Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 6
smösaga eftir MAGNEU MATTHÍASDÖTTUR Þá kom þar g arlakerlingin Ásthildur Einarsdóttir var í alla staði gagnmerk kona. Um það bar öllum saman, bæði fyrr og sfðar. Þó voru þeir fáir, sem vissu f rauninni hvað hún var feykilega gagnmerk kona. Hún var greind, vel menntuð, Iagleg, alltaf snyrti- lega klædd og máluð, hélt heimili sfnu f alla staði flekklausu, fylgdist vel með heimsmálunum og las allar nýjar bækur, sem út komu. Hún var alltaf brosandi og glaðleg, og reiðubúin að hlusta á vanda- mál náungans og gefa góð ráð, þó hún væri vissulega ekki að þröngva sfnum vandamálum upp á aðra. Ef hún þá hafði nokkur. Asthildur var sem sagt búin öllum þeim kostum, sem góða konu eiga að prýða. Eiginmaður Ásthildar var skrifstofustjóri hjá blóm- legu innflutningsfyrirtæki, og hafði góðar tekjur. Ásthildur gat þvf helgað heimilinu alla krafta sfna. Þau hjónin voru mjög hamingjusöm, og það svo, að vinir og kunningjar notuðu þau gjarna sem dæmi um það, hvernig hjónabönd eiga að vera. Það var aðeins eitt, sem ef til vill hefur varpað skugga á hamingju- himin þeirra, þó hvorugt heyrðist nokkru sinni kvarta, eða formæla forlögunum og guði. Þau áttu engin börn. Vissulega hlýtur það að hafa verið mun sárara fyrir Ásthildi en bónda hennar, þetta barnleysi, þvf konan er f eðli sfnu blfðlyndara dýr en karlmaðurinn, og hefur meðfædda þörf til að hlynna að afkvæmum. En Ásthildur síndi skapstillingu sfna í þessum efnum sem öðrum, og svaraði jafnvel margftrekuðum spurningum vina og kunningja með einhverju spaugs- yrði og léttum hlátri. „Þetta er svo ágætt,“ sagði hún kannski brosandi. „Þá þarf ekki að þeytast út um allan bæ, ef mann langar einhvern tfmann f ætan matarbita til að ná f barnapfu. Þetta er Ifka miklu rólegra, og maður er ekki bundinn f báða skó.“ Það vissu auðvitað allir, að Ásthildur var frábær kokkur, og þurfti sannarlega ekki að leita út fyrir heimilið til að fá eitthvað gott að borða. Hún lagði meira að segja húsmóðurstolt sitt f það að sjá sjálf um allar veitingar í veislunum, sem maður hennar varð oft að halda vegna vinnu sinnar, og tókst svo vel upp, að meira að segja lærðir kokkar lutu henni í lotningu. Þetta voru því bara gamanyrði. Nei, það var ekki barnleysið, sem var hinn hræði- legi svarti skuggi á öllu Iffi Ásthildar. Það var ekki barnleysið, sem var svo stór og svartur leyndardómur, að henni var oft næstum um megn að hylja hann með brosi sfnu. Það var ekki barnleysið, þetta, sem um- fram allt varð að dylja fyrir heiminum. Það var annað, sem var leyndardómur Ásthildar. Henni leiddist. Ekki eins og okkur leiðist stundum, þegar börnin eru sofnuð á kvöldin, búið er að þvo upp eftir kvöld- matinn og ekkert skemmtilegt að horfa á f sjónvarp- inu. Ekki eins og manni leiðist stundum þegar maður situr á einhverri biðstofunni, og finnur ekkert að lesa nema útjaskað eintak af sjávarfréttum, og moggann frá f gær. Ekki þessi algengu leiðindi, sem oft láta á sér bæra, þegar einhverju verkefni er lokið, og ekki kominn tfmi til að eiga við það næsta. Það var ekki þannig, sem Ásthildi leiddist. Henni leiddist alltaf. Leiddist, þegar hún renndi rvksugunni yfir fallegu teppin í einbýlishúsi þeirra hjónanna. Leiddist f búðarferðunum, þegar hún var að kaupa í matinn. Leiddist að rabba glaðlega við vinkonur sínar í sfmann. Leiddist, þegar hún las nýjustu skáldsögu yngsta viðurkennda framúrstefnu- rithöfundarins. Leiddist, þegar hún horfði ásjónvarp- ið. Leiddist f saumaklúbbnum og ffnu veislunum. Leiddist f bridsklúbbnum og jassballetttfmunum. Leiddist f frúarleikfiminni. Leiddist á golfvellinum. Leiddist þegar hún hafði samfarir við manninn sinn. Jafnvel draumar hennar voru leiðinlegir. Þessi leiðindi voru leyndardómurinn, sem Ásthildi tókst svo vel að dylja fyrir umhverfi sfnu, að enginn renndi