Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Page 4
Ásgeir Jakobsson ÖSKJU- HLÍÐAR- ÞANKAR Ég var þar kominn í sög- unni, að ég var að fara niður í lúkarskvtruna að fá mér bita. Rétt, sem ég var að troðast niður um gatið, greip brotsjór bátinn og bar hann með sér á lögginni langa stund, og held- ur sakkaði hjarta mitt, vissu- lega var þetta ekki lystauk- andi, en þar sem ég var ekkert nær þvf að bjargast þó að ég væri uppi, hélt ég áfram niður f lúkarinn. Hann var nú ekki stór. Sinn setbekkurinn var frammeð hvorri súð og gátu þrír menn setið öðrum megin en tveir þeim megin, sem kam- fnan var og var þá þröngt setið. Við frændurnir sátum sinn á hvorum bekknum og skorðuð- um hvor annan af með hnján- um. Matarkassana höfðum við f kjöltum okkar og mauluðum uppúr þeim brauðsnarl. Báðir vorum við f sjóstökkunum og með sjóhattana; hann líka, þótt hann þyrfti ekki upp aft- ur, þvf að í þessu pusi hélt ekki lúkarskappinn ágjöfinni. Ég var Iftið kátur og fámæltur, man ekki hvort ég hafði einu sinni rænu á því að bölva vcðr- inu, en það er mikið til f þeim þekkta brandara um sjómenn- ina, sem bölvuðu meira en prestinum, sem með þeim var á ferð, gott þótti og hann ávft- aði þá, en formaðurinn afsak- aði háseta sfna með þvf, að það væri öllu óhætt meðan þeir bölvuðu. Þegar veður tók að versna, spurði prestur for- manninn, hvað hásetarnir töl- uðu. Hann sagði, að þeir bölv- uðu enn, og varð þá presti að orði: — Guði sé lof. Það eru að vísu til menn, sem bregða ekki vana sínum ð hverju sem gengur, en fleiri eru þó þeir, sem hlífast heldur við blótsyrðum, þegar þeim þvkir tvísýnt um Ifftóruna. Annars eru blótsyrði til sjós ekki til að amast við, þetta eru meiningarlaus áherzluorð, og dálftil kúnst að raða saman blótsvrðum svo vel fari. Ég þekkti eitt sinn formann, ágætan mann, sem vafalítið hefur hlotið góðan samastað, sem taldi sér það til ágætis að geta bölvað 77 sinnum án þess að nefna nokkurn tfman sama blótsvrðið. En sem sagt: mér leizt ekki betur á ferðalagið en það, að ég talaði fátt; það er varlegast, þegar geigur býr með mönnum að tala þá ekki mikið; það gæti heyrzt-á rödd- inni, að ekki sé allt með felldu um kjarkinn. Þarna sátum við nú frænd- urnir skorðaðir hvor við annan og mauluðum þegjandi brauð- ið. Þegar ég fann að brotsjór greip bátinn og flutti hann með sér á hliðinni, örvaðist hjartsláttur minn um nokkur slög, en hægðist aftur, þegar báturinn rétti sig, og voru nokkur læti f brjósti mínu meðan ég át, man ég. Faðir minn hafði farizt á lfkum slóð- um og við vorum nú, og ég man, að ég var að hugsa um hvernig honum hefði liðið, þegar hann sá framá dauða sinn, ungur maðurinn með börn f ómegð. Það var einnig svipað veður, þegar hann fórst — norð-austan áhlaup. Veðrið var þá svo hart, að ekki var annað sýnna en húsið ætlaði af grunninum og móðir mfn flúði með okkur drengina um nóttina f kjallaraholu eina kartöflugeymslu undir hús- inu. Allt í einu heyri ég að það kjótlar f frænda mfnum og hann er farinn að hristast Iftið eitt, sem þýddi, að hann var farinn að hlæja með sjálfum sér. Ég spurði heldur önugur: — Að hverjum fjandanum ertu að hlæja? Hann var með fullan gúlann af brauði og varð seinn til svars, en þegar hann mátti mæla, sagði hann: — Ég .. er .. að . . hlæja .. að .. því, að nú standa landmenn- irnir gapandi niðri á Brjót, skjálfandi í kulda að bíða eftir okkur, og svo komum við kannski aldrei...“ Og nú brá hann vana sfnum og hló upphátt, að þessum af- takaskemmtilega brandara sfnum. Ég þykist geta hlegið sem hver annar að bröndurum, en þessi fannst mér full- harðsoðinn. Mér lfkaði ekki forsendan fyrir honum. Það bætti heldur ekki um fyrir hjartatötrinu í mfnu brjósti, að ég vissi, að þessi maður var vel dómbær á aðstæður, og það var glöggt af brand- ara hans, að hann taldi, Ifkt og ég, tvfsýnt um líf okkar, þó að afstaða hans til dauðans væri greinilega önnur en mfn. Þessi brandari sagður beint uppf opið geðið á dauðanum hefur mér alltaf þótt eitt hald- bezta dæmið um inngróna steinbftsheimspeki. Maðurinn var enginn bjáni, sfður en svo, honum var bara svona innilega sama um, hvað uppa kæmi. Hann hafði sennilega af langri sambúð og fyrir arfgengi, misst alla virðingu fyrir dauð- anum, hvað þá að hann óttaðist hann. Og hér kom ekki til rót- gróin trúarsannfæring