Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 3
voru tuttugu á hverja vakt. Alls voru meira en hundrað manns um borð. Og þeir munu allir hafa verið fuliir nema ég- Mér varð litið upp í reiðann og sá þá, að siglutrén hristust fskvggilega f hvert sinn, sem skipið skail niður. Ég sá ekki betur en reiðinn allur væri á förum. En ég þorði ekki að hafa orð á þessu. Ég hafði aldrei áður verið á skipi af þessari gerð. Ég hugsaði hins vegar með sjálfum mér, að það mætti furðulegt heita, ef þessi möstur héldust uppi. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að trvggast væri að vera neðan þilja. Við vorum rétt búnir að borða kvöldmatinn. Það voru ekki nema fáeinir menn á dekki. Hinir voru allir niðri að drevpa á viskíinu. Þeir höfðu það á litlum trékútum. Þetta var ð bannárunum og viskfið var allt heima- bruggað. Það var almennt álit manna, að sjóferð mundi ckki iánast, nema drukkið væri fast í upphafi. Var þetta hefð f flotanum þarna við flóann. Ég var bara svo ungur, að ég tók ekki þátt í drvkkjunni. Það var drukkið fast f þetta sinn, en það dugði þó ekki til. Þetta varð einhver lakasta vertíðin í langan tfma. Það voru flest allir niðri að drykkju, þegar ósköpin dundu yfir. Sjálfur var ég rétt nyfarinn niður. Skipið hristist og nötraði stafna á milli. Ég hevrði hrópað að ofan, að mastur hefði farið. Það reyndist rétt vera. Það var farið að dimma, þegar þetta varð og fátt hægt að gera til bjargar nema fella lágseglin og láta reka. Tveir masturstoppar höfðu brotnað; héngu þeir í reiðanum og börðust við möstrin. Bundum við þá fasta. Við tókum saman stórseglið og vorum að fara niður, þegar við heyrðum öskrin í Stavanger-John. Hann var þá blindfullur uppi f reið- anum og kominn vel á veg að taka saman fokkuna einn síns liðs. Ég sé hann ennþá Ijóslifandi fyrir mér. Við flýttum okkur að koma honum til hjálpar. Hann var þegar langt kominn. Um fjögurleytið um nóttina fórum við upp og bjuggum niður brotin úr reið- anum. Á þriðja degi sigldum við inn um Golden Gate. Það tók viku að gera við reiðann. Þegar við létum aftur úr höfn var Stavanger-John orðinn þriðji stýri- maður. Við lá, að ég léti lífið f nýja mastrinu, sem sett hafði verið upp f stað þess, sem brotnaði. Ég hafði verið sendur upp að bera á það olíu. Gamall Itali fór upp með mér. Hann var nefndur Slakarinn. Tveir aðrir fóru upp f frammastrið að olfubera það. Slakarinn var gamall sjóhundur og hafði verið lengi á þessum skipum. Hann hafði fengið auknefnið, þegar hann var á skonnortunum. Þá var af- fermt með einni sveiflubómu og varð að slaka manni með hverju heisi. Það var enginn kaðalstigi upp, svo að við vorum hffðir upp á rárnar. Slakarinn settist á rá og hafði olfuna f fötu fyrir framan sig. Ég kleif upp í mastrið, vafði um það höndum og fótum og fór að bera áþað. Ég hafði ekki hugsað um það, að auð- vitað varð mastrið rennsleipt af olfunni. Ég tók að renna niður. IVf ér var ómögu- legt að stanza. Ég hélt dauðahaldi um mastrið en náði engu almennilegu taki og rann stöðugt neðar. Ég rann æ hraðar og var mér nú hætt að Iftast á blikuna. Ég var þegar kominn fram hjá Slakar- anum. Á elleftu stundu minntist ég þess, að ég var með rauðan skýluklút f vasanum. Ég sleppti annarri hendi af mastrinu og seildist f klútinn. Svo náði ég taki á vfr og gat stöðvað ferðina. Það var engu öðru að þakka en klútnum. Ég klifraði niður á dekk og stóð þar nötrandi, enda þóttist ég hafa komizt í háska. Ég var óvanur á þessum skipum. Menn höfðu víst haldið, að ég væri alvanur. Mörgum árum seinna rakst ég á Slak- arann niðri við höfn. Hann sagðist vera i sfðasta snúningi. Ég sagði honum að það væri tóm vitleysa, en hann var viss í sinni sök. 1 þá daga voru engar almanna- tryggingar og gamalmenni af hans tagi dóu mörg drottni sfnum umhirðulaus og örbjarga. Það stóð heima, að ég sá láts hans getið í blaði viku