Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Side 10
Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum ÞEIR SKÝLA FJOLL... Islendingar hafa löngum búió við miklar andstæður hins ytra lífs. Sólbráð og sumargróður, haustregn og hríðarbyljir, vor- birta og vetrarhúm knýta, hvert með sínum einkennum, lífkrans hvers árshluta og móta þjóðina á vissan hátt frá einni kynslóð til annarar. Eins og afburðamaðurinn vek- ur á sér meiri athygli og lifir lengur í sögunni en meðalmaður- inn, þannig gnæfa þau ár eða árs- hlutar hæst i ljósi endurminni’ anna, sem í ríkustum mæli hafa sýnt mátt hinna íslenzku nátt- úrueinkenna, annaðhvort blítt eða strítt. Þau eru tindarnir, sem koma fyrst í ljós upp úr þokuhafi hins hálfgleymda, liðna tíma, og mynd þeirra verður oft skýrari í hugum einstaklinganna, þegar ár- in verða fleiri og minnisgáfan ein- hæfari í heimi ellinnar. Fátt mun nú þaö fullorðið fólk á íslandi, sem ekki hefur heyrt feð- ur eða mæður, afa eða ömmur tala um andstæðurnar i veðráttunni á árunum 1880, 1881 og 1882. Þessi ár standa saman í skæru ljósi minninganna líkt og 3 tindar, einn fagurgrænn og sólroðinn, en tveir hvitir og isum lagðir, svo að frá þeim leggur napran gust og svala likt og frá stórum ísum lagð- ir, svo að frá þeim leggur nap-tn gust og svala líkt og frá storum hafisjaka í norðlenzkum vorharð- indum. En á þessum harðindaár- um og öðrum slíkum á seinni hluta 19. aldarinnar óx til þroska sú kynslóö, sem i daglegu tali seinustu áratuga hefur verið nefnd „Aldamótakynslóðin". Sú kynslóð fóstraði síðar þá erfingja, sem liföi bernsku sína og æsku á fyrstu áratugum þessara aldar og öðlaðist hjá ýmsum heilið „Kyn- slóð ungmennafélaganna." Þegar litið er yfir þau ár á liðnum öldum, sem sýna hamfarir íslenzkrar náttúru, þá virðist veturinn 1917—18 geta verið þar ofarlega á blaði. Haustið 1917 var um margt óglæsilegt. Sumarið hafði heilsað fremur vel, en langt maíhret tafði nokkuð fyrir gróðri, og mikil þurrviðri í júní og júlí drogu mikið úr sprettu. Sláttur hófst þvl víöa í seinna lagi. 1 Dalasýslu varyfirleitt ekki byrjað að slá fyrr en éftir miðjan júlí. Um heyannatímann var veðrátta fremur hagstæð á þessum slóðum. Norðanvindar voru stöðugír, þeg- ar leið á sumarið. Heyskapur sólt- ist seint vegna lítillar sprettu, en nýting heyja var góð. Þegar tók að líða að mánaða- mótum ágústs og september fóru að berast raddir um það, að nauð- synlegt væri að seinka haustleit- um, svo að menn gætu ótruflaðir haldið sig að heyskapnum eins lengi og mögulegt væri. Þetta var til þess, að yfirvöld heimiluðu, eða jafnvel valdbuðu frestun á fyrstu haustleitum í mörgum hér- uðum landsins. Fyrsta leit var framkvæmd 1 Dalasýslu þetta haust mánudag- inn 24. september. Að niorgni þess dags var drungi mikill í lofti. 1 dögun var austurloftið sveipað morgunroða, sem eyddist með birtingunni. En 1 sama mund dró upp þykkni mikið, og hugðu sum- ir leitarmenn að allra veðra von gæti verið, þegar liði á daginn. Það skeði þá ekkert sögulegt i ríki veðráttunnar þennan dag. Þessi sami dumbungur hélst að mestu óbreyttur til kvölds en fór þó heldur vaxandi, þegar leið á dag- inn. Leitin gekk því vel, og kom- ust söfn af öllum afréttum til rétt- ar áður en dimma tók, en haust- leitir taka aðeins einn dag í öllum hreppum Dalasýslu. Á þriðjudagsmorguninn var öðruvfsi um að litast. Um það Ieyti, sem réttarstörfin hófust var kominn þykkur