Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 15
dalir. En nokkru fyrir ofan neðstu brekkurnar í Hraun- dalnum tekur gljúfrið enda í allháum fossi. Heitir hann Gálgafoss. Eru klettasyllur þar beggja vegna gljúfursins. Öllum smölum á Hrauni var ráðið til þess að leita í gljúfrið, ef þeir yrðu fyrir ásókn nauta, en oft var von á griðungum, sem gengu í Nesdal. Borgnýju tókst að komast í gljúfrið, en mjóu munaði. Það var einkum eitt nautanna, sem sótti fast að henni. Varð þokan henni nokkur vörn, og missti boli hvað eftir annað sjónar á henni. Einnig reyndi hún að þræða djúpa lækjarfarvegi, sem þarna urðu. Náði hún gljúfrinu svona. Kleif hún nú upp í klettana við fossinn svo hátt sem hún þorði. Var hún þá svo nærri fossinum, að hár hennar og föt vöknuðu. En hún var fegin svalanum frá fossinum, þvi hún var móð og heit af hlaupum. Boli gat ekki fylgt henni í gljúfrið. En hann komst brátt að því, hvar hún var niður komin. Kom hann alveg fram á gljúfurbarminn hjá fossinum. Þar stóð hann svo bölvandi og rótaði upp jörðinni blóðillur. Þannig stóðu leikar, þegar bóndinn á Hrauni, húsbóndi Borgnýjar, kom upp götuna að Gálga- fossi. Það var vani á Hrauni að menn færu fljótt að leita smala, ef hann skilaði sér ekki heim á eðlilegum tíma. Borgný varð fegin komu bónda. En bolarnir urðu frá að hverfa, því bóndi og vinnumenn hans ráku þá aftur til sinna heima. En það er til marks um kjark og áræði Borgnýjar, að ekki missti hún móðinn, þótt hún slyppi svo nauðulega undan nautunum; og hélt hún áfram smalamennskunni þartil um haustið. Þegar nautið meiddi föður minn Patrekur hét boli, sem bændur í Mösvallahreppi áttu. Höfðu þeir keypt hann á Rauðasandi. Patrekur var falleg skepna, stór og þrekinn, rauður á lit og kollðttur. Hann virtist rólegur við fyrstu sýn, en átti til þrjózku og var jafnvel talinn launillur og hættulegur, ef honum þætti. Patrekur var alinn á Vöðlum í Önundarfirði á vetrum, en gekk í Nesdal á sumrum. Nesdalur er afdalur vestur af Ingjaldssandi. Það var annar bóndinn á Vöðlum, Oddur Kristjánsson, sem kom fyrst með Patrek að Hrauni. Oddur var mjög hændur að skepnum og þær að honum og varð okkur að Hrauni starsýnt á það, er Oddur stóð þar á hlaðinu og klappaði nautinu og kjassaði það. Var sýni- legt, að boli kunni að meta fóðrið, sem hann hafði þegið um veturinn. En auk þess þótti okkur mikið koma til þess, að Patrekur var ekki með nasahring; teymdi Oddur hann með beizli eins og hest og kvaðst geta teymt hann þannig hvert, sem hann vildi. Eins og fyrr segir gekk Patrekur í Nesdal á sumrum, eftir að hann kom til okkar. Gekk hann þar nokkur sumur. Var hann sóttur á haustin, þegar fór að kólna og snjóa og teymdur heim. Var hann svo hafður í hesthúsinu og gefið í jötu þar til eigendur hans komu og sóttu hann. Var Patrekur oftast þægur, þegar hann var sóttur og gekk jafnan átakalaust að koma honum inn í hesthúsið. Eitt haustið, 1916 eða 1917, voru nokkrir bolar reknir með Patreki heim að Hrauni. Voru þeir settir inn í hesthúsið að vanda og bundnir með sterkum reiptöglum. Urðu við það nokkrar stympingar, eins og vænta mátti. Eigendum bolanna gaf ekki að sækja þá um sinn vegna óveðurs á Klúku og Sandheiði. En ekki leið á löngu þar til veðri fór að slota. Voru þá bolarnir sóttir hver á fætur öðrum og kom svo, að Patrekur var einn eftir. Faðir minn gaf Patreki oftast. Færði hann honum jafnan