Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 6
IKLAKKSVIK Sverrir Þórðarson blaðamaður segir frá íslenzkum immigröntum, sennilega þeim einu, sem flutzt hafa búferlum til Færeyja Bentsina Bryngerður Frímannsdóttir frá Húsavik, nú búsett i Klakksvik. Til hægri: íbúðarhús þeirra Bentsinu og Baldvins í Klakksvík hefur tekið ýmsum breytingum og stækk- að smám saman eftir þörfum fjölskyldunnar. Það var á ágústkvöldi í sumar er leið, veðrið stillt og fallegt. Aldrei hafði ég áður komið á þess- ar slóðir. Ég var staddur í öðrum stærsta og mesta athafnabæ Fær- eyja: Kiakksvik. Ég stóð utanvið Sjómannaheimilið, en það er jafn- framt aðalhótelið f bænum. Það stendur í siakka og þaðan er all- víðsýnt. Strákar sem voru að gera við skellinöðru sögðu mér að þar í bænum væru nokkrir íslendingar og umhugsunarlítið nefndu þeir nafnið „Gerda-gamla“. Eg hváði. Það er gömul íslenzk kona sem er búin að eiga heima í bænum í mörg, mörg ár sögðu þeir og bættu við: „Já, hún er Jáari.“ Svo nefna Færeyingar gjarnan Islend- inga. Þeir buðust til að fylgja mér að húsi hennar. Sá þeirra sem fylgdi mér, sagðist sjálfur vera á förum til Reykjavíkur og hlakka mjög til. Hann færi með nokkrum fleiri krökkum þangað til að vera með á norrænu kristilegu móti. Brátt komum við að gömlu báru- járnshúsi. A leiðinni þangað veitti ég því eftirtekt að á ýmsum skiltum og húsum mátti lesa nafnið Kjölbro. Þá rifjaðist það upp fyrir mér að þetta nafn hefði ég fyrst heyrt nefnt fyrir nokkr- um áratugum. — Ég sagði strákn- um, að heima á Islandi hefðum við í eina tið átt nokkra Kjölbróa. — Og ég spurði hvort stóratvinnu- rekstur Kjölbros gamla og útgerð heyrði nú ekki sögunni til? Piltur- inn sagði eitthvað á þá leið, að þessi skilti og þakmerkingar með nafni Kjölbros væru síðustu minnísvarðarnir um þennan mikla athafnamann. — Nei fyrir- tækin éru öll horfin úr umsýslu hinna upphaflegu eigenda. Það er búið að stokka allt upp. Hvorki einn né neinn af Kjölbro- slektinni hefði nein forráð at- vinnufyrirtækjanna. Ég sagði honum að á íslandi hefði nafn Kjölbros verið þekkt í eina tíð, © álika þekkt nafn og Heinesen og Paturson nöfnin. „Hér býr Gerda gamla,“ sagði strákurinn. Við námum staðar á götunni sem var aðeins ofan við gamalt bárujárnshús, sinnepsgul- brúnt á litinn með rauðum glugg- um, — hæð og ris. Byggingarsaga hússins var öll sögð um leið og maður leit á það. Upphafleg stærðl þess, síðan viðbótarsmíði, þegar fjölskyldan í því stækkaði — og enn viðbótarsmíð, þegar fjöl- skyldan hefur verið að því komin að sprengja veggi þess utanaf sér. Hugvitsamir trésmiðir hafa þá ieyst vandann hverju sinni og loks með því að lyfta þakinu öðrum megin mænisins. Um leið og ég hafði bankað uppá, opnaði öldruð kona for- stofuhurðina — Ég sá um leið og hin aldraða húsmóðir opnaði, að það væri ósanngjarnt — útiitsins vegna — að kalla hana „Gerdu gömlu". Svo vel bar þessi kona háan aldurinn. Ég sló á það svona með sjálfum mér að húsmóðirin í þessu húsi væri um sjötugt. Hún kom í alla staði vel fyrir. Það fór þó ekki milli mála að einhvern- tima hafði hún tekið til hendi þegár hún var á sokkabandsárum sínum. Hendur hennar sögðu til um það. „Gerda gamla“ tók mér ákaf- lega vel og bauð mér strax til stofu sinnar. Ég sagði henni að ég- myndi ekki hafa langa viðdvöl, framorðið væri. — Kaffi? — Þakksamlega þegið ef við drykkjum það í eldhúsinu hennar. Því væri ekki að leyna að mig langaði að heyra hana segja sína Færeyja-sögu. Gerda heitir reyndar Bryn- gerður Frímannsdóttir. Hún sagði að, þegar að garði bæri óvænt mann alla leið heiman frá Islandi væri það ekki til siðs á hennar heimili að bjóða í eldhúsið. — Stofan væri fyrir slíka gesti. En ég fékk því nú eigi að siður fram- gengt að við sátum í eldhúsinu. Það var mikið um að vera á heimilinu, þö komið væri langt fram á kvöld. Ilmur af nýjum kökum hafði borizt út á tröppurnar um leið og Bryn- gerður opnaði. Hjá henni var yngri kona við kökubakstur. Hún var líka í óða önn með skrúbbuna að þvo út úr. — Það var verið að undirbúa mikla fjölskylduhátíð — stórafmæli — áttræðisafmæli Bryngerðar. eftir aðeins örfáa daga. (6. ágúst 1975). Bryngerður hefur sérstöðu í Færeyjum og reyndar hér líka: Hún og eiginmaður hennar, sem látinn er, gerðust innflytjendur „immigrantar", til Færeyja. Fluttust þangað búferlum