hríðarbakki, sem huldi allt fjalllendi norðan og vestan byggðarinnar. Þetta veður hélst allan daginn og tvo næstu daga. Á miðvikudaginn, þegar eft- irleit var framkvæmd, óðu leitar- menn stundum snjóinn í mitti í dýpstu dældum. Hriðinni slotaði aö þrem dögum liðnum, en snjór- inn, sem hún skildi þá eftir á fjöllum, fór ekki fyrr en næsta sumar. Eftir réttardagsnóttina voru stöðug næturfrost allt haust- ið, og fáir voru þeir dagar að ekki væri eitthvert frost. Þegar farið var að safna fé til slátrunar, varð að reka það yfir isilögð vatnsföll. Veturinn gekk svo fljótlega í garð milli fjalls og fjöru, og um 20. október mátti segja að kominn væri vetur í fyllsta mæli. Frost og hriðar en þess á milli hlákur, sem eftir einn sólarhring breyttust i vestanhryöjur og síðan í norðlæg- an gjóst með vaxandi frosti. Á þessu gekk fram í nóvemberlok. Þá tók við vaxandi norðanátt, stórhriðar og frosthörkur, og vet- urinn í heild átti fáa sína líka í vitund þeirra, sem lengst mundu. Það mátti því með sanni segja, að koma skammdegisins væri að þessu sinni mjög ömurleg og ekki til þess fallin að glæða víðsýni og félagsþrótt í slrjálum byggðum þar sem þröngir, kaldir og dimmir torfbæir voru víða einu vistarver- urnar, sem fólkið átti við að búa. Heiftþrungin styrjöld geysaði úti í löndunum. Barist var á sjó og í löndum, og hin fáu skip, sem fluttu vörur milli Islands og ann- ara landa, voru jafnan yfirvof- andi hættu um þessar mundir. Matvæla og eldsneytisskortur stóð nærri dyrum landsmanna, og verð á erlendum varningi var svo hátt, að flestir urðu að gæta að hverri krónu, sem borguö var, að hún færi ekki nema fyrir allra nauðsynlegustu hluti. Á þessum tímum var margt æskufólk i Hvammssveit í Dala- sýslu og þótti margt af því hafa allgóðar námsgáfur. Tveir ungir piltar i sveitinni höföu byrjað langskólanám og stundaö það tvo undanfarna vetur. Þeir lásu báöir heima i þetta sinn. Það var svo dýrt að vera í skólunum. Ein stúlka hafði stundað nám í kenn- araskólanum en átti þar eftir einn vetur. Hún frestaði námi þennan vetur, sem önnur bekkjarsystkini hennar, því aö starfsemi skólans lá mikið niðri um veturinn. Sjó undanfarna vetur hafði starfað unglingaskóli i Iljarðarholti á vegum séra Ölafs Ólafssonar. Sá skóli hætti störfum þetta ár, með- al annars vegna þess að búist var við erfiðleikum með að draga að honum föng. Flest ungt fólk í Hvammssveit- inni var heima þennan vetur. Illt árferði og dýrtið hélt að nokkru námslöngun þess og framaþrá i viðjum vetrarfrosts og veðra- brigða. En á sumum bæjum sveit- arinnar voru i vörslu skráð gild- andi lög ungmennafélagsins í sveitinni, en það félag bar nafn konunnar, sem nam land í Hvammi. Bezti skrifari ung- mennafélagsins hafði þá fyrir rúmu ári lagl það á sig að hand- skrifa jafnmörg eintök af félags- lögunum og heimili félaganna voru mörg. Var þessum eintökum dreift um sveitina Innan á saur- blaðsörkina voru eftirfarandi orð rituð með smáu letri: Þann úrkost á sá, sem í örbirgð er smár að unna þvi göfuga og stóra. Þessi orð létu ekki mikið yfir sér, en það var eins og þau minntu á framaþrá æskunnar, sem mókti á vissan hátt í nepju skammdegisins en svaf þó ekki, heldur var viðbúin að hlýða hverju kalli, sem minnti á sól og vor. Sunnudaginn 25. nóvember var hægviðri með vægu frosti. Aflið- andi hádegi þann dag sáust nokk- ur ungmenni á ferð og halda i áttina að Hvammi í Hvammssveit. Þar stóð þá