Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 12
VISINDALEG ATHUGUN Ýmsar kenningar eru uppi um tilgang þeirra, sem hingað koma á fljúgandi diskum og öðrum ókennilegum fljúgandi hlutum. Ein er sú, að jarðarbúar séu undir mjög nákvæmri athugun og hingað og þangað, einkum I borgum, séu diskverj- ar við athuganir á mannfólkinu, án þess að eftir þeim sé tekið. Þessu nafni nefnist b£k eftir bandaríska stjörnufræðinginn Dr. J. Allen Hynek, sem út kom á árinu 1972. Fremur lítið ber á bókinni í öllu því flóði bóka um þessi fyrir- bæri. En nokkra ára gamall bókalisti um málefnið var á mörg- hundruð síður. Þó er þessi bók sennilega einasta vísindalega umfjöllunin um málefnið og því vert að kynna hana nánar hérlendis, ef þá á annað borð vísinda- legur áhuga á málefninu eru fyrir hendi hér. Með reglulegu millibili berast okkur fréttir í fjölmiðlum um U.F.O. upplifun fólks bæði utan- og innanlandsfrá. Innan- landsfyrirbærin, ef unnt er að nefna þau svo, vekja einkum for- vitni okkar og eru einatt hæf til þess, að við getum myndað okkur skoöun um málefnió. Sérílagi er það svo þegar við þekkjum það fólk, sem slíkt hendir. íslenskir fjölmiðlar eru ákaflega var- færnir í frétta- flutningi um fyrir- bærin og má það teljast til undan- tekningar, að birtar séu lýsingar sjónar- votta á þeim. Það má telja algilda reglu, að aðeins þeir frétta- menn, sem sjálfir hafa áhuga á eða hafa sjálfir séð fyrirbærin, komi fréttunum að um þau. Aldrei hefur það hent, hér á landi, að lýsingar sjónarvotta hafi verið rann- sakaðar nánar af blaðamönnum eða öðr- um, til þess að komast að nánari atvikaröð. Hins vegar er oftast látið nægja að vitna í íslenska stjörnu- fræðinga, sem engan áhuga hafa á mál- efninu og svar þeirra er eins og erlendra kollega þeirra flestra: Þetta var Venus. Málið er afgreitt. Sjónarvottar eru taldir í besta tilfelli kjánar. tslenzk UFO-fyrirbæri Til þess að minna á nokkur fslensk UFO-fyrirbæri frá siðustu árum skulu þessi rifjuð upp: I maf 1973 sást glampandi hlutur á lofti frá nokkrum kauptúnum á Austfjörðum. Samdægurs tók sjálfvirk kvikmyndavél sem beint var að eldgosinu í Vestmanna- eyjum mynd af ókenndum hlut yfir eldfjallinu. Filma þessi mun vera f eigu Jarðfræðideildar Háskólans. f júlf 1974 sáu þrfr menn glampandi hlut yfir Reykjavik.Þá sáust fljúgandi ljós i Svarfaðardal sama haust. t október 1975 sáust Ijósfyrirbrigði f Hvalfirði. f júlf 1975 sáu sex manns einkennilegan hlut á flugi við Bolungarvfk. Og f september 1976 sá fjöldi manns UFO- fyrirbæri á svæðinu milli Laugar- dalsfjalla og Eyrarbakka og allt til Reykjavíkur. Fleiri fyrirbrigði eru kunn frá síðustu árum, en þessi eru sennilega þau merki- legustu. Það má teljast furðulegt, að þeir, sem hafa atvinnu sína af fréttamennsku skuli ekki gera út- tekt á þessum lista fyrirbæra síðustu þriggja ára. En þó mun von á slfku. Á allra síðustu misserum hefur orðið nokkur breyting á „opin- berri“ afgreiðslu fslenskra UFO- fyrirbæra og má þar scnnilega um kenna breyttri afstöðu opin- berra yfirvalda f Bandarfkjunum eins og nánar verður f jallað hér á eftir. Bandarfkjamenn hafa gefið tóninn um opinbert álit á málefninu