Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Qupperneq 3
Lauf og stjörnur (1 966) er þriðja Ijóðabók Snorra Hjartarsonar. Áður höfðu komið út Kvæði (1 944) og Á Gnitaheiði (1 952). Afköst Snorra Hjartarsonar, sem átti sjötugsafmæli 22. aprí, sl., eru ekki mikil, en listræn reisn verka hans því meiri. Snorri hefur gert til sín strangar kröfur, ef til vill beitt sjálfan sig of hörðum aga. En bollaleggingar um afköst skáldsins skipta litlu máli. Verkin, ekki sist Lauf og Stjörnur, verða lesandanum þvi hugfólgnari sem hann kynnist þeim betur. Vegna þess að ég mun i þessari grein einkum fjalla um Lauf og stjörnur ætla ég að vitna i það sem ég hef áður sagt um bókina (sjá íslenzk nútímaljóðlist (1 971 ): „í Laufi og stjörnum kemur Snorri Hjartarson til móts við hinn nýja skáldskap með óvéfengjanlegum hætti. Hann er í þessari bók frjálsari en áður, óbundnari af hefð og hvers kyns fjötrum. Lauf og stjörnur er bók, sem vinnurá. Sá fullkomnunar- svipur, sem var á fyrri bókum skáldsins og stundum leiddi til þess, að mönnum sást yfir boðskap Ijóð- anna og styrkleika einstakra mynda i þægilegri vímu kliðmjúkra orða og hendinga, er að mestu horfinn. Það merkir ekki, að Snorri hafi kastað vandvirkninni, fáguninni, fyrir borð; síður en svo. Hann hefur aðeins losað Ijóð sin við skrautið; þau birtast nú sjónum lesandans naktari en áður. Það þola þau vel, vegna þess að skáldiðá heitt hjarta, sem lesandinn heyrir slá með nýjum, en þó sterkum hætti. Snorri er í Laufi og stjörnum í miðjum hópi þeirra skálda, sem ráða örlögum íslenzkrar nútímaljóða- gerðar, — ekki þess skáldskapar sem var veruleiki í gær, heldur þeirra Ijóða, sem eru dagsins í dag og dagsins á morgun '' Ég get ekki fundið ástæðu til að endurskoða þessa afstöðu til Laufs og stjarna. Bókin erauðugt og gjöfult verk, sem gott er að leita til. Þunga- miðja bókarinnar virðist mér „ein- veran frjóa", sem skáldið minnist á í Eyar: Þögulir hljómar einveran ein einveran frjóa og þögnin. Einveran verður skáldinu upp- spretta skáldskapar. Inn á græna skóga nefnist Ijóð, sem lýsir þeirri ósk að hverfa „langt inn á græna skóga / inn í launhelgar trjánna": og gróa þar tré gleymdur sjálfum mér, finna ró í djúpum rótu.m og þrótt ( ungu Ijósþyrstu laufi En dvölin í launhelgum trjánna á sértilgang. Framhald Ijóðsinserá þessa leið: leita svo aftur meS vizku trjánna á vit reikulla manna. Það er enginn lífsflótti, sem skáldið boðar. Ljóðin eru ort handa reikulum mönnum og færa þeim huggun, veita þeim kjark til að lifa. Orfevs glatar brúði sinni vegna þess að hann gleymir skilyrðum guðanna og litur aftur. Með leik sínum og söpg hafði hann hrifið hana „úr óskapnaði dauðans". Örlög hans eru bitur: einn gekk hann upp í IjósiS og daginn þyngstu spor goðkynjaðs skálds o’g dauðlegs manns í mannlegum sársauka er fólginn sigur skáldskaparins. Snorri Hjartar- son er ekki einn um að lýsa þeirri reynslu, en Lauf og stjörnur eru með óvenjulega nærtækum hætti til vitnis um hana. í lokaljóðinu, Komnireru dagarnir, verður okkur kannski betur en í öðrum Ijóðum Snorra Hjartar- sonar Ijós kvöl einmanans, þess, sem er jafnan einn á ferð: Á ferð með þér er enginn og einn neytir þú brauðs þíns og víns. Ljóðið segir frá þeim dögum, sem skáldinu llka ekki. Það er orðið áliðið. Niðurstöðu er ef til vill að finna í öðru Ijóði, Nótt, þar sem „við blasir ný dagleið / til annarrar myrkrar nætur'? En í Komnir eru dagarnir eru augu skáldsins „haldin" og það er ákall í lokahendingunum: Bið engilinn og stjörnurnar sjö: sláið ó sláið haldin augu mín Ijósi! Einvera Snorra Hjartarsonar hefur verið skáldinu frjó. Henni eigum við að þakka mörg fegurstu Ijóð Laufs og stjarna. Frá henni er ekki löng leið til ályktunar, sem skáldið dregur í Ijóðinu Ung móðir: Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara (rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt Ég ætla ekki að dunda við að endurtaka það, sem ég hef áður skrifað um verk Snorra Hjartarsonar. Þessi stutta grein er hugsuð sem síðbúin afmæliskveðja til hans. En ég get ekki stillt mig um að minnast einu sinni enn á Ijóðið Ef til vill, sem lýsir helstríði rjúpu. Þetta Ijóð er dæmi um djúpa samhygð skáldsins, með þeim, sem þjást og er um leið táknrænt fyrir samtíð okkar. Annað minnisstætt Ijóð er Ég heyri þau nálgast, sem ort er með uppreisnina í Ungverjalandi 1 956 í huga og segir frá flótta- mönnum, sem eiga sér ekkert frið- land og fá hvergi leynst „með von ykkar von okkar allra" Snorra Hjartarsyni hefur tekist að yrkja þannig um samtímaatburði að úr hefur orðið magnaður skáldskapur. Hver hefur ort betur en hann um ógnir Hírósima og Nagasaki i síðari heimsstyrjöld? í Á Gnitaheiði birtist Ijóðið Vísa, látlaust heiti á Ijóði, sem rúmar mikla kvöl. Visa minnir i ein- faldleik sínum og skýru myndmáli á sum Ijóðin í Laufi og stjörnum, eins og til dæmis Ef til vill. Aftur á fnóti eru nokkur „baráttuljóð" í fyrri bókum Snorra í of miklum ræðustíl og ekki laus við að vera rímaðar yfirlýsingar. Þau kann ég ekki að meta þótt sumir þreytist aldrei á að hæla þeim. Ekki verður hjá komist að minna á þátt Snorra Hjartarsonar sem bók- menntamanns og gagnrýnanda. í Sól erá morgun kvæðasafni frá átjándu öld og fyrri hluta nitjándu aldar, kynnir hann okkur skáldskap eftir „vanrækt og stundum vanmetin skáld ', og val hans og formáli Ljóða frá ýmsum löndum eftir Magnús Ás- geirsson hefur ekki síst orðið til að auka hróður Magnúsar. Einnig má nefna safnritið íslenzk ástaljóð, sem Snorri valdi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.