Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 4
eftir BING LORENTSEN
SVARGREIN
VIÐ
„SVIK HÚSA-
MEISTARANNA
##
Svar til Henriks Groth frá
Ragnvald Bing Lorentzen, vara-
forseta Landsambands norskra
arkitekta, i tilefni af grein Groths
„Svikarar fegurðarinnar" sem
birt hefur verið í Lesbók.
Húsameisturum er sendur tónn-
inn um þessar mundir.
Að loknu húsfriðunarári er vart
við öðru að búast. Áhugi manna
hefur beinzt að gömlum bygg-
ingum, erfðavenjum og afbragðs
handverki og byggingarlist, sem
við allir getum verið hjartanlega
sammála um í aðdáun okkar. Það
er eðlilegt, að viöbragða verði
vart, sem beinist gegn byggingar-
háttum síðustu áratuga. Og gegn
húsameisturunum.
Ein af hörðustu árásunum var
gerð í Farmand um s.l. áramót í
grein eftir Henrik Groth undir
þessari flengingar fyrirsögn:
„Uppgjör við svikara fegurðar-
innar“. Groth segir:
„Á þriðja áratugnum yfirgáfu
húsameistararnir teikniborð sln,
lögðu eyrun að rödd tímans og
tóku sjálfir að hafa skoðanir! t
því voru mistökin fólgin. Áður
fyrr gátu þessir menn teiknað,
eða þeir gátu það ekki. A hinu
listræna sviði höfðu þeir sérþekk-
ingu. En nú vildu þeir ekki aðeins
teikna húsin okkar, heldur jafn-
vel einnig hafa sínar skoðanir á
því, hvernig við ættum að búa í
þeim — sem er í hæsta máta
athyglisvert mál, en utan við sér-
svið húsameistarans. Það tókst
ekki að fá húsameistarana til að
halda sér innan marka síns fags.
Þeir samræmdu sérsvið annarra,
tækni, félagsleg og fjárhagsleg
vandamál og verkfræðistörf —
allt saman greinar, sem þeir
höfðu ekki undirstöðumenntun i.
Þeir urðu óþolanlegustu fúskarar
þessa tíma. Þeir gerðu sig seka
um nær ótrúlegt ofmat á sjálfum
sér og drambsemi."
Henrik Groth getur ennfremur
frætt okkur á því, að þessi þróun
hafi náð hámarki í lok sjöunda
áratugarins. Við erum sem sagt á
batavegi 1976. Það er gott að vita.
Grein Henriks Groth er í megin-
dráttum uppgjör við nýtistefn-
una, þá stefnu eða þann stíl, sem
kom fram á þriðja áratugnum
sem andsvar við rómantíska stíin-
um, sem þá var ríkjandi. En slíkt
andsvar var ekki einvörðungu
bundið við byggingarlistina. Það
er nauðsynlegt að beina athygl-
inni að þeim tíma, sem þá var:
Menn bjuggu ennþá við eftir-
köst fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Heimurinn var breyttur, stórir
hlutar hans voru í rústum. Jafn-
framt hafði ný tækni hafið
innreið sína fyrir alvöru. Flug-
vélar og loftför flugu um
himininn. Bllar voru stöðugt að
setja ný hraðamet. Kafbátar
breyttu draumnum um Atlantis I
daufa goðsögn — og bylting hafði
breytt Rússlandi. Konur höfðu
fengið kosningarétt. Nýtt þjóð-
félag átti að byggja á rústum hins
gamla. Markmiðin voru metnaðar-
full, frelsi var vígorð. Frelsi fyrir
fólkið. Ekki aðeins fyrir hina út-
völdu, heldur fyrir alla, hinn
mikla fjölda. Hin nýju hugvísindi
og raunvlsindi átti að virkja til að
ná þessum markmiðum. Fyrir
húsameistarana táknaði þetta
umbyltingu á hinu liðna. í stað
hinna hálfbyrgðu bústaða með
ryki og smáglingri, pálmum og
tjöldum komu opnar, loftgóðar
ibúðir, sem sól og birta næði inn I.
