Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 5
||
i\
m . Él 1
Teikning Le Corbusiers af „gullna sniðinu". Hlutföllin i
húsagerð samræmd mannslíkamanum.
maðurinn kannaðist við og skildi.
Viðmiðunin var mannslikaminn,
og smám saman byggði hann upp'
stærðarkerfið „Modulor", sem var
árangur nákvæmrar athugunar á
hlutföllum mannslíkamans.
Siðari byggingar sinar teiknaði
hann samkvæmt þessu kerfi út í
yztu æsar. Um aðferðina má
vissulega deila. Margir munu
telja hana þaulhugsaða og eiga
bágt með að skilja hinn æðri til-
gang. En hún ber vott um innlif-
un og áhuga á auðugri mannlegri
tilveru (einnig frá sjónarmiði feg-
urðar), þannig að byggingar Le
Corbusier verðskulda efnismeiri
umsögn en að vera „ferkantaðar
og líflausar".
I atlögu sinni að „svikurum feg-
urðarinnar" styðst Groth mjög við
tilvitnanir. Sérstaklega hefur
honum verið í mun að finna sann-
leiksvitni meðal húsameistara,
sem hafa „misst trúna". En hann
verður óvart broslegur, þegar
hann leiðir fram á sviðið „hinn
þekkta húsameistara „Ian Nairns
og „sjálfpyndingar“ hans. Þess
má geta, að maður sá hefur tæp-
ast nokkurn tima setið við teikni-
borð. En í annan stað er hann
þekktur skriffinnur I enskum
blöðum með byggingarlistar gagn-
rýni sem sérsvið, sem hann er
sjálfmenntaður á.
í grein sinni notar Groth sem
aðalheimild hinn ameriska þjóð-
félagsfræðing Jane Jacobs og bók
hennar frá þvi snemma á sjöunda
áratugnum, „Líf og dauði
amerískra stórborga“. Það er rétt,
að skilgreining Jane Jacobs á nú-
tima borgarskipulagi i Ameriku
hefur verið þungt högg framan í
andlit bæði húsameistara sem og
allra annarra, sem bera ábyrgð á
afleiðingunum að lokum. En
engu að síður hafa einmitt verk
hennar og annarra könnuða verið
geysimikilvægt framlag til fram-
tiðarskipulags.
Við nálgumst nú kjarna máls-
ins: Groth segir, að hlutverk húsa-
meistaranna sé að teikna. Ég er
sammála. En húsameistarinn þarf
að fá upplýsingar til að geta
teiknað. Hann getur ekki og vill
ekki eins og forðum daga hverfa
að mestu inn í sinn eigin hug-
myndaheim og teikna hús, sem
fyrst og fremst er i samræmi við
fegurðarhugsjón líðandi stundar.
Verkefnin í nútíma þjóðfélagi eru
miklum mun flóknari. Hinum
samvizkusama húsameistara er
nauðsynlegt að vera viss um, að
það sem hann er að gera upp-
drætti að muni þjóna tilgangi
sinum og verða nothæft fyrir það
fólk, sem á að búa i húsinu og við
það. Þess vegna leitar hann upp-
lýsinga meðal annars hjá þeim
sérfræðingum, sem geta frætt
hann um mannlega hegðun og
viðbrögð og mannleg samskipti
yfirleitt. Þess vegna er mikilvægt,
að þær tillögur, sem hafa náð
fram að ganga og byggt hefur
verið eftir, verði skilgreindar og
kannaðar eftir á, þannig að hægt
sé að forðast eftir föngum það,
sem áfátt hefur reynzt eða gallað,
er unnið er að nýjum verkefnum.
Húsameistarinn vill ekki verða
„óþolandi fúskari,“ i þjóðfélags-
fræði eða öðrum sérgreinum, en
það er skylda hans að breyta
þekkingu annarra i áþreifanlegan
veruleik, sem gegnir tilætluðu
hlutverki í þágu viðkomandi
fólks. Það er þetta sköpunarstarf,
þessi samtenging einstakra
atriða, sem reynir á innlifunar-
hæfileika hans og listrænar og
skapandi gáfur.
Hin endanlega formtjáning er
niðurstaða þeirrar heildaryfir-
sýnar, sem húsameistarinn hefur
tileinkað sér, og þar sem hin
ýmsu sjónarmið og skilyrði hafa
haft sín áhrif.
