Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 4
Afbrýðissemi langt I frá á sama hátt hjá öllum sem henni eru haldnir. Þýzkur geðlæknir von Schumann skiptír sjúklegri afbrýðissemi f þrjú stig: 1. truflun á taugakerfi. Þessi tegund sjúklegrar afbrýðissemi er auðveldust viðfangs en getur þð leitt sjúklinginn til óhæfu- verka bæði á sjálfum sér og öðr- um. 2. afbrýðissemi seih stafar af ranghugmyndum. Þá er afstaða viðkomandi sjúklings brengluð g^fivart makanum, en að öðru leyti er hann algerlega heilbrigð- ur. 3. afbrýðissemi á svo háu stigi að til vitfirringar telst en af- brýðissemin birtist aðeins sem sjúkdðmseinkenni en er ekki hin eiginlega orsök sjúkdðmsins. Sjúklingnum fannst hann þá líka oft ofsðttur og hann Iifir f stöðug- um ótta við að verða byrlað inn eitur. Afbrýðissemi sem stafar af truflun á taugakerfinu á oft rætur að rekja til kynferðis- mála.Von Schumann segir: Kafd- lyndar eiginkonur ðttast oft að makar þeirra finna sér aðra ást- konu með meiri reynslu og heit- ara tilfinningalff. Þessi ðtti eykst um allan helming ef eiginmaður- inn gefur ekki heldur gaum öðr- um kostum konunnar Það elur á minnimáttarkennd hennar sem aftur kyndir undir afbrýðis- semina. Sifkur vftahringur getur gert margri konunni Iffið hreinasta böl. Sjálfsvitund hennar dafar stöðugt, henni finnst engum þykja vænt um sig og þessu hugarástandi til fufltingis leitar hún uppi sannanir fyrir tilvist keppinauts um makann — og finnur þær hvarvetna. Hún finnur hár (ðkunnug) á jakka eiginmannsins eða varalit á flibba hans. Hún leitar f vösum hans að bréfum eða ðkunnugum heimilisföngum. Bfllinn er skoð- aður hátt og lágt, ef ske kynni að hárnál leyndist og skrítinn sfgarettustubbur. Slfkt framferði getur riðið hvaða hjónabandi sem er að fullu. Maðurinn þolir ekki að sitja til lengdar undir eilffum ásökunum og verður þannig stundum vfsust leiðin beint f fang annarrar konu. Eða hann missir stjðrn á sér og leggur hönd á konu sfna nöldurskjððuna þá arna. Hvað á eiginmaður til ráða gegn sjúklegri afbrýðissemi eig- inkonunnar? Hann á aldrei að gefa henni minnsta tilefni til afbrýðissemi, ekki einu sinni f spaugi. Þjáist hún af minnimáttarkennd á hann að styrkja sjálfsvitund hennar f hvfvetna og lirðsa henni f bak og fyrir: lofa matargerð hennar og dást að klæðaburðinum og hár- greiðslunni Eftir samræður á hann að lýsa hrifningu sinni yfir skoðunum hennar og rökfestu, jafnvel þðtt hann tali sér þvert um hug. Það sem við á um konu f slfkum tilvíkum, gildir eins um karl- menh. Kynferðismál eru Ifka þung á metunum hjá körlum. Þeir ðttast að þeir séu lélegir elskhugar finnst þeir getulausir og eru það jafnvel. Að einu leyti er þð mismunur á körlum og konum. Árásarhneigð fylgir oftar sjúklegri afbrýðis- semi meðal karla og getur f versta falli kostað blððsúthellingar. Hvernig á kona sem má búa við sjúklega afbrýðissemi karls sfns að haga sér? Hún á aldrei að erta hann með vanhugsuðum orðum eða gerðum. Hún á að efla sjálfsvitund hans, lofa velgengni hans f atvinnulff- inu og afköst öll. Öðlist hann öryggi á nýjan leik, hverfur af- brýðissemin af sjálfu sér. Fyrir báða aðila gildir sú regla að tala sem minnst um ástarævin- týri sem urðu á fyrri æviskeiðum. Eftirfarandi saga styður þá kenningu. Hana sagði þekkt sjðn- varpsstjarna Chris Howland um sig sjálfan: Eg bjð í ástrfku hjðnabandi með hrífandi eiginkonu. Við vor- um mjög hamingjusöm og aldrei datt mér afbrýðissemi f hug enda ekki ástæða til. En dag nokkurn sagði hún mér frá þvf hvernig hún hefði dregið fyrri eiginmann sinn á táiar. Hún hringdi með leynd f elsk- huga sinn og las fyrir honum lista yfir matvörur og annað sem til