Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Side 4
 Þeir eru margir, sem lagt hafa lykkju á leið sína á undanförnum áruni út í Selár- dal til að skoða mynd Samúels Jónsson- ar, fátæka hugsjónamannsins, sem alla ævina var aö hyggja af litlum efnum, eóa þá seinni árin að mála og móta aðeins til að svala innri listþörf sinni, en hvorki til lofs né frægðar, né heldur i von um nokkurn ábata af iðju sinni. Hvað er þá þarna að skoða? — Hvað er þarna á sjá? Það er eftirliking af ljónagarðinum i Alhambra í steinsteypu. Það er myndastytta af Leifi heppna, þar sem hann skyggnir hönd fyrir augu, er hann hefur landsýn af Vinlandi hin góða. Það eru myndir af sel og rostungi og einhverju furðudýri í sjó. Það er mynd af álft með unga á baki. Eins og fyrsta myndin, eru allar hinar gerðar úr steinsteypu. Og svo eru þarna tvö steinsteypt hús, annað þeirra er kirkja með grískróm- verskum turni (næputurni), en hitt er lítið tveggja hæða íbúðarhús með svöl- um meðfram hlið og gaflí og háu riði (stiga) upp á gangi á efri hæð. Allt er þetta af vanefnum gert, enda var höfundur þessara verka öreigi, sem úr. engu hafði að spila, nema ellistyrkn- um sínum — eins og hann var nú þá. Eftirlíkingin af gosbrunninum í Al- hambra er þannig gerð, að ljónin standa í sveig, horfa út úr hringnum, en snúa rössum saman. I miðju hringsins er steinsteypt súla nokkuð há. Upp í gegn- um hana liggur pipa, og úr neðri enda hennar er mjó leiðsla fram í kjaft allra ljónanna. Þegar svo vatní er hellt í kerið efst á súlunni, kemur vatnsbogi fram úr hverju ljóni. Þetta sýndi gamli maðurinn gestum sínum með mikilli ánægju, og urðu þá flestir til að víkja að honum nokkrum krónum fyrir. En hvers vegna byggði hann þarna kirkju, þar sem sóknarkirkjan er heima í Selárdal aðeins svo sem rúmum kiló- metra framar i dalnum? Til þess liggur þessi saga: Samúel hafði lengi fengizt við að mála myndir í tómstundum sínum. Og nú nálgaðist sá tími, að sóknarkirkjan hans í Selárdal, sem var honum mjög kær yrði 100 ára. Þessara tímamóta ætlaði hann að minnast. Og það hugðist hann gjöra með þvi að mála sjálfur altaristöflu og gefa kirkjunni hana á aldarafmælinu. Ekki lét hann sitja við orðin tóm. Hann hóf að mála altaristöfluna og smíð- aði íburðarmikinn ramma um hana. Verkinu var lokið nokkru fyrir afmælið og svo tilkynnti hann þá réttum yfirvöld- um gjöfina. En Selárdalskirkja á gamla og viróulega altaristöflu er henni var gefin árið 1752. Hún var því meira en tveggja alda gömul í góðu ástandi og allgott listaverk. Nú stóð sóknarnefnd frammi fyrir þeim vanda, hvort hún ætti að láta þessa gömlu altaristöflu víkja og þiggja gjöf Samúels, eða hafna hinni góðu og vel meintu gjöf og láta gömlu töfluna halda sinu sæti. Það síðara varð ofaná. Gjöfinni var hafnað, en kertastjökum, sem Samúel hafði einnig smíðað, var veitt móttaka. Þá ákvað Samúel Jónsson að byggja sjálfur kirkju, þar sem altaristalfan hans skyldi vera fyrir gafli. Og þetta áform gerði hann að veru- leika. Hann steypti steina, sem ákveða skyldu þykkt veggjanna. Þá setti hann upp á endann í veggjamótin. Uppsláttar- timbur hafði hann svo sem ekkert og mótavir því síður. En hann hafði þving- ur og spennti með þeim eitt umfar af borðum að steinunum. Þannig réð fá- tæktin gerð frumstæðustu skriðmóta, sem ég hef séð. Og þannig þokuðust veggirnir uppá við, unz lokið var. Allt steypuefni, sand og möl, sótti Samúel i fjöru og bar það á' bakinu. Má því segja, að húsin tvö, sem þarna standa hafi verið borin á baki — þeim Samúel Jónsson bóndi I Selárdal og Krossadal. Ao ofan: Frá málverka- sýningu Samúels á Blldudal I júnl 1957. Til hægri: Llkan af ind- versku musteri eftir Samúel. . . ■ Hannibal Valdemarsson USTA- MAÐUR- INN MEÐ BARNS- HJARTAÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.