Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 2
Kdwarcl llelKason kallar sík Icv. Ilann er nií kominn vfir áttrælt, en hiind hans virdist styrk |irátt fvrir það. Kdward er bróðir Hafliöa HelRasonar prentsmiójustjóra. sem marKÍr RevkvíkinKar kannast vió. en hefur lengi verið erlendis og málar nú skútur og skip af mik- illi nákvœmni í San Francisco Edward „lcy" Helgason er íslendingur, eins og nafnið bendir til; bróðir Hafliða Helgasonar prentsmiðju- stjóra. Edward fór ungur á sjó. Hann fór alfarinn frá ís- landi 17 ára gamall og réðst þá til Norðmanna, sem ráku hvalstöðvar í Suður-Georgiu. Þar var Edward í mörg ár. Síðan stundaði hann sjó á margs konar skipum áratug- um saman og allt til 1 951. Þá tók hann pokann sinn og fór i land. Hann settist að í San Francisco. Edward var listfengur, og þegar hann hætti á sjónum fór hann að mála. IN/lyndefni hans eru honum nákomin; það eru sjórinn, skip og hafnir. Myndir Edwards eru „málaðar af undanbragða- lausri nákvæmni, og hann kemur listavel til skila leyni- þráðunum, sem liggja milli sjómanns og skips". Fyrir rösklega tveimur árum voru myndir Edwards sýndar í Sjó- minjasafninu í San Francisco. Tilvitnunin að framan er úr blöðungi frá safninu. Sögu- brotin, sem fara hér á eftir eru tengd nokkrum mynd- anna, sem voru á þessari sýn- ingu. ÞA KYNNTIST EG SJÓHRÆÐSLUNNI. . . Það var árið 1936, að ég réð mig á Alitak. Við fiskuðum fvrir niðursuðu- verksmiðju í Chignik í Alaska. Einu sinni lcntum við í fárviðri á leiðinni þangað. Það var í Alaskaflóa. Við lögð- um af stað fiistudaginn 13. apríl. Við vorum 1.3 um borð. Við misstum bjarg- bát og 13 kolapoka á leiðinni. Við vorum 13 daga að berja þetta til Alaska og það var 13. ferðin mín þangað. Ég hélt, að við kæmumst aldrei lífs til hafnar. Ég var logandi hræddur; sann- færður um það. að þetta vrði sfðasta ferðin okkar allra. Það var tæpast hægt að kalla sjóina öldur. Þetta voru himin- gnæfandi vatnsveggir. Að minnsta kosti þrír slfkir riðu vfir og lá við borð, að við hefðum það ekki af. Fíinn slíkur sjór í viðhót hefði keyrt okkur niður; skipið var svo hlaðið, þegar við fórum frá San Francisco. Vélarrúmið fvlltist af sjó, svo að við urðum að bjargast við stagseglið eitt. Svo fór bjargbáturinn fvrir borð. Þá rifnuðu davíðurnar upp úr dekkinu og sjór komst niður í til okkar. Ég var f koju, þegar þetta var, og var ég sofandi. Allt fór á fleygiferð, þegar sjórinn foss- aði inn. Ég stóð á haus f kojunni og lá mér við köfnun. En okkur tókst á endum að troða ábreiðum f götin í dckkinu. Martin skipstjóri hafði reynt að snúa skipinu upp f sjóina þótt það væri vélar- vana og stagseglið eitt uppi. Þetta tókst ekki og hann sneri þá undan og fór að lensa, en sjóirnir náðu okkur og riðu vfir hver á eftir öðrum. Þetta voru stærstu öldur, sem ég sá um mfna sjó- mannstfð og var ég þó fimmtfu ár á sjó. Það voru reyndar ekki þessir grfðarlegu sjóir, sem fóru verst með skipið, heidur litlu öldurnar á földum þeirra stóru. Á málverki mfnu sjáumst við koma á dckk og Ifta á ummerkin eftir brotsjóina. Ég hafði alltaf haft gaman af stórsjó- um, og þvf meira þeim mun stærri sem þeir voru. En eftir þessi þrjú brot, sem við fengum á okkur þarna var mér lengi meinilla við stórsjói. Ég vaknaði jafnvel upp, ef skipið fór að velta eitthvað að ráði. Áður hafði ég aldrei kennt sjó- hræðslu, en þarna fékk ég forsmekkinn af henni. í þessu sama veðri tók tvo menn út af gufuskipi frá Pacific American, og dekkfarminn Ifka. Skipstjórinn á Aiitak hét A. Martin. Hann var gamall skonnortuskipstjóri, mikill brennivínsberserkur en góður sjómaður. Hann var grafinn í Chignik ári seinna. Ilann varð ekki gamall maður; rúmlega þrftugur þegar hann dó. Martin sagði mér, að þegar hann réð sig á Alitak hefði stúlka á skrifstofu útgerð- arinnar hrópað upp vfir sig: „Guð minn almáttugur, hvað þú ert andfúll!