um betra lff framundan, því að maðurinn var, að ég held, trú- laus, en þó getur maður aldrei verið viss um slíkt hjá náunga sfnum, ekki sfzt, ef hann lætur Iftið uppi um tilfinningar sín- ar og skoðanir. Hér var um að ræða að mfnum dómi rótgróna og sér-fslenzka steinbftsheim- speki. Hafa íslenzk höfuð þolað sól- far undangenginna ára? Mannsheilinn er æxli f sköp- unarverkinu, sem aldrei var ráð fyrir gert. Guð ætlaði sér upphaflega að stjórna þessu öllu saman og taldi manninn ekki þurfa á annarri forsjá að halda, sfzt sinni eigin. Hann vissi að hún hlyti að mislukk- ast. En svo tók ókennileg fruma að skipta sér með ókennilegum og óviðráðanleg- um hætti og mannveran óx út- úr höndunum á guði sfnum. Af þessu, að ekki var gert ráð fyrir mannsheilanum f sköp- unarverkinu, er margt f nátt- úrufari andsnúið honum. ! rauninni er maðurinn orðinn ónáttúrleg vera, þó að hann þrjóskist við að viðurkenna þá staðreynd fyrir sjálfum sér og leiti stöðugt f fang náttúrunn- ar lfkt og gamall maður á æskustöðvarnar til þess eins að uppgötva að þangað á hann ekki afturkvæmt. Vænst þykir manninum um sólina og dýrkar hana ákaflega en einmitt hún leitast við að skræla hið ónáttúrlega tæki í höfði mannsins. Þegar manninum hafði skil- izt, að heilinn næði ekki að starfa af fullum krafti beint undir sólinni, færði hann sig til, þangað til geislar hennar tóku að falla mjög skáhallt á hann og á svæðinu frá nyrðri Hvarfbaug — en þó aðallega frá 45 breiddarbaugnum — og norður undir heimskautsbaug- inn, reyndist hann hafa beztan frið til að hugsa fyrir sólinni. Þar var hún mátulegust fyrir kollinn. Sem sagt sterk sól er óvinur hugsunarinnar og eng- inn óvitlaus maður fer útf sól til að hugsa. Menn fá yfir höf- uðið í mikiili sól og með ýms- um hætti. Yfirleitt leggst heilastarfsemin f dróma, og er reynsla okkar Islendinga af suðurgöngufólki hinna sfðari ára talin af mörgum haldgott einkadæmi okkar um það. Þessir menn halda þvf fram að þjóðinni sé að hraka andlega og orsökin sé þessar sólarferð- ir. Sjálfur hef ég enga trú á þessari kenningu, að andleg- heitunum sé að hraka — ég trúi þvf staðfastlega að mfn þjóð, sé nokkuð svo jafnvitlaus frá kvnslóð til kvnslóðar. Það er rétt að, þessir hrörnunar- prédikarar geta bent á all-góða staðreynd máli sfnu til sönn- unar, sem sé þá, að þótt fjórð- ungur landsmanna sé búinn að fara suður til sólarlanda, þá er ekki finnanleg, það ég veit, ein einasta haldgóð lýsing úr þeim ferðum, nema ef vera skyldi um manninn, sem sólbrann á hægri hendinni, af þvf að hann gætti þess ekki, að hafa vfn- glasið inni í skugga sóltjaids- ins heldur þurfti að seildast eftir þvf útf sólina. (Þessi mað- ur gætti vissulega höfuðs sfns fyrir sól og kom ekki heimsk- ari en hann fór.) Gagnstætt þessu má nefna, að einungis fáeinar hræður hafa farið til Grænlands en það má heita, að hver og ein þeirra hafi skrifað saman og gefið út reisubók frá ferð sinni. 1 kuldanum af jökl- inum var fslenzki kollurinn f eðiilegu ástandi. Þess ber nátt- úrulega að gæta, að grænlenzk- ar selskinnsbuxur eru ekki eins truflandi og bikinibaðföt, en það er nú önnur saga. Það er margra manna mál, að ó- reiða sé á fslenzkri hugsun hin sfðari ár, reyndar jaðri við rugl á allri þjóðinni. Það væri máski rétt að fara að athuga það, hvort sólarferðir sfðari ára eigi einhverja sök á þess- um firnum. Það eru vissulega ekki lftil viðbrigði, að koma úr aldalöngu myrkri í geislandi sól og þess nokkur von, að menn ærist með einhverjum hætti. Það getur til dæmis ver- ið umdeilanlegt, hvort 200 þús. manna þjóð, sem byggir 100 þús. ferkm. harðbýlt land og 700 þús. ferkm. hafsvæði, hafi efni á þvf að liggja langtfmum saman f sólbaði í suðrænum löndum. Það getur verið, að hún eyði um of tfma sfnum frá aðkallandi verkefnum heima fyrir, en það er þó kannski ekki verst, heldur hitt ef hún fær varanlega yfir höfuðið af sólinni, og sífka ofbirtu f aug- un, að hún sér ekki fótum sfn- um forráð og lifir áfram eftir að heim kemur í annarlegum sólardraumi. Lesandinn skyldi svo minn- ast þess, að allt er nú þetta snakk hugsað í sterkri sól með fæturna f skugga, en er ekki öll þjóðin með höfuðið f sól en fæturna f skugga. Ilefur fs- lenzki kollurinn þolað sólfar undangenginna ára? ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.