Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Qupperneq 14
ÖskjuhlTðarþankar
Megrunar-
lindin
Lœragjö
effir Ásgeir Jakobsson
Heimasætan gerist
æ girnilegri
Það var eldsnemma, rúmlega
sjö, á laugardagsmorgni þann 10.
júlí aö ég rölti uppí Öskjuhlíð að
njóta sólar eftir langan dumb-
ungskafla. Ég fann orðið til dálít-
illar sektarkenndar gagnvart
þessari vinkonu minni og reyk-
visku heimasætu eftir langt fram-
hjáhald með öðrum og reisulegri
meyjum í nágrenni Reykjavíkur,
svo sem Esjunni og fleiri hennar
líkum. En nú þarf ég að endur-
nýja kynnin, og kominn heim eft-
ir langa útivist, sá ég strax margt,
sem hafði dulizt mér í hlaðvarp-
anum. Öskjuhlíðin er eins og
meyja í vexti, hún þroskast og
blómgast með hverju árinu og
gesturinn sem man telpugopann
með fléttustýrin segir hissa:
— Mikið ertu að verða sæt
stúlka...
Hvaö var
á seyði?
Þar sem sól var enn á austur-
lofti. hélt ég austur f.vrir geym-
ana í leit að rjóðri að sóla mig í.
Nú sem ég stend þarna í hallan-
um og horfi yfir í Kópavoginn í
sofum, drynur í bíl og rykmökkur
gýs upp á veginum neðra í
brekkurótunum sunnan undir
hlíðinni sá vegur liggur að Naut-
hólsvíkinni.
Þetta drynjandi tryllitæki með
rykmökkinn á eftir sér stað-
næmdist á malarplani uppaf
fjörukambinum, þar sem stendur
langt og gult hús, þá tók ég eftir
því, að þar voru nokkrir bflar og
fólk á ferli. Hvern fjandann var
þetta fólk að gera þarna svo
snemma dags? Ætlaði það að fara
út að sigla litlu kænunum á vog-
inum? Ætiaði það f sólbað á stöll-
unum, sem höfðu verið hlaðnir til
þess, þegar víkin var baðstaður?
Ætlaði það kannski að hundsa
heilbrigðisboðorðin og baða sig f
sjónum? Ekkert af þessu virtist í
býgerð og ég kom því ekki fyrir
mig, hvað þarna gæti verið að
gerast, svo að ég ákvað að skokka
niður eftir.
Ég fór léttan niður hlfðina,
enda í svo góðri þjálfun eftir
gönguferðir minar á fjöll með
þeim Étivistarmönnum, að ég
veit það ekki lengur, nema stoppa
og aðgæta það með hæðarmæling-
um, hvort ég er að fara upp eða
niður brekku.
Þegar ég nálgaðist bflana, sá ég
konur baukuðu sér upp við þá en
karlmenn stóðu álengdar og
horfðu til þeirra. Þær vóru að
tína af sér spjarirnar. Sú athöfn
er vissulega ein af undirstöðuat-
höfnum mannlífsins og útá hana
hefur margur maðurinn fæðst og
alltaf er nú þetta forvitnilegt
verk — kona að hátta —. Þó að
mestu skipti f hvaða tilgangi hún
háttar.
Angi af
n áttúrustef nunni
Það sækir á fólk í vestrænum
menningarríkjum svonefndum,
að þrá, náttúrleg lífsform. í list-
um er leitast við að líkja sem
mest eftir frumstæðum trumpu-
slætti skógarmanna og hellis-
myndun frummanna og menn
hafa nú heldur betur fundið fyrir
þessari þrá almennt í Iffernismát-
anum þar sem er hippalýðurinn.
Þessi strípárátta, sem nú fer eins
og logi yfir akur í vestrænum
löndum, er framúrstefna einskon-
ar mislukkaður surrealismi.
Berrassað fólk á asfalti eða í
borgarumhverfi er hjákátlegt og
særir augað og hjartað og ergir
skynsemina. Bert mannsholdið
fellur ekki vel við borgarum-
hverfið. Nakin kona á steinsteyp-
unni er eins og blóm, sem fallið
hefur á gangstétt. — Hins vegar
myndi allshert fólk sóma sér vel á
beit úti f guðgrænni náttúrunni.
Þegar fólk vill ieita uppruna síns
í einu eða öðru tilliti þá verður
það að gæta þess, að gera það f
samsvarandi umhverfi. Sem sagt:
Stripaður maður á almannafæri í
borg, á þar ekki heima fremur en
maður á lakkskóm með pfpuhatt
og f kjólfötum í fjallgöngu.
Heilsulindin
Læragjá
Þegar ég hafði uppgötvað hvað
var að gerast við bílana. vissi ég
til hvers þetta fólk var komið. Það
ætlaði, a.m.k., eitthvað af þvi, að
baða sig í hinni frægu Læragjá,
eins og margir nefna þessa nýju
heilsulind, sem fellur úr Öskju-
hlíðinni. (Rasslind, eins og sumir
nefna Lindina finnst mér
ósmekklegt, en óneitanlega rétt-
nefni). Ég hafði aðeins heyrt
þessarar heilsulindar getið svo og
þess að meiningar væru deildar
um ágæti hennar. Nú gafst mér
tækifæri eldsnemma morguns að
fylgjast með heilsuræktinni.
