Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 7
hnappheldunum utan um fram- fótaleggi hestanna, það eru næt- urfjötrarnir, sem gefa til kynna að ónæðissamt muni verða næsta morgun. Bóndi og vinnumenn hans hafa stanzað heima á hlaðinu. Talað er um daginn og veginn en þó eink- um horft til lofts og hugað að skýjafari. Veðurspáin fyrir næsta dag er svo gefin út án þess að hún sé fest á pappfr. Hún er, ef til vill í fleiri en einni útgáfu, enda eng- in veðurskeyti að styðjast við. En loftvogin á þilinu gefur sína bendingu, eins og hún gerir víða enn í dag. Hvernig sem veðurspá- in er dugar ekkert seinlæti. Menn verða að komast timanlega í hátt- inn og láta ekki áhyggjur fyrir morgundeginum varna sér nætur- hvíldar. t ríki kvenþjóðarinnar hefur einnig verið mikið annríki seinni hluta dagsins. Hver stúlka á sínu hlutverki að gegna. Eldhússtúlk- an á fáar frístundir á sunnudög- um. Hún þarf að sjá um matseld fyrir heimilisfólkið, mjaltir á kúm og einnig á kindum, ef fært hefur verið frá, en til kindamjalt- anna fær hún að sjálfsögðu að- stoð. Húsmóðirin hefur og annir miklar. Hún tekur fram jafn- marga tréstokka og fólkið er margt, sem á að liggja við á fjall- inu. Hún fyllir stokkana af smjöri og öðru feitmeti. Hún sækir harð- fiska í fiskgeymslu sína, lætur berja þá til mýktar, tekur til kaffi, sykur, brauð og fleira mat- arkyns, hitunartæki, eldfæri o.fl. Hinar stúlkurnar hafa og ýmsum störfum að sinna, þó sunnudagur sé. Hverri þeirra er ætlað það hlutverk að hafa minnsta kosti einn karlmann til umhirðu, þótt hún sé honum ekkert vandabund- in. Hún er eina þjónustan hans, eins og það er nefnt, og ef piltur- inn er svo örlátur að vikja þjón- ustu sinni einhverju fyrir góða umhirðu, er það nefnt þjónustu- kaup. Áður en gengið er til hvildar þetta sunnudagskvöld hefur hver stúlka látið það af fatnaði, sem nauðsynlegt þykir að hafa með sér til vikudvalar á fjöllum uppi, í sérstaka poka, en þessir pokar eru jafnmargir og fólkið á engjunum. Langt fram eftir kvöldinu eru stúlkur heimilis á áhyggjusömum erli, hver með sitt hlutverk, því ekkert má gleymast af því sem hverri einni er ætlað að sjá um í útivistina. Þessar ferð- ir kvenþjóðarinnar á stórbýlun- um um þveran og endilangan bæ- inn voru hringdans fyrri tlma eftir hljóðfalli þess kalls, sem óumflýjanleg starfsárvekni beindi að jafnt ungum sem göml- um, og siðvenjur sjálfsbjargarvið- leitni í strangri lífsbaráttu höfðu vanið fólkið á að hlýða. Klukkan 6 á mánudagsmorgun rfs eldabuskan úr rekkju. „Hún sækir taðið út í kofa“ og hefur kaffið heitt á könnunni, þegar fólkið kemur á fætur. Sá, sem sækir hestana, hefur farið einnig snemma á fætur. Það tekur sinn tíma að smala hestunum saman, þótt þeir séu flestir í hafti, hafa þeir dreift úr sér um nóttina. Þegar komið er heim með hest- ana, eru allir verkfærir menn komnir á fætur og tilbúnir að beizla og leggja á. Einn piltanna kemur með marga dregna Ijái og ennfremur með nokkur brýni. Þessu er vafið innan í striga og bundið utan um. Pilturinn spenn- ir böggulinn fyrir aftan hnakkinn sinn. Svo leggur viðlegufólkið af stað, þrfr kvenmenn og tveir karl- menn, allt á sæmilega góðum hestum. Piltarnir reiða orf sín og