hingað til og gengur það svo langt að jafnvel yfirvöld í Sovétríkjunum hættu við áform um að birta skýrslur sfnar hér að lútandi, þrátt fyrir eindregin tilmæli stjörnufræðistofnunar USSR. Ein undantekning er þó til, en það er Brasilfa, sem mun hafa viðurkennt fyrirbærin sem „náttúrulega" staðreynd. Fyrirbærin afskrifuð árið 1969 En nú er að snúa sér að bók Hyneks: Hynek var ráðgjafi bandaríska flughersins um tuttugu ára skeið. Hlutverk hans var að reyna að finna viðhlýtandi stjarnfræðilega skýringu á ein- kennilegum loftfyrirbærum. Þetta starf var unnið í deildinni „Project Blue Book“ en það var sú deild í flughernum, sem safnað öllum upplýsingum um UFO-fyrirbrigðin. Söfnun þessi bófst árið 1947 og var henni beint að þvf að kanna, hvort fyrirbærin gætu reynst hættuleg öryggi Bandarfkjanna. Árið 1969 var deildin svo lögð niður, að minnsta kosti opinberlega eftir að svo- kölluð Condon skýrsla kom út, en skýrsla þcssi kvað upp „endan- lcgan“ dauðadóm yfir UFO- fyrirbærunum. Nánar segir frá henni síðar. Persónuleg afstaða Hyneks til málsins breyttist mikið eftir því sem á leið. Að eigin sögn var hann f byrjun eins og „saklaus áhorfandi, sem varð fyrir skoti“. Smám saman varð það þó sannfæring hans, að lýsing sjónarvotta, sem uppfylltu skil- yrði greinar sjónar og trúverðug- leika væru raunverulega reynslu athugun (empirical observation) og því unnt að skoða hana í sam- ræmi við vísindalegar leikreglur. Það er langt í land með að vísindamenn almennt séu sömu skoðunar. Flestir þcirra neita svo mikið sem athuga fyrirbærin, sem er óneitanlega óvfsindaleg afstaða. Hynek leggur ekki dóm á fyrir- bærin né reynir að skýra þau nánar sem slfk. Bók hans fjallar fyrst og fremst um flokkun þeirra og álit vísindamanns á vísindaleg- um vinnubrögðum varðandi nýja mannlega reynslu. Hann hafði aðgang að öllum þeim rúmlega 12.000 skýrslum, sem bandarfski flugherinn safnaði í 22 ár. 1 bók sína velur hann úr tiifelli, sem hann rann- sakaði sjálfur og talaði þá m.a. sjálfur við sjonarvotta skömmu eftir að fyrirbærin sáust. Ilann tekur aðeins með fyrirbæri scm fleiri en citt vitni sáu, þar sem einn maður getur orðið fyrir ofskynjun. Sérlega velur hann trúverðugt fólk og þá sem byggja á góðri sjón við atvinnu sína, eða eru þjálfaðir í lýsingu á loftfyrir- bærum eins og flugmenn, veður- athugunarfólk, flugumferðar- sljórar, geimfarar, lögreglumenn, stjörnufræðingar o.s.frv. Óþarft er að geta þess að hann tekur aðeins með þau fyrirbæri sem reyndust óskýranleg eða flokkuðust undir U.F.O. en þau eru að meðaltali 25% umf jallaðra skýrslna. Frá næturl]ósum til náinnar snertingar Fyrirbærunum skiptir hann niður : sex flokka eftir gerð þeirra. Fyrsti og lang algengasti flokkurinn er: NÆTURLJÓS. Lýsing þeirra er ávallt mjög svipuð: Ilrcyfingar Ijóss á himni, sem ckki falla að neinum þekktum náttúrufyrirbrigðum. Samhliða hreyfingunum eru lita- breytingar Ijóssins. Almennt eru skýrslur um Ijósfyrirbrigði á himni sjaldan UFO-fyrirbæri og aðrar skýringar má finna af sér- fróðum mönnum. Næsti flokkur- inn er: DISKAR 1 DAGSLJÓSI. Þeir nefnast svo vegna lögunar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.