Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 9
Oddur Guðmundsson Portret eftir Barböru Árnason böru, hún tekur þá að metta myndflötinn skreytikenndum rík- dómi smáforma en án þess að uin ofhlæði sé að ræða, þetta kemur vel fram í gouache- eða vatnslita- myndum af Valgerði Þorsteins- dóttur Briem og einnig Rann- veigu Tómasdóttur, en mér varð á að tfmasetja þær ranglega f list- dómi um hina nýafstöðnu minn- ingarsýningu á list Barböru, en þær myndir munu báðar málaðar á árunum 1950—‘52. Þessar myndir eru ekki jafn vel þekktar og margar aðrar útgáfur á hinum skreytikennda stfl, en her koma þó fram bestu kostir listakonunnar, — næm tilfinning fyrir litablæbrigðum og uppbygg- ingu smáforma þar sem ótal smá- einingar mynda trausta og áhrifa- rfka myndheild. Það þarf allt f senn næmleika, kunnáttu fyrir handverkinu ásamt tilfinningu fyrir fyrirmyndinni til að ná fram árangri f slfkum vinnu- brögðum. Myndin af Valgerði Briem hér á sfðunni er gott dæmi um alla þessa eðliskosti, — við þekkjum þessa konu aftur, ffn- leiki hennar og dekoratfv skap- gerð í gegnum myndheildina alla. Ekki aðeins útlitið er sannverð- ugt, heldur og einnig er hin fágæta persóna lifandi komin og hennar margbrotna taugakerfi og óvenjulega persóna. Allt þetta er undirstrikað með dökkleitri slikju myndheildarinnar þar sem dökkblátt, svart og rfkdómur jarðlita ræður ríkjum, menn taki hér eftir hinni samræmdu mynd- hcild, sem svo mikið hefur verið borið f. Hér er um óvenjulega sálgreiningu að ræða f fslenzkri portrettmyndagerð, allt samein- ast til að lýsa persónunni, lftir, form, yfirbragð persónunnar, klæðaburður, bakgrunnur og ffn- legar hcndur. Hér er sannarlega ekki um neinn uppdrátt á útliti fyrirmyndarinnar að ræða, held- ur dýpri skilning á eðli og til- gangi mannamyndagerðar. Vel hefði verið ef Barbara hefði feng- ið að þróa þcnnan stíl með næg- um verkefnum. Þriðja myndin er graffkmynd af sofandi telpu og hún er að mfnu mati ein af beztu myndum Barböru f þessum nýstfi er mark- aði merkilegt landnám hin sfðustu f jögur ár Iffs hennar. Hér hefur hún hreinsað flötinn af öll- um smáformum og hér hefur hún náð markverðum árangri f þeirri viðleitni að taka hið einfalda f þjónustu sfna og vinna f stórum afmörkuðum myndformum er spanna allan myndflötinn. Barbara er ekki upphafsmaður þess að mála á krossviðarplötur og þrykkja sfðan, en menn hafa yfirleitt notað aðrar litategundir en vatnsliti f þessu sambandi og tækni hennar virkar mjög per- sónulega. Að sumu leyti minnir þetta á einþrykk eða „mónotyp- ur“, en er öllu markvissara f út- færslu og býður upp á færri til- viljanir. Þá notar listakonan mis- munandi tegundir grófkornaðs hrfspappfrs til að ná fram vissri áferð er prýða megi myndheild- ina. Hér virkjar hún á skemmti- legan hátt reynslu sfna f gerð veggteppa á nýju tæknisviði og ferst það aðdáanlega vel úr hendi, og henni virðist vaxa ásmegin með hverju ári unz þau voru öll. Bestu eðliskostir listakonunnar koma ijóslega fram f myndinni af hinu sofandi stúlkubarni, yfir þeirri mynd hvílir djúp værð, einfaldleiki og sálræn samsemd með viðfangsefninu. Það liggur við að þessi mynd verði holdi klædd þvf að verund hennar nálgast skoðandann og grfpur til- finningar hans sterkum tökum. Hér rfkir allt hið einfalda, — litur, lfna og form — og um leið f háu veldi iistrænnar fegurðar. É6 0G ÞÚ ég sem veit ekkert þú sem veizt allt við sátum tveir í lautinni sem við höfðum fundið fyrir leyndarmál okkar og ræddum hvernig við ætluðum að ryðja braut fyrir fólkið þegar enginn myndi svelta —hve allt yrði fagurt við eldumst nú ferð þú varfærnum höndum um glös þfn granninn tekur hatt sinn ofan og hvíslar að konu sinni þarna fer hann fyrirmynd þjóðarinnar og stolt föðurlandsins en ég ég leitaði guðs leitaði guðs I þögninni þú talaðir fagurlega um velgengni þjóðarinnar og sagðir okkur —í trúnaði— frá peningunum afli þess sem gera skal hvernig viðflyttum þá í formi hráefnis frá villimönnunum og sköpuðum með tækninni margfeldi auðsins meiri þægindi til handa sonum okkar dætrum okkar og að ógleymdu öllu gamla fólkinu ég þagði en hugsaði getur það verið að ég sem veit ekkert viti meira en þú sem veizt allt. Marius Ölafsson LJÓÐ Ljóðræna lindin streymir létt fram af heiðarbrún, fellur í litla lækinn, liðast þar kringum tún. Börn sér á bökkum una, búa til menn og skip. Allt ber i geislagliti gleðinnar bjarta svip. Mínum í heitum huga hátt ber þig söngsins mál, einlægt sem æskugleði ólgandi i mannsins sál. Vertu á vegferð þjóðar vegmóðum lindin skær, heilnæm og öllum opin uppspretta hrein og tær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.