stúlknanna, en stúíkurnar hver sína hrffu. Einn piltanna verður eftir. Hann ætlar að koma með dótið. Með honum er unglingur, sem á að taka hestana heim aftur. Fimmmenningarnir halda til fjalla. Vikan byrjar ekki leiðin- lega. Meira en klukkutfma ferða- lag á góðum hesti er hressandi. Og þó að vegur sé öðru hverju nokkuð ósléttur, þá skyggir það ekkert á ánægjuna. Það fjúka gamanyrði af vörum. Og þótt fólk- ið viti, að það eigi stranga viku fyrir höndum, sést enginn ánauðarsvipur þeirra karla og kvenna, sem'hvetja reiðskjótana eftir löngu troðnum heybands- slóðum, sem eiga nú fyrir sér að afklæðast hálfvöxnum nytja- gróðri og bera um það vitni næstu vikur, að þar hafi verið lifandi verur á ferð. Eftir fulla klukkustundarferð fer fólkið af baki undir háum hól. í brekku hólsins móti suðvestri er nokkur valllendisgróður. Að ofan er hóllinn melur með lágvöxnum mosaþúfum á stöku stað, en um- hverfis hann eru viðáttumiklar grasbreiður, sem nú eru að mestu þurrar. Eftir þessum breiðum renna hér og þar litlar kalda- vermslulindir f þröngum og grunnum farvegum. Þær leika nokkuð út frá sér um jarðveginn, rýra gróðurinn og gera svörðinn svo ótryggan, að það er vfða á takmörkum að hestar geti farið eftir breiðunum án þess að stíga niður úr grasrótinni og sökkva í lausan og blautan jarðveginn. Kaldavermslulindirnar koma ofan úr hæðunum, niður lautirnar, sem liggja milli hárra móabarða. Þær láta lftið yfir sér nú, en reynslan hefur sýnt, að það getur færzt f þær meira fjör, þegar líður á sumarið, skýin gerast þungbúin og gráta sínum glæju tárum. Þess vegna er ráð- legast að hefja heyskapinn niðri á breiðunum meðan þurrkatfðin helzt. Piltarnir slá ljáina í orfin, og allir fara að slá. Byrjað er á brekkunni sunnan í hólnum og breiðinni meðfram honum. Undir brekkunni er hrúga af steinum. Þessir steinar hafa hvilt sig i friði þarna I þrjú ár en voru þá látnir í hrúgu svo að þeir færu ekki i kaf og yrðu fyrir ljánum þeirra, sem næst bæru þarna niður. Samt er vissara að fara varlega. Það getur verið að þarna leynist eitthvað frá því að seinast var þarna manna- bústaður. Eftir áeggjan karl- mannanna fara stúlkurnar nokk- uð frá tjaldstæðinu út á breiðina og bera þar niður. Annar pilt- anna, sem hefur slegið tjaldstæð- ið með mestu varúð, og er kominn upp að brekkunni, þar sem hann telur að engin hætta sé á ferðum, rekur allt f einu ljáinn sinn í eitthvað hart, sem vill ekki láta undan. Hann kippir snögglega að sér orfinu, skoðar ljáinn og tautar ljótt um leið. í ljáinn hefur komið stórt skarð. Maðurinn beygir sig niður þar sem ljárinn fékk sár sitt. Það kemur í ljós, að einn tjaldhællinn hefur orðið eftir, þegar seinast var skilið við þennan stað. Hann er nú næstum sokkinn niður f jörðina, en þó er nógu mikið eftir af afleiðingum ónákvæmninnar að þremur árum liðnum til að skemma verkfæri, tefja vinnu og gera einum sláttu- manni gramt í geði. Eftir þetta fer maðurinn, sem skemmdi ljáinn sinn að horfa oft f þá átt sem von er á manninum með dótið, og innan skamms sést til manns, sem teymir tvo hesta undir klyfjum. A öðrum hestinum er hverfisteinsgrindin annars vegar og ýmislegt smádót með henni, en hins vegar er hverfi- steinninn vafinn innan