Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Blaðsíða 13
sitt. I kvöldmat er gómsætur fisk- réttur og flasta af Kavaklidere. Kvöldverðurinn er snæddur uppi á malarkambi;--kettir leika sér undir borðunum. Bylgjurnar ber: ast alla leið upp að kambinum. Morguninn efjir fer maður á fæt- ur i býtið og ekur yzt út á skaga. Aldingarðar eru beggja vegna vegarins og ilmur af sítrónum, fíkjum og granateplum liggur í loftinu. Bodrum hefur heillað mig frá þvi ég kom þangað fyrst. Það er einstakur staður. Hann „minn- ir“ mig á aldingarðinn Eden. Eg er viss um, að aldingarðurinn Ed- en hefur verið unaðslegastur á vorin og haustin. Ég vildi síður gista Bodrum um hásumarið. Annars koma þar oft góðir dagar á öðrum tímum árs, og jafnvel í desember. Donne Beal Þeir, sem skrifa um ferðalög í stórblöðin eru flestir spilltir af eftirlæti. Þvi fleiri staði, sem þeir koma á þeim mun fremur fýsir þá að finna stað, er sé engum öðrum líkur, en feli í sér kosti allra hinna Ég vildi hafa á einum stað franskan mat, svissneskt lands- lag, írskt andríki, framandleik- ann frá Katmandu og kínverska alþýðulýðveldinu, finnskar stúlk- ur, fjörið frá Hong Kong og frið- inn frá Polynesíu. Ég vildi líka hafa þar italskan ákafa lága verð lagið frá Sri Lanka, vinsemd Fiji- eyinga og frjálslega gestrisni Bandarikjamanna og Kanada- manna Svo langar mig að verzla í Skandinavíu, borða í Indlandi og Taiwan og dansa við allar stúlkur á Hawai og Tahiti. Ég skal annars segja ykkur al- veg eins og er, að ef ég ætti að nefna eftirlætisstað minn, þá yrði London fyrir valinu; En það þýðir vist ekkert að segja fólki, sem er á höttunum eftir framandi andblæ og ævintýrum. Eg ætla því að stinga næst upp á Mexikó. I Mexikóborg eru tiu miiljónir manns. Þetta er sannkölluð heimsborg. Þar eru gistihús af öllum gráðum. Sum eru hræódýr, önnur rándýr, en allir geta fundið einhver við sitt hæfi. Mexíkansk- ur matur er stóráhugavert rann- sóknarefni. Mexíkanskur bjór er frábær. Vinið er bæði ódýrt og gott. Og mannfræðasafnið í Mex- íkóborg er eitthvert hið skemmti- legasta, sem ég hef skoðað. Pýramidarnir í Theotihuacan, rétt utan við Mexikóborg, gefa pýramídunum i Egyptalandi ekk- ert eftir. Fornminjafjársjóðirnir í Tulum, Palenque, Mitla, Monte Alban, Chichen Itza og Uxmal standa ekki að baki þjóðminjum Grikkja og Tyrkja. 1 Acapulco og Puerto Vallarta eru allar hugsan- legar tegundir skemmtistaða, sem menn kunna að vilja. Lika má nefna Cancun, spánnýjan ferða- mannastað á Karabiahafsströnd- inni, og svo er annar eins á Kyrra- hafsströndinni; hann heitir Ix- tapa. Rétt utan við þessa fjörugu staði er komið i frumstæð indí- ánaþorp, svo fornleg, að þau jafn- ast á við afskekktustu þorp í Ind- landi. Undan Kyrrahafsströnd- inni og i Kaliforníuflóa er að finna stórfiski, sem ekki er enn búið að átta sig á vonzku heimsins og gleypir við agninu, sem grin- góarnir beita fyrir það. Heitinu grongó verða menn að deila með Bandarikjamönnum, hvort sem þeim likar betur eða verr. Richard Jósep Ef ég ætti að fara eitthvað á bilinu frá apríl til októberloka Nigel Buxton Tom Pocock Donne Beal Richard Joseph Rene Lecler Jean Robertson Eiisabeth de Stroumilio kysi ég helzt að fara til Halkidiki. Halkidiki er skagi og lítur út á landakorti eins og dálítið beyglað- ur þríforkur. Hann er i Norður- Grikklandi. Halkidiki svarar e.t.v. ekki jafn vel til hugmynda manna um Grikkland og Peloponnes eða Krít. En að mínu áliti fara sjór og iand hvergi jafnvel saman og þar; hvergi annars staðar er fegurð náttúrunnar jafnmargbreytt. Halkidiki virðist fremur i ætt við Balkanskaga en Grikkland. Á vorin bylgjast víðáttumiklar hveitibreiður stráðar draumsól- eyjum allt frá skígarmörkum upp í fjöll. Fari maður suður skagann, þar sem tindarnir eru í forknum, hlýtur maður að undrast, hvernig. það megi vera, að jafnmargs kon- ar landslag og ólikt sé saman kom- ið á svo litlum stað. Vestasti tindurinn í Halkidiki- skaga heitir Kassandra. Þar er heiðríkt og kyrrlátt og monnum verða ósjálfrátt hjarðljóð ávörum — ef þeir kunna einhver. Tang- inn hefur yfir sér græna skógar- skikkju, faldaða löngum, mjúkum sandfjörum. Miðtanginn heitir Sithonia. Þar er ótrúlega fagurt umhorfs. Þessi tangi hefurýmsar ásjónur. Svipurinn er ýmist hörkulegur eða hlýlegur, andlits- drættirnir ýmist mjúkir eða hrjúfir. Inn i tangann ganga ótal litlar víkur og vogar, óspillt af mönnum. Þar gleymist meng- unarvandinn um stund. Aðeins ein eyja er skammt und- an ströndinni; hún er austan við