f það grun, hversu stór hluti þau væru af Iffi hennar. Jafnvel eiginmaður hennar hefði aldrei látið sér detta það f hug, að kona hans væri ekki full af áhuga og eldmóði. Kannski einmitt allra sfst eiginmaður hennar. Það var einn daginn, þegar Ásthildur hafði lokið húsverkunum. Klukkan var tæplega tvö um eftirmid- daginn, og hún hafði ekkert sérstakt að taka sér fyrir hendur fyrr en klukkan fjögur, að hún þyrfti að fara f innkaupaferð. Sjálfvirka þvottavélin þvoði af kappi f kjallaranum, og myndi una sér við þá iðju næsta klukkut fmann eða svo. Áshildur hafði ekkert sérstakt að gera, og hana langaði ekkert að rabba við einhverja vinkonuna. Hún gekk meðfram bókarskapnum, og strauk fingrinum eftir bókakjölunum. Kannski ætti hún að fá sér eitthvað að lesa til að drepa tfmann. Það var þá, sem hún rakst á bókina. Þetta var þunn og lftið áberandi bók, sem hún fékk f jólagjöf á sfðustu jólum frá frænku mannsins sfns. Þessi frænka var innsti koppur í búri f einhverju guðspekijógasálarrannsóknarfélaginu, og hafði það áhugamál stærst að frelsa sem flesta frá villu sfns vegar. Bókin, sem Ásthildur fann þarna f skápnum, hét: „Lifðu lffinu af lffi og sál — lærðu að virkja innri orku“ og var skrifuð af einhverjum vesturaustur- landagúrújóga, sem rakaði saman peningum um ger- vallan hinn siðmenntaða heim með speki sinni og heilagleik. Ásthildur hafði tekið þessari gjöf fagnandi („Guð, þú veist ekki, hvað mig hefur alltaf langað til að kynna mér þessa speki, en ég hef bara aldrei vitað hvað ég átti að lesa“), og stungið bókinni sfðan snyrtilega inn f bókaskápinn án þess svo mikið sem láta sér detta það f hug að lfta f hana. Nú greip hún hana aftur á móti af einhverri rælni, settist í góðan stól, kom sér þægilega fyrir og opnaði á sfðu 5, þar sem lesmálið byrjaði. t fyrsta skipti á sinni búskapartfð hengdi Ásthildur ekki upp þvottinn, áður en hún fór og keypti f matinn. Hún hafði heldur ekki lokið öllum innkaupum klukkan tuttugu mfnútur yfir f jögur, eins og venju- Iega. Hún var djúpt sokkin f hugleiðslu. Fyrsti kaflinn f bókinni góðu var helgaður efninu „að finna sjálfan sig“. Þessi kafli var að þvf leyti frábrugðinn öðrum skrifum um það efni, að í stað heilmikils froðusnakks um efnið, voru tuttuguogfjór- ar mjög einfaldar leiðbeiningar um hvernig skyldi fara að þvf að finna sjálfan sig. Jafnvel þriggja ára börn eða fólk með stórlega skerta greind hefði getað fylgt þessum leiðbeiningum. Og það var ekkert að greind Ásthildar. Það má kannski halda því fram, að það hafi síður en svo verið nokkuð að greind Ásthildar, þvf á rúmum tveim tfmum hafði hún komist f beint samband við guðdóminn, fengið hugljómun og fundið sjálfa sig. Ilún var minjagripaverslun. Nánar tiltekið var hún tveggja herbergja húsnæði með f jöldanum öilum af hillum, þar sem var snyrti- lega raðað upp minningum, hugsunum, draumum, skoðunum, hugdettum, atvikum og fleiru f þeim dúr. Um minjagripaverslunina Ásthildi gengu svo vinir og kunningjar, ættingjar og ókunnugir og tóku eitthvað úr hillunum. Sumir létu eitthvað f staðinn, aðrir ekkert. t fremra herberginu gat hver sem er gengið um, en það innra var lokað öllum nema nánustu ættingjum, enda voru þar viðkvæmustu munirnír. Það var oft f jölmennt f minjagripaversluninni Ásthildi. Konur, sem ekki voru gæddar sama sálarstyrk og Ásthildur hefðu látið bugast við þessa uppgötvun, og jafnvel látið eftir sér stutt en ákaft móðursýkiskast. Ásthildur gerði ekkert slfkt. Hún sat hins vegar f tíu mfnútur eða svo á valdi þögullar örvæntingar. Sfðan ákvað hún að gera eitthvað f málunum. Hver kærir sig svo sem um að vera minjagripaverslun. Ásthildur lokaði bókinni ákveðin á svip, og einsetti sér að Ifta f hana aftur við betra tækifæri. Hún klæddi sig f kápu, og snyrti sig örlftið, og fór sfðan og keypti í matinn. Það var enginn veislumatur þetta kvöfd. Ásthildur bar á borð fiskbollur f tómat (úr dós), og svaraði undrandi augnaráði manns sfns með blfðu brosi og: „Minnir þetta þig ekki á þegar við vorum að byrja að búa, elskan?" Þegar bóndi hennar brosti, og játti þvf, þá hugsaði Ásthildur með sér: „Þriðja hilla að neðan næst dyrunum, fyrstu hjú- skapardagar.