Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1976, Blaðsíða 13
„Jöarinn" í Klakksvík Framhald af bls.7 árum. Hann haföi veriö aö vinna á málarapalli á flutningaskipi i höfn einni í Bandarikjunum, en fallið ofan af pallinum. Drukknaði þessi sonur þeirra þá milli tvitugs og þrítugs að aldri. Bryngeröur hafði frá miklu að segja er talið barst að ættingjum hennar. Þar var af nógu að taka og til- tækar frásagnir af um 100 afkom- endum, börnum barnabörnum — og barnabarnabörnum í Færeyj- um — og fleiri þjóðlöndum, að sjálfsögðu t.d. íslandi, en hún á sand og grjót af ættingjum norð- an úr Grímsey og suður um öll Suðurnes. Til Islands fór sonur minn Sigmundur, sem ásamt Benedikt fóru með mér frá Gríms- ey. Sigmundur brá sér á vertið á Islandi eins og ti'tt hefur verið um færeyska sjómenn. Það eru nú orðinn allmörg ár siðan. Hann ætlaði bara á þessa einu vertíð. En þá komst ástin i spilið. Hann er þar enn. Aftur á móti kvaðst Bryngerður hafa heimsótt hann þar. Sigmundur er fjölskyldu- maður, starfar við skipasmíða- stöðina i Ytri-Njarðvík. Þar er sem sé ein greinin af þessum ís- lenzka stofni í Klakksvik. Önnur grein teygir sig til Danmerkur. Þar á Bryngerður tengdadóttur og sonarbarn. Sonur hennar, sem ég gat um áðan, sá sem fórst af slysförum, var búsettur í Dan- mörku, er hann fórst. I Banda- rikjunum á hún gifta dóttur sem Erminga heitir, sjaldgæft nafn, en hún heitir eftir móðursystur sinni. Hún er annar tvíburinn, sem ég gat um að fæðzt hefðu í gamla húsinu. Hana hefur Bryn- gerður heimsótt líka. Dóttir hennar sem Sigríður heitir er búsett í Torshavn. Tvær eru búsettar í Klakksvik, Sigurbjörg, annar tviburinn og Kristín, sem reyndar er kölluð dálítið óvenju- legu nafni: Vinna — Það var einmitt hún sem var að baka afmæliskökurnar og skrúbba út úr um kvöldið. í Klakksvík er einnig annar sonur auk Benedikts, sem Frí- mann heitir. Hann ekur 12 tonna trukki á daginn en er svo allir á kafi i íþróttamálefnum i fristundum sinum. Hann þekkja mjög margir hvort heldur það eru sportmenn eða ekki. Hann er drif fjöður íþróttamálanna í bænum. Hann byggði sína villu á lóð gamla hússins. Það er gott að hafa hann svona við hliðina á sér, sagði Bryngerður. Manntalinu yfir börn Bryngerðar er ekki lokið. Barn misstu þau hjónin, skömmu eftir fæðingu þess. Og loks er svo þess að geta að þau hjónin — að sjálfsögðu mæddi það mest á Bryngerði — ólu upp tvo drengi, dætrasyni, Birgi, sem er skip- stjóri á norsku eða dönsku fragt- skipi. Hann er í langfart, sagði Bryngerður. Hinn er Brynjólfur, sjómaður í Klakksvík. Báðir eru þeir giftir. Við fráfall Baldvins var að sjálfsögðu settur punkturinn aftan við líf og starf þessara ís- lenzku hjóna frá Grimsey, í Klakksvik — hinna fyrstu ís- lenzku immigranta frá Islandi til Færeyja. En Bryngerður hefur alltaf verið jafn islenzk í sér, segja þeir, sem gjörst þekkja til. Það skal ekki dregið í efa. Bryn- gerður hefur frá upphafi vega verið mjög virt af Klakksviking- um, um „Gerdu gömlu“, er talað með virðingu I röddinni í þeim bæ. Allt í einu hrökk ég við. — Það barst ekki lengur neinn kliður að gluggunum utan frá. Birtu var tekið að bregða verulega Ég bað Bryngerði forláts. Tíminn hafði rétt einu sinni hlaupið frá mér. Það var komið fram um miðnætti Ég þakkaði Bryngerði fyrir spjallið og kvöldkaffið og dóttur hennar Vinnu fyrir allar smá- kökurnar og kvaddi mæðgurnar. Hin áttræða kona sýndi hreint engin þreytumerki, þrátt fyrir all- an kjaftaganginn f mér. Hinu tók ég líka eftir að dökkt hár hennar var ekki áberandi grásprengt orð- ið. Hárið sem var fléttað í mjóar fléttur var nælt upp. (Jti ríkti síðsumarsstemming. Bærinn var sofnaður. Niðri við höfnina þar sem bátur var að landa þegar ég fór i kvöld í heim- sókn þessa, heyrðist nú ekki mannsins mál. Nokkur