Sérgrein húsameistarans er að
móta, kunnátta við formsköpun.
Hlutverk hans er þess eðlis, að
hann á stöðugt rangtúlkanir á
hættu. Ég held, að fáir fagmenn í
þjóðfélagi voru verði f jafnrikum
mæli fyrir barðinu á „skoðana-
frelsi" almennings og einmitt
húsameistararnir. Flestir hafa
sina eigin skoðun á því, hvað sé
„ljótt" og „fallegt", en það eru
lýðræðisleg réttindi, sem menn
verða að sjálfsögðu að njóta góðs
af gagnvart sjálfum sér og sinu
eigin umhverfi. En húsa-
meistarinn er til þess menntaður
og hefur það hlutverk að hafa
skoðanir í þessum efnum fyrir
hönd hinna — og gera eitthvað f
málinu. Hann á við margs konar
hleypidóma að stríða. Meðal
hinna venjulegu að hann sé dýr,
að hann sé ekki að hugsa um
útgjöldin, kostnaðinn, og að hann
langi til að reisa minnismerki um
sjálfan sig. Vissulega eru þetta
sjónarmið, sem eru ekki aðeins
ósanngjörn, heldur bera einnig
vott um skort á vilja eða getu til
að gera sér grein fyrir starfssviði
húsameistarans.
Fyrir flestum húsameisturum,
sem vinna af alvöru og áhuga, er
formsköpunin vandamál, sem
varðar heild og notagildi.
Hlutverk húsameistarans er að
vera ráðunautur. Það eru aðrir,
sem taka ákvarðanir. Þetta leiðir
til stöðugra málamiðtana, og
ósjaldan snúast þær um þau
atriði, sem ekki verða mæld á
raunhæfan hátt.
í þeim daglegu verkefnum, sem
húsameistararnir vinna að, sér-
staklega varðandi byggingu
íbúðarhúsa og stofnana, er feg-
urðin á engan hátt óháð og sjálf-
stætt hugtak. Eina af itarlegustu
tilraununum á seinni tímum til að
skilgreina fegurðarhugtakið i
sambandi við byggingarlist og
umhverfi er að finna í bók danska
félagsfræðingsins Ingrid Gehl,
„Bo — Miljö“ (1971). Þar ræðir
hún um hinar margvíslegu kröf-
ur, sem mennirnir geri til um-
hverfis síns. Hún greinir milli
líkamlegra og andlegra krafna
eða þarfa og lýsir því, hvernig
þær breytist milli hinna ýmsu
aldursflokka. Hún telur að vísu
hið fagurfræðilega vera sjálf-
stæða þörf, en leggur áherzlu á,
að hennar verði ekki notið
samhengislaust, heldur verði að
skoða hana í sambandi við full-
nægingu annarra frumþarfa lifs-
ins. Henni finnst erfitt að halda
fram algildri skilgreiningu á
fagurfræði eða fegurð, þar sem
hin fagurfræðilega reynsla sé
mjög mismunandi og einstakl-
ingsbundin og sé háð atvikum og
kringumstæðum. Ennfremur séu
þær þarfir og kröfur í ríkara mæli
en aðrar bundnar við þann menn-
ingarlega umheim, sem viðkom-
andi lifir í, og gildismat hans
(sem er háð menntun og upp-
eldi). Hún segir, að það, sem
sumu fólki getur fundizt fallegt
og aðlaðandi, geti haft allt annað
gildi i augum annarra. Og hún
bætir við:
„Fegurð getur þannig birzt á
mismunandi hátt, eftir því i
hvaða menningarlega samhengi
hún er. Hún getur oft verið tizku-
hugtak. Ttlhneigingar, stefnur og
listskynjun breytast í sifellu og
einnig innan byggingár-
listarinnar.”
Ingrid Gehl segir að lokum, að
„það er þó ekki nægilegt að
flokka fegurðina undir tízkufyrir-
bæri. Það hlýtur að vera hægt að
finna þá sérstöku þætti, sem þar
liggja til grundvallar og hafa al-
mennara gildi. “ Hún tiltekur
þrjá liði, sem hún telur eiga
almennt við um hugtakið fegúrð:
Reglu, tilbreytni og samrcémi
(orden, avveksling ogharmoni).
Með reglu er átt við yfirsýn,
ótvfræða efnislega og skipulega
byggingu.