í byrjun þriðja tugar þessarar aldar norðan úr Grímsey og bjuggu alla sína búskapartíð í Klakksvík, og þar lézt hann fyrir 13 árum. Við sátum við borð undir eld- húsglugganum yfir kaffisopa og nýbökuðum smákökum, sem ætlaðar voru afmælisgestum Bryngerðar. Hún sagði eitthvað á þessa leið. Okkur hefur liðið vel í þessu húsi. Hún lét augu sin hvarfla um veggi eldhússins svona eins og til þess að ná því sem ljósmyndarar kalla skarpari kontrasta í mynd' minninganna innan veggja þessa gamla húss. Hún var búin að vera í þessu eldhúsi i 50 ár. Það er svo sem ekki mikið að segja um okkar dvöl hér i Klakks- vík sagði Bryngerður. Okkar kjör voru svipuð eða hin sömu og almennt hafa verið i þessum bæ meðal skútukalla. Mér fannst, þegar hún hafði spjallað dálitið um lífið, baslið og puðið að hún hefði eins getað afgreitt mig með stuðningi sílifandi tilvitnunar úr „Sölku Völku". Á mínu heimili var lifað ogstarfað undir vígorðinu: „Lífið er saltfiskur", þó með kristilegu ívafi. Því mikil trúkona virtist mér þessi aldurhnigna sjómanns- kona vera Hún kvaðst ætíð hafa sótt andlegan styrk sinn til ein- lægrartrúar. „Maðurinn minn var sjómaður 1 yfir 50 ár. Oft svo mánuðum skipti var hann á fjarlægum fiski- miðum og ég ein hér með börnin," sagði hún, eða þá synirnir lika til sjós á fjarlægum miðum, langtím- um saman, þegar þeir höfðu aldur til.— Trúin hafði vérið henni mikill styrkur alla tíð. Það voru ekki þeir tlmar þá að hægt væri að tala við skúturnar — „Siuppurnar", eins og Færeying- ar kalla gömlu kútterana, — gegnum radióstöðvarnar. Þá frétt- ist oft ekki svo vikum skipti af skipum eðamönnum. Og hvernig hafði það dtvikazt, að þessi aldraða íslenzka kona og maður hennar höfðu tekið pjönk- ur sínar saman norður í Grimsey, farið hingað til Klakksvíkur og setzt hér að fyrir fullt og allt? Þetta upphófst árið 1921. — Þá hafði Bryngerður, sem fullu nafni heitir Bentsína Bryngerður Frímannsdóttir nokkrum árum áður gifzt Baldvin Sigurbjörns- syni, sjómanni. Þau voru bæði Húsvíkingar, a.m.k. Bryngerður sem þar er borin og barnfædd. Þau höfðu verið gefin saman í kirkjunni i Grimsey og voru búin að koma sér upp litlu húsi, þar sem nú stendur samkomuhús Grímseyinga. Vetrarvertíð árið 1921 var hafin í verstöðvum á Suðurnesjum. I febrúar eða marz bjóst Baldvin til brottferðar í ver- ið suður í Sandgerði, þaðan ætlaði hann að róa þessa vetrarvertið. Ekki hafði Bryngerður neinar fréttir af honum fyrr en all- nokkru siðar. 1 bréfi til hennar segir Baldvin að hann sé hættur við að fara á vertíðina í Sandgerði I Reykjavík hafi hann hitt færeyskan skipstjóra. Hafði sá þá verið búinn að kaupa kútter í Reykjavik. Var sá færeyski að leita að nokkrum mönnum til að sigla kútternum heim til Færeyja. Þessi kútter hét Sigurfarinn. — Sá hinn sami Sigurfari og þeir á Akranesi keyptu hér i Færeyjum og haf a nú siglt heim, sagði Bryn- gerður. Baldvin réð sig í skiprúm á þennan kútter og sigldi til Fær- eyja. Baldvin kom aldrei aftur til Islands nema sem gestur. — Framandi skútukall fyrst, siðar togarasjómaður — I landlegum eða- vegna proviantkaupa til þeirra skipa sem hann var á. —Bryngerður sagði að Baldvin hefði hreinlega orðið Færeyingur I bókstaflegri merkingu þess orðs. — Víkjum aftur norður í Grims- ey. Það liðu mánuðir frá því Bald- vin sendi Bryngerði bréfið og sagði henni frá ákvörðun sinni i Reykjavík um að ráða sig i skip- rúm til hins færeyska skútuskip- stjóra og sigla með kútter Sigur- fara til Færeyja, unz næsta bréf barst frá honum. Hún sagði að það myndi trúlega hljóma sem misminni hennar ef hún segði frá því að 11—13 vikur hefðu liðið frá því hún fékk bréfið frá Reykjavík um Færeyjasiglinguna unz hún fékk að vita um hvað af Baldvin og Sigurfaramönnum hefði orðið. Þetta höfðu verið langar vikur fyrir hina ungu konu norður við heimskautsbaug að bíða frétta af örlögum eigin- manns síns, Allt hafði þó farið vel að lokum, það var fyrir öllu. Hvað hafði komið fyrir? Þetta hafði verið mikil hrakningasigling hjá þeim á „sluppunni“. Þegarþeir voru loks komnir, eftir storma og óhag- stæðan byr upp undir Færeyjar brast á þá þvilíkt óveður, að Sig- urfara hrakti hreinlega alla leið að ströndum Austurlands. Hafði áhöfnin hleypt inn á Seyðisfjörð. Var ástandið um borð orðið svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.