væna töðuvisk í poka. Þannig hagaði til þarna í húsinu, að bás var við hliðina á bolabásnum en há milligerð skildi þá að. Var nokkuð óhægt að komast að jötu bolans. Faðir minn var því vanur að fara upp í básinn til bola til þess að gefa honum; hafði haft þennan hátt á undanfarna daga um haustið og svo hin fyrri haust. Hafði það alltaf farið vel. En í þetta sinn brá til tíðinda. Patrekur mun hafa reiðzt þvi, að hann skyldi hafður einn eftir, þegar félagar hans voru allir farnir; og var hann orðinn þykkjuþungur. Skipti það engum togum, að þá er faðir minn var kominn upp í bolabásinn og farinn að gefa úr pokanum setti Patrekur hausinn i hann fyrirvaralaust og spyrnti fótum við. Klemmdi hann föður minn þannig upp við jötubálkinn, en Iyfti honum síðan léttilega upp svo, að hann nam við rjáfur hússins. Féll faðir minn ofan og kom niður á milligerðina, sem skipti básunum. Lá hann þannig á grindinni að fætur og mjaðmir stóðu yfir í næsta bás, en bolurinn vissi að Patreki. Patrekur komst þvi að baki og brjósti og hnoðaöi hann nú föður rninn, sem mjakaðist hægt undan honum yfir í næsta bás; fylgdi Patrekur fast eftir meðan hálsbandið leyfði og þar til herðakamburinn nam staðar í milligerðinni. Ég var ekki langt frá, þegar þetta geröist. Ég var staddur um það bil 100 metra frá hesthúninu og var að troða i gættir á fjóshlöðunni. Hafði ég séð föður minn fara til hesthússins og vissi því vel, hvar hann var. Ekki get ég letigur um það sagt, hvers vegtta og hvenær mér datt í hug'að fara til heshússins. En þegar ég nálgaðist húsið heyrði ég hávaða mikinn i bolanum og þegar ég kom að var faðir minn að reyna að rísa á fætur. Gekk það ekki þrautalaust. Mér var alls ekki ljóst, hvað skyldi taka til bragðs og voru nú góð ráð dýr. Ég vissi ekki nema boli hefði slitið af sér hálsbandið og væri laus. Auk þess sýndist mér faðir minn mikið meiddur. Þótti mér vand- séð, hvernig við fengjum variz bola. En fyrir utan þaö þóttist ég enginn maður til að standa fyrir reiðu nauti; ég var þá 16 eða 17 ára stráklingur. Ég fylltist þó vígahug, þegar mér var hugsað til föður míns, og greip ég barefli, sem stóð þarna við hesthúsdyrnar og hafði verið notað, þegar bolarnir voru reknir inn þangað. Æddi ég nú inn til bola og tók að berja á honum af öllu því afli, sem mér var gefið. Var það ráð mitt, að við boli ættumst við þar til faðir minn kæmist út, en þá gæti ég hlaupið til dyra og lokað bola svo inni. Og undan komumst við. Nýja reip- taglið hélt bola og gat hann ekki losnað; en hefði hann 'osnað veit ég ekki, hvernig farið hefði. Faðir minn reyndi að bera sig karlmannlega á leiðinni til bæjar. Ég sá þó vel, að hann kenndi mikils sársauka fyrir brjósti og í baki. En hann var alla tíð harður af sér. Vildi hann nú ekki, að heimilisfólkinu brygði að óþörfu, og reyndi því að leyna þrautum sinum. Faðir minn var rúmfastur í mánuð eftir viðureignina við Patrek. Komst hann þó til læknis. Læknirinn kvað upp þann úrskurð að rif væru brotin báðum megin og auk þess hefði vöðvi losnað frá vinstra herðablaði. Hafði faðir minn þrautir af þessu við og-við í ár eða lengur, en komst nokkurn veginn til heilsu, er tímar liðu. Af Patreki er það að segja, að menn fóru út í hesthús og fleygðu til hans heytuggu, en hann tók við bölvandi og var hinn versti. Daginn eftir var hann sóttur. Var hann ekki árennilegur, þegar átti að taka' til hans. Ilann