Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 8
Hvers vegna notar fólk ekki "1 / 'X X skruðgarða borgarinnar ? TRÉN stækka ár frá ári og runnarnir verða þéttari og fallegri og þarna er víða skjól, sem vantar svo víða, þar sem gróður er skemmra á veg kominn. Borgin kostar verulegu fjármagni til þess að endurbæta skrúðgarðana og halda þeim í horfinu. En jafnvel þá sjaldan að sólin skín á höfuðstaðarbúa, verður að leita vel og vandlega til þess að finna þar lifandi mann. Flestir sjá þessa garða alls ekki; leiðin liggur framhjá þeim í stöðugum hraðferðum á bílum. Eitthvað hlýtur að vera að. Við getum alveg eins sleppt því að hafa garða, sem enginn notar. Og til hvers er að hafa allar þessar grasflatir, til dæmis á Miklatúni. Væri ekki skárra að taka eitthvað af þeim og búa til æfingavöll handa strákunum úr nágrenninu, þar sem þeir gætu sparkað bolta. Hvernig væri að borgin kæmi upp þó ekki væri nema einum tennisvelli. Hvergi er heldur að finna badmintonnet, þótt margir iðki þá iþrótt. Og kylfingar yrðu himinlifandi að fá smávelli með nokkrum par-3 brautum, sem auðvelt væri að koma fyrir. Það vantar sem sagt allt til alls nema gras og trjágróður, sem er gott svo langt sem það nær. En reynslan sýnir að það er ekki nóg. Garðar af þessu tagi heyra til fortiðinni. Víst er lofsvert að gera eitthvað fyrir augað, en meiripartur fólks, sem aðeins brunar framhjá, sér þó harla litið af dýrðinni. Við verðum að nota þessa bletti betur, fyrst þeir eru þarna og fyrst verið er að kosta fé til þess arna. Unga stúlkan naut blfðunnar Miklatún: N6g er graslendið og við að raka á Miklatúni og hún falleg eru skjólbeltin, trén og hafði sannarlega næði. runnarnir. En ekki sást lifandi maður nokkursstaðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.