Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Page 8
Meðfylgjandi grein og myndir er framlag Lesbókar til að minnast listakonunnar Bar- böru Árnason, sem lézt fyrir aldur fram rétt fyrir síð- ustu áramót. Bar- bara var í hópi þeirra listamanna, sem lagt hafa Les- bókinni lið og fyrir þremur árum teiknaði hún til dæmis forsíðu- mynd á jólablað Lesbókar. Yfirlits- sýning á verkum hennar að Kjar- valsstöðum fyrr í sumar, vakti verð- skuldaða athygli. Eins og þar mátti svo vel sjá, var Barbara jafnvíg á margskonar tækni. Aðalsmerki henn- ar var þó, að hún gat gert undra fall- egar myndir, sem um leið voru feyki- lega vel gerðar og sterkar myndrænt og þrátt fyrir blíð- una í innihaldi þeirra, voru þær aldrei væmnar. Það var einmitt þessi einstæða blíða og velvilji, sem var meginein- kenni Barböru. Því miður er það sjald- gæf sameining að vera stórbrotinn listamaður og dýr- leg manneskja. En þannig var Bar- bara Árnason, — og þessvegna verð- ur alltaf Ijúft að minnast henn- ar. GS. Grafíkmynd eftir Barböru Ámason. Bragi Ásgeirsson Þrjðr myndir -þrjú tímaskeiö Um list Barböru Árnason I tilefni sýningar ö verkum hennar ö Kjarvalsstööum fyrr í sumar Sjálfsmvndina á forsfðu inálaði Barbara Arnason árið 1941 í vatnslitatækni og mun þetta eina varðveitta sjálfsmynd hennar, en hún kann að hafa gert fleiri en eyðilagt þær. Enginn mun hafa fengið að sjá neitt af verkum hennar fyrr en þau voru fullgerð og eru því hér engar tiltækar heimildir. Sjálfsmyndin ber greinilega vott hinnar ensku skól- unar listakonunnar, hér er ensk hefð f vatnslitatækni meðhöndluð á ffngerðan kvenlegan hátt. Svip- ur listakonunnar ungu er einlæg- ur og opinn og svo er sem hún bfði einungis eftir að hefja það Iffsverk er við nú þekkjum mörg svo vel. Er eftirtektarvert að lista- kona sem teiknaði og málaði jafn- mikinn fjölda barna- og manna- mynda skyldi leggja svo litla rækt við að festa eigin ásjónu á blað eða léreft, og var þó andlits- form hennar sennilega mynd- rænna og konan glæsilegri flest- um þeim er hún gerði skil. Máski stafar það af þvf hve mikið hún lagði jafnan af sjálfri sér f allar myndir sínar, þær endurspegla hina nærfærnu innri vitund lista- konunnar, en annars lýtur fjöldi sjálfsmynda myndlistarmanna, engum sérstökum lögmálum að því er best verður séð. Þannig •iggja jafnvel engar sjálfstnyndir eftir marga þeirra, er engu sfður voru uppteknir af eigin sjálfi en þeirra er máluðu fjölda sjálfs- mynda. Sjálfsrýni og hin áleitna spurning um takmark og tilgang sjálfsins leitar á flesta f einhverri mynd, og hér hefur listakonan Barbara Árnason fest ásjónu æsku sinnar á blað eftir að marka list sinni stærri afrek. Þessi mynd er fyrir margt einkennandi fyrir myndstfl Barböru um all- langt skeið og mettuð viðkvæmni æskunnar f pensildráttum og meðferð litaskalans. Við upphaf fimmta áratugsins gerist breyting á myndstfl Bar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.