marx lika í óperuhúsið og tók á leigu stúk- una við hlið konungsstúlkunnar. Varð mönnum starsýnt á Lassalle, en komu ekki fyrir sig gráhærða manninum, sem sat við hlið hans. Þótti Marx það súrt í broti. Lassalle reyndi eftir fremsta megni að útvega Marx ríkis- borgararéttinn. Var Lassalle jafn- an ginningarfífl Marx, eins og hann var líka ginningarfifl Bis- marcks, sem hann imyndaði sér að hefði einlægan áhuga á sam- starfi við verkalýðinn. Hann kvaddi dyra i ráðuneytunum og reyndi að ýta við lögreglunni, en allt kom fyrir ekki og Marx fékk ekki ríkisborgararéttinn. Marx fór þvf erindsleysu til Berlínar, nema hvað Lassalle leysti hann út með dýrum gjöfum áður en hann fór aftur til London. Stóðu málin nú enn þannig, að Marx fann ekki þjóð sina, en Lass- alle, sá „syfiliskrabbi og sorpfram leiðandi“ var áfram mikill maður meðal öreiga Þýzkalands. En Marx varðist eftir sem áður að styggja Lassalle því enn var ekki útilokað að hafa gagn af honum, þótt síðar yrði. Lassalle sótti heimssýninguna í London 1862 og reyndi Marx þá að sýna honum þá vinsemd og gestrisni, sem fjárhagurinn fram- ast leyfði. Lassalle naut gestrisn- innar i rikum mæli og grunaði lítt, að Marx bölsótaðist með sjálf- um sér yfir „takmarkalausu áti“ hans. Blöskraði Marx gersamlega, að Lassalle eyddi meiru í vindl- inga og ökuferðir á dag, en fjöl- skylda hans sjálfs eyddi í mat á viku. En hann var áfram alúð- legur við Lassalle þótt hann lægi sér jafnframt á hálsi fyrir það að smjaðra fyrir honum. Það jók enn á hatur og hefnigirni Marx, er hann komst í greiðsluþrot eitt sinn og Lassalle brá við og borgaði skuldina fyrir hann. Marx var gersamlega óskiljanlegt, hvernig það mætti vera, að Lassalle, það auka skripi, væri dáður og mikils metinn, en hann sjálfur, snillingurinn, einskis metinn. Dauða Lassalles bar brátt að. Hann var veginn í einvígi i ágúst 1864; það einvígi var náttúrulega út af kvenmanni. Marx reit þegar samúðarbréf til Þýzkalands og kvaðst hafa „elskað og dáð Lass- alle“. Hann skrifaði enn fremur Hatzfeldt greifynju, sem hann nefndi oftast „gamla hóru“, og kvað hana geta verið fullvissa um það, að hann harmaði lát Lass- alles meira en nokkur annar maður. Hann bætti við: „Eg vona, kæra greifynja, að þér séuð sann- færðar um hjartanlega samúö og tryggð vinar yðar, Karls Marx.“ Marx harmaði dauða Lassalles opinberlega, en gladdist með sjálfum sér af þvi, að „þessi hávaðamaður var nú þagnaður". Vonir Marx vöknuðu nefnilega aftur við dauða Lassalles. Fór hann nú að hugsa um formennsk- una i „Almenna þýzka verkalýðs- sambandinu,“ sem stofnað hafði verið þá um vorið. Þótti honum ólíklegt, að nokkur annar sósial- isti gæti talizt sér fremri. Marx skrifaði nú Johann von Schweitzer i Berlin og kvaðst reiðubúinn að hafa „táknræna" forystu fyrir flokknum. En von- brigði hans urðu mikil. Sá „grútugi hundur", von Schweitzer, skrifaði honum aftur um hæl og kvað Lassalle hafa tilnefnt eftirmann sinn í erfða- skrá. Sá hét Bernhard Becker. Bætti von Schweitzer þvi við, að Marx væri velkomið að skrifa flokknum skoðanir sínar á fræði- legum atriðum; hins vegar frá- bæðu þeir sér afskipti hans af „málum, sem snertu hina raun- hæfu, daglegu stjórnmálabar- áttu“. Nú var Marx nóg boðið. Hótaði hann að gera upp sakirnar við