var kominn með hring í miðsnesið, þegar þetta var. Atti fvrst að ná í hringinn og hnýta í hann taumböndunum. En það var ekki viðlit fyrr en búið var aö koma böndum á framfætur bola, binda reipi þéttingsfast um bolinn aftan við bógana og bregða fótböndunum upp fyrir það. Því næst var togað fast i fótböndin. Drógust þá fætur bola upp að kviðnum. Féll hann þá á bæði kné og gat sig úr því hvergi hrært. Var þá loks óhætt að skera af honum hálsbandið. Það gekk ekki andskotalaust að koma Patreki út úr húsinu og niður túnið, þótt hann væri bundinn á fótum og tveir efldir karlmenn héngju í honum. Skreið hann þetta fremur en gekk; setti hann hausinn, hálsinn og millibógana i börð og þúfur og rótaði torfum upp úr blautri jörðinni með afturfótunum. Hélt hann þessum umbrotum áfram lengi vel, en sefaðist heldur eftir að hann sprengdi af sér reiptaglið, sem átti að halda fót- böndunum uppi. Hafði skrokkur Patreks bólgnað svo mjög við átökin, að reipið hrökk sundur eins og hörkveik- ur. En við þetta stilltist Patrekur og varð göngulagið allt skaplegra. Patrekur hélt að vísu áfram að bölva enn um stund, en nú var eins og sigurhljómur í ragni hans. Svona smámjakaðist flokkurinn upp eftir götunni lil Sandsheið- ar og hvarf. Kont Patrekur aldrei aftur. að Hrauni. En bæði á Sandinum og víðar lét 'hann eftir sig afkvæmi sem urðu kosta kýr. |»egar fram liðu stundir. Hóla-Gráni Þessu nafni nefndum við Sandamenn tvö naut. sem alin voru á Hólum í Dýrafirði. Hafa þau líklega verið félagseign bænda þar. Nokkur ár voru á milli bola |»essara. Þeir Gránar áttu eitt sameiginlegt. Þeir vt-ru báðir illir. Þó var sá verri, sem hér segir frá og var hann hættúlegur. Hann rakst aldrei beint áfram, héldur hljóp hann sifellt á skjön og sætti svo lagi að hlaupa frantan að manni. Gráni þessi gekk í Nesdal á sumrin. Nú skal sagt frá því, er hann var síðast rekinn þaðan. Fjórir dugmiklir menn af Sandi völdust til þess að sækja Grána út í Nesdal. Voru þeir vel búnir böndum og bareflum, því þeir væntu ekki góðrar viðtöku. Svo fór og sem þeir væntu og brást Gráni illur við komu þeirra. Gekk seinlega að reka hann. Einu sinni hljóp hann á einn mannanna, Guðmund Benediktsson frá Hálsi. Var Guð- mundur að koma að holtsbarði, er boli hljóp fram á barðið. Var greinilegt, að boli ætlaði að rjúka á Guðmund. Guðmundur var maður laginn og handviss. Hann hafði rörbút í hendi. Þegar boli kom fram á barðið bölvandi og ragnandi beið Guðmundur ekki lengur en snaraði rör- bútnum upp í hann og fylgdi fast eftir. Mun bola hafa þótt rörið fara illa i munni, því hann hrökk frá, og leitaði hann minna á Guðmund eftir það. Svo leið dagurinn, að Gráni þvældist fyrir rekstrarmönnum, en í rökkurbyrjun komu þeir honum í hús í Alviðru í Dýrafirði; ráku þeir smákálf inn með Grána til þess að betur gengi. Það var ekki ætlunin aða reka Grána í Dýrafjörð, heldur niður á Sand. En þegar hann sýndi sitt rétta eðli, breyttu rekstrarmenn ráði sinu og réðu af að reka hann vestur Heiðar og ofan við byggð á Sandi. Var ætlunin að láta eigendur hans vita um hann daginn eftir. En grjót var borið fyrir húsið á Alviðru og stór hnyðja skorðuð við hurðina, en hún auk þess fest að stöfum með lásum og reipum. Bændur á Hólum voru bræður, Guðmundur og Stefán Jónssyni. Þekktust þeir bræður og faðir minn vel frá bernsku. Það var Guðmundur, sem sótti Grána í húsið á Alviðru í þetta