Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 16
Hrímkaldir haustþankar Jæja, Þá er komiS hrimkalt haust og skammdegis- myrkriS framundan meS venjulegum fylgikvill- um: kvefpestum, umferSarslysum og árvissu þrasi, sem birtist I blöSunum og gegnir þvi hlutverki aS halda mönnum dálítiS á lofti á hinni dimmu árstiS. Annars er búiS aS jagast svo á hvurskyns hneykslum, skattsvikum, smygli, valdniSslu og öSru ámóta, aS vandséS er hvernig blöðin eiga aS fara að þvi að láta skammarkúrfuna risa með lækkandi sól. Eins og flestum ætti að vera i fersku minni, var fyrra ár helgað kvenfólkinu og þótti mörg- um timi til kominn að minnast þess að konur eru líka menn. í ár hefur mér skilizt að sé alþjóðlegt votlendisár og næst eigum við f vændum ár giktarinnar eftir þvl sem fregnir herma. Það hefur sumsé komið I Ijós, að það sem helzt þarf að hressa uppá með samnorrænu og fjölþjóðlegu átaki, eru kven- fólk, mýrlendi og gikt. Borið saman við kven- þjóðina á fyrra ári hefur mýrlendi ekki verið lofsungið að ráði og mýrar virðast eiga sér formælendur fáa, nema einstaka fuglafræðing og Nóbelsskáldið okkar, sem gekk framfyrir skjöldu að dásama mýrar hér um árið. Sjálfur er ég uppalinn með annan fótinn I mýri og fæ aldrei nógsamlega borið lof á þesskonar lands- lag. Einkum eru fúakeldur hugstæðar svo og brokflóar, þar sem einatt lá á kviði. Á ári votlendisins ættu góðir menn að taka sig til og moka ofan i eitthvað af þessum óhræsis skurð- um með eigin hendi, svo ábyrgðarlausir bænd- ur komist ekki upp með að splundra lífrikinu. Hvar eiga keldusvín og spóar og fuglafræðingar að vera, þegar búið er að breyta mýrunum i töðuvelli? Um giktina er víst of snemmt að tjá sig núna; það býður ársins 1977. Aftur á móti fer nú verða hvur síðastur að sækja um árið 1978 og sýnist mér ekki úr vegi að karlpeningurinn fái það ár til að rétta dálitið úr kútnum og endur- vinna ýmis glötuð hlunnindi. Annars var ekki ætlunin að fjölyrða um jafnræði kynjanna hér; á hrímköldu hausti er mér ofar í huga hlutverk blaðanna iframvindunni. Ekki alls fyrir löngu var þvi spáð að sjónvarp- ið mundi ganga af blöðunum dauðum. Á ára- tugs afmæli sjónvarpsins er þó einu dagblaðinu fleira en áður og öll munu blöðin hafa aukið upplag sitt. Stundum er talað um hina nýju blaðamennsku, rétt eins og þjóðfélagsgagnrýni i blöðum og umfjöllun um hneykslismál eða ávirðingar framámanna séu gersamlega ný af nálinni. Ungum og röskum mönnum yfirsést gjarnan um það, sem áður hefur verið gert. Þeir vildu vera eins og Tarzan, þegar þeir voru tíu ára og núna ætla þeir að vera eins og hinir frægu garpar á Washington Post og kála einhverjum Nixon og upplýsa þjóðina um óhugnanleg watergatehneyksli. Stundum reynist „Ijóti kallinn" ekki hafa gert neitt af sér annað en það sem hver og einn mundi gera og telst innan ramma laganna. Og sum hneykslin reynast ekki bitastæð, þegar betur er að gáð. En hvað um það; þótt menn berjist dálítið við vindmillur annað slagið, er guðsþakkarvert ef eitthvað örlar á heiðarlegri rannsóknarblaðamennsku, þar sem spilin eru lögð á borðið og ekki talað I dylgjum og hálfkveðnum visum. Óskandi væri að blöðin væru yfirleitt óháðari stjórnmálaflokkunum en raun ber vitni um. Það er hreinlega hægt að fá gæsahúð og grænar bólur af þvi að lesa sum flokksmálgögn; til dæmis má ekki minnast á yfirsjónir og ávirðingar einstakra famsóknar- manna, — þá er það í Timanum túlkað sem árás á Framsóknarflokkinn. Og lifandis ósköp er sú blaðamennska Þjóðviljans rislág að meta bækur og jafnvel myndlistarsýningar i Ijósi trúarskoðana þeirra, sem þar ráða húsum. Póli- tískir andstæðingar hafa að minnsta kosti litla von um að njóta sammælis þar. Eitt og eitt klaufaspark í nafni frjálshyggj- unnar til tilvinnandi ef það gæti með tímanum orðið til þess að blöðin ástunduðu heiðar- lega rannsóknarblaðamennsku. Eins og sakir standa virðist nokkuð langt í land að því takmarki verði náð; meðal annars sökum manneklu. Með upplýsingaskyldu opinberra aðila og frjálsri blaðamennsku á siðrænum grundvelli er fyrst einhver von um eðlilegt aðhald gegn spillingu. Gfsli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Ki-íf •> i v''vV ‘ ‘.. .. 1MM - SH|B| < • ■ - m b S K A \ÍA F s i L i N iJL iC * 0 R ffls 'A R 1 M A w A A {It xJ s u L r A A R t* U tA VJAWN' llti- R \ '■fl'IUC, •1v |C N A R R A ' % n A 5 T !!* ‘ K A R A K ú L P ísr Kí v h A K K A ':'í o f\ A K l S T i R R A U S n A <K A R N l T Á s X; R & T A £> A N V!flr F U N 1 A ú M s Æ m S U R S N £ R f> A A £> •i S 5 p?TkV r A <x N l A N & R A [;■! rrf K T 6 T V ft 2 L U N e U"' N 5 J 'e> L £ i •l R £ R N T 'o L K K • h A F R A ’S s 't? L A T T fí K £ * S A PL T l 4/mi- iTíMH IX HLUT- DEILD . . .;r i |auk! 1 SÝR- /N ítl AP SN- Bari Fl" pva HF Srs Ik t—J 1 /1 iK~ p? uff. \loVDR / 7^ jLfíU- MfiL- \ UM ro r 5K-IP- /f> f/íwfl- • S IL WTT fTRENCc (RNIR FTfíLL DUFr \/ - irpim- ,V ÝF- LflND Bfrk- Ai> 1 'm'x- /ví>' LTB IR fc/i 'l \ / UP.P- HRorUN KÁMfí V c P-X L- oX 'A l'. r fffrri - H lT* O? L'iK- fíjni - HLUTR ' fá HftHáfí 5f/Aai ffífíLR Lf.'ATT SkLli '\LQT FliKft P NICUR \CLfíK\ f’jTuR EtJDlNC, t-T- ÚKfc? t full - AÍAJ 1 TQPfi cór 1 VFíiUR 5WD- lCRÓKr- {í& HlT. ti/aí- ■TÚMLl feWfí H£ e.- eeREi MATHÁK * ■> k rV’Í HIUT\ %‘oM- H> VATH5- FLflUM' nu N \leezL- uH

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.