Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 14
ARNI OLA: NOKKRAR RÍMÞRAUTIR Siðan á fornöld hafa íslenzk skáld spreytt sig á þvi að „kveða dýrt“, og var slikt kallað bragþraut. Gunnlaugur ormstunga orkti kvæði um Sigtrygg konung silkiskegg í Dyflinni, og lauk kvæðinu þannig: Segi hildinKur mór. ef hann hcyrði sór dýrlefira bra«. það er drápulag. í lok heiðni var sá smali á Þingvöllum, er Hallbjörn hét og kallaður hali. Haugur Þorleifs jarlaskálds var á hólma í Öxará og vandist Hallbjörn á að fara þangað, sitja á hauginum og reyna að yrkja lofkvæði um skáldið. En honum var ekki sú list lagin. Hann byrjaði svo: „Hér liggur skáld," en lengra komst hann aldrei. Svo var það einu sinni að hann sofnaði á hauginum. Þótti honum þá haugurinn opnast og Þorleifur koma þar út. Gekk Þorleifur þangað er Hallbjörn lá, tók í tunguna á honum, togaði hana og mælti: „Þú munt verða þjóðskáld, og þegar þú vaknar skaltu svo hefja skáldskapinn, að þú yrkir lofkvæði um mig, og vandir sem mest bæði hátt og orðfæri og einna mest kenn- ingar.“ Siðan vaknaði Hallbjörn og þóttist sjá á herðar Þorleifi, er hann hvarf í hauginn. Siðan varð Hall- björn hið mesta skáld. Hér er skilgreining á því hvað það er að yrkja dýrt. Það er að vanda sem mest bæði hátt og orðfæri og einna mest kenningar. En svo er til önnur grein skáldskapar, sem kallast rímþrautir. Sumum finnst enginn munur vera á þessu tvennu, bragþrautum og rímþrautum, en þó er þar nokkur eðlismunur, eins og nöfnin benda til. Aðal- einkenni rímþrauta er, að þar er ráðað saman orðum eftir vissum reglum og á mjög marga vegu. Elzta vísa, sem þannig er kveðin, mun vera 17. vísan í Háttatali Snorra Sturlusonar. Er hún orkt undir nýjum hætti, er hann sjálfur hefir fundið upp og kallar refhvörf. „I þeima hætti skal velja saman þau orðtök, er ólíkust sé að greina, og hafi þó einnar tíðar fall bæði orð, ef vel skal vera,“ segir hann. En vísan er þannig: Slfks glórtar verr sa*kir slélf skarð hafi jaróar. hlffgranda rekur hendir heit köld loga öldu. Fljótt válkaó skilur fylkir friðlæ, röðuls sævar ránsið ra*sir stöðvar, reiður. ^laður. frömum meiðum. Eins og sjá má er hér raðað saman orðum gagn- stæðrar merkingar og útlistar Snorri sjálfur rímþraut- ina á þenna veg: „Hér er f fyrsta vísuorði svo kveðið: slíks glóðar. Sík er vatn, glóð og eldur, en eldur og vatn hatar hvort öðru. Verr sækir, það er ólíkt að verja og sækja. Annað visuorð er svo: slétt skarð hafi jarðar. Slétt, það er jafnt, skarð, það er óslétt, og svo hafi jarðar. Sær er haf, land er jörð, en þá er í eitt fall mælt, að sá fer af hafi til jarðar. Þriðja vísuorð er svo: hlífgranda, það er ljóst refhvörfmælt, og svo: rekur hendir. Sá flytur braut er rekur, en sá stöðvar er hendir. Svo er hið fjórða: heit kvöld, það eru ljós orð, og svo: loga öldu. Logi er eldur, alda er sjór. Fimmta orö er svo: Fljótt válkað. Fljótt er það er skjótt er, válkaö það er seint er, og svo: skilur fylkir. Sá er skilur dreifir, en sá er fylkir safnar. Sjötta orð er svo: friðlæ, röðuls sævar. Friður er sætt, læ það er vél, og enn: röðuls sævar: Röðull er sól, og gengur hún fyrir eld í öllum kenn- ingum, sjór er enn sem fyrr í móti eldi. Sjöunda orð er svo: ránsið. Rán, það er ósiður, og svo ræsir stöðvar. Sá flytur er ræsir, en sá heldur aftur er stöðvar. Áttunda orð er svo: reiður glaður, það er ljóst mælt, og svo: frömum meiðum. Það er ójafnt að vinna manni frama eða meiðslur." Þrátt fyrir þessar útlistanir munu menn verða litlu nær um efni vísunnar. En vfsan opnar sig og efnið birtist þegar athugaðar eru þær kenningar, sem hin gagnstæðu orð mynda. Um það segir Snorri: „Hér eru sýnd í þessari vísu sextán orðtök sundurgreinileg og eru flest ofljós til rétts máls að færa, og skal þá svo upp taka: Síks glóð, það er gull. Sækir gulls, það er maður. Hann verr skarð jarðar hafi slétt, það eru Firðir, svo heitir fylki í Noregi. Hlífgrandi, það er vopn. Hendir loga öldu er maður, er rekur köld heit sverðinu, það er að hegna ósiðu. Fljótt válkað má það kaila, er skjótráðið er, það skilur hann af ófriðinum. Konungur heitir fylkir. Ránsið ræsir stöðvar sævar. röðuls