Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 5
„Æ, ekki núna," sagði hún. ,,Ég er eitthvað svo þreytt." Hann var á hinn bóginn ekkert þreyttur, enda ekki búinn að vera að ýta á undan sér einhverjum fáránleg- um vagni allan guðs langan dag- inn og af því að hann var vanur að vera fylginn sér á þessu sviði, lét hann hana ekki slá sig út af laginu. Hann tók að kjassa hana og strauk henni blíðlega um vang- ann. „Abba labba, ekki nú í fýlu,“ sagði hann, „abba labba.“ „Æ, láttu mig í friði," sagði hún, „ég ætia að leggja mig smástund.1' Þvi næst skreið hún undir sæng, en hann settist í stól og lagði fæturna ofan á blaðabunk- ann, sem var nú orðinn eins konar fótaskemill. Allt í einu var þetta herbergi orðið eitthvað svo lítið og kynjamyndirnar á veggfóðrinu ekki lengur ævintýri úr Þúsund og einni nótt. Þögnin lagði undir sig herbergið og smaug þar út í hvern krók og kima. Þetta var óþolandi ástand. Á meðan konan fékk sér blund tók hann þá ákvörðun, að næsta morgun skyldi hann fara á ráðningarskrifstofuna og vita hvort þeir hefðu ekki eitthvað handa honum að gera. „Þetta gengur ekki, elskan mfn,“ sagði hann þegar hún loks- ins rumskaði. „Ég er ekki þreyttur eins og þú á kvöldin og við eigum enga samleið lengur." Sfðan sagði hann henni hvað hann hygðist fyrir. Næsta morgun þegar Aðal- heiður var farin út í Magazin du Nord að ýta á undan sér vagnin- um, klæddi hann sig í snatri. Hann fór í flauelsjakkann sinn til þess að vera nú svolítið arkitekts- legur og setti hvitan reiknistokk í brjóstvasann. Svo leit hann í spegil og reiknistokkurinn stóð einn eða tvo sentimetra upp úr vasanum og hann virti fyrir sér alskeggið, vildi vita hvort það færi honum ekki alltaf jafn vel. Ráðningarskrifstofan var ekki lengra undan en svo, að hann gat gengið þangað. t anddyrinu voru ýmis skilti. „Verkamenn." stóð á einu þeirra. „Sérhæfðir verka- menn,“ á öðru. Hvergi var getið um arkitekta, en á einu stóð „Ýmsar aðrar greinar, 2. hæð,“ og þangað fór hann. Það var svolítil bið, en siðan var honum vfsað inn í eitt herbergið. Þar sat miðaldra maður, andlitið sléttrakað, en húðin dálítið eins og vaxkennd þess háttar, sem ein- kennir suma innisetumenn. Undir augunum voru pokar og allur minnti hann á kerti, sem er að leka niður í stað þess að brenna upp jafnt og þétt. „Og hvað get ég gert fyrir yður?“ sagði hann og benti Geir að setjast í stól gegnt sér. Geir sagði honum eins og var, að hann væri arkitekt og sig vantaði vinnu. Hm, arkitekt. Já þeir eru margir arkitektarnir nú til dags. Það er svo sannarlega enginn uppskerubrestur hvað þá snertir." Þetta virtist allra elsku- legasti náungi og hann leit hálf vorkunnlátum augum á Geir, sem fór að hugsa um hvort hann hefði kannski átt að setja upp þverslaufuna líka i stað þess að vera með skyrtuna fráhneppta í hálsann. „Því miður get ég ekkert gert fyrir yður,“ hélt maðurinn áfram, „en ef þér viljið get ég f.vllt út smá miða, sem þér farið með á framfærsluskrifstofuna og eftir vikutíma ættuð þér að geta fengið atvinnuleysisbætur." Éramfærsluskrifstofa. .. At- vinnuleysisbætur! Þessi orð hljómuðu grimmdarlega í eyrum hans, rétt eins og maðurinn hefði sagt. „Bezt að þér farið á sveit- ina.“ Nei, það gæti hann ekki hugsað sér. Érekar vildi hann slá af kröfum sínum og hann var raunar reiðubúinn að fara f hvað sem vera skyldi til þess að komast hjá þeirri smán. „En er ekki um ýmsa aðra vinnu að ræða?“ sagði hann. „Ja, ég er hérna með lager- starf,“ svaraði maðurinn og tók að fletta f spjaldskrá á borðinu hjá sér. „Og svo vantar mann f að þvo járnbrautarvagna." Því næst varð hann hugsi og hann leit aftur á Geir og augun í þessu vaxkennda andliti voru óvenju skýr. „En ég er hins vegar hræddur um, að það sé ekki til neins að senda yður í slíkt. Þér gefizt upp strax eftir fyrsta daginn, maður með yðar menntun." Geir ætlaði að malda i móinn, en maðurinn var þegar farinn að fylla út gulan miða, tilvfsun vegna atvinnuleysisbóta Áður en hann vissi af sat hann með þennan miða i hendinni og maðurinn lét á sér skilja, að við- talinu væri lokið. Þetta var snubbóttur endir og allan þennan dag ráfaði Geir um borgina, en miðinn lá hreyfður i vasanum. Það var föstudagur og þegar hann kom heim var konan þar fyrir og hún veifaði brúnu umslagi framan f hann. „Nóg af peningum," sagði hún stolt. „í kvöld býð ég upp á bjór.“ „Ég fékk enga vinnu," sagði Geir rétt eins og hann heyrði ekki til hennar. „Nú hvers vegna ekki?