eftir, að við hittumst þarna. Við fluttum ekki mikinn farm á Star of Peru, nema vistir handa niðursuðu- verksmiðjunni. Stóru skipin fluttu meira. Star of Lapland og Star of Shet- land voru bæði þrisvar sinnum stærri en Star of Peru. Þau sáu mörgum verk- smiðjum fyrir vistum; mörg þúsund tonn af kolum. Ég ætti að vita það; lenti einu sinni í kolamokstrinum. Kolin fóru til þess að kvnda undir kötlum verk- smiðjanna. Einhverjir af Shetland fiskuðu á okkar slóðum, en eins og ég gat um áður var þetta versta vertíð, sem komið hafði árum saman. Þegar vertfð lauk var laxinum frá Diamondverksmiðjunum komið f stóru skipin. Við á Star of Peru tókum hins vegar ekkert um borð nema möl f kjölfestu. Við urðum að halda heim til San Francisco með tómar lestar. Stavanger-John var Ifka stýrimaður í þeirri ferð. Seinna hitti ég hann stund- um í Émbarcadero. Hann var oftast nokkuð drukkinn. Brennivfnið var að leggja hann að velli, að ég held. En hann var alltaf sama ljúfmennið. Ég stakk oftast einhverjum skildingum að honum. . . . HVALSKURÐUR í SUÐURGEORGtU Ég fór frá tslandi haustið 1913 og kom fvrst til Tönsberg f Noregi. Mér þótti svo mikið koma til trjánna, sem stóðu þar fram með öllum götum, að ég gekk að þeim og þreifaði á þeim. Ég hélt, að ég sæi ofsjónir. Það bar margt merkilegt fyrir mig f þessari fyrstu reisu minni. Þegar við héldum frá Noregi suður á bóginn sigldum við fram hjá Preussen á Érmarsundi. Þar var allt f megnustu óreiðu, rárnar allar á skjön og eitt inastrið brotið. Okkur var sagt, að skipið væri hlaðið píanóum. Það veiddust um það bil þúsund hvalir í hverja stöð þarna í Suðurgeorgíu. Sex stöðvar voru á eynni á þessum tíma. Menn voru þarna að jafnaði í tvö ár samflevtt; samningurinn hljóðaði upp á það. Fvrirtækið varð að koma manni suður eftir og heim innan þess tíma. Norðmenn höfðu komið til íslands og ráðið eina 40 tslendinga til vinnu f hval- stöðvunum. Ég mun hafa verið yngstur þeirra. Ég var þá 17 ára. En ég var vanur. Ég hafði unnið f hvalstöð Hans Ellefsens í Mjóafirði í nærri þrjú ár; hafði byrjað 1911. Það var engin leið að verða sér úti um brennivín í Suðurgeorgíu nema maður fyndi hvalskutul. Þá fékk maður 10 ensk crown og vískiflösku. Það var einn sunnudag síðdegis, að ég var á gangi niðri í fjöru. Ég fann þá marga skutla. Ilvalir höfðu legið þarna á ströndinni og skutlar verið f þeim. Hvalirnir höfðu úldnað og skutlarnir dottið úr þeim. Hvölunum hefur svo skolað út. Fram að þessu hafði ég fundið þrjá skutla, en i þetta sinn lék lánið við mig svo um munaði. Og ég var einn um fundinn. Ég fór oft einförum. Mér þótti gaman að reika þarna um. Öllum öðrum þótti Suðurgeorgía hinn mesta náströnd og það var hún víst. Þennan sunnudag var mikil fjara og áður en leið á löngu hafði ég sankað saman einum 14 skutlum. Mér þótti þetta næsta ótrúlegt. Ég fékk strák mér til aðstoðar að koma skutlunum heiin. Formaðurinn var gersamlega forviða. „Þú hlýtur að hafa safnað þeim Iengi,“ sagði hann. „Nei,“sagði ég, „þessir skutlar eru miklu eldri en þeir, sem við notum. Þessir eru allt öðru vfsi.“ Ég var yfirflensari og vissi þvf skil á þessum hlutum. Formaðurinn var heldur tregur til að fá mér viskíflöskurnar. Við sættumst á það, að ég fengi flösku á hálfsmánaðar- fresti. Peningana fékk ég strax. En for- maðurinn óttaðist, að ég gæfi félögum mínum með mér, cf hann fengi mér allt viskíið í einu. Þá hefði nú orðið f jörugt. Þeir brugguðu stundum þessir kallar og urðu illa drukknir. Þeir höfðu ískyggi- legar hugmvndir um skemmtanir. Þegar leið á nóttina komu þeir inn og vildu skoða innan í mann. Þeim var ekkert of vel við mig. Helvftis Islendinginn, sem fékk beztu vinnuna.... i t < The Star of Peru með brotin möstur. Éin af myndum Edwards Helgasonar. Málverk Edwards af Alitak í haugasjó undan strönd Alaska.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.