“ Þvf hún hafði góða athyglisgáfu, og hafði tekið vel eftir allri tilhögun f búðinni. Sér. Eftir matinn safnaði hún saman diskunum, skolaði af þeim f eldhúsvaskinum, og stakk þeim f uppþvotta- vélina. Það var sérlega spennandi kafli í framhalds- myndaflokknum um Ónýtu Ashtone Skipabræðurna þetta kvöld, svo öllum frekari aðgerðum var slegið á frest. Næstu daga Iauk Ásthildur við að lesa bókina góðu, og fann hjá sér talsvert mikla dulræna hæfileika, sem hún hafði ekki áður rennt grun f að hún hefði. Hún fór margar ferðir í bókaversianir borgarinnar, sem hún var þó annars ekki vön að gera nema rétt fyrir jól, og viðaði að sér ýmsum bókum um dulræn efni á þeim tungumálum, sem hún gat lesið. Aðallega voru þessar bækur þó á ensku, þvf það var mest úrvalið á þeirri tungu, hvað svo sem því olli. Fyrst f stað las hún aðallega fræðibækur, svo sem „The Occult — Science or Superstition)" og „Behind the Misty Curtain", en sfðar hrifu huga hennar bækur, sem f jölluðu meira um ýmsar sérgreinar, svo sem „Black Magic for the Beginner", „Make Your Own Spells", og „Witchcraft Made Easy“. Og þá var brautin mörkuð. Ásthildur hreifst mikið af þessum nýju og henni áður óþekktu vfsindum. Hún sá þarna þá möguleika, sem hún hafði svo lengi leitað eftir, að geta gert Iffið innihaldsrfkara — meira spennandi. Það var henni þó til nokkurs ama, að erfitt var að krækja f flest þau efni, sem þurfti við hina ýmsu galdra. Þulurnar voru auðveldari viðfangs. A yngri árum hafði Asthildur skemmt sér við að þýða kvæði merkra erlendra skálda yfir á fslensku. Sú leikni, sem hún hafði náð f þeim efnum kom henni nú til góða við galdraþulurnar. En kryddjurtir þær, sem þurfti að brenna, fengust fæstar nema f litlum baukum, snyrtilega muldar niður og tilbúnar til að strá á matinn, og sumar hverjar fengust alls ekki. Og það reyndist henni til dæmis gersamlega ómögulegt, að hafa upp á nothæfu sverði eða krystal- kúlu, hversu mikið sem hún reyndi til þess. Það skyldi þó enginn halda, að Ásthildur hafi verið komin það langt á galdrabrautinni, að hún hafi fengið sér svartan kött til að ganga með á öxlinni, eða að hún hafi leitað dauðaleit að hreinni mey til að taka henni blóð. Nei, Ásthildur hafði flekklausa framkomu, og fannst mikill sóðaskapur að köttum. Það hvarflaði ekki einu sinni að henni að fá sér kött. Og ekki var hún það bjartsýn, að henni dytti f hug að spyrjast fyrir um leðurblökuvængi eða önnur slfk efni. Hugur hennar beindist aðallega að þeim litlu göldr- um, þar sem nægði að brenna kertum og jurtum, og fara með þulur. Það getur vissulega alltaf komið sér vel fyrir húsmóður að hafa smávegis aukatekjur, sem eiginmaðurinn veit ekki af og hvern langar ekki að geta skyggnst svolftið inn f framtíðina? Það er heldur ekki að vita, nema einhvern tfma komi sér vel að geta haft hendur f hári þjófs, eða losað sig við viðhald eiginmannsins, ef hún fer að hafa of mikil ftök f lffi hans. Og fyndist ekki öllum konum gaman að daðra svolftið við unga laglega manninn f kjötinu, og jafnvel fá hann til að taka frá handa sér bestu bitana? Jú, vissulega má nota galdra til að gera hversdagslffið svolftið meira spennandí. Ásthildur fór hægt af stað, las sér til og gerði litla galdra til að byrja með. Hún notaði sér það kertaúr- val, sem verslanir borgarinnar hafa upp á að bjóða, og brenndi skyldurækin réttum kertum á réttum dögum — rauðum kertum á þriðjudögum fyrir Mars, silfur- litum miðvikudagskertum fyrir Merkúrus, og fjólu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.