Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Page 4
Jón i Fagranesi hugar að bátnum. sem hann notar til landtöku i Drangey. HANN HEFUR DRANG- EYÁ LEIGU Komiö aö Fagra- nesi ö Reykjaströnd og rœtt viö Jön bönda Eiríksson, sem sígur í björg í Drangey og nýtir eggjatöku þar - Eftir Gísla Sigurösson Vió vorum saman i skóla á Laugarvatni endur fyrir löngu og tókum landspróf sama vorið. Jón Eiríksson var þá meö vörpuleg- ustu mönnum og mig minnir það lægi ijóst fyrir, að hann ætlaði að verða bóndi. Það hefur hann efnt; Jón býr myndarbúi með fé og liðlega þrjátíu kýr í Fagranesi á Reykjaströnd. En aukabúgrein hans er í hæsta máta óvenjuieg: Eggjataka í Drangey. Til þess hef- ur Jón í Fagranesi einkarétt; hann hefur á leigu gögn og gæði Drangeyjar, en eigendur eru Skagafjarðarsýsla að þremur fjórðu og Sauðárkrókur að fjórð- ungi. Jón er einn örfárra manna, sem stundað hafa bjargsig að staðaidri um áraltil. Hefur bjargsig Jóns verið harla nákvæmlega tíundað fyrir þjóðinni fyrir nokkru, þegar sjónvarpsmenn brugðu sér með honum fram til Drangeyjar og tóku ágætar myndir. Hefur Jóni farnast vel bjargsigið og sloppið við slys. En þegar ég sótti hann heim á fallegu kvöldi snemmsum- ars; var Jón með þesskonar kraga um hálsinn, sem settir eru á menn eftir meiriháttar kárínur. Mér kom óðar til hugar, að nú hefði Jón farið of djarflega um björgin. En svo var ekki. Drangeyjarbónd- inn hafði brugðið sér á bak full ólmum hesti með þessum afleið- ingum. Liklega komið niður á stein. — 0 — P’agranes er á Reykjaströnd, um það bil sjö kílómetrum norðan við Sauðárkrók. Vegurinn liggur meó undirhliðum Tindastóls; þar er grýtt víða og snarhallar land- inu niður að sjónum og sýnist graslendi fremur af skornum skammti. Þarna verður snemma kvöldsett austanundir fjallinu. En á heiðríkum degi siglir Drangey eins og skip úti á logn- værunni, sem verður^líkt og bráð- ið gull um miðnæturleytið. Kerl- ingin við Drangey er eins og stór bauja og Þórðarhöfði langskip, sem snýr stefninu vestur á fjörð- inn. Bærinn í Fagranesi stendur of- arlega í túninu, sem hallar niður til fjarðarins; jörðin sæmilega stór, sagði Jón og auk þess nýtir hann Reyki á Reykjaströnd, norð- ar með firðinum. Af þessu sést, að ýmsar stoðir standa undir búskap Jóns Eiríkssonar og ekki má gleyma grásleppunni, sem veiðist beint framundan bænum. Mér þótti samt forvitnilegast að heyra um bjargsigið og eggjatök- una í Drangey. Um það snerist tal okkar að mestu, þegar inn var sezt i Fagranesi og Jón dró fram ágæt- ar myndir, sem teknar höfðu ver- ið í Drangeyjarförum. Þar voru meðal aniíars myndir frá Drang- eyjarför 1965, þegar ísinn var fyr- ir Norðurlandi. Þá voru kal- og kuldaár, en eggjatakan í Drangey bregst ekki fyrir þvi. Það eru einkum misskildar aðgerðir mannsins, sem valda því að eggja- takan minnkar og verður komið að því síðar. Jón í Fagranesi hefur farið „fram“ að staðaldri siðan 1951. Mér varð á að hvá í fyrstu, þegar Jón var að tala um þessar ferðir sinar fram. Þetta er talsháttur hér og merkir til Drangeyjar. Á Reykjaströnd fara menn lika „fram i Varmahlíð,,", sem er í suður og gagnstæð átt við Drangey og er óneitanlega merki- legt að hægt skuli að fara bæði í norður og suður og hvorttveggja er fram. En sem sagt; Jón byrjaði að siga i Drangeyjarbjörgin 1951, árið eftir að við tókum landsprófið, og hefur farið árlega siðan að tveim- ur vorum undanteknum. Oftast hefur verið farió frá Sauðárkróki og fenginn stór bátur til fararinn- ar, en smábátur hafður með til að komast í land. Og þá má nú gera því skóna, að Jón bóndi hafi verið i essinu sinu, þegar hann leit björgin, kvik af fugli. Drangeyjarvertíðin er síðla i mai; yfirleitt var verið í viku, en stundum allt uppí hálfan mánuð. Fyrir 1950 höfðu bjargsig og eggjatökur legið niöri um hríð, en þá var farið að renna hýrum aug- um til eyjarinnar að nýju. Eink- um fóru menn þá að stunda fugla- veiðar við eyna og voru stundum 4 eða 5 bátar í þeirri útgerð. Fugl- inn var veiddur þannig, að snörur voru lagðar á fleka, enda bannað að skjóta. Það er geldfugl, sem þannig veiðist og það er jákvætt fyrir varpið eins og bezt kom í ljós af eggjatökunni. 1 fyrstu fengust rúmlega 3 þúsund egg, en eftir að snöruveiðin hafði við gengist um nokkurn tima, fór eggjatakan uppi 10—12 þúsund egg. „Það var gamalla manna mál, að varp minnkaði, ef fugl væri ekki veiddur" sagði Jón, „og það kom áþreifanlega í ljós á þessum árum. Ég sá i skýrslum, að mest voru veiddir 200 þúsund fuglar við eyna eitt vorið. En meðaltalið var eitthvaö i kringum 70 þúsund: Langvía, lundi og álka. Árið 1963 varð jarðskjálfti sem olli hruni í eynni og eyðilagði varpstaði og tveimur árum síðar voru sett van- hugsuð lög: Fuglaveiðar við Drangey voru bannaðar. „Og hvaða afleiðingar hefur það haft?“ „Geldfugii hefur fjölgað geysi- lega og varpið hefur minnkað. Annars þyrfti maður að vera frammi og taka sigið eins og gert var áður til þess að geta til fulls gert sér grein fyrir afleiðingum veiðibannsins. En það er að sjálf- sögðu ekki sama, hvernig fuglinn er veiddur. Fyrir 1950 fóru menn fram og skutu á fuglinn í neðstu sillunum í bjarginu. Þá féll eggja- fuglinn til jafns við geldfuglinn og allir gátu verið sammála um, að það var ófært.“ — 0 — Jón í Fagranesi man vel, þegar hann seig fyrst í bjarg frammi í Drangey. Lærimeistari hans var Maron Sigurðsson, frægur sig- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.