i Tjaldið. Á hinum hestinum eru pokar með matvælum og fatnaði og ennfrem- ur allmörg reipi. Stúlkurnar hætta slættinum jafnsnemma og sést til mannsins og fara að raka heyið af tjald- stæðinu. Heyinu er rakað f smá- flekk. Það á að nota það fyrir „tjaldhey" í kvöld. Þegar dótið kemur, leggja allir verkfærin frá sér og snúa sér að „bæjarbygging- unni“. Það verk sækist fljótt og vel. Innan hálfrar klukkustundar hefur tjaldið verið reist, stög þess strengd, pokar leystir og bornir inn f tjaldið. Hverfisteinninn hefur verið borinn á sléttan stað f nánd við næstu lind og honum komið þar fyrir. Fólkið fer síðan allt i tjaldið og sest þar flötum beinum. Stúlkan, sem hefur það hlutverk að hita kaffið á ^ngjun- um, opnar pokann, sem geymir feitmetisstokkana og réttir hverj- um sinn stokk. Að því l'oknu hefst máltíðin. Það er framandi að matast í tjaldinu í fyrsta sinn. Það er bjart þar inni. Fjallgolan bærir tjaldið lítið eitt. Fólkið er óþreytt. Töðu- gjaldasunnudagurinn hefur skilið eftir hjá því eitthvað af áhrifum sínum. Ferðin um morguninn hefur gefið loft í vængjatök hugans. Komandi vika, lífið og starfið er framundan eins og lítið leiksvið, sem fortjaldið hylur. Sól eða regn, logn eða stormur? Langur og strangur vinnudagur, stutt og kærkomin næturhvíld. Vissan og óvissan renna saman í eina heild. Starfsþráin eflist í hugum hins starfssama fólks. I dag er rakað eins og orkan leyfir. I kvöld verður bundið í reipin. Á morgun kemur húsbóndinn með 10 hesta og sækir sáturnar. Hann fer þrjár eða fjórar ferðir eftir þvf hvernig viðrar og heyjast hvern daginn. Þannig mun það ganga til alla vikuna. í fyrstunni er fólkið þögult í tjaldinu, en brátt fer það að ræð- ast við og er létt yfir samræðun- um. Eftir klukkutfma matarhlé er tekið aftur til starfa. Karlmenn slá en konur raka. Klukkan hálf eitt er drukkið hádegiskaffi og setið yfir því í fjórðung stundar. Klukkan á fjallinu er „búmanns- klukka", einum til tveimur klukkustundum á undan réttri klukku. Klukkan hálffjögur er tekið matarhlé í annað sinn. Þá er einnig skrafað saman en þó tæp- lega af eins miklum léttleika og um morguninn. Dálftill þreytu- höfgi hefur færzt yfir andlitin, og að máltfð lokinni festa flestir blund í nokkrar mínútur. Svo er aftur tekið til starfa. Klukkan hálf sjö er drukkið miðaftanskaffið. Síðan fer einn piltanna að binda upp á morgun- ferðina. Hann gengur með reipi að þeim fangahnappnum, sem fyrst var rakað f og byrjar þar að binda. Hann veit að það er ekkert „liðléttingsverk", sem honum hefur verið falið. Hver sáta þarf að vera fast bundin og óskökk, ef að hún á að tolla í böndunum. Hún þarf einnig að ganga hæfi- lega mikið á sig. Á leiðinni heim eru viða háar þúfur meðfram hey- vegunum. I þær vilja sáturnar rekast, ef þær eru mjög sfðar og er þá hætt við, að þær nuddist úr böndunum. Tvennt er það enn- fremur, sem bindingarmaðurinn þarf að hafa hugfast, vilji hann vinna verk sitt vel og 1 hljóta viðurkenningu húsbónda síns. Hann þarf að setja þannig á sát- una og meðhöndla hana á þann . hátt við bindinguna, að hún sé sem þykkust um miðjuna en mjókki til beggja enda. Sú sáta, sem er bundin þannig, verður, að öðru jöfnu, þægilegri baggi á hestinum. Maðurinn