Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Qupperneq 11
fleytt í Bandarikjunum við nám fékkst
ég allmikið við að teikna og mála
fagurskapta og kviknakta kven-
kroppa, bæði hvita og svarta. Eg var
mjög feiminn fyrst í stað í listaskólan-
um og setti oft dreyrrauðan likt og
þegar veluppalinn sveitaprestsonur
kemur i fyrsta skiptið til stórborgar-
innar og lendir í hafvillum og slæðist
óvart inn á hóruhús i stað guðshúss.
Þá hefði oft verið ógerningur að beita
sér að því að tyggja jórturgúmmí
jafnframt þvi að kortleggja þessa
heillandi álfakroppa á pappírnum.
svo að brugðið sé fyrir sig genialli
samlíkingu Johnsons heitins forseta
hæfileikum Fords, sem nú situr sjálft
höfuðbólið i Washington. En Johnson
kvað, sem frægt er orðið, að Ford
forseti væri eini maðurinn, sem hann
vissi um, sem gæti ekki japlað á
togleðurstuggunni sinni jafnhliða öðr-
um störfum ekki einu sinni fótgang-
andi. Til slíks þyrfti Ford að setjast
niður i stól til að gera tuggunni skil.
Nú hefir Ford einmitt fengið sæti
Johnson og getur nú óáreittur jórtrað
og tuggið svo fremi hann tyggi ekki
pólitíska andstæðinga sína upp til
agna eins og Nixon varð á.
Brátt fór ég að aðlagast andrúms-
loftinu í listaskólanum og „get
acclimatized". Þetta vandist og hæfi-
leikinn til einbeitingar að dráttlistinni
óx unz mér var ekki meira um að
teikna þær kviknaktar en buxnalausar
beljur úti í guðsgrænni náttúrunni.
Dautt hreyfingarleysi módelsins i full-
setinni stofu verkar þannig til lengdar
að hægt er að hugsa einvörðungu um
listina. Aftur á móti var ekki trútt um,
að miður siðsamar hugsanir sæktu á
og taisverðs óróleika gætti og ýmis-
legt tæki að bærast þegar þessar
listgyðjur tóku upp á að striplast
allsberar í frímínútum aðeins klæddar
sígarettu milli ástríðuþrunginna vara
og líta yfir myndsköpun okkar nem-
endanna. Að klæðast og afklæðast
gerðu þær ekki i allra augsýn. Það var
þeirra einkaathöfn í listaskólanum.
Þar kem ég einmitt að eðlismuninum
milli kynæsandi fatafellu- og belg-
hreyfinga og hásiðsamrar fyrirsetu í
nektarmyndsköpun. Eitt sinn vatt ein
gljátindrandi surtlan sér að mér er
hún hafði einblínt allsnakin á teikn-
ingu af sér hjá mér i skólanum og
segir seiðmögnuð með fjarræna
værð á votum vörum með dreym-
andi augnaráði: „Ffoney, lift /
my breasts á little bit" eða
„liftu brjóstunum á méragn-
arlitið!" Ég var gripinn ofsa fáti og í
einhverju nervösu pati og írafári káf-
aði ég skyndilega með löðursveittum
lófum undir þessar frjósemilegu
brjóstakúlur frökenarinnar rétt eins
og ég væri á byrjunarstigi í hand-
bolta. Vissi ég ekki fyrr en surtla laust
mig lausum kinnhesti og sagði:
„Rembrant, ég meinti teikninguna en
ekki mig." „Excuse me," svaraði ég,
„sízt er ég vanur að meðhöndla finar
dömur, Lady Flamilton," tafsaði ég
töffaralega þótt hjartað berðist á tvö-«c
hundruð snúningum á mínútu. „How
sweet, hann kallaði mig Lady," mælti
surtla upphátt um leið og hún snéri
að mér skutnum með breiðu brosi og
óvæntri mjaðmasveiflu í kveðjuskyni
um leið og hún hélt áfram siglingu
sinni um salinn, eins og skrautskúta á
skemmtisiglingu.
Eftir á að hyggja voru þetta ein
skemmtilegustu ár ævinnar, sem ein-
kenndust af mátulegu kæruleysi og
kyíðaleysi um framtíðina þó að heim-
urinn væri á heljarþröm vegna styrj-
aldarinnar. Bjórinn varóspart kneyf-
aður og vínið svolgrað og duflað við
lostfagrar meyjar. Dansaður var hrylli-
trylli-jitterbug bæði í Kaliforníu og
New York á gullaldartímum hinna
stóru og miklu jazzbanda og lifað fyrir
hraðfleyga stund. Sú helgi fyrirfinnst
naumast í sjússakeðju minninganna,
sem ekki var lent í skemmtilegum
ævintýrum á sokkabandsárum mín-
um fyrir vestan. Þaðan á ég margar
Ijúfustu og llflegustu minníngarnar,
er koma ekki fram í dagsljósið nema
ég verði einhvern tlma svo vitlaus á
gamalsaldri, eins og svo margir, að
rita misheppnaðar æviminningar.
