Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Qupperneq 9
Til vinstri: Úr elzta
hiuta Landakots-
spitalans við Tún-
götu, þar sem ÍR-
húsiðernúna. Sigfús
Eymundsson hefur
tekiS myndina og
hún er tekin ein-
hvemtíma fyrir
1911.
Til hægri: Þessi
fallegi kútter er á
siglingu á ytri höfn-
inni I Reykjavík og
myndina tók Sigfús
Eymundsson.
>J:í#
Konungleg vei8i I ElliSaánum. Hór er Kristján X konungur íslands og Danmerkur a8 renna ffyrir lax I ElliSaánum
A8sto8arma8ur hans er Pótur Ingimundarson slökkviliSsstjóri f Reykjavlk. Myndina tók Ólafur Magnússon. en
ekki er gott a8 segja um, hvort hún er tekin vi8 feonungskomuna 1921 e8a 1926.
i8 á SkólavörBustlg og Laugaveg um 1890. Hér er horft inn eftir Laugaveginum.
lun Tómasar hefur veriS um árabil, byggSi Gu8mundur Jakobsson, fa8ir Þórarins
Vlyndina tók Sigfús Eymundsson.
og var ritari félagsins í fimmtán
ár. Við spurðum hann á dögunum,
i hvert hefði verið upphaf ljös-
myndunar á íslandi.
Upphafið er dálítið óljóst, sagði
Guðmundur. Þá má þó telja
öruggt að fyrsti maðurinn, sem
tók ljósmyndir á islandi hafi ver-
ið séra Helgi Sigurðsson, sem síð-
ar varð prestur að Setbergi, en
hann hafði dvalið við ýmiss konar
nám í Kaupmannahöfn 1840—46
og þá lært ljósmynda-aðferð
Daguerre. Fyrstu ljósmyndirnar
hér eru þvi teknar einhvern tíma
á árunum eftir 1846.
Það er vitað með vissu að Niko-
lína Weywadt, fædd á Djúpavogi
af dönskum foreldrum, fór til
Kaupmannahafnar 1860 og nam
þar aðferó Daguerre. Hún gerði
starfið að atvinnu sinni. Síöan fór
hún utan aftur 1872 til að læra og
fullkomna sig i nýrri aðferð, sem
leysti ,,Daguerre-typuna“ af
hólmi, aðferð sem síðan hefur
verið í fullu gildi, þ.e.a.s. frum-
myndin er negativ, sem siðan er
hægt að gera eins margar myndir
eftir og óskað er.
Það er einnig vitað, að Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri var far-
inn að taka myndir á Akureyri
1865. Frá þvi segir i „Norðan-
fara“ á því ári. Anna Schiöth er
einnig starfandi ljósmyndari á
Akureyri fyrir aldamót og reynd-
ar voru starfandi ljósmyndarar á
víð og dreif um landið um sama
leyti og kenndu sig þá oft við bæi.
Sigurhans Vignir kenndi sig t.d.
við Hröðnýjarstaöi. Ef til vill hafa
þeir margir verið lausamenn i
ýmsum störfum, sem tóku að sér
ljósmyndun í hjáverkum.
Einn af þeim fyrstu hér í
Reykjavík, og sá sem er ef til vill
kunnastur, er Sigfús Eymunds-
son. A lsafirði var Björn Pálsson
forvígismaður ljósmyndunar og
svo mætti lengi telja.
Um aðferðirnar á þessum
bernskuárum ljósmyndunar er
það að segja að þá var kopíerað á
svokallaðan dagsljóspappír enda
engar stækkunarvélar til. Plöt-
urnar voru allt að 18x24 cm eða
24x30. Þær voru settar í ramma
og pappir fyrir aftan. Síðan var
þetta sett út í glugga og dagsljósið
látið vinna framköllunina.
Maður getur ekki annað en
undrast hve góðar margar þessar
myndir frá því fyrir aldamót eru.
Þær eru greiniiega unnar af mik-
illi fagmennsku og samvizkusemi
og eru margar hverjar eins og
þær hafi verið búnar til i gær.
M.vndasöfn þessara fyrstu ljós-
myndara okkar eru mörg á Þjóð-
minjasafninu til geymslu og er
hægt að ganga að þeim þar. Er
það vissulega lofsvert, ltve margir
ljósmyndarar hafa haldið saman
söfnum sinum af stakri reglu-
setni.
A fyrstu árunum eftir stofnun
Ljósmyndarafélagsins var mikið
lif í starfseminni. Fyrstu þrjá
mánuðina voru t.d. haldnir 3
fundir og tveir skemmtifundir að
auki. En upp úr 1930 þegar krepp-
an var að skella á, dró úr öllu
Framhald ábls. 10