sinn. Heyrði ég Guðníund segja ferðasög- una ári seinna. Guðmundur var. þrekmenni, frumlegur verkmaður, athugull og áræðinn. Ekki man ég lengur, hvf>rt nokkuð bar til tíðinda, þegar hann handsantaði Grána á Alviðru. Minnir ntig, að Guðmundur segði, að Gráni hefði þekkt sig og hefði fengið vel að koma á hann böndum. Var hann leiddur inn eftir fótböndum og fluttur á ferju yfir Dýrafjörð. Var sú ferja höfð til stórgripa- flutninga i allmörg ár. Þegar kom til Þinge.vrar fór Gráni að hafa hátt. Ekki sýndi hann þó mötþröa að ráði, en sjálfsagt þötti að hafa hann áfram i fótböndunum. 13 ára gamall piltur hélt í fótbönd Grána á leiðinni frá Þingeyri. Stóð drengnum hálfgerður stuggur af Grána og framferði hans, en Guðmundur taldi i hann kjark, bað hann duga vel og sleppa ekki fótböndunum hvað. sem fyrir kænti. Þeir komu nú að Sandá. Lá gatan þá um þýfi skammt frá ánni. Þegar kom í þúfurnar færðist Gráni í aukana. Vildi hann sýna afl sitt. Hróftaði hann við nokkrum þúfum og bölvaði vonzkulega. Þegar drengurinn sér þetta þverr honum mjög kjarkur. Verður honum svo um, að hann missir fótbönd- in úr höndum sér og vill hann forða sér sem skjótast. Gáir hann ekki að því, hver hætta Guðmundi er búin. þegar enginn heldur i fótbönd bola. Gráni skildi hins vegar strax að hann var frjáls orðinn og neytti hann þess þegar eftir innrætti sínu. Rauk hann umsvifalaust á Guðmund og felldi hann undir sig milli þúfna á árbakkanum. Guðmundur sá sitt óvænna. Hróp- aði hann þegar til drengsins og bað hann sækja hjálp fljótt. Drengurinn brá við skjótt og hljóp í átt til bæjar sem fætur toguðu. A meðan áttust þeir við boli og Guðmundur. Guðmund- ur lá á bakinu milli þúfnanna og var aðstaða hans heldur óhæg. Boli reyndi bæði að leggast á hann ofan og setja hornin í hann. Það vildi Guðmundi til, að hann brá snarlega við i upphafi og náði í fótband bola. Gat Guð- mundur vafið því um annað hornið á bola og re.vndi nú að keyra saman haus og framfót. Tókst honum það að nokkru. Eftir það gat boli ekki hnoðað Guðmund eða komið í hann hornunum, en .lagðist ýmist á hann eða þúfurnar umhverfis. Var Gráni alltaf að og þokaðist Guðmundur hægt undan honum í átt til árinnar. Þegar Guðmundur var i Danmörku var honum sagt. að mannýg naut hnoðuðu ekki, ef þau þvrftu að sækja að rnanni í vatni. Þyrfti vatnið ekki að vera nema hnédjúpt. því bolarnir vildu alls ekki fara með hausinn í vatn. Annað ráð við ill naut var Guðmundi kennt, en það var það að leggja þau hnífi i auga. Ilafði hann séð nokkur eineygð naut i Danmörku. Þetta rifjaðist nú upp fvrir honum. Tókst honum rneð einhverjum ráðum að ná hnifi úr vasa sinum. Lagði hann hnífnum hvað eftir annað í efri vör Grána og miðsnes. Var Guðmundur ráðinn í því að verjast og skyldi hann heldur skera bola á háls en láta hann kremja sig þarna til bana. En í þessum svifum barst Guðmundi hjálp. Heima- menn komu aðvtfandi og hröktu Grána ofan af Guð- tnundi. Veittu þeir Grána verðskuldaða hegningu. Guðmundur var allhart leikinn. Hafði viðureignin við Grána gengið nærri honum og er það engin furða. Hann var að vísu hvergi brotinn, en blár og marinn alltir og var hálflinur t'l vinnu í nokkrar vikur. En Hóla-Gráni kom ekki aftur i Nesdal. Ilann var alinn um veturinn, en um það leyti. sem söl tók að hækka var hann leiddur út og endaði svo ævina. \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.