Þvl ber ekki að leyna, að ég hefi átt
margar ógleymanlegar ánægjustund-
ir með fyrirsetum minum hér heima,
eins og til að mynda þegar ég málaði
Einar ríka I fyrra fyrir Sölumiðstöðina,
Ekki vegna öruggrar borgunar og
persónulégs sölumets, heldur hversu
maðurinn var ólgandi persónu-
leiki, sem minnti meira á stórbrotinn
listamann I tali og fast en framsýnan
framkvæmdamann. Listrænn sköp-
raunsæjum athöfnum. Hann er sá al-
óbissness-mannslegi maður, sem
ég hefi kynnzt og þó er hann þeirra
stærstui og mestur. Hann gat verið
einlægur, og blíðureins og barn og
hlaupið upp á nef sér I næstu
andránni eins og Italskur hljómsveit-
arstjóri við eina skerandi falsnótu á
hárnákvæma hljóðhimnuna. Sigurjón
Ólafsson hefiT mótað Einar rika I leir,
sem siðar var steyptur I eir, Sigurjón
er alfremsti mannamyndasköpuður,
sem þessi þjóð hefir alið af sér fyrr og
síðar. Hann gefur þeim beztu núlif-
andi I heiminum ekkert eftir á því
sviði. Og ekki má gleyma blessuðu
kvenfólkinu, sem flest var komið a(
blómaskeiðinu þegar það barst I fyrir-
sætustólinn hjá mér. Margar voru
sveipaðar efnismiklum klæðiskjól eða
viggyrtar viravirki velsæmislegra
peysufata. Þær hafa illu heilli miklu
sjaldnar en karlmenn notið þeirrar
upphefðar að vera málaðar fyrir sam-
tök, stofnanir, fyrirtæki og fjölskyldur
eins og yfirleitt er venjan. Það mikil-
væga atriði gleymdist gersamlega á
siðasta kvennaári. Ef það yrði tekið
upp á því næsta mætti að ósekju færa
aldurinn stórlega niðurog gjarna
margt fleira sömuleiðis. Það nær
engri átt að sitja fyrir dúðaðar eins og
i stórhríðarbyl á baðheitri vinnu-
stofunm.
Starfið er mjög náið og persónu-
legt, þar sem verið er að lon og don á
móti hvort öðru. Oft myndast náið
andlegt samband á milli þegar bezt
lætur. Lokaþátturinn i lýjandi portret-
gerð endar oft í hátíðlegri og hund-
leiðinlegri afhjúpun þó að oft séu þar
stórskemmtilegar undantekningar á
þegar fjörlega tekst til. Við slikar
afhjúpanir er oft skjannahvitur borð-
dúkur látinn falla. Viðstaddir biða oft i
ofvæni líkt og að von sé á sjálfum
páfanum út úr rammanum Það eru
oft langar og lamandi þjáningar-
stundir fyrir sjálfan málarann. Þegar
tjaldið fellur verð ég oft að afsaka mig
með, að ég sé ekki fuglastoppari,
sem taki allt með. Alvarlegheitin,
mærðin og hátiðleikinn, sem mörgum
mörlandanum er hvað tamastur,
getur þegar verst lætur jaðrað við
dramatíska aftöku og hengningu eða
jafnvel krossfestingu. Þá dettur mér í
hug skopsagan um dobbel-
afhjúpunrna. Tveir dugmiklir kaup-
sýslumenn höfðu rutt sér braut til
vegs og auðs likt og Silli og Valdi hér
í Reykjavík. Til að öðlast virðingu og
viðurkenningú létu þeir einn fremsta
fáanlega portretmálara gera af sér
portret og buðu helzta glysfólki og
gljápakki staðarins til veglegrar veizlu
í tilefni afhjúpunar. Myndirnar hengu
á höfuðvegg með nokkru millibili líkt
og ræningjarnir við krossfestinguna
miklu á Golgötu forðum Þá spratt
skyndilega Upp orðheppinn og fyndinn
veiziugestur og benti á tómarúmið á
veggnum á milli myndanna og spurði
svo allir mættu heyra: „Hvar er frels-
arinn?"
