Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 3
ingo dregur auðvitað taum spænska liðs- ins. Hann týr reyndar í Barceiona með konu sinni og þremur sonum, þegar hann er ekki á þeytingi milli óperuhúsa. Aðdáendur Domingos hafa látið í ljós ótta um það, að hann hafi tekið að sér hlutverk Otellos fullungur og muni það koma niður á rödd hans, sem þeir telja fegursta þeirra, sem heyrast um þessar mundir. Domingo er þetta ljóst, en hann hefur skýringu á reiðum höndum. „Þær stundir koma,“ segir hann, „að menn vita með öruggri vissu, að þeir verða að gera eitthvað, sem lengi hefur vakað fyrir þeim. Ég vissi, að ég yrði að syngja hlutverk Otellos fyrr eða síðar. Og mér fannst vera kominn tími til þess. Ég hafði iíka alltaf hugsað mér að syngja það heldur fyrr en seinna. Ég vissi hve erfitt það var og ég hafði heyrt menn brjótast fram úr því með hræðilegum hljóðum. En ég taldi þetta hlutverk henta mér vel að mörgu leyti. Ég held að það hafi ekki spillt rödd minni. Ég söng i Tosca, þegar ég hafði sungið Otello tvisv- ar. Mér finnst ég aldrei hafa sungið Tosca betur en þá. Ég var hálfhræddur við gagnrýnendur þegar ég söng Otello fyrst. Ég óttaðist að þeim þætti ekki nema mátulega mikið til söngsins koma. En þeir luku allir upp einum rómi um það, að mér hefði tekizt vel. Upp frá þvi hafa menn gengið á eftir mér með grasið i skónum að fá mig til að syngja Otello um allar jarðir. En ég vil helzt ekki syngja það hlutverk nema tíu eða tólf sinnum á ári. Nú er áformað að ég syngi það næst í París á sumri kom- anda“. Til frekara öryggis birtum við hér álit Evu Turner á þvf, hvort rödd Domingos geti stafað hætta af Otello. Eva Turner er ein örfárra brezkra söngvara, sem urðu heimsfrægir á árunum milli heims- styrjaldanna. Svar hennar eyðir vonandi ótta lesenda. „Það er allt í lagi,“ sagði hún, „ef hæfilegur tími líður milli þess, sem hann syngur hlutverkið. Hann er bráðgreindur maður og þekkir rödd sína manna bezt. Hann er stórkostlegur söngvari og ákaflega öruggur." Sherril Milnes, sem syngur Iago í Otello, tók undir orð Evu Turner. Milnes er einhver albezti baritón sem nú heyrist í óperum. Dró hann ekki af lofinu um Domingo. „Ég veit ekki, hvort hann er beztur söngvari þeirra, sem sungið hafa Otello,“ sagði Milnes. „En hann verður það áreiðanlega. Hann er ekki of ungur til að syngja Otello. Rödd hans er búin undir hlutverkið. Og hann er svo skyn- ugur á tónlist, að honum skeikar varla." Eiginkona Domingos fylgir honum á ferðalögum og er viðstödd flestar sýn- ingar hans. Hún var reyndar vel metin söngkona i mexíkönsku óperunni hér áður fyrr. Kveður Domingo hana örugg- astan dómara um söng, sem hann þekki og leitar alltaf álits hennar. Annar mað- ur er ævinlega í föruneyti Domingos. Það er ungur Kanadamaður, sem áður vann fyrir Joan Sutherland og Richard Bonynge. Hann er einkaritari Domingos og sér um öll viðskipti hans. Domingo virðist öþreytandi, enda veit- ir varla af þvi þótt eiginkonan og einka- ritarinn létti undir með honum. Hann er sífellt á ferð og flugi. Fyrir stuttu ók hann í einni lotu frá Salzburg til ítalíu til þess eins að hljóðrita þar popplag. Svo ók hann aftur til Salzburg. Nú i febrúar söng hann um tíma bæði í Cavalleria Rusticana og I Pagliacci á hverju kvöldi. Um sama leyti var hann að syngja þriðja óperuhlutverkið inn á plötu! Domingo hefur mikinn kostnað af starfi sinu. Hann býr stundum vikum saman í hótelibúðum, sem kosta svo sem 150 sterlingspund á dag (rúmar 50 þús. isl. kr. ). Flugfargjöld, matur handa fjölda manns og laun umboðsmanna og einkaritara nema geysiupphæðum. En Domingo hefur líka sæmilegar tekjur. I London fær hann u.þ.b. 2500 pund (870 þús. ísl. kr.) fyrir söng sinn og fær hann þó hvergi minna. Þjóðverjar borga hon- um fegnir 4000 pund. (tæp 1400 þús. ísl. kr.). Nú þegar hann hefur náð tökum á hlutverki Otellos, getur hann farið frarn á meira en nokkurn tíma áður. Hann hefur ekki aðeins tekjur af söng- skemmtunum á sviði, heldur einnig af hljómplötuútgáfu og flutningi í útvarpi og sjónvarpi. Er það álitleg upphæð, því hann hefur sungið einar 25 óperur inn á plötur. Mun hann hafa um hálfa milljón punda í árstekjur (u.