Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 11
Nýlegur þáttur ( dagblaða- mennsku á tslandi er að víkja sér að manninum á götunni og biðja hann umsvifalaust að svara spurningu dagsins. Hug- myndin er góð og hefur þann meginkost, að lesandinn fær sf- fellt ný andlit á sfðum blaðsins. Að fjalla um fðlk, segja frá fólki, spyrja fólk — ekkert virðist vera eins kærkomið lestrarefni. Það þarf engan veg- inn að vera óvenjulegt fólk og ekki heldur afreksmenn, sem um er fjallað. Bara manneskj- ur; hversdagslegt fólk sem kannske hefur fátt merkilegt upplifað og kemur ekki til hug- ar að halda fram nýstárlegum skoðunum — allra sízt í blöð- unum. 1 landi kunningsskaparins er ævinlega forvitnilegt að sjá andlit á prenti; hver veit nema maður kannist við það? Eigin- lega þyrfti alltaf að tilgreina hvurra manna allir þessir Sig- urðar og Jónar eru, sem teknir eru tali á götunni. Þá mundi stór hópur sjá, að þetta er son- ur hans Gvendar og hennar Stfnu, «ða babbi hans Geira „f mfnum bekk“. Þarmeð fæst eitthvert samhengi f hlutina. Eins er með allar brúðkaups- myndirnar. Eftir þeim að dæma eru sumir rétt liðlega fermdir þegar þeir staðfesta ráð sitt. Oftast þekkir maður hvorki haus né sporð á þessu fólki og hér f landi ættfræð- innar er það hreint ófært. Ef vel væri að verkinu staðið, þyrfti að tilgreina feður og mæður og helzt afa og ömmur. t hinu kurteislega og gamla spurnarávarpi: „Hver er maðurinn?" fólst einmitt ósk um, að komumaður gerði grein fyrir sér; ekki bara með nafni, heldur og uppruna. Ég kann vel við þessa venju og vona að hún deyi ekki út með öllu. Og sú ósk er ekki út f bláinn; hún brúar bilið milli kynslóðanna. Við erum ekki einstök fyrirbæri, hversu hámenntuð og moderne sem við höldum að við séum — heldur brot af öfum okkar og ömmum og öðrum forfeðrum. Sumir eru svo menntaðir, að þeir afgreiða þetta með upp- runann sem hreina hégilju. Ætt og uppruni á ekki að skipta minnsta máli f þjóðfélagi nafn- númeranna og tölvutækninnar. Við eigum eftir því sem lesið verður í sumum bókum og blöð- um að horfa fram á við og ein- beita okkur að því að bylta þjóðfélaginu. Ekkert skiptir máli nema umbreyting þjóðfé- lagsins. En ég var að minnast á blöðin og fólkið sem er spurt á degi hverjum um sundurleytustu efni. Ég árétta enn, að hugmyndin var góð. En það eru aldeilis undur og stórmerki, hvað hægt er að finna upp ómerkilegar spurningar: „Notarðu mikið sfma?“ „Borðaðir þú fisk f dag?, „Áttu miða f happ- drætti?“ og annað eftir þvf. Maður lftur á spurninguna og sér, að hún er svo óendanlega ómerkileg, að svörin geta ekki skipt nokkru máli. Við vitum að slangur af fólki á miða f happdrættum og að margir borða fisk endrum og eins. Ekkert er fréttnæmt við það. í vor var annað veifið verið að spyrja fólkið á götunni, hvernig sumarið leggðist f það; hvort það ætti von á góðu sumri. Ugglaust muna flestir hér á Suðurlandi hvernig sumarið var f fyrra. I kaupbætí fengum við umhleypingaveturinn mikla og vorið byrjaði ekki fyrr en á páskum. En það er dæmigert fyrir landann að gera sér vonir um gott framundan. Þeir sem spurðir voru, þótti einsýnt að nú fengjum við mikið dýrðarsumar. Annað- hvort væri nú eftir allar hryðj- urnar og élin. Sfzt af öllu ætla ég að gera lftið úr bjartsýni. En því miður sýnir reynslan að Ifkurnar á góðu sumri eru sáralftið meiri þótt útsynningur og landsynn- ingur væru til skiptis daglegt brauð okkar hér á suðvestur- horninu f vetur. Veðurfarið á sinn þátt f þvf að við leggjum meiri áherzlu á húsakost og hfbýlabúnað en þær þjóðir sunnar f álfunni sem láta sólina verma sig meiripart ársins. Hér gefst enda kostur á talsverðu úrvali af vönduðum húsbúnaði og kemur það bezt f Ijós á þeim sýningum, sem húsgagnafram- leiðendur efna til. Nýlega er lokið húsbúnaðar- sýningu f Laugardalshöll og ekki þurftu sýnendur að kvarta yfir áhugaleysi almennings. Sýningar af þessu tagi hafa geysilegt auglýsingagildi og það er að mfnu mati til algerrar skammar fyrir hlutaðeigendur að selja aðgang að þesskonar sýningum. Breytingar verða ekki sem um munar f þessum iðnaði frá ári til árs. Sóffasettin eru ósköp lfk hvert öðru og af einhverjum ástæðum gengur illa að fram- leiða ódýr húsgögn. Uppá sfð- kastið er kostur á fjölbreyttu úrvali af ýmiskonar vegghill- um og samstæðum úr hillum og