Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 4
Árið 1925 kom út Ijóðabókin Uppsprettur eftir Halldór Helgason skáld á Ásbjarnarstöð- um. f þessari Ijóðabók Halldórs Helgasonar eru m.a. tvær vlsur: Þrasgirni og Snjór. Þessar vísur Halldórs Helgasonar hafa orðið Halldóri Laxness föng ( kvæðið Snjógirni, sem han orti vorið 1927 og birti I Kvæðakveri 1930. („Nótt i tjarnarbrúnni og kvæði það sem hér heitir Aprillinn eru bæði ort í Reykjavík vorið 1927, rétt áður en ég fór til Bandaríkjanna, svo og kvæðið Erfiljóð eftir Stórskáld, Borodin og Snjógirni." Halldór Laxness: Kvæðakver, 3. útgáfa, Reykjavík 1956. Ur „Um kvæðin" ) Heiti þessa kvæðis Halldórs Laxness, Snjó- girni, er sýnilega myndað þannig, að skáldið tengir saman síðari hluta heitis vlsunnar Þras- girni við heiti visunnar Snjór. Við samanburð á þessum visum Halldórs Helgasonar og kvæði Halldórs Laxness, kemur i Ijós, að aðeins eitt orð i þessu kvæði Halldórs Laxness, „bullarasmellinn", kemur ekki fyrir í vísum Halldórs Helgasonar. Önnur frávik eru þau, að orðið „fjöll" hjá Halldóri Helgasyni er með greini hjá Halldóri Laxness „fjöllin" og orðið „sækinn" hjá Halldóri Helgasyni er sæk- in" hjá Halldóri Laxness. ÞRASGIRNI Út í botnlaust orða-dý oft var margur sækinn og að bæta bunu í bakkafulla lækinn. (Uppsprettur, Bls. 88.) SNJÓR Hverfa fjöll í megin-mjöll moka tröll úr skýjahöll nið'r á völl. Þau ósköp öll eru kölluð vetrarspjöll. (Uppsprettur, bls. 89.) SNJÓGIRNi Botnlaust moka mjöll í dý megintröll úr skýahöll. Niðrá völl þau ósköp öll eru kölluð sækin. Bæta fjöllin bunu í bullarasmellinn lækinn. (Kvæðakver, 3. útgáfa 1956, bls. 42.) Kvæði Halldórs Laxness, er hann nefnir Ásta kvæði birtist fyrst I 52. kafla Sjálfstæðs fólks II., Reykjávik 1935. í eftirmáia bókarinnar segir Halldór Lasness, að: „kvæðið er soðið upp úr lítt þekktu kvæði gömlu, sem Karl skáld Einarsson í Kaupmannahöfn lét höf. f té." Halldór Laxness birti Ástakvæði sitt síðar i endurútgáfum Kvæðakvers. (3. útgáfa 1956, bls. 90 — 92.) í eftirmála Kvæðakvers 1956 segir Halldór Laxness um Ástakvæði: „Þetta kvæði er soðið uppúr stórmerkilegu leirbulli sem Karl skáld Einarsson I Kaupmannahöfn lét mér i té uppskrifað eftir gömlum islendíngi, 1934. Prentað í Sjálfstæðu fólki." í Eimreiðinni 1947, Llll. árgangi, bls. 203 — 205, eru birt gömul kvæði islensk „Úr safni Magnúsar Einarssonar". Þeirra á meðal er hið „litt þekkta" gamla kvæði, sem Halldór Lax- ness fékk hjá Karli Einarssyni. Heiti kvæðisins þar er Bónorð. Um það segir svo m.a. i Eimreið- inni. „Kvæði það sem hér fer á eftir er ort á 18. öld og er höfundur þess úr föðurætt Magnúsar úrsmiðs Einarssonar frá Vestdalseyri við Seyð- isfjörð, siðar í Þórshöfn og siðast i Kaupmanna- höfn. Sonur Magnúsar, Karl Einarsson, sem um langt skeið hefur dvalist erlendis, aðallega í Belgfu, Frakklandi og Danmörku, en var hér á ferð i sumar, hefur iátið Eimreiðinni kvæðið i té úr safni föður sins." ( Ijóðabók Karls Einarsson- ar, Cordia Atlantica, sem kom út 1962 er þetta kvæði birt og heitir það Bónorð. Kvæðið er þar sex erindi, en Ástakvæði Halldórs Laxness er fimm erindi. Halldór Laxness hefur ekki notað sjötta erindi Bónorðs, aðeins fimm fyrstu erind- in. Hér á eftir verða sýnd tengslin milli „Bón- orðs" og kvæðis Halldórs Laxness. Bónorð er hér prentað eftir Ijóðabók Karls Einarssonar Dunganon, Corda Alantica, og erindin þvi merkt C.A. Ástakvæði Halldórs Laxness er prentað eftir Kvæðakveri, 3. útgáfu 1956 og erindin þvi merkt Kvkv. Vegleg vefjan silfurspanga, viðmótsþæg og fín; oft mig út af hjarta langar, einkum smakki eg vín, að fá þig, fjallhá blessuð mín, þegar Adams innra eðli kennir sín. (C.A., bls. 83.) Veglig vefjan silfurspángar viðmótsþæg og fln, oft mig útaf hjarta lángar, einkum smakki ég vín, að fá þig fjallagimbrin mfn, þegar adams innra eðli kennir sfn. (Kvkv., bls. 90 II. Vart dyl drottnar hugleiðinga drífa mig um sinn þér til, skorðan skáhendinga, skrifa blaðs á kinn. Fá vil feginn kærleik þinn, hann er eins og ætti Arons gulltarfinn. (C.A., bls. 83.) Vart skil vegu hugleiðlnga, vlsa þeir um sinn þín til skorðan skáhendlnga skemtileg á kinn, fá vil feginn kærleik þinn, tel hann einan æðri en Arons gulltarfinn. (Kvkv., bls. 91) III. glóuð listaskarti glaðvær, mett og svöng, fótnett, fagureygð á parti fræg að kyrja söng, sem keiprétt krotuð fokkustöng, munstur mannprýðinnar, meyja, vænst í þröng. (C.A., bls. 83 — 84.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.