Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Side 6
Vorió er varla komið, en fölt sólskin gefur deginum léttleika, sem lengi hefur verið saknað. Vorið er að boða komu sína. Sumir íbúar bórgarinnar grípa til léttari fata. Andlit borgarinhar skiptir um svip. Hún er eins og sjúklingur, sem er að byrja að hjara við en verður samt að fara mjög varlega til þess að honum slái ekki niður aftur. Jafnvel Lúxembúrggarðurinn hefur fengið nýjan ilm og raki jarðvegsins er ekki eins óvinsamlegur og hann var í gær. Börnin hafa fyllzt von um bjartari tið og leika sér af meira kappi. Ungu vinkonurnar tvær eru búnar að borða og jafna sig eftir matinn og ætla að fara i smágöngu í fölskvafullri vorblíðunni. Þær ætla að ganga niður á Signubakka í gegnum Latínuhverfið. I Lúxembúrggarðinum verða á vegi þeirra ungir elskendur, sem Ieiðast, maðurinn held- ur yfir um öxl stúlkunnar, þau ganga hratt og tala mikið. Þegar þær eru komnar á breiðgötu Heilags Mikjáls fara elskendur í ýmsum tengslum hjá. Fulltrúar flestra kyn- flokka ber fyrir augu, blandaðir innbyrðis á ýmsan hátt. — Hefur Jóhann ekki kynnzt neinni franskri? — Kynnzt áreiðanlega, en hefur ekki verið með neinni svo ég viti í vetur. — Les hann svona mikið, að hann má ekki vera að því? — Já, ég held að hann lesi mikið, hér verða menn að lesa mikið ef þeir ætla sér eitthvað. Annars held ég að það sé ekki ástæðan, ég held að hann hafi bara mjög lítinn áhuga yfirleitt, mér finnst þaö einhvernveginn á honum. — Af hverju heldurðu að það sé? — Ja, ég get ekki almennilega lýst því, tillitsleysi og kuldaleg framkoma. Ég get samt ekki sagt að ég finni að honum sé illa við okkur, og ég held ekki að hann sé hommi. Seinustu orðin fá Önnu til að stanza og horfa undrandi á vinkonu sína. — Nei, ég hef nú aldrei heyrt annað eins! Hvernig dettur þér þetta í hug? — Na nú, ég held að það sé nú litið að láta sér þetta i hug, en hann er það ekki, ég hefði fundið það. Það er einhver önnur ástæða fyrir þessu kvenhatri hans. Anna spyr ekki meir. Þær ganga áfram, skoða bóksölu- kassana á bökkum Signu, Notre Dame og að síðustu Sainte Chapel, sem Jóhann hafði sýnd Sisu kaldan sunnudagsmorgun um veturinn. Þegar degi tekur að halla þarf Disa að skilja við vinkonu sína, sem hún sendir beinustu leið upp á Montparnasse. Dagblámi himinsins dökknar og hin bláa stund slær töfrasprota sínum yfir borgina, dregur þunna bláa slæðu milli augna manns og hlutanna i kringum mann. Anna gengur rólega sem í leiðslu heim á hótel. Hún veit ekki fullkomlega af því sem er að gerast í kringum hana. Himinninn er næstum heiður, dýpt blámans verður alltaf meiri og meiri. Þar sem miskunnarlaus birta götuljósanna eyðileggur ekki áhrifin, er sem grár steinn- inn taki hamskiptum, áferð hans verður mjúk og útlínur allar mildast. liturinn dýpkar áfram og snögglega er ljóslind hans þorrin. Myrkrið rikir. Köld rafmagnsljósin lýsa manninum leið. Birta þeirra er stöðug og sterk, en hún afskræmir allan lit. Hún sýnir hlutina i tillitslausu ljósi. XXX — Sæl. — Sæll. — Ertu búin að fá þér apperítiv? — Nei. Hann pantar tvo Raphael. Henni finnst hann vera vandræðalegur og óöruggur. Hún er dálítið reið yfir því, að hann skuli ekki sýna meiri ánægju yfir að vera með henni. Það vottar fyrir þvingaðri kurteisii framkomu hans. Kannski finnst honum, að hann eigi henni skuld að gjalda fyrir þessi fáu skipti, sem þau höfðu hitzt áður og haft gaman af að tala við hvort annað — og þetta