“ „Það værir þú líka, ef þú nevttir þess sama og ég!“ sagði Martin. Það var viskí og nef- tóbak, sem hann átti við. Það var hefð á þessum skipum, að menn fóru fullir út. Og það var Martin líka, þegar við Iétum úr höfn. Þegar við fórum fvrir Point Reves gerði ofsaveður. Ég var við stýrið. Martin stóð hjá mér, fullur af viskíi upp í háls og var mórautt neftóbakshleðslu- mark á efri vörinni. Skipið stakkst á endann og Martin rak hausinn í brúar- gluggann. Ilann var heldur valtur á fót- unum, blcssaður. „Icv,“ sagði hann við mig „fáðu þér einn.“ „Það get ég ómögu- lega, Martin," sagði ég. „Ég er hálfsjó- veikur." „Hvers konar andskotans sjó- maður ert þú eiginlega?“ sagði þá Martin af hinni mestu fyrirlitningu. Hann ræddi svo ekki meira um það. Eftir matinn fyrsta kvöldið dró hann flækingskött upp úr poka sínum. Kött- urinn var sérstakur að þvf levti, að hann var alveg hárlaus á rófunni. Hann virtist hafa átt heldur illa ævi. Martin sagði, að sér hefði fundist tilvalið að bæta einum við áhöfnina, þar sem þrettán voru fvrir. Kötturinn settist á bekk f messanum. Skipið stakkst á endann. Kisi stökk upp á hillu. Það endaði með því, að við urðum að brjóta bakið úr hillunni til þess að ná honum. Sjór komst niður í messann og þar fór sunnudagsmaturinn — en kisi slapp. Nokkru seinna fórum við til Kodiak- evjar. Þar gekk grái kisi á land í róman- tískum hugleiðingum; og var hann hvergi að finna, þegar við létum úr höfn aftur. Bað Martin póstinn að senda okkur hann til Chignik með næsta skipi. Það kom pakki til okkar með næsta skipi frá Kodiak. Og f honum köttur. En það var ekki okkar köttur. Þessi var bröndóttur og hið mesta villidýr. Hann var orðinn allleiður á vistinni í pakk- anum og var ekki meðfærilegur, þegar hann kom út. Komst enginn í námunda við hann í marga daga. Ilann sefaðist nú smám saman, en honum varð aldrei trevstandi. Martin var hinn önugasti. Ilann hafði orðið að borga undir köttinn, og hafði svo fengið umskipting f þokka- bót. ÞEGAR VIÐ MISSTUM MASTRIÐ Stavanger-John var maður stór vexti og þrekinn. Heljarmenni að burðum. Hann var sérkennilegur maður og gleymdist ekki þeim, sem sáu hann cða kvnntust lionum. Þvf miður fór hann illa með sig; hann át ekkert að heitið gat, en drakk cins og svampur. Hann var háseti þegar við lögðum fyrst úr höfn á Star of Peru, en þegar við fórum út öðru sinni var hann orðinn þriðji stýrimaður. Bill Soderquist var fyrsti stýrimaður. Dani nokkur, Carlsen að nafni, var upp- haflega annar stýrimaður. En hann slas- aðist, þegar mastrið fór hjá okkur, — hann klemmdist milli ráa. Við skildum hann þess vegna eftir, og Jack mvndar- maður, sem kallaður var, fékk stöðuna hans. Hann var áður þriðji stýrimaður. Skipstjórinn hét de Sassie; ég man það um hann, að hann var lítill maður og hörkulegur um munninn. Dráttarbáturinn var búinn að sleppa okkur, seglin komin upp og vindur hag- stæður. Við vorum komnir um það bil tíu mílur suður fyrir Farallon. Sextfu fiskimenn voru skráðir á skipið; það Allt f grænum sjó. Seglskipið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.