Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 7
Vinaminni við Mjóstræti er eitt örfárra húsa í Grjótaþorpinu sem ætti ao varðveita f núverandi mvnd. „Verndum Grjótaþorpið" stendur á þcssu fátæklega plakati, sem sjá má í gluggum við Mjóstræti. 1 tfu ár hefur Grjótaþorpið ver- ið svo að segja daglegt umhverfi mitt og til mikillar ánægju. Þótt „listgildi húsanna sé yfirleitt mjög lftið“ eins og áður segir, þá býr þetta tiltölulega óskipulega hverfi yfir þeim töfrum, sem þvf miður er ómögulegít að finna f nýju hverfunum. í Grjótaþorpinu eru ekki snurfusaðir skrúðgarð- ar; þar virðist öllu fremur vera hcimkynni njóla og rænfangs og sóleyjar lita suma blettina fagur- gula framan af sumrinu. Samt er eitthvað við Grjótaþorpið f heild sem gleður augað og maður mundi sakna, væri það farið. Samt held ég ekki, að rétt væri að viðhalda húsunum á þessu stigi og vernda Grjótaþorpið eins og það er. Mörg húsanna eru ugg- Iaust það léleg og af vanefnum byggð, að endurnýjunar mun þörf. En ég fæ ekki með nokkru móti séð nauðsyn þess að koma upp nýju Grjótaþorpi úr járn- bentri steinsteypu. Þvf miður verður að viðurkenna að við byggjum yfirleitt ljót stein- steypuhús. Enginn hliðstæður stíll við bárujárnshúsin er til og engin viðlfka tilfinning fyrir efn- inu hefur enn áunnizt á stein- steypuöld. Sffellt koma nýbakaðir arkitektar heim frá námi, en af- raksturinn er frekar sorglegur með örfáum undantekningum þó. Tillagan um nýtt Grjótaþorp úr járnbentri steinsteypu er dæmi- gerð fyrir hugmyndakreppuna, sem rfkir enn á árinu 1976. Það skal ftrekað að ég sé ekki minnstu nauðsyn þess að stein- steypa nýtt Grjótaþorp. Raunar tel ég fullvfst að timburhúsa- byggð færi miklu betur í brekk- unni. sem eitt sinn var urð neðan og norðan við bæinn í Grjóta. Timburhús hafa þá náttúru að vera ólfkt hlýlegri og manneskju- legri. Hversvegna þarf endilega fjögurra hæða kumbalda á þess- um stað eins og þeir Ölafur og Guðmundur gera ráð fyrir? Með skipulagstillögum sfnum segjast þeir vilja „skapa hlýlegt hvcrfi með blandaðri, en um leið sam- stæðri byggð fbúða, verzlana, skrifstofa, þjónustufyrirtækja og létts iðnaðar." Að vfsu kem ég ekki auga á hlýleikann f steinsteypunni þeirra en hitt er alveg hægt að fallast á að þarna verði blönduð byggð með fbúðum, verzlunum, skrifstofum, þjónustu og jafnvel léttum iðnaði. Ég vil bæta því við. ’lflll Úr Grjótaþorpinu. Myndin er tekin við stfginn, sem liggur frá únuhúsi og niður á Mjóstræti Úr Grjótaþorpinu. Hér er að vfsu flest á fallanda fæti og virðist hafa verið byggt og skipulagt áður en reglustikan var fundin u'pp. Engu að sfður er fallegra f Grjótaþorpinu en vfðast þar sem bvggt hefur verið uppá sfðkastið. að þarna verði lfka lítil veitinga- hús og bjórstofur eftir að búið veröur að samþykkja bjórinn. Og væri ekki við hæfi, að borgin byggði þarna nokkrar góðar vinnustofur, bæði fyrir mynd- listarmenn og þá sem stunda svo- kallaða nytjalist, leirkerasmiði, ljósmyndara — og arkitekta. Að sjálfsögðu verður Inn- réttingahúsið við Aðalstræti látið standa um aldur og ævi og mér finnst, að Vinaminni ætti að við- halda eins og það er. Að öðru leyti ættu húsin að fylgja hæðarlínum brekkunnar; þau hæstu þó efst. Þarna ætti ekki algerlega að byggja stök hús, þar sem hvert stendur eins og cinstaklingur út af fyrir sig, heldur að einhverju leyti samhangandi keðjur f Iftið eitt mismunandi hæð og hafa til- breytingu í útlitinu. Keðjuhús af þessu tagi sér maður stundum í Suðurlöndum, til dæmis á Amalfi-ströndinni á Ítalfu og sumstaðar á Spáni. Einn alfremsti myndlsitarmaður sam- tfmans, Spánverjinn Salvador Dali, hefur einmitt hreiðrað um sig í fallegri vfk á Costa Brava- ströndinni og byggt þar keðjuhús, sem eru eins og náttúran sjálf hafi verið að verki. Salvador hefur byggt úr steini og kalk: A veggina hvfta að þarlendu hætti, enda fer það vel f suðræn.i sól. Helzt vildi ég geta gengið uvn Grjótaþorpið þvert og endilan,, án þess að koma út, ef eitthv;.<i væri að veðri, en notað annar; göngustfga, þegar svo bæri undir. Mér kemur f þvf sambandi f hug Kaspah-hverfið á Stóru Kanarf- eyju sem margir kannast við. Þar eru einkum og sér f lagi verzlanir og veitingahús sambyggt á sér- stæðan hátt svo einn staðurinn Iciðir mann inn í annan. Þetta gæti orðið manneskjulegt og dálftið hlýlegt; ekki veitir nú af. Timburhúsabyggð á þessu svæði hefði þann ótvfræða kost, að þá er ekki búið að negla allt niður fyrir næstu hundrað árin, Og svipmótið yrði litskrúðugt og Ifflegt. Sum- staðar mætti nota fúavarnarefni og sumstaðar liti. En þar mættu arkitektar ekki koma nærri, ella yrði allt grátt. Gfsli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.