Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 6
Svefnörar Smósaga eftir Ingibjörgu Jönsdöttur Það kemur oft fyrir, að ég þarf að hringja á Landspítalann. Símastúlkan segir kurteislega: ..Andartak", og þá byrjar siminn að hringja í eyra mér. Ég veit ekki, hvort nokkur annar en ég hefur tekið eftir því, hversu ólíkar hringingar frá skiptiborði Landspítalans eru öðrum. Burr. . . burr. . . burr. . . Ég verðsyfjuð. Ég bíð svæfingarinnar, ég sofna, ef ég berst ekki gegn henni. Sofðu, sofðu nú, segir hringingin. Síminn hringir, svæfingin virkar. Svefninn er bróðir dauðans. Sé það svona að deyja óttast ég ekki svefninn. Eða öfugt. Myrkrið umlykur mig. Myrkrið og tilfinningalaus sársauki. Ég rumska og held, að ég finni til, einhvern veginn hljómar hljóðlaust sársauka- vein í huga mér og innyflin eru rifin út, ég er tætt og löskuð innvortis, en mig dreymir aðeins sársaukann með- an ég þrái myrkur og svefn. Enga sára drauma. Enga martröð. Því má ég ekki sofa í friði? Til hvers á ég að vakna.„Vaknaðu! Vaknaðu!" segir falin rödd í fjarska og snarpur lófi klappar heldur óblíðlega á vanga minn. Eg veit ekki, hver þetta er, sem stendur þarna og segir nafn mitt endalaust upp aftur og aftur. Skipar mér að vakna. Ég ætla að vakna. Ég verð að vakna til þess, að þessi læti hætti og ég fái aftur að fara að sofa, þvi að svona er þetta alltaf eftir uppskurð. Það er svo auðvelt að segja já, en ég hef reykt of mikið of lengi. Ég er með kokið fullt af bómull og hálsinn er eins og sandpappír. Raddböndin neita að hlýða. Hvað er til ráða? Opna augun og kinka kolli? Ég geri það, en þessi hvítklædda vera, sem mótar fyrir við hlið mér, skilur mig ekki. Hún heimt- ar að ég tali. „Vaknaðu!" Eins og ég sofi með opin augun. Kannski geta einhverjir sofið með opin augun, en ég get það ekki. Skilur manneskjan það ekki? „Já," tekst mér loks að stynja, lágt og rymjandi, svo lágt, að enginn eyru hefðu greint þetta „já" mitt, nema óvenju næm heyrn, sem bíðureftir orðinu eða varahreyfingunum. Hvit- klædda veran kinkar kolli. „Gott," segir röddin. Ég ligg undir fannhvítri sæng og horfi á fannhvíta veggi. Nota þær Sparr eða Luvil til að fá allt svona hvítt eða suðu og blákku og aftur suðu með klór eins og manna kenndi mér? Eða er þvotturinn látinn frjósa til að verða hvítari? Er hann klappaður við steina í rennandi vatni eins og amma gerði? Mig langar til að snerta sængina mína. Hún er svolitið krumpuð. Ekki kryppluð eins og mér var kennt að væri rétt íslenzka, heldur blátt áfram krumpuð. En ég hef ekki mátt til þess. Ég get naumlega haldiðaugun- um opnum. Ég lít upp. Hvað er þetta, sem hangir þarna á stöng og lekur í gegnum slöngu, sem endar í handar- bakinu á mér? Siðan hvenær var tekið upp á því að láta blóðmör í plast og sprauta inn i fólk? Það er stórhættulegt. Það er áreiðanlega hættulegt að gefa fólki blóðmör beint inn í æð. Menn eiga að borða hann soðinn. Ég má ekki fá blóð úr neinum nema þeim, sem eru úr mínum blóð- flokki, en gefa öllum öðrum blóð í neyð Skrítið. Ég ér víst skritin skrúfa. En þaðereng- in kind, alls engin rolla í sama blóðflokki og ég. Ég er sann- færð um það. Ég verð að mótmæla svona með- ferð. Kalla, hrópa, öskra á þessa hvitu en ég get ekki kallað. Get ég staðið upp og skrifað henni? „Liggðu kyrr!" er sagt skipandi og hvitklædda veran er aftur komin að rúminu mínu. „Þú átt að liggja kyrr." Þetta er engin vera, þetta er kona, því að hún er í kjól. Mig minnir að karlmenn gangi ekki i kjólum, nema prestar og þeir eru i svörtum og Skotar, en þeir eru í pilsum og þau eru ekki hvít. Það man ég þó. Gott að muna eitthvað. Það rofaði til. Það var morgunn eins og Biblían segir og nýr dagur. Ég mundi allt. Gott! Ég tórði hann þennan líka af. Ég verð allra kerlinga elst. „Ég þarf að hringja." „Ég skal hringja," segir hvita kon- an. „Ég skal hringja, ef þú liggur kyrr." Ég gef henni til kynna, að ég skuli vera þæg, svo þæg. „Hvert á að hringja?" „Heim," segir þessi brostna, hrjúfa rödd, sem