Með tilbreytni er átt við frávik
frá þeirri reglu, sem getur leitt til
einhæfni, ofagaðrar fábreytni.
Það fer eftir aðstæðum, hvernig
tilbreytninni er háttað, en þvi
ræður alltaf það hljóðfall, sú
hrynjandi, sem býr i hverjum
manni.
Með samræmi (harmoni,
samhljómi) ér átt við samsvörun
við hinn mannlega mælikvarða,
þar sem stuðzt sé við mannleg
hlutföll, sé jafnvægi milli mála og
flata.
Henrik Groth lýkur grein sinni
með eftirfarandi tilvitnun, sem
sót; artil UNESCO:
„Borgirnar verða ljótari, fólk
venst ljótleikanum og hættir að
finna þörf á fegurð. i æ ríkari
mæli bregðast borgirnar
manninum í stað þess að túlka
þarfir hans og óskir og hætta að
vera vettvangur vaxandi menn-
ingar."
Niðurstaða Groths er eins yfir-
borðskennd og hver annar
framsláttur lýðskrumara. Vissu-
lega eru húsameistararnir ekki
saklausir, og þeir gera sér vel ljós
mistök sín og harma þau. En'
ábyrgðina á hinum neikvæðu
afleiðingum berum við i stóru
félagi við aðra. Ég leyfi mér hér
að gera tilraun til að benda á
orsakasamhengi:
Á þriðja áratugnum litu menn
almennt björtum augum á fram-
tíðina. Menn töldu, að hin nýja
tækni gæfi fyrirheit um betri
heim. Nú höfum við öðlazt þá
reynslu frá mörgum sviðum
mannlifsins, að tæknin ein dugði
ekki. Þvert á móti höfum við sjálf-
ir á margan hátt orðið þrælar
þeirrar tækni, sem við forðum
lofuðum. I dag er hús um það bil
að verða verksmiðju framleiðsla.
Sú aðlúð, umhyggja og smekkvísi,
sem svo mörg hinna hömlu húsa
báru vott um, og sem við höfum
með aðdáun blásið rykið af á hús-
friðunarárinu, víkur í dag fyrir
lögmálum fjöldaframleiðslunnar.
I þjóðfélagi okkar hafa
„hagvöxtur og framfarir" orðið
stefnumið okkar — hugsjónir.
Við erum nú farnir að skilja, að
þetta hefur leitt okkur á villigöt-
ur. Margir hafa hrópað viðvör-
unarorð á leiðinni. Meðal hinna
athyglisverðustu tel ég vera orð
þýzk-enska hagfræðingsins
Scumachers, en í bók sinni,
„Small is Beautiful", leitast hann
við að sýna fram á, að risaæði
(gigantomani) og ofurvald tækn-
innar hafi einnig efnahagslega
leitt okkur út í kviksyndi.
Ég vil gjarna leggja áherzlu á
það, að almennt eru húsa-
meistarar skilningsgóðir og eftir-
tektarsamir, þegar gagnrýni er
beint að þeim. Sérsvið okkar er
ekki einhlítt og algilt, eins og
reyndin er um ýmsar aðrar
greinar. Á grundvelli sérmennt-
unar okkar og verksviðs erum við
fúsir til leiðréttinga og endur-
skoðunar út frá breytilegum for-
sendum og sjónarmiðum. En jafn-
framt teljum við okkur hafa
sérþekkingu, sem samfélagið hafi
þörf á. Auk þess að teikna viljum
við gjarna taka þátt í umræðum
og reyna að koma þekkingu okkar
á framfæri. Þess vegna lítum við
á það sem hluta af hlutverki
okkar að hverfa einnig frá teikni-
borðinu til að takast á við þjóð-
félagsvandamálin I víðtækri
merkingu. Það bæri að líta á það
með velþóknun, að húsameistarar
auki stöðugt við þekkingu sina á
hinu flókna samfélagi voru. Ekki
á kostnað sköpunargáfunnar,
heldur sem forsendu fyrir henni.
Við væntum þess, að hin opin-
bera gagnrýni, sem að okkur er
beint, verði málefnaleg og
vönduð. Þannig að hún falli ekki
sjálf í það fen, sem við erum
sakaðir um að vera dottnir í:
fúskaranna.
Stjórnarráðshúsið I Candegarh á Indlandi eftir Le Corbusier.