skápum. Það er út af fyrir sig gott og blessað og þörfin fyrir þesskonar húsbúnað hefur auk- izt vegna feykilegrar út- breiðslu á hljómflutningstækj- um. Þó fylgir sá böggull skammrifi að þessar veggsam- stæður eru oftast fáranlega dýrar. Þegar grannt er skoðað, er smfðin harla einföld úr spón- lögðum plötum; allar lfnur beinar allt unnið f vélum og þar að auki fjöldaframleitt. Verðlag á þessum veggein- ingum er fráleitt í samræmi við tilkostnaðinn og út f bláinn borið saman við almenn launa- kjör — til dæmis hjá þvf fólki sem vinnur við að afgreiða þessa hluti f búðunum. Mér er sagt að mörg ung hjón láti kaup á hljómflutningstækj- um gangá" fyrir ýmsu öðru, þegar bú er stofnað. Um það er gott eitt að segja; nógur er tfm- inn að fá sér breiðara hjóna- rúm og mýkri hægindi. Það sama hefur gerzt áður, en við ólfkar heimilis- og þjóð- félagsástæður. 1 því sambandi kemur mét- f hug það, sem Ei- rfkur frá Bóli, nú hótelstjóri f Hveragerði, sagði mér á dögun- um. Sjálfur var Eirfkur um langt skeið helzti skemmti- kraftur á Suðurlandi og stóð hvfldarlítið á óteljandi dans- leikjum og þandi harmonfkuna framundir morgunsárið. Eirfkur lærði að leika á orgel heima á Bóli og það var einmitt sagan af orgelinu þar, sem mér þótti eftirtektarverð. Bjarni á Bóli, faðir Eirfks, var músikalskur og ágætur söngmaður. Hann og kona hans, Marfa Eirfksdóttir, hófu búskap af algerum vanefnum eins og raunar var algengt f þá daga. Byrjunarörðugleikarnir lýstu sér meðal annars f þvf að ekki voru til sængur f rúmin á Bóli. Að sjálfsögðu var það ekki gott. Hitt þótti Bjarna bónda þó leiðara að hafa ekki hljóðfæri á heimilinu. Niður- staðan varð sú, að bæta fyrst úr hljóðfæraleysinu, áður en efnt yrði f sængur. En þar með er sagan aðeins hálfsögð. Það var engin heim- sendingarþjónusta á hljóðfær- um, hvorki f Biskupstungum né annarsstaðar á þessum tfma. Að koma heilu orgeli vfir allar þær vegleysur er ofar skilningi nútfmamanna, en með viljan- um hafðist það. Sfðasta spölinn frá ferjustaðnum á Iðu og upp að Bóli, trúlega um 20 kíló- metra — varð að reiða orgelið á reiðingshesti. Þeir sem eitthvað hafa komið nærri slfkum flutningum, hljóta að spyrja: Hvernig er annað eins hægt; ekki kemst orgel báðum megin á hrossið? Bjarni á Bóli leysti þessa verkfræðilegu þraut á þann hátt, að hann tók orgelið úr kassanum, lagði það f boldang og hengdi á hestinn öðrum megin — en hinum megin hengdi hann kassann og setti eitthvað f hann til að vega á móti hljóðfærinu. Þetta höfðu verið dráps- klvfjar, en klárinn hafði það af að bera þessa byrði yfir allar mýrarnar og keldurnar sem þarna verða á leiðinni. Og eins og nærri má geta, var það mikill sigur þegar orgelið stóð loksins á baðstofugólfinu á Bóli. Það varð meira en stáss- mubla; Eirfkur lærði að leika á það og þannig var grundvöllur- inn lagður að þvf, að hann gat sfðar, þegar hann var orðinn blindur, gerzt atvinnumaður f músik. Eirfkur kvaðst muna sérstak- lega eftir sunnudags- morgnunum f sambandi við orgelið. Þá byrjaði Bjarni bóndi á þvf að raka sig; slfkt þótti hæfilegt að gera einu sinni f viku og var það merkis- athöfn. Að rakstrinum loknum varð heitt kaffi að vera til taks og til þess að komast í stemmn- ingu var brennivínspeli tekinn fram og húsbóndinn fékk sér einn Iftinn út f kaffið f tilefni dagsins. Að þvf búnu settist hann við orgeiið og spilaði og söng. Gleðin rfkti f baðstofunni á Bóli og hvaða máli skipti, að sængur vantaði f rúmin — og ugglaust margt fleira, sem nútfma húsmæður telja sig ekki geta án verið. Þetta er nefnt hér og rifjað upp vegna þess að það stendur f sambandi við þrá mannsins að eignast betri heim. Menn hafa ævinlega kosið sér ýmsar leiðir til þess að öðlast hlutdeild í Paradís. Sumir telja að sú hlut- deild fáist helzt með þvf að græða peninga og þeirra er róðurinn þyngstur. Aðrir hafa sett sér auðunnara og einfald- ara takmark. Kannski eitt einasta Iftið orgel. Eða það að eiga alltaf góðan hest. Einn mesti velgjörðarmaður fslenzkra mvndlistarmanna fyrr og sfðar, Markús tvarsson I Héðni, var ekki auðugur maður á veraldarvfsu. En alit sem hann gat látið af hendi rakna var greitt fyrir málverk eftir brautryðjendur okkar f mvnd- list sem börðust í bökkum á þeim árum. Markús hefði ugg- Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.