Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 11
 FRÓÐIR og skilmerkilegir menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að með hernáminu 1940 hafi orðið ein mestu aldaskil í sögu þjóðarinnar. Þá var skrefið stigið á fáeinum árum úr bænda- samfélagi liðinna alda í nútíma verkaskiptingar- þjóðfélag. Við sem fædd erum á kreppuárunum og fórum að vita af veröldinni fyrir stríð, höfum þá sérstöðu að standa með annan fótinn i gamla timanum og hinn i þeim nýja. Við sáum, hvernig unnið var að þvi að koma u11 í fat og mjólk í mat á heimilunum. Við lyftum böggum til klakks, tókum mó, skárum torf í mýri og vorum þátttakendur i lokaskeiði vagnhestaald- ar. Þeir sem fæddir voru á mölinni, áttu ævin- lega einhvern að til sveita og þessvegna voru þeir kaupstaðarunglingar naumast til, sem ekki komust i nána snertingu við framleiðslustörf i sveit yfir sumartimann. Margir unglingar þess- arar kynslóðar komust i sjálft sildarævintýrið fyrir Norðurlandi og nú, þegar þetta heyrir allt saman sögunni til, þykir mönnum mikils virði og góður skóli að hafa komizt i svo.nána snertingu við lífsbaráttu þessa tima. Kreppuárin, sildarárin, stríðsárin — i raun- inni virðast þau ekki ýkja langt að baki, en tilheyra þó sögunni svo fullkomlega, að nærri 60% þjóðarinnar þekkja þau aðeins af afspurn. Þeir sem telja sig komna til vits og ára, vara sig naumast á því, hvað þjóðin er ung. Tölur um skiptingu í aldursflokka eru til frá árslokum 1974 og hafa varla breyzt til muna síðan. Samkvæmt þessari tölvisi og ættuð er af sjálfri Hagstofunni, voru liðlega 88 þúsund manns 'eða 40,62% þjóðarinnar undir tvitugsaldri. Séu þeir taldir með, sem voru undir þrítugu og fæddust stríðslokaárið. — þá er sá fjöldi hvorki meira né minna en 124.102, eða liðlega 57% þjóðarinnar. UNGLINGA ÞJÖÐ- FÉLAG Allur þessi fjöldi þekkir síðari heimstyrjöldina aðeins af kvikmyndum og afspurn. Og þegar þetta fólk fer að muna eftir sér, er vélaöld gengin i garð og fyrirkomulag stórfjölskyldunn- ar, eins og það hafði tíðkast til sveita, var riðlað. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar þekkir ekki ísland þessarar aidar nema að dálitlum hluta. Hann er fullkomlega slitinn úr tengslum við fortiðina; menn gærdagsins eru honum jafn fjarlægir og persónur íslendingasagna. Fimmtugir menn teljast í fullu fjöri, og með- alaldur landsfeðranna svonefndu er ugglaust eitthvað hærri. Meðalaldur hefur lengst af verið að hækka, en það ótrúlega er nú samt, að fimmtugt fólk og þar yfir er aðeins um 21% þjóðarinnar. Með öðrum orðum: íslenzkt nú- tímaþjóðfélag er unglingaþjóðfélag; helmingur þjóðarinnar er blautur á bak við eyrun fyrir sakir æsku. Samkvæmt tikindalögmálinu eru allar horfur á, að fólkið sem maður vinnur með, eða hittir í samkvæmum, sé svo ungt að það hefur allt annan sjóndeildarhring; allt aðra viðmiðun. Vissara er að fara ekki að tala um fyrirbæri eins og „ástandið" eða Nýsköpunarstjórnina eða kalda striðið. Horfnir framámenn sem standa þriðjungi þjóðarinnar Ijóslifandi fyrir sjónum; mennirnir sem stóðu i eldlínu gærdagsins, þeir eru fullkomlega ókunnir meðal hins stóra meirihluta. Hvað þýðir að tala um karla eins og Thor Jensen eða Guðbrand i áfenginu? Hverjir voru nú það? Eða Jónas frá Hriflu sem réði svo að segja lögum og lofum á tímabili. Hver man nú eftir Stóru bombunni og Þorgeirsbolaslagn- um? Jónas hver? — nei, þá væri eins hægt að minnast á Harún al Raskið. En það er ef til vill allt i lagi. Þess i stað talar maður um Columbo lögreglumann úr sjónvarp- inu, Kidda Finnboga eða Cleo Laine. Kannski líka Megas eða Magga Kjartans eða bara ein- hvern, sem er „ógeðslega töff og hefur meikað það". Yfirleitt er það undursamlega innihalds- ríkt eins og nærri má geta. Og hvaða máli skipta karlar eins og Þórbergur og Sigurður Nordal. Voru þeir annars ekki úr íslendingasög- unum? Og Kjarval var hann ekki fæddur á Kjarvalsstöðum? Svo taldi að minnsta kosti einn upprennandi listamaður við inntökupróf í Myndlistarskólann. Æ, það skiptir ekki máli. Ekkert skiptir máli annað en það að fylgjast með timanum og setjast við fótskör þeirra, sem eru svo heppnir að vera fæddir 1 956 og siðar. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu t ? 1 T M. ft \l l Ð T K K L Æ R K »» V í> *' 5 A' R P A N A M A U ft f*;’ N '€> T A 3 Á T U. R K S> A N N y L i R Kw<w- PvR I R A F T rff E N 5 A T A F L 1 N U a/ R 6 N & ' A L '/J M C, L A M Cl G. Cl R % R A R. vV 1 R A lLe‘Ll TTsT N E 6l R A R F ’© T U £ & S u |V\ A ft 5 PT L U W N A R T R. Ý T J> A tA A £ V I * í-OMD 7 5 L A N D R V F ft 'I K LU L N A G 1 N A R. LfíN 0 L 'A i> 'Æ1*' A L L A RÁ£ A F R A' £> A £ A N A pc- S L A R K ■'A H- R A F M A R &IÐTP U T~T T Ggð- rz'i k-- U CK 3= ■ > 1>Ý R V íawMt f» o i 1 rv>’ LA K'ARL' A' AF a/ 5«-- 'ROU- FíhU fl í i- - MftUNS- Kí-f-rn fua is /r. : j ftp TIL ItJ/Ufl P i Qr P-fE- P L- A R HRfífJíí) He'íi- l-Ð HIT- / N N - t VíTSKTuE f ^ BuRT -r/zyíX- U-(L \=>\J - oTTmR &T' o K K' U R 5?U.U\ FTfiLLÍ í_ 1 T &LoM- Srnm /Koi? - J> S>í2. HÆÐ ÍÍÐA R flWM- /NLl ^KKl Af) bJ £ S HoRÍVWS L'lK-- A M 5 - H Luri VÍFIK- U R KULDfí- LE l\F\ Fotu 5 AfM- H-lT. £L0UP fU&L- A-R VÆSK’iu DZOP- ARM lil MUNrtP 1 ir- z e/sií F1 SK fiiUMT MA LM- U R. K'LftK'l $Jtp- Dý IZ UMd- 0 i£> 1 v<u- tpfl L/£dí> í 5R W\ - Huí. 1? AVC' ÆRiK K RV' £|KUK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.