Sithonia. Hún heitir Amouliani. Þangað sækja menn frið og ró. Þar getur maður setið í makind- um undir laufhimni blaðbreiðra trjáa og sötrað ouzo úr glasi og horft áfiskibátana úti áflóanum. Þriðji tindurinn I Haldikiki- kvíslinni er sú einstæða sveit guð- stjórnarlýðveldið Athos. Þar búa 1700 munkar i hálfgerðum óbyggðum og hafast við f æva- gömlum klaustrum, þar sem loft er þykkt af reykelsisgufu. Landið í Athos er stórskorið. Athos er mjög afskekkt. Það er því tilval- inn staður fyrir þá, sem sækjast eftir algerum friði og ró. Að vísu verður hér að undanskilja kven- fólk. Þvi er ekki einu sinni hleypt í land á Athos. Hvað get ég tínt til fleira um Halkidiki? Þar fiska menn, rækta vinber og ólívur og lifa lífinu yfir- leitt eins og gerðist á síðustu öld. Jafnvel stór og fín hótel hafa á sér notalega gamaldags brag. Ég held ég kysi að búa í Eagle’s Palace. Það er1 i Ouranopolis, skammt frá Athos. Það er fornleg bygging, hlaðin úr höggnu grjóti. Fjaran er rétt fyrir neðan hótelið. Ferðalög er eilíf leit en örfáar unaðsstundir. Ég kysi að fara til Halkidiki vegna þess, að ég held, að þaryrðu fleiri unaðsstundir en annars staðar. Rene Lecler fljótið, skutumst inn á lón, sem út úr því gengu, stigum á land i afskekktum þorpum, á eyði- eyjum og skoðuðum róman- tískar kastalarústir. Við hitt- um kollega okkar við vatnsgáttir og bátabryggjur, skiptumst á skoðunum við þá um veðrið, gortuðum af sjómennsku okkar og tókum vatn og olíu. Endr- um og eins skutumst við inn i krár og fengum okkur bjórkollu. Innkaupin voru dálítið happ- drætti. Það var sums staðar vandi að hitta á kaupmanninn; hann var þá veitingamaður jafnframt og kæmi maður haldur seint var hann kannski búinn að setja á sig veitingamannssvuntuna og farinn að rétta bjórkollur yfir skenkinn. Auk þess fengum við ekki alltaf það, sem við vildum. En það, sem við fengum var oftast betra en við bjuggumst við. Við fengum ný- mjólk með þykku rjómalagi ofan á, spónnýtt svínsflesk úr svína- kjötsverksmiðjunniog grænmetið keyptum við beint úr garðinum; maður kom að girðingu bónda og kál og gulrætur voru slitin upp samkvæmt pöntun. Við fengum líka heitt, nýtt brauð, en þó því aðeins, að við kæmum í tæka tíð; Framhald á bls. 16 Eg mundi í fyrsta lagí ekki setj- ast upp á hóteli. Ég get að visu nefnt nokkur hótel, sem ég vildi fremur gista en önnur: Clément í Ardres, Univers í Dieppe og Doma í Chania. Þetta eru allt notaleg gistihús, sem gengið hafa að erfðum og ég tek þau fram yfir önnur. En að öðru leyti ber ég svipaðan hug til hótela og ökukennarar til bíla, og reyni að forðast þau, þegar ég er ekki að skyldustörfum. Þar að auki finnst mér mikils vert, þegar ég er í leyfi, að geta keypt sjálf f matinn og eldað hann. Ég færi til Irlands. Þar i landi er auðveldara að lifa leti- lífi ánægður en í nokkru landi öðru. Ég mundi leigja bát á Shann onfljóti. Við Andrew, maðurinn minn, höfum áður leigt bát á Shannon og siglt um fljótið. Það korh heldur betur á okkur þegar við litum bátinn augum. Hann líktist mest vasaútgáfu af Queen Elizabeth. Það kom líka á okkur, þegar við sáum Shannonfljót. Þetta er geysivfðáttumikil sigl- ingaleið og sú mesta á Bretlands- eyjum. Stöðuvötn ganga út úr henni hvarvetna. öldur geta orðið furðuháar þarna. Þegar við ókum f ausandi rigningu niður að bátn- um í Carrick var okkur skapi næst að hætta við, en halda aftur á land upp og leigja hlýtt og notalegt herbergi í einhverju gistihúsinu. En við vildum ekki gera okkur ber að aumingjaskap, svo að við héldum áfram. Við höfðum tekið með okkur nesti: kassa af bökuð- um baunum, kassa af bjór, nokk- ur pund af pylsum og nokkur kíló af ýmsu. Brátt vorum við komin út í miðja á. Andrew stóð við stýrið en maður frá bátaleigunni hjá honum. Allir verða að gangast undir prófraun áður en þeim. er treyst fyrir báti. Andrew var mjög alvörugefinn á svip, en virt- ist ganga skipstjórnarnámið vel. Sólarhring síðar vorum við stödd nokkrum tugum mílna ofar á fljótinu. Við höfðum orðið inn- lyksa í Carrick um kvöldið áður. Það hafði skollið á vitlaust veður og báturinn skoppaði eins og gúmmíönd á öldunum i höfninni. Svo skall á steypiregn og. við neyddumst til að skjótast upp í vöruhús og kaupa tvo olíugalla og hnéhá stígvél. En nú var þetta allt um garð gengið og við sátum f makindum á dekkinu og úðuðum í okkur nýbökuðu brauði og svína- kjöti. I sex daga sigldum við upp Frá Carinthia I Austurriki — hliSiS a8 himrarlki, segirTom Pocock.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.