flokkinn opinberlega-, en i for- sprakkarnir létu sér það í léttu rúmi liggja. Þá ákvað Marx að koma þessu fyrsta umtalsverða sósíaiistasambandi í heimi fyrir kattarnef. Ritaði hann Engels á þessa leið: „Við verðum að koma „Demókrat“, málgagni flokksins, og öllu Lassallepakkinu fyrir kattarnef." Það tókst honum þó ekki. Hann hafði beðið ótviræðan ósigur. Var yfirleitt von til þess, að hann sigraði nokkurn tima? Framlíf á öðrum stjörnum Framhald af bls. 5 byggja ógæfuna (ef hann er á þann veginn). Sumir rætast ekki, vegna þess að sambandsskilyrðin hafa verið slæm, svo að túlkunin eða skilningurinn á skilaboðun- um verður rangur, og einnig að atburðarásin hafði breyst i það horf að spádómurinn rættist ekki. Spámennirnir heyrðu raddir og sáu sýnir, eins og t.d. Anton Johannsson, finnskur bóndi og fiskimaður frá Lebesby. Hann vissi fyrir um Titanic-slysið. Heyrði rödd sem sagði við hann, að stórt nýtt skip, „sem heitir Titanic muni farast I fyrstu ferð sinni vestur yfir hafið. Hann sér jötunstórt eimskip rekast á fjall- jaka, heyrði ógurlegan brest og jafnframt verður hann gagntek- inn af angist." Sýn þessi rættist sfðar f aprfl 1912. (sannýall bls. 5 H.H.) Það sem hann sá var nútfð á annarri stjörnu en framtfð hér á jörðu, og birtist þessi sýn honum f vökudraumi til viðvörunar um þetta ógæfusama slys. Ef skiln- ingur hans og annarra jarðarbúa hcfði verið meiri, fyndist þetta slys ekki f vorri jarðsögu. Allar Ifkur bcnda þvf til þess, að það eru til verur sem vita fyrir um atburði og geta haft áhrif á draumalff mannsins, til að hann nái sambandi við atburði sem eru að gerast einhvers staðar f al- heiminum. Og veran veit, að koma munu sfðar á jörðinni og vill koma f veg fyrir það, ef hún veldur ógæfu. En oft á tfðum er stillisambandið ófullnægjandi, vegna heilaástands móttakand- ans, er f það sinnið, ekki móttæki- legt til að stillast inn á það sam- band, þar sem draumgjafinn lifir sömu atburði og henda mun dreymandann. Þá reyna þær að stilla dreymandann inn á það svið sem heilaástand hans nær og Ifk- ist þeirri upplifun sem henda mun hann. En oft á tfðum verður samlfkingin svo ógreinileg að hann áttar sig ekki á draumnum þcgar hann vaknar og skilur þvf ckki viðvörunina. Spádraumar hjá sofandi manni vcrða til á sama máta og vöku- draumar, með öðrum orðum, sam- bandsástand milli þeirra og draumgjafans frá áhrifum full- kominna vera, sem vilja hjálpa okkur jarðbúum af vegi helstefn- unnár. Það sem spáð er, er ekki það sem koma skal, aðeins það, sem mun koma, ef ekki verður annað að gert. Þvf lffsstefnan er að lifa sem lengst, læra sem mest og verða sem guði Ifkastur. Endurlfkömun fer fram á þann hátt, sem um getur hér að fram- an, f draumasögu minni. En óefað ekki þannig að maðurinn fæðist aftur hér á jörðu. Misskilningur- inn er fólginn f þvf, að ekki er vitað um draumgjafann. Ófreskir menn sem segjast hafa lifað hér á jörðinni áður, geta lýst fullkom- lega lifnaðarhætti ákveðinnar manneskju, sem hefur yfirgefið þessa jörð með dauða sfnum. A þeim forscndum telja þeir sig hafa vissu fyrir endurburði hér á jörðu. En önnur og haldbetri skýring er fyrir hendi. Það er sambandsástandið sem um ræðir. Minningarnar koma f huga hans, frá þeim framliðna, sem að öllum Ifkindum hugsar sterkt til