Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 15
STEFNU- SKRÁIN „við höfum ákveðið að útrýma öllu félagslegu ranglæti. öllum fylgifiskum auðvaldsins svosem: mengun/fátækt/sjúkdómum hungri/morðum /styrjöldum (en auðvitað ef áðurnefndir hlutir eru okkur i hag er alveg sjálfsagt að láta þá líðast) við höfum ákveðið að breyta jörðinni i paradís og fólkinu i engla hvort sem því líkar betur eða verr, þvi vegna meðfæddrar heimsku á það oft erfitt með að mynda sér skynsamlegar skoðanir já og ef sólin fer ekki brátt að sýna ákveðinn vilja til samstarfs höfum við ákveðið að skjóta hana niður." ísak harSarson LEIÐAR- ENDI ó hvað ég hlakka til þá er aðfararnótt ragnarraka loks runnin upp: undir hvítri glyrnu á úreltum himninum feykjast útburðir okkar eftir steinsteypunni úr glottandi verslunargluggum stara sálarlaus verkfæri út í náttmyrkrið þetta er minn heimur og ég tilheyri honum ekki ég hlakka svo mikið til þá er aðfararnótt ragnaraka loks runnin upp yfir takmarkaða veröld mannþúfunnar yfir skrumskælda tilveru sérhvers manns nú er of seint að gráta og iðrast étum — drekkum og verum glöð því aðfararnótt ragnaraka er loks runnin upp ó hvað ég hlakka til að fá að deyja fyrir dögun. isak harðarson. HUGURINN FLÝGUR VÍÐA Framhald af bls. 11 laust getað byggt heilar'áhnur við smiðjuna sina fyrir ailt það fé sem hann lét fyrir listaverk. En þetta var hans ieið til þess að eignast betri heim og fall- egri. Nú er safnið hans í umsjá Listasafns lslands og Jón Stef- ánsson hefur gert Markús ódauðlegan með mvndinni af honum. þar sem hann situr á stéðjanum með hainarinn i hendi. Auglýsingaiðnaðurinn er si- fellt að skapa nýjar þarfir og af þvf leiðir, að það er afskaplega margt, sem flestir menn gætu hugsað sér að gera við aurana sina, — þessa fáu sem eftir verða, þegar búið er að borga alla skatta og skyldur. Æði margir eru að braska við að eignast eitthvað. Uppá sið- kastið hefur verið reynt að halda þvf á lofti, að öll eftir- sókn I hluti eða eignir sé ómerkileg og óæskileg. Þetta er eins og allir vita partur boð- skaparins á vinstra væng stjórnmálanna. Séreignarstefnan hefur að vfsu náð full langt neðal lands- manna og mætti nefna sem dæmi, að smábændur verða helzt að eiga vélar og verkfæri út af fyrir sig, enda þótt notk- unin sé bundin við fáa daga á ári. Menn segja, að svona sé íslendingseðlið og þar með er málið afgreitt. Þar fyrir er að mfnu mati fullkomlega heilbrigt, þegar einstaklingurinn keppir að því að eignast eitthvað, hvort held- ur það er húsnæði, farartæki, grammifónn eða íslendinga- sögurnar, Það er fónn eða ís- lendingasögurnar. Það er hátt- ur letingja og þeirra sem vilja láta færa sér alla skapaða hluti á silfurfati, að hneykslast á þeirri viðleitni. Markmiðið er f raun alltaf það sama; hver og einn revnir að bæta sinn sérstaka heim og gera lífið bjartara og bæri- legra. Sumir telja að sólar- landaferð muni veita birtu inn í hversdagsleikann, aðrir setj- ast f öldungadeild með stú- dentspróf í huga og verða að neita sér um margt f því augna- miði. Og svo eru þeir sem eyða aurunum í málverk eða ein- hverja af þessum dýrindis hillusamstæðum úr palisander. Hver og einn verður að fljúga eins og hann er fiðraður og gera það sem hugurinn stendur til, ef einhver ánægja á að verða af öllu baksinu. Menn eru sífellt að hnevkslast hver á öðrum, og benda með vandlæt- ingu á atferli þessa eða hins — vegna þess að þeir skilja ekki markmið hans. Mér hefur virzt að menntamenn hafi að þessu leyti þrengstan sjóndeildar- hring og séu manna líklegastir til að hneykslast. Það undirstrikar ennþá einu sinni, að sama menntun, un- burðarlyndi og skilning á mannlegu eðli og tilfinningum, öðlast menn ekki f skólum. SKAK eftir JÓN Þ. ÞÓR Sumarið 1933 var Ólympíumót í skák haldið f borginni Folkestone ð suðurströnd Englands. íslendingar voru nú meðal þátttakenda öðru sinni og urðu í 13. —14. sæti af fimmtán, jafnir Belgum, en fyrir ofan Skota. Úrslit mótsins urðu annars þau, að Bandartkjamenn sigruðu, hlutu 43 v., Tékkar urðu I 2. sæti með 41,5 v., og í 3. — 5 sæti komu Ungverjar, Pólverjar og Svíar með 38 v. Þess ber að geta, að þar sem Eistur höfðu tilkynnt þátttöku, en komu ekki til leiks, voru allar skákir þeirra dæmdar tapaðar, og fengu þvf allar sveitir fjórum vinn- ingum meira en þær unni til í raun og veru. Islenzka skáksveitin var skipuð eftirtöldum mönnum. Á 1. borði Ásmundur Ásgeirsson 3,5 v. af 14, á 2. borði Eggert Gilfer 5,5 v af 14, á 3. borði Einar Þorvaldsson 4,5 v af 14 og á 4. borði Þráinn Sigurðsson 3,5 v. af 14. Vinningarnir gegn Eistum er ekki taldi með hér. Eggert Gilfer stóð sig bezt íslendinga og hér kemur ein af skákum hans úr mótinu. Þessa skák má með sanni kalla viðureign tveggja „gentlemanna". Hvítt: Eggert Gilfer Svart: Sir George Thomas (England) Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — b6, 3. c4 — Bb7, 4. Rc3 — e6, 5. e3 — Bb4, 6. Bd3 — c5, 7. 0-0 Bxc3, 8. bxc3 — d4, 9. De2 — Rbd7, 10. e4 — 0-0, 11. d5 — Hfe8, 12. Dc2 — Rf8, 13. Hfe1 — e5, 14. h3 — h6, 15. Rh2 — Rh5, 16. g3 — Bc8, 17. Be2 — Rf6, 18. Bg4 — Rxg4, 19. hxg4 — g5, 20. f3 — Df6, 21. Kg2 — Dg6, 22. Hh1 — f6, 23. Rf 1 — He7, 24. Re3 — Hh7, 25. Hh5 — De8, 26. Bd2 — Rg6, 27. Hahl — Kg7, 28. Rf5 —- Bxf5. 29. gxf5 — Rh8, 30. f4 — exf4, 31. gxf4 — Rf7, 32. e5 — dxe5, 33. fxg5 — fxg5, 34. f6 — Kh8, 35. De4 — Dd7, 36. Hf1 — Hae8, 37. Hhl — Rd6, 38. Dxh7 — Dxh7, 39. Hxh6 — Dxh6, 40. Hxh6 — Kg8, Bxg5 — Rf5, 42. f7 — Kxf7, 43. Hf6 — Kg7, 44. d6 — Re3, 45. Kf3 — Rxc4, 46. d7 — Hed8, 47. Hg6 og svartur gafst upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.