ég þekki ekki, en veit að er min rödd. „Láta vita. . . vöknuð. . . gekk vel." Hvíta konan fer. Ætli ég eigi eftir að tala alltaf svona — slitrótt og tistandi? Já, láta þau vita heima. Það er allt svo auðvelt núna. Þú dettur i veikind- in eða veikindin í þig, ferð á spítala, lætur skera í þig og hirða það, sem hirða verður, vaknar, lætur hringja heim og segja, að allt sé í lagi. Þetta er heldur ekki blóðmör heldur blóð úr einhverjum öðrum af þeim eina rétta blóðflokki. Ekki blóð lambsins. Mikið verða allir fegnir heima. Það held ég, að beðið hafi verið í ofvæni! „Það anz-ar enginn. Ég reyni seinna," segir sú hvíta. Enginn? Ég reiðist og eins og alltaf, þegar ég verð reið, langar mig í sígarettu. „Sígarettu?" „Það er bannað að reykja." Undarlegt, að hún skuli skilja þetta hvæs og stunur, sem heyrast, þegar ég tala. Ætli ég geti nokkurn tímann talað aftur? Og mér, sem þótti svo gaman að tala! Ég er farin að geta skimað um- hverfis mig. Það eru fleiri en ég þarna inni. Margir hafa svona poka eins og ég hangandi fyrir ofan rúmin sín, en í flestum er gler og vatn, ekki blóð og plast. Hvað er fólkið að pukra þarna? „Jú, hún er vöknuð, en dálítið óróleg. Á ég ekki að gefa henni sprautu áður en við sendum hana upp?" Sprautu! Þarna kom það! Ég vil heldur eiga barn en fá sprautu. Samt vilja þeir líka sprauta mann þá. Það er engu likara en þessar sprautur séu allsherjarlæknislyf. Sprautu fyrir upp- skurð, sprautu i svæfingarskyni, sprautandi blóði, sprautandi vatni, sprautandi penisillíni, streptómisíni og petitíni. Niður með allar sprautur. Leyfum fakirnum einum að pikka sig með nálum. Stofnum stjórnmála- flokk, sem hefur það eina markmið. þann heilaga tilgang að afnema sprautur. Förum á þing. Niður með sprautur! „Svona. Þér líður bara hálfilla núna." Illa? Nei, mér líður ekkert illa. Mér hefur aldrei liðið betur á ævinni. Ég þarf enga sprautu, ég er bara syfjuð og þið viljið ekki leyfa mér að sofna, nema ég fái sprautu til að sofna eins og þið vöktuð mig einu sinni fyrir löngu til að spyrja, hvort ég þyrfti eitthvað til að sofa af. Svona eruð þið. Ég get ekki mótmælt, því að ég er þegjandi hás og ekki get ég sofið með opin augun eins og allir hljóta að skylja. Bómullarkökkurinn í hálsinum á mér er alltaf að stækka. Hann nær niður fyrir sandpappírinn og nuddast við hann. Það er hálfsárt en ekki svo sárt að ég vilji fá sprautu. Hvað á ég að gera? Ég er hlekkjuð við rúmið með nálar í handarbökum og poka og flöskur dinglandi úr statíf- um yfir rúminu. Það hangir eitthvað við hliðina á því, sem erfast inni í mér og eitthvað stendur eins og spjót út úr maganum á mér. Ég reyni að kreppa fæturna og komast i fósturstellingu, en fæturnir vildu liggja beinir og stífir og ég réð ekki yfir þeim lengur. Ég lét augun aftur. Ég varð vitskert. Alveg gagga. Ég heyrði raddir. Það vita allir heilvita menn, að þeir eru geðbilaðir, sem heyra ankannalegar raddir. „Sofðu," sögðu raddirnar. „Farðu að sofa. Þiggðu sprauturnar. Við vilj- um vera veikar. Við viljum allar vera veikar og láta vorkenna okkur." Ég píndi sjálfa mig til að opna augun og allt varð með kyrrum kjör- um. Ég vil ekki vera veik og láta vorkenna mér. Ég hata veikindi og vorkunnsemi. Einu sinni vorkenndi ég mér í heila tvo daga og það voru andstyggilegustu dagar lífs míns og hafa þó margir verið slæmir. Ég var óþolandi. Ég vil vaka og gera allt og geta, sem mig langar til. En augnalokin voru svo þung. „Væææææ," söng rödd í fjarska. „Vííííí," tók ég undir. Hvernig á að svara svona heimsku- legri athugasemd? Með Sisl segir sososo, soso segir Sísí? „Farðu að sofa, farðu að sofa, það vill þig enginn," sagði röddin í fjarska. „Það beið enginn heima til að vita, hvernig fór með þig." „0, þegiðu," svaraði ég. „Þó hann hafi skroppið út í búð, greyið." Ósamræmi þessara radda skar hlustirnar og minnti á fiskiflugu, sem suðar á glugga. Maður brýtur saman dagblað og drepur hana, ef hún fer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.