heimilisins þurfti f sfmann. Svo sagði hún eiginmanni sfnum að hún þyrfti að fara út til að gera innkaup en fór f stað þess til elskhugans. Eftir stuttan ásta- fund hélt hún svo heimleiðis með vörurnar sem sönnunargagn um að hún hefði verið í verzlunarer- indum. Þegar hún hafði lokið þessari frásögn stðð hun upp og sagði: Jæja, ég er þá farin út að verzla. Eftir þetta fór ég að verða tor- trygginn. Ég ðttaðist að hún færi eins að við mig og fyrri eigin- manninn. Nú veit ég að þessi af- brýðissemi var alveg ástæðulaus. En þá ásakaði ég hana stöðugt um hjúskaparbrot og þðttist vita að hún væri mér ótrú. Þannig gekk ég að ást okkar dauðri.“ Von Schumann segir að f þessu tilviki hefði verið hægt að bjarga hjðnabandinu ef rétt hefði verið að farið. Konan hefði átt að full- vissa manninn um það sýknt og heilagt að hann væri öllum fremri og allir aðrir f skugga hans. Þð viðurkennir hann að ekki sé við þvf að búast að afbrýðissemi sé auðveld viður- eignar hún hverfur ekki eins og dögg fyrir sðlu á augabragði. Það kostar bæði þolinmæði og þraut- seigju af beggja aðila hálfu til að yfirvinna brestinn. Þegar afbrýðissemi nálgast vit- firringu er læknishjálp nauðsyn- leg og þá verður að koma til með- ferð hjá geðlækni eða sál- greining. Erfiðast er oft að fá sjúklinginn til að horfast f augu við að hann þurfi læknishjálpar við, þvf honum finnst hann heill heilsu. Margir reyna að halda þessari sjúklegu kennd leyndri og haga sér eðlilega hið ytra. Aðrir geta vart sinnt daglegum störfum vegna ranghugmyndanna. Við lækningu f slfkum tilvikum eru notuð ýms meðui og sál- greining getur Ifka flýtt fyrir bata. Ef sjúkdðminum fylgir árásarhneigð verður víðkomandi að leggjast til meðhöndlunar á sjúkrahús. Þá getur lækning tekið langan tfma og rnikil hæfni og þekking lækna þarf að koma til. Finn Soeborg TARZAN Pabbi, ertu sterkari en Tarzan? spurði Jens allt f einu dag nokkurn er við vorum á göngu saman um skðginn. — Miklu sterkari, svaraði ég. Það var að vísu nokkuð orðum aukið, en ég vildi frek- ar að drengurinn liti upp til mfn. Hann var nefnilega sá eini, sem það hafði nokkru sinni gert. — Geturðu rifið upp tré með rðtum eins og Tarzan með höndunum? spurði hann. — O, já, svaraði ég. Nú varð ekki aftur snúið. — Stórt tré? — Hversu stórt sem er, svaraði ég. — Reyndu að rffa eitt upp, sagði hann. — Nei, sagði ég. Ég held að skógræktin leyfi ekki svo- leiðis. Annars mundi ég gera það. Hann sætti sig við þessi rök og við héldum áfram. Er við höfðum gengið f nokkrar mfnútur, mættum við allt f einu manni með kaskeiti. Það var skðgarvörðurinn. Jens þekkti hann strax, og áður en mér tókst að koma f veg fyrir það, hafði hann yrt á manninn. — Gætirðu leyft honum pabba að rffa eitt tré upp með rðtum með berum höndum? spurði hann. — Með berum höndum? sagði skógarvörðurinn. Það held ég að faðir þinn geti ekki. — Jú, það getur hann, full- yrti Jens ákafur. Það hefur hann sagt mér sjálfur. Hann er miklu sterkari en Tarzan. Skógarvörðurinn virti mig fyrir sér og það leit út fyrir að hann efaðist um heilbrigt ástand mitt. Svo brosti hann tvfrætt. — Ef þér getið það f raun og veru, sagði hann við mig, þá er yður meira en velkomið að rffa upp eins og nokkur stykki. — Hæ, pabbi, gerðu það þá, sagði Jens himinlifandi. — Ég er nú f nýjum frakka, sagði ég og teymdi drenginn af stað — Be, be, þú gazt það bara ekki, sagði Jens, er við héldum áfram. Ég svaraði ekki. Ég var f þungum þönkum við að semja kæru til skógræktarinnar, þvf að ég er sannfærður um, að einhver skógarvörður hefur ekkert vald til að veita svona nokkur leyfi. Halldór Stefánsson þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.