skipsljós voru uppi. Syfjaðir mávar komu fljúgandi frá höfninni og yfir mig og virtust segja við sjálfa sig á flugi sínu: Það er aldrei nokkur friður niðri við flakavirk- in (frystihús) og auðvitað hvergi kjaftbita að fá nema um hábjart- an daginn, þegar allt er á fullu. Svo var þessi kvöldstund í Klakksvík liðin. SVÍA- BÆR Framhald af bls. 11 salti þar sem landbúnaðarskilyrði voru góð. Veturinn, sem fólkið var jarð- næðislaust ogátti ekkert fast heimili, bar á nokkurri óánægju meðal þess. Og i hópnum voru menn sem óskuðu eftir því að hverfa aftur heim til Rússlands. Voru einstakir þeirra kommúnistar og höfðu í frammi nokkurn áróður sem sænska stjórnin leit ekki hýru auga. Fór svo að eftir fárra mánaða dvöl i Svíþjóð hvarf um það bil fjórði hver maður aftur heim til Gamla Sviabæjar við mikinn fögnuð Rússa og sænskra kommúnista. Auk þess fluttu nokkrar fjölskyldur til Kanada. En ári eftir að þeir voru komnir aftur til Gamla Sviabæjar fékk lloas bréf frá þeim, þar sem þeir beiddu hann að gangast fyrir því, að þeim væri leyft að hverfa á ný til Sviþjóðar. Hoas talaði máli Teikning: Árni Elfar Ingölfur Sveinsson NEW YORK Fölt tungl, fjúkandi lauf frá trjám skemmtigarðanna um stræti og torg. Gamii fiðlarinn, sem spilaði Mosart >g Schubert er fyrir löngu sofnaður á garðbekknum í hlýrri haustnóttinni. Við höldum áfram göngu okkar. New Jork í aftureldíng. Æðandi múgurinn á leið til vinnu eins og skákmaður i timahraki. Hvitt og svart á leið hvert inn i annað. Skýjaklúfur á braut til himins, eins og litil börn er hafa tapað af foreldrum sínum. Blúsinn flæðir yfir regnblauta götuna. Dillandi negrakropparnir taka löng þokkafull spor i þjáningafullri fegurð i heitu haust- myrkrinu, og George Gershwin svifur á giltum englavængjum út úr dixiland tónum trompetsins, inn í sveiflu breiðgötunnar eins og draumur og veruleiki i senn. Undir jörðinni puðar lífið sinn gang. Skerandi iskur hraðbrautanna. Miði nr. 25385764. Seldur. Næsti Takk. Fólk starir hvert fram hjá öðru, eins og hundar með mannsandlit á leið í einhverri hraferð, innpakkað fólk og hlekkjað i viðjar ofneysluþjóðfélagsins, þrúgað af þéttbýli, þrengslum og flutt til og frá á færibandi með nákvæmni tölvunnar. Ó, Vatnsjökull. Þíngvellir. Almannaskarð. Hvar eruð þið? (Nóv. 1975) BENZIN Ég er benzínið, aflvakinn, sem rennur um spenntar æðar eins og blóð manns. Ég gusast úr slöngu afgreiðslumannsins á vinnuvélarnar, langferðabílana, einkabilana, flugvélarnar eins og gráðugt vald. Ég mynda rikisstjórnir, set aðrar af. Ráðherrar, bankastjórar, forstjórar, verkalýðsleiðtogar, allir lúta mér i auðmýkt. Þó er ég aðeins samsettur vökvi, gufu upp sem bláleit hnoðra frá úrblástursrörum vélanna og hverf. (1976) þeirra við sænsku stjórnina en árangurslaust Hún vildi engin frekari afskipti af þeim hafa. Seinast er fréttist frá nýlend- unni höfóu nokkrir ibúanna verió sendir til Síberíu. En tvö siðustu árin (1936—1938) höfðu engar fregnir borizt frá Gamla Svíabæ. Bjóst Kristófer Hoas við þvi að nýlendan sem slík væri með öllu liöin undir lok. Allur þorri ibúanna frá Gamla Sviabæ ræktar jörðina í sveita sins andlitis á Gotlandi og unir glaður við sitt. Eru þeir hinir ánægóustu yfir þvi að vera komnir heim cn harma örlög hinnasem héldu afturtil Úkraínu og eru nú týndir með öllu i þjóða- hafið mikla. Tungu sinni héldu Svíarnir svo hreinni allan her- leiðingartímann að furðulegt má heita. Mállýzkan sem þeir tala minnir á gotlenzku. Kristófer Hoas sem var kominn í fimmta lið af Dageyjarbúum vann er fundum okkar bar saman að sögu Gamla Sviabæjar og haföi til þess nokkurn styrk frá sænska ríkinu, enda manna kunnugastur henni. En því verki mun hann ekki hafa lokið þar eð dauðinn barði of snemnta að dyrum hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.