eina skipti, sem hann fór á fjörurnar við hana í ölvímu og hún galt í sömu mynt. Yfir matnum verður hann eitthvað öruggari. Þau tala um kunningja heima og atburði sumarsins. Hún finnur, að hann forðast að minnast á þau eða nokkuð, sem leitt gæti talið að partýunum, sem þau hittust í. — Langar þig ekki stundum heim? © Saga eftir Þorvarö Helgason STöari hluti Hann brosir, horfir framan í hana, tekur vínglasið og fær sér góðan sopa. — Heim og ekki heim. Hvað er það að langa heim? ITitta fólk og sjá land. Hvort tveggja, eða annað sér- síaklega. Hreinskilnislega langar mig meira heim til að sjá landið. Það er eins og skemmtileg sparisjóðsinneign, eyjan þarna norður i hafinu. Inneign, sem hægt er að gripa til þegar maður er orðinn þreyttur á að puða i þessum meginlandsskit. Ef maður á þá lengur rétt til hennar. — Er hægt að missa rétt til sparisjóðsinneignar, ef hún hljóðar upp á nafn manns? — Nei, sennilega ekki lögfræðilega séð, en hver veit nema viðkomandi þori ekki að kannast við nafn sitt þegar það er kallað upp, það gefur sig enginn fram, hann stendur hljóður hjá, það hljómar ókunnuglega í eyrum hans, framburðnrinn er orðinn honum framandi, hann getur ekki iengur gegnt því, það verður strikað út. — Hvað meinarðu? — Meina ég? Ekkert nema það sem ég er að segja. Hann hafði talað hratt eins og hann hefði hálf veigrað sér við að segja þetta, en henni var Ijóst að hann hafði ekki verið að hugsa þetta núna, hann hafði greinilega oft hugsað um það áður. Hún sér á andliti hans, að hann er ekki ánægður með að hafa sagt þetta, hann vildi gjarnan geta þurrkað orð sín út. Anna finnur, að návist hennar gerir honum erfitt fyrir. Þetta eru hugleiðingar fyrir einveru en ekki fyrir samræður. Hún ákveður samt að hlífa honum ekki. — Leiðist þér að vera íslendingur? Hann svarar ekki strax, horfir niður fyrir sig án þess þó að láta á sér sjá, að spurningin hafi komið honum á óvart. — Nei, mér leiðist það ekki, ég er meira að segja mjög þakklátur fyrir það, en ég er ekki aðeins íslendingur heldur líka Evrópumaður, sem lifir i samtímanum. Eigum við ekki annars að fá okkur góðan ost á eftir matnum. Skyldu þeir ekki hafa góðan, mjúkan Camembert hér? — Nei, ég vil ekki ost, sízt þennan fýluost, sem borðað- ur er hér. — Forfeður þfnir átu margra ára jarðleginn hákarl og drukku með honum brennivín, og þóttust góðir menn. — Mér er alveg sama, hún Dísa benti mér á góðan eftirmat, Montblanc minnir mig að það heiti. — Já, auðvitað, sætindi. Skyldi ekki hákarlinn hafa runnið eins yel á tungunni með brennivíninu og osturinn með rauðvíninu? Þegar islenzkir skemmtiferðamenn koma til Parísar og bjóða manni að borða, þá er það kallað snobberi ef maður fær sér ost. En ég er viss um, að sá sem borðar myglaðan ost með vini er nær Hákarlsog- brennivínsíslendingnum en hinn, sem borðar sætindi og ávexti! Þegar þau eru komin út í hressandi kvöldloftið, spyr hún hann hvað hann ætlist fyrir þegar hann sé búinn með námið. — Ég veit það ekki, er mikið fyrir mann að gera, kenna, láta æskuna bölva sér eins og við bölvuðum kennurunum okkar í skóla? Annars hugsa ég ekki mikið um það, það þarf að leysa úr öðrum spurningum fyrst. — Er þig ekki farið að hlakka til að standa á eigin fótum, eignast konu og börn? — Til hvers konu og börn, börn til að halda þessari vitleysuáfram? Ég vildi fyrst finna einhvern tilgang í því, ég sé sem stendur enga ástæðu til þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.