gömlu heimkynna sinna og telur jarðbú- irn þá, að þetta hafi verið hans Ifferni frá fyrra Iffi hér á jörð- inni. Vegna þess að áhrifin frá framhaldslifandanum eru það sterk að tilfinningar jarðbúans samræmast tilfinningum hans. Þá telur maðurinn vfst, að hann hafi lifað áður og álftur að til- gangur með endurfæðingunni hér á jörðu sé að bæta fyrir fyrra líferni sitt. Að öllum Ifkindum fer hann vegvillt, en að sjálfsögðu þarf hver og einn að bæta fyrir misgjörðir sfnar, en ekki á þann hátt að endurfæðast hér á jörðu. Gleymska frá fyrra Ifferni þjónar engum tilgangi, þá er cnginn möguleiki að læra af reynslunni. Endurlfkamningin er eftir flutninginn frá fyrra Iffi, yfir á framlffsjörð, sem er einhver stjarna f alheiminum og til þeirra sem hann á sameiginlegt með. Þar fær hann líkama sem sam- svarar fyrra Ifferni hans. Við höf- um sambærilega Ifkingu hér á jörðu, hvcrnig maðurinn skapar útlit á framlffsjörðu. Hann mótar andlit sitt eftir skapgerðinni, að oft á tfðum er mögulegt að lesa innræti hans eftir andlitsdrættin- um. Þannig skapar hann útlit sitt f framhaldslffinu, sem getur orð- ið nánast sagt herfilegt. Hann hefur endurlfkamast á þeirri framlffsjörðu, sem Iffgeislinn frá honum beinist til fyrir dauða hans. Lífgeislinn er sú orka, sem er uppistaða Iffsins og streymir frá Ifkama mannsinSoger oft á tfðum nefnd áran. Þessi orka er mis- munandi mikil hjá hverjum ein- staklingi og sumir hafa getað miðlað henni og notað til lækn- inga eða annarra kraftaverka. Þetta orð er oft notað yfir atvik, sem talið er óskýranlegt og mæli á móti lögmáli náttúrunnar og er þvf af sumum álitið vera tómur söguburður. En það segja aðeins þeir, sem ekki hafa rannsakað Iffskraftinn. Hann sem var svo greinilegur hjá Jesú Kristi með sfnum lækningum og öðrum kraftaverkum er hann gerði. En sagan segir að hann gat Iftið sem ekkert gert á sfnum heimahögum, og var það mjög eðlilcgt, þvf þar var hann bara sonur smiðsins og hafði fáa áhangendur. Það þarf traust ákvcðins hóps maCgra manna sem miðlar Iffskraftinum til hans og magnar hann upp og við þessa mögnun stillist hann inn á sterkt samband við æðri verur. t goðafræðinni eru margar góðar lýsingar á Iffinu eftir dauð- ann og barátta goðanna gegn ill- um vættum. Meðal annars kom goðinn Þór mikið við sögu og hans megingjörð er gaf honum þennan mikla kraft. Að áliti margra er átt við sérstakt belti sem hann spennti um sig miðjan. E-n svo var ekki. Það var Iffgeisl- inn sem Óðinn og aðrir guðir scndu honum, svo að hann magn- aðist upp og gat gert ótrúlegustu hluti. Birgir Svan Formbitlingar pappírsandlit með rifnar varir sígarettuglóð nafnlausir menn t gulum höndum ætti að lída bedur á ðetta það er gefið svo lítið út af vandræðum gamlir menn eða dauðir kondu attur gamall eða dauður já því ekki það á mokka t hádegi formbyltingarinnar draumráðningar útgáfa á safnverki fallinna vtxla t gulli og skinni þurrausin Ijóðskáld yfirtómum bollum meira malbik t Ijóðið klessumálarinn hættur að elta regnbogann haekkar i verði leikarinn baktalar á samningi úlfaldann og mýfluguna menn steina niður fleir trossur á veruleikafiskirti f munnhörpu listaskáldanna fátt eitt nýtilegt ég kem aftur gamall eða dauður því ekki það 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.