frömum meiðum." Samkvæmt þessum útlistunum hafa menn tekið efni vísunnar þannig upp í mælt mál: — Konungur ver afslétta firói; hinn örláti maður framkvæmir kaldar hótanir með sverði. Glaður konungur skilur skjótráðin friðsvik; reiður konungur stöðvar ránsið hjá fram- gjörnum mönnum. — Þessi rímþraut er svo vandasöm, að fæstar rímþraut- ir munu komast í námunda við hana að því Ieyti. Þó skulu nú taldar hér nokkrar rímþrautir aðrar, aðal- lega til þess að sýna hve fjölbreyttar þær geta verið. Það hefir alltaf verið fordæmt að ríma saman tvö orð sem eru alveg eins og sömu merkingar. Hitt er aftur á móti rímþraut að draga saman mörg orð, sem eru alveg eins, en sitt hverrar merkingar. Má þá ríma þau saman, eða nota sitt á hvað sem tilbreytingu. Til þessa flokks rímþrauta telst þessi vísa: Gekk liann ofl um gljúfra skeið, glaður har að munni skeið, hesli sínum hlcytpi á skeið, harl f vefslól lamdi skeið. Hér er svo önnur vísa reknari. Þar er ,,sá“ miðrim i hverri hendingu og hefir sérstaka merkingu á hverj- um stað, en endarímið er aðeins einn stafur, „á“ og hefir þó sérstaka merkingu á hverjum stað: Krislján sá efi klippa á. keypli sá frá Bægisá, hann að sá var akrí á, ósköp sá af dölum á. Tilbreyting frá þessu er hin hljómfagra og skemmti- lega vísa, sem allir kannast við: Ber ber hrúðurin mæla hlá hlá kjöltu í, sór sór sveininn mæta, sá sá ei við því. Annað tilbrigði er svo vísa eftir Örn Arnarson: Kveð ók háll unz dagur dvín dýran hált við baugalfn. Venus háll í vestri skín, við skulum hátta. elskan mfn. Þessi vísa hefir það sér til ágætis, að hún getur talizt bæði bragþraut og rímþraut. Til bragþrautar telst hin kliðmjúka hrynjandi óðarins, en til rímþrautar telst iniðrímið. Fjórða tilbrigöið í þessum flokki er svo Úðvísa Páls lögmanns Vídalíns. í fornu máli var til orðið úð, (komið af hugð) sem þýddi sefi, geð, hugarfar, hyggja. Nú mun það horfið úr málinu sem sérstakt orð, en lifir enn í mörgum samsetningum, eins og vísan sýnir: Ef þú hefir alúð iðka og Ifðka varúð. þór frá snara þverúð, þungri og langri úlfúð, mjúka brúka mannúð svo manna vinnir ástúð, því hrekkja þykkju harðúð hollri spillir samúð. Rímþrautir eru þær visur, er kveðnar hafa verið til þess að festa eitthvað i minni, og má hér benda é þessar (sú seinni þó ekki laus við rímgalla): Hani, krummi. hundur, svfn, hestur, mús, tittlingur; galar, krunkar, geltir, hrfn, gneggjar, tfstir, syngur. Ap, jún, sept, nóv, 30 hver, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber, frekar einn þá hlaupár er. Forn rímþraut er og þetta: Væri sjálf sfma nanna snotur fma Kjalar of tamdi kváðut Hamdi Guðrún bani goðbrúður Vani heldur vel mara hjörleik spara. Ein grein rímþrauta er sú, er skáldin notuðu tölu- stafi og bókstafi og skyldi framburður þeirra vera hljómfylling vísu. Hér er þá fyrst talnavísa um hvað mörg börn eru á bæjunum í sveitinni: 4, 8, 5 ufi 7, 14. 12 ofi !), 11. 13, 1 (1 «fi 2 18. 6 «fi 10. En Hallgrímur Pétursson notaði bókstafi sem enda rím í hverri hendingu: Gráa leit eg gaula Q gá eg nam að hennar II sjávarhlikinn segir tl sá og heyrði eg jarma Á lofað hef eg að láta í T Ijóðaversin furðu II þenkir margur þetta C þeigi gott að treyst’upp A Á annan veg orkti Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi, þegar hann gerði vísu um Ólaf son sinn: Einn drengur í hné f hlautan snjósté: ós, lögur, ár, fé, úr, reið hans nafn sé. Hér notar hann nöfn stafanna í gamla rúnastafrófinu Furuþak og verður úr því nafnið Ölafur. Hér er þá komið að þeim sið að binda nöfn i vísum. Mörg rímnaskáld höfðu þann sið að binda nöfn sín í seinustu vísum rímnanna, og hefir það oft verið ærin þraut. En svo voru ýmis önnur nöfn bundin í vísum og voru það taldar gátur. Þess vegna mega margar gátur teljast til rímþrauta. í þessari gátu erud.d. fólgin 13 kvenmannsnöfn, og geta menn spreytt sig á að finna þau: Strætis og steina letur. Stiftuð samvizku skriftin. Sorg Ránar. Hópur hörga. Hauður grænt. Bótin nauða. Illursjór. Óslétt heila. Ægis dýr. Friðar læging. Búagamma vænst vfgi. Víða er grjót. ör nýsmfðuð. Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.