Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Síða 13
Asgeir Jakobsson ÖSKJU- Hin séríslenzka HLÍÐAR- . • 1 / i 1 • T# s tembitswimspeki * ÞANKAR Ég var þar kominn sfðast f hugleiðingum mfnum um barningsheimspekina, að ég hafði greint hana f tvo megin- þætti séríslenzka, sauðarheim- speki og steinbftsheimspeki og lofaði að nefna haidgott dæmi um þá sfðari. Það var eina vertíðina í Bol- ungarvík, að ég reri með harðasta sjósóknara, sem var í því plássi um þær mundir. Það var öndvegisfleyta, sem við rerum á en ekki var stærðinni fvrir að fara til vetrarróðra fyrir Vestfjörðum. Þetta var 5 tonna súðbvrðingur og þegar ég stóð á iestarlúgunni gat ég haldið í vantana sitt hvoru megin. En það var sótt til hafs, ef því var að skipta eða 3—4 tfma út; niður á Kögur, Hlfðar eða Björg, sem eru út-mið við Djúp, en oft náttúrlega á grvnnri mið, eftir þvf, sem leit út með veður. 1 þeim róðri, sem hér segir frá, minnir mig við kevrðum út um nóttina f eina 3 tfma og höfum líkast til bvrjað um Kögurinn vestur á Ögurskarði að leggja og lögðum í einhölu út. Ekki man ég eftir neinum báti á okkar slóðum utan einum úr nálægri verstöð. Hann var rétt fyrir vestan okkur og hefur senni- iega farizt nokkuð snemma um morguninn, eftir að veðrinu skeilti á, þvf að við fórum hjá belgjunum á ódreginni lfnu á leið okkar tif lands. Við hrepptum sem sé manndráps- veður f þessum róðri. Hann skall á sfðla nætur, og við byrjuðum þá strax að draga en uppúr birtingunni herti hann veörið og þegar við áttum eftir að draga ein þrjú tengsli, skárum við á Ifnuna og fórum að keifa f átt til lands. „Það er ég viss um, að þetta er hann bróðir þinn" — Þetta var norðaustan-veður og blindöskubvlur, sá ekki út fvrir borðið, enda ekkert að sjá, nema hvftfyssandi brot, ef eitthvað rofaði í bvlinn, og gekk okkur hægt innaf Kögrin- um, þar sem við gerðum lítið annað en snúa undan eða uppf brot og þurfti formaðurinn oft að vera snöggur, þar sem ekki sást til þeirra að jafnaði fvrr en f þann mund, að þau voru að brjóta á okkur. Og var þetta óyndislegt ferðalag. Það er fremur nöturlegt að vera á 5 tonna bátskel úti fvrir Vest- fjörðunum f norðaustangarði að vetrariagi. Mér er engin launung á þvf, að ég taldi um tíma allt í tvfsynu um fram- haldið á lífsferli mínum. Ég átti landstfmið með for- manninum, sem sjálfur var við stjórnina, nema ég greip f stvrið meðan hann hugaði að vélinni, því að hann var einnig vélamaðurinn, annars vár mitt starf ekki annað en rvna útí sortann og revna að greina eitt brotið öðru meira og vara for- manninn við. En áður en ég tæki landstfmið, fór ég framf, þegar við vorum búnir að skcra á lfnuna, til að fá mér bita, þvf að aldrei hef ég svo hræddur orðið, og hefur þó oft sigið á mér larðurinn, að ég hafi misst matarlvstina. Nordahl Grieg leysti mig af á meðan og verð ég nú að yfir- gefa bátinn þarna úti á ineðan ég lýsi skipshöfninni, enda ekkert markvert að gerast. Á svona fleytum gerist ekki nema eitt f slfku veðri. Ef það nær að brjóta yfir þær, brotna þær eins og eldspvtur eða þeim hvolfir og baráttunni er lokið. Áfallið er ekki nema eitt. Áhöfnin var formaðurinn, sem jafnframt var vélamaður, ungur maður og ótrauður og hinn ágætasti sjómaður og þaulvanur á þessum bátum frá barnæsku. Svo var það Nordahl Grieg, sem hét nú revndar ekki þessu virðulega nafni', en við gáfum honum það, af því að hann var að norðan (Hornströndum) og okkur fannst hann þurfa á heldur virðulegu nafni að halda til uppbótar á pcrsónu- leika sinn. Grieg var góður verkmaður, en einstaklega hljóðlátur maður, sagði eigin- lega aldrei orð, og aldrei varð heldur séð á honum, hvort honum líkaði betur eða verr, ekki heldur þegar spaða- hnífurinn lenti f honum og blóð dreif um allan og ekki varð séð annað en hann hefði skorizt á háls. Grieg settist sem ekkert væri og þreifaði f sárið en brá ekki svip né látæði. Þó var það eitt sinn, að mér fannst ég verða hræringar var í andliti hans og má ég vel minnast þess atviks, þvf að enn er ég að bíta mig í tunguna. Það var eitt sinn, þegar við vorum að draga útaf vfkinni, þar sem Grieg var borinn og barnfæddur og hans fólk var búandi þá, að það kemur hlýri mikill og Ijótur uppá lfnunni. Mér þótti hlýrinn eitthvað svo bjánalegur, eins og hlýrar svo sem yfirleitt eru, að ég tek hann upp, gapandi f