þ.b. 175 millj. ísl. kr.) þegar allt er talið. En Domingo gefst lítill timi til að eyða þessu fé. Hann er á sífelldum þeytingi milli landa og borga og önnum kafinn öllum stundum. Hann hefur jafnvel orðið að hætta ýmsu, sem hann hafði gaman af. Hann var t.d. mikill matmaður en nú verður hann að halda í við sig því hann á vanda til að fitna dálitið. Hann vinnur nærri uppihaldslaust og það svo að mörgum starfsbræðrum hans þykir nóg um. En Domingo er hreinræktaður atvinnumaður og hann verður að leggja sig allan fram; kák er honum fjarri skapi. Domingo er mjög óvanalegur maður að því leyti, að hann er vinsæll meðal söngvara. Öperusöngvarar eru alræmdir fyrir litla skapstillingu og mikinn þótta. Öfund og rigur eru útbreidd i þeirra hópi. En Domingo hefur komizt blessun- arlega hjá þessu. Láta starfsbræður hans sérlega vel af honum og segja hann bæði góðgjarnan og tillitssaman. Hann bland- ar líka geði við kórfólk og sviðsmenn og er það heldur fátítt um fræga söngvara; þeir eru margir svo spenntir, að þeir mega við engan mæla. Það er til marks um tillitssemi og örlæti Domingos, að þegar hann var í London fyrir skömmu ók hann seint um kvöld til Watford og sló upp kampavins- veizlu fyrir Nýju fflharmoniuna til þess að þakka fyrir gott samstarf. Öðru sinni frétti hann, að fjöldi manna hefði beðið næturlangt eftir því að kaupa miða á frumsýningu á Otello, sem hann átti að syngja. Hann keypti þá 400 matar- skammta og kaffi, fór með þetta að miða- sölunni og gaf fólkinu I biðröðinni. Ég spurði Domingo, hvort Lundúna- búar fengju ekki að heyra hann syngja Otello. En hann taldi litlar likur á því. „Lundúnabúar halda mikilli tryggð við þau verk sem þeim líkar,“ sagði hann. „Ég söng i La Boheme þar í fyrra. Það verk hafði þá ekki verið flutt í London frá þvi árið 1903! Auk þess er það að athuga, að það var Shakespeare, sem skóp Otello. Bretar hafa ákveðnar hug- myndir um Otello og ég yrði að leggja sérlega hart að mér til að þóknast þeim.“ Þessar athugasemdir eru dæmigerðar um vandvirkni og samvizkusemi Dom- ingos. Hann er geysilega kröfuharður um vinnubrögð. Otello var æfður í 150 klukkustundir fyrir sýninguna i Ham- borg. Hefur líklega einhverjum þótt nóg komið, þegar Domingo varð loks ánægð- ur. Hann fór nákvæmlega I saumana á verkinu á ensku og itölsku þar til hann gjörþekkti það. Hann hefur enda mjög ákveðnar hugmyndir um það. Hann lét m.a. breyta búningi Otellos og gera már- iskan búning i stað hinna upphaflegu klæða í feneyskum stil. Kvað hann(áreið- anlegt, að Otello hefói verið hreykinn af ætterni sínu og klæðzt samkvæmt þvi — hefði hann lifað! Domingo sagði um Otello; „Hann var óður af afbrýði vegna kvenna, en aðrir vegna starfs sins. Otello hefur mikið sjálfstraust, en hann er óviss um Desdemonu. Svo er hann líka trúaður. Það eru fáir nú orðið, en það er hann. Þegar hann kemur að drepa Des- demonu spyr hann, hvort hún sé búin að biðja fyrir sér. Hann hvetur hana svo til að biðja fyrirgefningar fyrir allt, sem hún kunni að hafa brotið af sér, því hann vill ekki, að sál hennar tortimist. Hún biður Guð um miskunn, og Otello segir ,Amen“. Svo drepur hann hana...“ Það er líklega ekki ofsagt, að hlutverk Otellos sé eitthvert hið átakamesta i óperubókmenntunum. Svo mjög reynir það á rödd og leikhæfileika manna. Og líklega er Placido Dimingo bezt undir það búinn allra, sem reynt hafa. Það er m.a. vegna þess, að honum er fullljóst, hvað hann vill og hvert hann ætlar. Hann heldur stefnu sinni miskunnar- laust, og ekkert fær hnikað henni. Og það er sennilega þess vegna, að honum fer ennþá fram. Placido Domingo I hlutverki Othello. Domingo og Martha eiginkona hans, sem var áður fastráSin söngkona við Mexico-óperuna. hefur ákaflega sterka og örugga eðlisá- visun. Auk þess er hann ungur enn, svo að hann er alls óhræddur að beita sér og færast mikið I fang. Domingo er fremur yfirlætislaus mað- ur. Hann nýtur jafnan mikillar og verð- skuldaðrar athygli og aðdáunar, en það virðist ekkert hafa spillt honum. Hann hefur mest gaman af tvennu fyrir utan sönginn; það er knattspyrnaog nauta- at. „Alla Spánverja langar að verða knattspyrnukappar og frægir nautaban- ar,“ segir hann. „Ég atti stundum kappi við naut. Þau stönguðu mig aldrei, en hins vegar spörkuðu þau stundum í mig. Ég hætti nautaati því fljótlega. Eg var líka I marki i knattspyrnu. Við biðum aldrei ósigur!" Hann langar ekki lengur að verða frægur nautabani. En honum veitist erf- itt að stilla sig, ef hann fær veður af knetti. 1 fyrra slasaði hann sig í baki i knattspyrnu við sviðsmennina í Ham- borgaróperunni. Það kom þó ekki að sök, því hann var nýbúinn að hagræða mál- um slnum þannig, að hann kæmist til heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu, sem stóð þá fyrir dyrum. Dom-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.