Sem strákur i sveit var ég hjá þeim
góða manni, Hallgrimi bónda Þor-
bergssyni á Halldórsstöðum í Laxár
dal bróður Jóns á Laxamyri og Jónas
ar útvarpsstjóra. Þá heyrði ég fyrstu
málvérkakritikina á ævinni eftir Jón á
Laxamýri, og jafnframt þá stytztu og
skemmtilegustu. En Jón var þá jafn
bænheitur og trúaður og nú.,Á yfir- '*
reið hafði þessi gildí og virti höldur
stundum með sér tár á pela.
hann til með að doka við i guðshús-
um sem á vegi hans voru líkt og
biskup á vísitasiu. Þegar honum var
einhverju sinni litiðinn i gömlu
kirkjuna á Einarsstöðum i Reykjadal i
heimasveit æsku sinnar átti Jón að
hafa kveðið upp þennan listdóm yfir
uppáhalds altaristöflunni sinni allt frá
æskudögum: „Þetta er sú aflra tfkasta
mynd, sem ég heft nokkru stnnt séð
af frelsaranum " Ent stnn fót húmor-
isti af guðs náð og andans snillingur
um hla ðva rpa n n á La xamýri og va rp
fram þessari portret- eða manns-
myndargátu í bundnu máli, en Laxa-
mýrarhöfðingjanum, sem sízt var
neinn drykkjumaður, var tamt að t
ávarpa samferðarfólk með gæluorð-
unum: heillin min, en þannig held ég
að gátan hljóði sem næst rétt:
Hver er sá halur hærugrár? > ,
Heillin ég segi ekki meir,
sem teygar í botn hvert
„titrandi fári |
og tilbiður guð sinn og deyr?"
'ál'- .. % Iv jf* ivtáár
Svarið er: Jón á Laxamýri, sem þrauk-
ar enn á hálfum tíúnda tug ára og
sendir ennþá frá sér landbúnaðat- og
guðsorðapistla í Moggann af og til,
og geri aðrir aIdnir héraðshÖfðingjar
betut
Þeim lesendum, sem hafa f huga
að láta freísast til þúsund ára frám-
haldslífs á léreftinu vil ég benda á, að
það er ekki seinna vænna að panta
tíma til fyrirsetu hjá mér því að guð
má vita hvenær dettur í mig að mála
síðasta portretið eftir pöntun. Ef mót-
úll og meistari verða gripnir leti og
leiða, verður hafður svipaður háttur
á og þegar portretmálarinn Gunn-
laugur Blöndal málaði sjálft lárviðar-
skáldið Einar Benediktsson, hruman
og ellimóðan. Blöndal kom fyrir
tveimur fyrirsetastólum viðsinn
hvorn enda stofunnar og lét sínhvora
portvínsflöskuna viðstólana. Þegar
svefnhöfgi og doði sótti á skáldið gaf
Blöndal kallmerki um að færa sig um
set. Þá færðist nýtt lif í ásjónu skáld-
mæringsins bæði um yfirbragð og
portret. Þetta portvinsráp á milli stóla
kallaði skáldið „að ganga á milli góð
búanna"
'T; Eitt sinn hringdi til mín fyrirmyndar
fyrirmynd og verkfræðingur að
mennt, sem kom ekki á tilsettum tíma
tíl fyrirsetu. Þessi ærukæri góðborgari
kvaðst hafa dottið óvænt í það á
Borginni um hádegisbil. Kvaðst hann
ólmur vilja koma þótt seint væri og
það meira að segja með flösku, svo
fremi þaðkæmi ekki fram á málverk-
inu að hann væri lítilsháttar slompað-
ur Ég kvað litia hættu á þvi meðan
verkfræðingurinn rúllaði ekki sjálfum
málaranum. Þannig hef ég iðulega
..flaggaðfíá", éins og gert var áður
fyrr í ófærri brimlendingu á Bakkan-
um, þegar mér stóð gott kennderi til
boða og trúi því hver, sem trúa vill.
Þegar Picasso málaði kvenrithöfund-
inn amériska, Geirþrúði Stein, hjálp-
arheilu svo margra listamanna í París,
þótti hénni skítur og skömm til mál-
verksins koma og kvað myndina meir
líkjast sícesiú eða skrímsli en sér. „En
góða Madarrie Stein, þér eigið ein-
mitt eftir að líkjast myndinni, " svar-
aði Pikki. Þar reyndist Picasso sann-
spár eins og fyrri daginn. Hann var
alltaf svo óra langt á undan sinni
samtið.
Ég held að ég hafi komizt i hann
krappastan þegarég málaði Guð-
brand í Áfenginu fyrir Kaupfélag
Framhald á bls. 15