Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1976, Blaðsíða 10
Popplist Innlend og erlend popplist: Að ofan: „Object" eftir Magnús Tómasson, 1970. Til winstri: „Painting Machine" (vél sem málar) eftir Jean Tinguely, 1959. Að neðan: „Playmate" (leikfang) eftir James Rosenquist, 1966. Til hægri: „Konumynd" eftir Tom Wesselman. 1965. mönnum sínum, um leið oj; hann lét svo um mælt: „Þegar ég upp- götvaði „Ready Made", hugðist én gera uppreisn gegn fagurfræði- legu skrani. 1 neodada hins vegar nota þeir „Ready Made“ til að uppgötva fagurfræðileg gildi. Ég henti flöskuþurrkaranum og þvag skálinni f andlitið á fagurfræð- inni. en nú dást menn að þessu sem fagurfra-ðilegri listsköpun." Aó Ltuchamp á efri árum gerði kópíur af „Ready Made“ er þó i mótsögn við þessi ummæli hans. En nú var heimurinn orðinn ann- ar, dýrara að lifa og þó nauósyn- legt að eiga skotsilfur fyrir bjórn- um sem hann kneyfaði óspart yfir tafli á öldurhúsum. Amerískir myndlistarmenn leit- uðu hann uppi og urðu fyrir mikl- um örlagaríkum áhrifum frá honum og skal hér helzt nefna þá Robert Rausehenberg og Jasper Johns, sem teljast með helztu frumkvöðlum ameríska poppsins hvortveggja í tvívídd sem þríviðu rúmtaki. Það var á árunum 1955—58, sem þessir tvéir mótuðu svip amerískrar pop- listar, en seinna komu þeir Roy Liehtenstein og Andy Warhol til skjalanna ásamt þeim Claes Oldenburg, Tom Wesselman, James Rosenquist, Robert Indi- ana, Jim Dine og á vesturströnd- inni Ed Ruseha og Mel Ramos, en þetta eru allt heimskunn nöfn í dag sem flestir munu þekkja sem með framúrstefnulistum fylgjast. Á þeim tíma sem myndlistar- rnenn í Bandarikjunum voru loks að uppgötva og taka nútíma borgaralega menningu og stílfæra hana sem viðfangsefni í myndir sínar, hafði pop-listin þegar skotið rótum í Bretlandi, að sumu leyti undir áhrifum frá hinu ameríska risaþjóðfélagi, auglýs- ingaiðnaði þeirra, ofgnótt og neyzluvenjum. Á síðustu árum fjóröa áratugsins koma fram tveir myndlistarmenn, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun enska poppsins, en það voru þeir Franeis Bacon og Eduardo Paolozzi. Árið 1949 hóf Bacon að nota ljósmyndir fjöldaframleiðsl- unnar, sem vettvang myndgerðar sinnar, einkum voru það tján- ingarrík andlit sem hann höfðaði til. Á sama tíma tók hann að umbreyta og skæla hugmyndir úr fyrri tíma Iistaverkum t.d. hina frægu mynd Velazques af Innocent X páfa og vaV það gerí eftir eftirprentunum úr bókum. Eduardo Parlozzi, sonur ítalsks innflytjanda, telst þó hafa gert fyrstu pop-myndina í Bretiandi og er hún gerð undir greinilegum áhrifum frá bandariskum lifnaðarháttum, og hér kemur m.a. orðið Pop! (með upphróp- unarmerki) fram í fyrsta skipti á mynd og það 9 árum áður en það kom aftur fram i mynd Richard Hamilton, sem margir telja rang- lega upphafsmann enska popps- ins, auk þess sjáum við hér einnig Coca Cola flöskuna táknrænu ásamt ögrandi hofróðu. En kjarnann í Pop-list telja margir vera ofgnótt neysluþjóðfélagsins, stjórnmál, ádeilu, erótík, lifsvenj- ur og óeðli, þetta allt með ákveðn- um skammti af dulúð. Hér er kjarninn sá, að listamaðurinn lifir i umhverfi sínu en telur sig ekki kallaðan til að breyta heiminum, og þó hafa þessir listamenn gjör- breytt öllu almennu gildismati á eðli nýlista. Á sama tíma hafa aðrir, sem vildu öllu breyta og umbylta í þjóðfélaginu, einungis skilið eftir sig líttmerkjanleg spor. Richard Hamilton hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun Breska poppsins svo og Allan Jo- nes, Peter Blaka, David Hockney, Joe Tilson o.fl.. Slá má föstu að Pop-listin sé öðru framar engil- saxneskt fyrirbæri og á sér þar andlegar og þjóðfélagslegar ræt- ur. En á sama tíma átti sér stað andóf gegn ofurvaldi abstrakt-ex- pressjónismans á meginlandinu, og kom það einkum fram í mynd- um Yves Klein, Jean Tinguely, Arman, Gustav Metzger, Spoerri, Christo, Cesar o.fl. Hreyfingin fékk nafnið „le nouveu realisme" og var aðalhugmyndafræðingur þeirra listfræðingurinn Pierre Restnay, sem hélt því fram að hér væri um nýtt landslagsmálverk að ræða. Bæði amerískt og meginlands- pop Evrópu eiga rætur sínar að rekja í tilraunir listamanna með staðsetningu ýmislegra að- skotahluta í myndflötinn, svo sem sands, mulins grjöts, ullar, þráðar og annars aðvífandi efnis. 1 Am- eríku voru það þeir Rauschen- berg og Jasper Johns, en í Evrópu, Fautrier, Dubuffet, Burri, Waagemaker, Crippa og Antoni Tapies. Er hér stundum erfitt að setja mörkin, og víst er að hugtakið Pop-list hefur vikkað til muna á undanförnum árum, svo sem sýningar og bækur um liststílinn beravitni. íslendingurinn Guðmundur Erró og svíinn Öyvind Fahlström eru einu Skandinavarnir er hafa til þessa tima komist á blað i ■i -* • rv' þessum hópi. Fahlström lifir I New York, en Erró í París, svo sem kunnugt er, og þar hefur Erró getið sér nafns með eins konar evrópsku andsvari við am- eríska poppinu. Hann einn barðist á þessú sviði á þeim tíma sem pop var bannorð i hinum parisíska listheimi, og það var ekki fyrr en uppúr 1968 að París tók við sér og söfn og safn- arar fóru að festa sér slíkar mynd- ir víða aó og kynna I sölum slnum. Þótt svo eigi að heita að Pop- listin feli ekki í sér neinar ákveðnar meiningar eða boðskap I verkum sínum, og að forsendur hennar sé fyrst og fremst eins konar krufning á nútímaþjóðfé- laginu, þá er kjarni liststílsins óvefengjanlega sá að opna augu nútímamannsins fyrir umhverfi sinu og og gera hann þar að lif- andi þátttakanda. Hér fer fram eins konar uppreisn gegn kaldri vélvæðingunni sem verður þeim mun hatrammari sem hún fyllir meira rúm I lifi og umhverfi mannsins, þvi að skylda lista- mannsins er öllu öðru fremur, að eflalífsfyllingu i stöðluðum gervi- heimi nútimamannsins, vikka skyn hans fyrir lifsgildum og auka samkennd hans með öllu sem lifir og grær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.