fundarhús sveitarinn- ar, lítið timburhús með rútnlega 20 fermetra grunnfelti. Hús þetta var áfast við prestsseturshúsið þannig, aö lágur skúr tengdi hús- in saman. I þetta litla fundarhús var nú haldið, sezt þar á bekki og búist um til fundarhalds. Fundar- mannahópurinn vaf ekki stór, að eins 12 mann ;. Þó var tekið strax til starfa. Dagskrá fundarins var samin og vinnubrögðum hagað eftir henni. Að sjálfsögðu var byrjað með söng. Stjórnskipaður framsögumaður ákveðins málefn- is kom með þá tillögu, að félags- menn læsu rækilega Islendinga- sögurnar þá um veturinn, einkum Laxdælu, og var hugmyndin að taka efni hennar til meðferðar á fundum félagsins, þegar liði á vet- urinn. Fyrirhugað var að gefa út blaðið Félagsóm, eins og undan- farna vetur. Samþykkt var með almennri ánægju að hala jóla- skemmmtun og var haft í huga að leika þá einhvern smáleik. Að síð- ustu upplýsti formaður félagsins, að góður gestur mundi heimsækja félagið að hálfum mánuði liðnbm Jón A. Guðmundsson frá Þor- finnsstöðum í Önundarfirði, eða Jón ostagjörðarmaður, eins og hann var oftast nefndur á þessum slóðum. Maður þessi hafði sumar- ið áður tekið á leigu þinghús Saurbæinga að Kirkjuhóli og unn- ið þar að svonefndri gráðosta- gjörð. Um sama leyti var stofnaö ungmennafélag í Saurbænum, og var Jón A. Guðmundsson einn af stofnendum þess. Á þessum árum voru aðeins fjögur ungmennafé- lög í Dalasýslu. Þessi félög voru: Auður djúpúðga í Hvammssveit. stofnað árið 1909, Ólafur pái i Laxárdal, stofnað árið 1909. Dög- un á Fellsströnd, stofnað árið 1916. Stjarnan i Saurbæ, stofnað árið 1917. Formaður ungmennafé- lagsins Auður djúpuðga var var á þessum árum Sigmundur Þorgils- son frá Knarrarhöfn. Hann upp- lýsti á áðurnefndum funoi, að Jón A. Guðmundsson mundi að for- fallalausu koma að Hvammi sunnudaginn 9. desember. Mundi hann ferðast milli ungmennafé- laga i Dalasýslu og flytja vekjandi fyrirlestra. Ennfremur væri ætl- un hans að undirbúa stofnun hér- aðssambands meðal ungmennafé- laga héraðsins. Hann mundi beita sér fyrir því, eins og Sigmundur orðaði þaö, að félagið okkar litla, sem verið hefði hingað til eins og einstæð planta, yrði nú fest sem grein á uppvaxandi þjóðarstofn. Fólkið hugði gott til að koma sam- an aftur að tveim vikum liðnum. En kalt var nú þarna í óupphit- uðu timburhúsinu og kom þá sannarlega að góðum notum, að ungmennafélagið átti harmon- ikku, sem gripið var til að fundin- um loknum. 1 einu horni þing- hússins var geymt bókasafn sveit arinnar. Þangað var leitað áður en farið var af stað. Þar var að finna ýmsa kærkomna kunningja, sem liklegir væru til aö stytta stundirnar næstu kvöldin. Dagarnir liðu. Skammdegissól- in var falin að skýjabaki. Loftið spáði vaxandi úrkomu, bleytu- hriðum eða frostbyljum. Snjórinn jókst dag frá degi, og svellin urðu fleiri og víðáttumeiri. Laugardag- inn 8. desember var heiðrikt veð- ur. Þá kom fundar- eða fyrirlestr- arboðið á sveitarendann eftir ferðalag sitt um sveitina. Það komst leið sina i tæka tið, þótt hríðarveður undangenginna daga hefðu tafið ferð þess. Sunnudagurinn 9. desember rann upp' heiður og fagur, en norðankæla var og mikið frost. Um hádegisbilið komu í ljós nokkrir smáhópar úr „uppsveit- inni“, sem héldu að Hvammi. Ekki var þetta fólk allt í ung- mennafélaginu. Þarna voru, með- al annara, nokkrir miðaldra bændur, sem köstuðu búsáhyggj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.