Vatnið í Læragjá er affall frá
hitaveitugeymunum uppi á
Öskjuhlfðinni, en einnig seytlar í
hana skurðvatn úr framræslu-
skurði í brekkukverkinni vestur
með hlíðinni. 1 rauninni er
heilsulindarfarvegurinn fram-
ræsluskurður, sem hefur verið
hugsaður til að veita vatnsagan-
um ofan úr hlíðinni og undan
henni til sjávar og þurrka upp
svæðið vestan við skurðinn. Veg-
urinn að bátanaustinu og gufu-
böðunum og reyndar öllum hin-
um gamla baðstað liggur yfir
skurðinn þar sem affallsrörin
koma í hann, en þau liggja senni-
]ega nokkurn veginn beint frá
geymunum efra.
Á 15—20 metra kafla neðan við
affallsrörin, hefur verið hlaðið
höggnu grjóti inná skurðfláana
og vatnið (ef það rennur) fellur
eftir þessum stokki framá fjöru-
kambinn, þar sem það fellur sfð-
an vftt niður í fjöruna.
Það er aðeins halli á hlaðna
skurðkaflanum og með því að
vatnið kemur (ef það kemur) úr
miklum halla ofan frá geymun-
um, þá hlýtur það að buna af
tniklum krafti úr rörunum og
rennslið í hlaðna skurðinum ætti
þvf að geta orðið allmikið, ef allt
er með felldu. Nú er það svo, að
það er einmitt á rennslinu sem
heilsubótin byggist. Konur halda
því ótæpilega fram, að spik renni
af lærum þeirra og þjóhnöppum,
ef þær sitji nógu lengi f læknum
og láti vatnið streyma um þessa
Ifkamshluta. Engin tímaákvörðun
liggur enn fyrir enda konur mis
stinnholda, ekki sízt á lærunum,
og verkið hlýtur því að vinnast
lindinni mishratt. Auk reynsl-
unnar, sem þær segjast hafa,
styðja þær þessa kenningu sína
þeirri jarðfræðilegu staðreynd að
ár og lækir flytji burt jarðveg og
eyði jafnvel heilum fjöilum og
hvf skyldi þá ekki, spyrja þær,
strumharður og heitur lækurgeta
flutt burtu hluta úr sitjanda eða
þykkvalæri ef nógu lengi er setið.
Þær kalla þetta vatnsnudd og mér
er fortalið að reykvfskar konur
flykkist orðið í Læragjá og sitji
þar flötum beinum daglangt og
njóti þess að láta heitan vatns-
strauminn Ifða um læri sín og
mjaðmir og vinna það erfiða
verk, sem lært nuddfólk með öll
sín hjálpartæki hefur gefizt upp
á
Þetta er vissulega eitthvað ann-
að en sú barsmfð, sem venjulega
fylgir megrunarnuddi. Hér við
rætur Öskjuhliðarinnar gæti ver-
ið að rætast óskadraumur allra
holdugra kvenna, en hann er sá
að fundin verði upp aðferð til að
gera þeim megrunarkúrinn ljúf-
an og eftirsóknarverðan; það
verði bókstaflega nautn að megra
sig. Það er viðurkennd bezta
stefnan að leita jákvæðrar lausn-
ar í hverjum vanda, ef þess er
kostur. Ég held að vatnsrennslis
kcnningin sé af þvf taginu.
— Njótið þess að megra ykkur.
Komið f Læragjá og látið hold
ykkar streyma notalega burt á
haf út...
Þar sem megrunin byggist á
öflugu rennsli eða straumi, þá
vekur það dálitla furðu, að í
Læragjá eru þrjú uppistöðulón;
það hafa verið hlaðnar stfflur á
þremur stöðum í stokknum og
þær mynda þessi lón, hvert svo
sem eins og tvær mannslengdir.
Stíflurnar hljóta náttúrlega að
draga úr gegnumstreyminu eink-
um við botninn, þar sem þörf er á
því sem öflugustu, þar eru lærin
stinnust og .mestan kraft þarf til
að vinna á þeim.
Þegar mig bar þarna að, voru
tvær konur að fara ofaní efsta
lónið eða hólfið, það er hólfið
næst affallsrörunum. Þær settust
flötum bcinum á skurðbotninn,
en vatnið var svo grunnt f hólfinu
að það náði ekki að renna fylli-
lega yfir læri þeirra og ógnvekj-
andi þykkildi ofan við lærin voru
öll á þurru. Það gat varla heitið
að það dreitlaði vatn úr rörunum
og skurðurinn mátti heita þurr
nema það hafði safnazt saman
hnédjúpt vatn við neðstu uppi-
stöðuna. Það hólf höfðu tveir
slompaðir náungar lagt undir sig
en þeir hefðu þó allt eins getað
verið f efsta hólfinu, þar sem þeir
bleyttu sig Ifka innan frá —
höfðu stungið flösku inní steina-
hleðsluna f skurðfláanum.
Eiginmenn, (eða það skyldi
maður halda), kvennanna, sem
voru í vatnsnuddinu, stóðu á
skurðbakkanum og horfðu ólund-
arlega á konur sfnar, en þær
brostu alsælar á móti. Þarna var
mikið hold, sem þurfti að fjar-
lægja, og Ifklegra verkefni fyrir
Dettifoss en þessa lækjarsytru úr
hitaveitugeymunum. Það kom á
daginn, að það hafði fleirum dott-
ið f hug að þörf gæti reynzt á
kraftmeira rennsli. Eg spurði:
—Ftnnst ykkur þetta hafa borið
árangur?
Mennirnir vóru seinir til svars.
Loks sagði annar:
— Það skiptir nú minnstu, hvað
okkur finnst. Þær segja að þetta
grenni þær, en þú sérð nú að
eitthvað er eftir þarna niðri í
skurðinum — Það þarf að auka
rennslið, sagði ég hughreystandi.
— Já, sagði nú hinn maðurinn
Framhald á bls. 16