dauða- teygjunum og held honum upp að nefinu á vini mínum Grieg og segi: — Það er ég viss um, að þetta er hann bróðir þinn — Sem ég sleppti orðinu, man ég það, að um haustið féll út maður af báti frá ísafirði og einmitt á þessum slóðum, sem við vorum á, og það var bróðir Griegs. Mér brá, þegar hugsunin greip mig, sleppti hlýranum og fór þegjandi að bogra við verk mitt, en þegar ég skotraði augunum útundan mér á Grieg, sýndist mér sem hann væri að kvngja einhverju. Þá er að nefna til sögunnar þann manninn, sem sagan átti að snúast um í sambandi við da'ini um steinbftsheimspeki inngróna. Þessi maður var miðaldra maður, vel gefinn (enda frændi minn) en dálftið sér- sinna. Góður verkmaður og vanur sjómaður. Ilann gat verið launkfminn og ef honum datt eitthvað skemmtilegt í hug, hló hann niðrf sér, og hristist þá gjarna. Aldrei varð ég var við neinn Iffsteiða hjá honum, enda er slfkt sjaldgæft hjá fólki í hinum náttúrlegu atvinnuvegum, en þess þóttist ég hafa orðið var, að hann bar ekki ýkja mikla virðingu fvrir dauðanum, þó að ég ætti þess ekki von, að hann ætti eftir að spauga með sinn eigin dauða, þegar hann sá greinilega framan f hann. Áumingja dauðinn að hitta fvrir svoleiðis fólk; þarna kemur hann með Ijáinn á lofti og heldur sig vera ógnvekjandi og fórnar- lambið skjálfi og nötri fyrir valdi hans, og svo hlær það uppf opið geöið á honum, og hann getur ekki refsað því með nokkrum hætti; hann á ekki annað vopn en ljáinn. Mikið trúi ég hann verði fram- úrlegur þegar hlegið er að honutn, f öllu sfnu veldi. Og segir nú af þvf í næsta þætti. Butlerinn Framhald af bls. 7 allir sæla, sem hafa þá i þjónustu sinni. Arthur nokkur Inch, er einn af síðustu ensku butlerun- um. Hann er butler á sveitasetri bankastjóra frá London. Það sést undireins á Inch, hvaða starf hann stundar. Svo virðulegur maður hlýtur að vera butler. Ein- kennisbúningur hans er svört jakkaföt, svartir gljáskór, svart bindi og hvit skyrta. Inch hefur verió þjónn frá því hann óx úr grasi. Amma hans var þjónustu- stúlka, faðir hans butler og bróðir hans bílstjóri drottningar. Inch varð undirþjónn 14 ára gamall; lærði hjá föður sínum Siðar gekk hann í þjónustu Marlboroughs hertoga. Marlborough átti svo mikið erfðasilfur, að honum dugöi ekki minna en 10 butlerar til að fægja það. Seinna réðst lnch tii mark- greifans af Londonderry. Þegar hann var þar, var einu sinni fest- ur á hann skrefmælir og gekk Inch með hann frá rnorgni til kvölds. Þetta var alvanalegur dag- ur, hvorki meira né minna að gera en endranær. Þegar mælirinn var athugaður kom í ljós, að Inch liafði gengið 29 km unt daginn. Arthur Inch er hreykinn af stöðu sinni. Hann segir að vísu, að störf butleranna hafi breytzt. „Þeir unnu mjög lítið hér áður fyrr,“ segir hann. „Þeir höfðu að- eins yfiruntsjón með öllu innan húss.” Nú verður Inch að gegna ýmsum störfum, sem undirþjónar unnu áður. Undirþjónar eru engir þarna, en aftur á móti sjö garð- yrkjumenn. Inch burstar meðal annars skó bankastjórans, hús- bónda síns. Svo tekur hann fötin til handa honum; það eru tvidföt í sveitinni en dökk föt fyrir kaup- staðinn. Stundarfjórðungi fyrir fintm á daginn ber hann svo fram teið ómissandi. Frúin drekkur kínverskt te, bankastjórinn ind- verskt. Inch hefur nóg að gera. Hann vinnur u.þ.b. 75 stundir á viku en fær fri á fimmtudögum og annan hvern sunnudag. Mánaðar- launin eru 34 þúsund krónur. Fæði og húsnæði er ókeypis og auk þess hefur Inch bíl til um- ráða. Ég spurði hann, hvað það væri, sem hann ræddi helzt við húsbændur sina; Hvort hann tal- aði við þá um stjórnmálaástandið eða veðrið til dæmis. Nei, sagði hann, ég ræði aðeins við þá um vínið og borðsilfrið. Hertoginn af Bedford sagði ein- hvern tima, að eitt væri nterki- legra en að vera lávarður og það væri að vera butler hjá lávarði. En butlerarnir eru ekki lengur jafn ntikils nietnir og þeir voru. Arthur Inch er orðinn 59 ára gam- all. Hann hættir störfum eftir sex ár og ætlar þá að helga sig rann- sóknuni á ætt sinni. Það var lengi vel dálkur á forsíðu „Tirnes”, sent hét „Dyggir þjónar“ eða eitthvað i þá áttina. Var þar getið gatnals þjónustufólks, sem dó eða hætti störfum. En Arthurs Inch verður ekki getið í blöðunum, þegar hann hættir. Tími butleranna er brátt liðinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.