“ „Ég er of menntaður." Sfðan sagði hann henni frá gula miðanum. „Hvað, þetta er bara til bráða- birgða," sagði hún. „Þú þarft ekkert að skammast þin. Það eru svo margir, sem fá atvinnuleysis- bætur hér f Danmörku." Þau fengu sér engan bjór þetta kvöld og helgin leið og ntikið var þetta herbergi farið að þrúga hann. Á mánudeginum fór hann svo með gula miðann á framfærslu- skrifstofuna og sótti um atvinnu- leysisbætur. Þar var honurn tekið með hinni mestu vinsend og sagt, að hann mætti sækja peninga eftir fjóra daga. Næstu vikurnar voru dagarnir hverjir öðrum líkir. Konan vaknaði eldsnemma á morgnana, en hann sneri sér á hina hliðina og á föstudögum komu þau bæði heim með peninga. Þó skaut þetta eitthvað skökku við. Þau voru farin að fjarlægjast hvort annað . áttu naumast neina samleið lengur. „Æ ekki núna,“ sagði konan æ oftar og það jafnvel þótt hún ætti frí daginn eftir. Stundum þegar hann kom niður í rnatsal fannst honunt fólkið þar líta eitthvað svo einkennilega á sig rétt eins og hann væri einhver hreppakerling eða afbrotamaður. Matmóðir þeirra var heldur ekki eins alúðleg og áður, þó stóðu þau alltaf í skilum. Kannski var þetta einungis ímyndun. Kannski var athafnaleysið farið að leggjast á taugakerfið. Að lokum þoldi hann þetta ekki lengur. Einn morguninn rakaði hann af sér skeggið, fór út i búð og keypti sér gallabuxur og mi:> lita skyrtu, en arkaði sfðan á ráðningarskrifstofuna. í þetta sinn fór hann í deildina, sem ætluð var verkamönnum. Honum var strax vísað þar inn í eitt her- bergið. Hann reyndi að gera sig eins sljóan til augnanna og mögu- legt var, og þegar skrifstofu- maðurinn talaði við hann, þóttist hann tæpast skilja hann. Maður- inn leit yfir gleraugun á Geir eins og hann væri einhvers konar fá- bjáni eða vitskertur, en meinlaus. Svo fór hann að rýna í spjaldskrá. „Jú ætli ég hafi ekki eitthvað handa yður,“ sagði hann og tók upp símtólið. Hann valdi númer og þegar ansaði sagði hann: „Ég er hérna með ágætan mann handa ykkur... Jájá, hann passar á- reiðanlega mjög vel f þetta starf.” Hann hafði ekki augun af Geir, sem sat þarna með hálfopinn munninn eins og hálfvitum er svo tamt. „Já, áreiðanlega," endurtók maðurinn. Því næst lagði hann tólið á og skrifaði eitthvað niður á lítið spjald. „Þér kunnið á strætis- vagnana i borginni er ekki svo?“ Geir kinkaði kolli. „Gott. Éarið með þetta spjald í Det Kongelige Porcelænsfabrik og fáið þeim, sem sér um mannahaldið það. Verið þér sælir." Þegar hann kom í verksmiðjuna var honum tekið þar af sérstakri stimamýkt rétt eins og hann væri erlendur sendifulltrúi eða sér- fræðingur á einhverju sviði. „Hvort hannn gæti byrjað strax. . . Prýðilegt. Vió útvegum vinnuföt og matur er seldur á staðnum." Því næst var hann nánast leiddur inni litinn sal. Þar voru tveir menn í óða önn að brjóta postulinsstyttur og litla skrautdiska þess háttar. sem voru í svo miklu uppáhaldi hjá móður hans. „Þetta kemur gallað úr frantleiðslunni," sagði maðurinn til útskýringar. „Það eina sem þér þurfið að gera er að brjóta postu- línið.“ Loksins ... loksins var hann kominn í vinnu og eftir fyrstu vikuna kont hann heim með launaumslag eins og konan. Hann var þreyttur og stoltur líkt og hefði hann byggt heilan skýja- kljúf einn síns liðs. Og aftur var herbergið orðið rúmgott og matráðskonan varð almennileg við hann á ný. Hann var orðinn nýtur borgari og hverju máli skiptir þá, hvort verið er að brjóta niður eða byggja upp? Aðalatriðið er að þjóðfélagið viðurkenni mann. Sigbjörn Obstfelder KVEÐJA Blómið mitt er veikt það drúpir höfði. Ó, gæti ég aðeins gizkað á hugsanir þínar, hyazintha! Vildirðu minna vatn? minni sól? En orð mín eru svo fátæk. Ilms þins mál er svo auðugt, svo viðkvæmt. Þegar dufts þíns blóm fölna og hvítu klukkurnar þinar deyja, verður stofan mín svo tóm! svo kyrrlát! Þvi klukkur þinar sungu! Gullknappar þinir voru ástgjafir, bros í brúnum sumaraugum. Já þegar ilmurinn þinn deyr, deyja söngvarnir og litirnir, og stofan verður svo grá. Guðmundur Arnfinnsson þýddi Guömundur L. Friðfinnsson EILÍFÐARBLÖM Dagarnir styttast. Hvenær eru jól? Bráðum kemur hátið með bjarma frá sól. Þá fá líka álfameyjar tunglskin i kjól. Hljóðláta dísin á drifhvítum skóm, gengur eftir götunni við klukknahljóm. birtist þá mönnunum eilífðarblóm. Heiðrikja stjörnur, sofið er rótt Bjart er yfir sefafjöllum, blika hljótt, stjörnur eins og barnsaugu á jólanótt. GRÆNAR HENDUR Ég ligg undir laufkrónum trjánna yfir höfði mér grænar hendur engla sem blika — leika við Ijósið og skýin dagghreinir, vorglaðir, litlir lófar ástleitnir lófar með handfylli af himinbláma og skýjum sem bifast i blænum yfir trjánum og bænum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.