Hinar hreinu línur tóku við af
áfestu skrauti og skarti. Vígorðið
var: „Form fylgir hlutverki" (þ.e.
nauðsyn, tilgangi.) Nýtistefnu-
menn héldu því fram, að hið gagn-
lega og hagkvæma ætti sína sér-
stöku fegurð, sem hlaut að verða
hin eðlilega hugsjón tíma skyn-
semishyggju.
Hægt er að andmæla grein
Henriks Groth frá ýmsum sjónar-
miðum. ítarlegast og rækilegast
þó, býst ég við, með skilgreiningu
á þjóðfélagsaðstæðum I þvl skyni
að skýra orsök og samhengi. En
fyrst skulum við fylgja hinni
„Grothsku“ stefnu og setja upp
gleraugu fegurðarinnar:
Groth fullyrðir, að með innreið
nýtistefnunnar (sem hinir máls-
metandi húsameistarar hinnar
nýju kynslóðar hafi staðið að)
hafi fegurðin hórfið úr hinu
byggða umhverfi okkar. Sem
dæmi nefnir hann eitt af verkum
Lars Beckers húsameistara, veit-
ingahúsið Skansen, sem hlaut
verðlaun á sínum tíma, en er að
dómi Groths „hryllilegur, gulur
kassi með ferhyrndum búðar-
gluggum". I næstu andrá segir
hann okkur, að Ekebergsveitinga-
húsið, annað nýtistefnuverk
Beckers sé „snoturt hús“, Báðar
byggingarnar voru táknrænar
fyrir hinn nýja stíl, báðar I stíl
hreinnar nýtistefnu, önnur er
ljót, en hin snotur. Hvernig má
það vera? (Groth má auðvitað
hafa hvaða skoðanir, sem hann
vill, en þegar hann kemur fram
fyrir almenning sem gagnrýn-
andi, gætum við að minnsta kosti
búizt við nokkru samræmi I rök-
semdafærslunni.)
Groth heldur áfram. Hann tek-
ur einn af frumkvöðlunum til
bæna hinn fræga húsameistara
Le Corbusier. Vissulega hefur
þessi sjálfmenntaði Frakki haft
glfurleg áhrif á húsameistara
sinnar samtíðar og seinni kyn-
slóða, en „geislaborgin", sem
Groth hefur að skotspæni varð-
andi Corbusier, hefur aldrei kom-
izt lengra en á hugmyndastigið.
Sjálfur er ég viss um, að það beri
að Hta á „geislaborgina" (den
radiære by) sem djarfa hugmynd
til að vekja samtlðina til umhugs-
unar en sem alvarlega og þraut-
hugsaða tillögu að borgarupp-
drætti. Úr því að ætlunin er að
gagnrýna Le Corbusier, væri
meira vit I að leggja dóm á þau
byggingarverkefni, sem hann
raunverulega ber ábyrgð á. Þó að
við myndum komast að þeirri
niðurstöðu með aðferð Groths, að
svona um það bil helmingur
verka Corbusiers gæti kallazt
„snotur hús“. Sérstaklega eitt af
helztu verkum hans, þar sem
hann hefur horfið langt frá hin-
um „beinu línum", sem Groth
hefur svo mikinn ímugust á. Ég á
hér við hina helgu kirkju i Ron-
champ i Frakklandi, sem píla-
grlmar leggja leið sína til, en hún
minnir á höggmynd I sínu frjálsa
formi.
Hvað fegurðina snertir, þá
hefur Le Corbusier á mjög ítar-
legan hátt fjallað um þetta þema.
En Le Corbusier leit á fegurðina
sem meira en ytri prýði. Fyrir
honum var þetta spurning um
niðurskipun eftir stærðarhlutföll-
um og að leita að frumatriðum í
byggingunum, sem skírskotuðu
til mannlegra mála. Hann komst
snemma að raun um, að hið
gullna snið væri stærðfræðilegt
og fræðilegt hugtak, sem ekki
ætti sér stoð I manninum sjálfum.
Le Corbusier áleit, að fegurðina
bæri að skynja hið innra og skilja
hana með skrokknum, ef svo má
segja. Hann leitaði að aðferð til að
setja byggingar sínar saman úr
stærðum og málum, sem
Kirkjan ! Ronchamp eftir Le Corbusier.