Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Blaðsíða 4
lesa atvinnuauglýsingarnar i Berlingske Tidende. Dagarnir liðu og áhyggjuleysi borgarinnar var óviða meira en í litla herberginu þeirra uppi á fjóróu hæó. Þar var raunar fátt innanstokks nema auðvitað rúm og borð og svo tveir stólar. Saggi hafði komizt í veggfóðrið og úr urðu alls konar kynjamyndir, sem þau gömnuðu sér við að ráða fram úr, eftir að þau voru komin upp í á kvöldin. Þetta var heill töfra- heimur, sem minnti á þúsund og eina nótt eða H.C. Andersen. Stundum voru þau í rúminu að deginum til líka og hann var ást- leitinn við hana rétt eins og væru þau nýtrúlofuð. Þegar þau gengu út ■ í góða veðrið til þess að skoða borgina þar sem þau voru ákveðin í að dvelja næsta árið, leiddust þau hönd í hönd. Þau römbuðu fram og aftur eftir Strikinu og skoðuðu ýmislegt, sem þau ætluðu að kaupa, þegar hann væri kominn i fasta vinnu. Hún átti svo sannar- lega skilið að fá sér nýjan sumar- kjól og hann var orðinn svo til skyrtulaus. Þau elskuðu hvort annað svo heitt, að það snerti þau ekki hót, þótt hver dagur liði af öðrum án þess að nokkurn vantaði arkitekt. Á kvöldin fengu þau sér stundum bjór úti á næstu ölstofu og þau ræddu um framtíðina, sem brosti við þeim. Eitt er það þó, sem árstíðirnar hafa sáralitil áhrif á, en það eru bankainnstæður. Þær virðast lúta sama óhaggandi lögmálinu og þyngdaraflið. Með ærinni fyrir- höfn eða klókindum vex innstæð- an, ef ef ekkert er að gert nálgast hún núllpitnktinn óðfluga. Þessi ráðagerð þeirra mætti engu andstreymi og strax næsta dag var hún orðin framreiðslu- stúlka i kaffiteríunni hjá Magazin du Nord úti við Kóngsins Nýja- torg, komin með hvíta svuntu framan á magann og ýlti á undan sér stórum vagni. Starfið var hvorki flókið né vandasamt, einungis fólgið í því að safna saman óhreinum diskum og hnífa- pörum á þennan vagn og aka hon- um síðan fram i uppvaskið. Þar beið svo tómur vagn, sem hún fór með til baka og þannig koll af kolli. Hún þurfti ekki einu sinni á málakunnáttu sinni að halda, enda voru gestirnir oftast löngu farnir, þegar hún kom til skjal- anna og ekkert eftir nema diskarnir og dálitlar matarleifar. Þetta var í velferðarþjóðfélagi og þar hafa ekki nema sumir það til siðs að klára af diskinum sínum. Matarleifunum skóflaði hún í stóra plastfötu, sem var hagan- lega fyrirkomið á vagninum. Á kvöldin héldu þau áfram að fá sér bjór úti á ölstofu, en á daginn eftir að hafa rölt út i blað söluturn, hélt Geir sig mest heima í herbergi og svipaðist um eftir vinnu. Smám saman fóru þó að renna á hann tvær grfmur. Hvernig var þetta með Dani, vantaði þá virki- lega enga arkitekta? Voru þeir steinhættir að byggja? Að vísu hafði verið dálítill samdráttur í efnahagslffinu undanfarið, það vissu allir. En hvað um allt þetta heilsuspillandi húsnæði í gamla bænum, sem var verið að rýma, hvert átti fólkið, sem þar hafði búið að flytja? Eitthvað varð að koma í staðinn. Dagarnir liðu hver af öðrum og MÝTUR Smösaga eftir Örn H. Bjarnason Það var vor i lofti í Kaupmanna- höfn og sólin tekin að verma gangstéttarhellurnar undir fótum gleðikvennanna i Istedgade og við Hálmtorgið. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar voru sem óðast að skríða fram úr fylgsnum sínum og flykktust inn í miðborgina tif þess að skoða í búðarglugga eða bregða sér dagstund i Tívólí og freista gæfunnar í Itikkuvélunum, sem þarlendir nefna jafnan einhenta ra'ningjann. ölþambararnir i öng- strælunum úl frá Vesturbrúgötu sátu í stutterma skyrtum úti á tröppum og sötruðu bjórinn sinn. Hvað á fólk líka að vera að sperra sig, þegar sumarið er í nánd? AiCðvitað verða þó ein- hverjir að vinna, vera röskir upp á morgnana og láta hendur standa fram úr ermum, því að ella er ekki hægt að halda úti sómasam- legu þjóðfélagi, sem tryggir lítil- magnanum öryggi. Þau hjónin Geir og Aðalheiður voru ný komin frá I.ondon þar sem hann hafði stundað nám í húsgerðarlist undanfarin ár. Nú var hann fullnuma og vorið þessi smitandi árstími, sem hefur til- hneigingu til þess að villa mann- fólkinu sýn, var líka í hjörtum þeirra. Hann hugðist vinna eitt ár í starfsgrein sinni i Kaupmanna- höfn, þessari glaðværu borg, sem lætur engan ósnortinn. Þetta átti að verða eins konar millispil, áður cn þau hyrfu heim til tslands og alvara lifsins tæki við, þessi spennitreyja... eignast börn... stofna til skulda... koma sér upp íbúð. Þau höfðu heyrt margar sögur frá námsmönnum, sem „voru komnir út i lifið“,- og allar hnigu þær I eina átt. „Þegar þið eruð einu sinni orðin að vísitölu- fjölskyldu þá verður ekki við snúið." Mikið elskuðu þau hvort annao þetta vor og þau komu sér fyrir i matvist á gistiheimili nálægt mið- horginni. Því næst tóku þau að Þau höfðu fengið senda dálitla fjárupphæð að heiman, vegna þess að framtíðin brosti við þeim, en nú rak að því, að þessir peningar gengju til þurrðar. Þau byrjuðu að fara fyrr út á morgn- ana til þess að sækja Berling og auglýsingadálkarnir voru lesnir af meiri ákafa en áður, enda tölurnar f bankabókinni orðnar ískyggilega rislágar. En allt kom fyrir ekki. Þá var það sem þau ákváðu, að Aðalheiður skyldi fara út að vinna. Hún hafði ekki hlotið neina sérstaka menntun nema hvað hún var auðvitað stúdent og þess vegna var það ekki nema eðlilegt, að það félli í hennar hlut að leita fyrir sér á hinum óæðri sviðum atvinnulífsins. Hún gat farið í hvað sem var án þess að þurfa að óttast, að fólki fyndist hún taka niður fyrir sig. Hann á hinn bóginn hafði jú tekið loka- próf í húsagerðarlist og varð að gæta virðingar sinnar. nú komst hann að þeirri dapur- legu niðurstöðu, að vorið er fyrst og fremst í hjörtum fólks og veðurfarið hefur þar lítil áhrif. Gleðikonurnar úti á Hálmtorgi voru brosmildar vegna þess, að nú fór sumar i hönd og fyrstu ferða- mennirnir farnir að lífga upp á borgarlífið. Viðskiptin voru óðum að glæðast og þær höfðu því efni á að vera ylhýrar á svipinn, þar sem þær stóðu þarna á gangstéttar- hellunni sinni og biðu eftir næsta rekkjunaut. „Er du med op?“ sögðu þær og þetta voru heilbrigðar stúlkur og athafnaþráin skein úr augum þeirra. Ilmurinn af vorinu blandaðist lyktinni úr osta- kjallara og frá slátraranum og kastanfutrén voru tekin að laufgast. Eitt kvöldið þegar konan kom heim ætlaði Geir að láta vel að henni eins og svo oft endranær, en nú var allt í einu komið annað hljóö í strokkinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.