sem bindur, þarf einnig að troða sátuna vel, þegar hann herðir að gjörðina, sátan sígur þá síður úr böndun- um. Ekki má heldur gleyma þvf að taka vel utanúr sátunum, þvf annars eru heyslæðurnar honum til skammar meðfram heyvegin- um, segir sá, sem leggur metnað sinn í að leysa vel af hendi þetta þjóðlega og karlmannlega verk. Eitt þykir bindingarmanninum létt verk og löðurmannlegt. Það er að verða að þrífa rökin upp sjálfur. En hann huggar sig við að það verði ekki margir dagar, sem hann þurfi þess. Á morgun eða hinn daginn hyggst hann muni verða búinn að ná stúlkunum og eftir það verði borið á reipin úr ljánni. Þá mun verða að hafa hraðar hendur, ef ekki á að standa á bundnu heyi, þegar bóndi kemur með hestana. Ef til vill munu þá sláttumennirnir einnig þurfa að taka á því sem þeir eiga til, en það er þeirra að sjá um sig. í kvöld er ekki við neinn að keppa nema klukkuna, og bindingarmaðurinn sigrar í þeirri samkeppni. Klukkan hálf tíu eru tuttugu sátur bundnar. Bindingarmaðurinn þekkir hvern hest á heimilinu, veit um vöxt hans og hefur hugmynd um burðarþolið. Hann ætlar hverjum hesti ákveðnar heysátur. Sáturnar, sem bundnar eru úr sama fangahnappi, eru settar í beinar raðir, svo að hægt sé að teyma alla hestana á milli þeirra i einu, þá er fljótlegra að láta upp. Sáturnar eru allar látnar liggja þannig, að aðgjörðin snúi upp en silinn niður. Með þessu móti losnar minna um aðgjörðina heldur en ef sátan snýr öðruvísi. Um það leyti sem sláttumenn leggja frá sér orfin og búast til að ganga i náttstað hefur bindingar- maðurinn lokið verki sinu og lítur glaður yfir það sem hann hefur gjört. Hinir koma til hans og skoða hvernig hann hefur bundið. Síðan gera þeir sameiginlega áætlun um hversu margir hey- hestar muni vera i ljá og föngum. Að þvi búnu er stefnt í átt að tjaldinu. Piltarnir eru allir með leðurskó á fótum, sem innan i eru þykkir ullarleppar. Annar sláttu- maðurinn, sem er lausamaður „og allra sveita kvikindi“, eins og hann sjálfur orðar það, býr ekki svo vel, að hann eigi leppa í skóna sína, en honum hefur þá síðari hluta dagsins dottið það snjall- ræði í hug að láta hey f skóna og bæta þannig úr leppaleysinu. Hann trúir félögum sfnum fyrir þessu á leiðinni heim að tjaldinu, en þeir gamna sér svo að því, að hann sé farinn að ganga á eftir stúlkunum með grasið f skónum. Stúlkurnar hafa farið á undan heim að tjaldinu til að láta heyið inn og búa um flatsæng fólksins. Héysængin er mjúk fyrsta kvöld- ið, en snyrtisvipur þessa frum- stæða hvílurúms fjallabúanna vill fara af, einkum þegar veðráttan tekur að spillast. Það er ömurlegt að vakna af værum blundi hins þreytta erfiðismanns, þegar stormur og regn standa af heiðum framaij og dynja á tjaldinu með alvöruþönga haustboðans. Þá seytla vatnsdroparnir niður úr tjaldinu og lenda stundum beint í andlit þess er sefur. En sólin býður líka stundum fjallabúunum góðan daginn í gegnum tjaldið með heitum kossi, og fjallablærinn er þá fijótvirkur sjálfboðaliði við að strjúka svefn- höfgann af andlitum útlaganna, enda alla nóttina vakað yfir því, að sá höfgi yrði ekki of þungur. Þá er vfgahugur grasabanans ferskur og frjáls, þegar hann tek- ur orfið sitt og múgar hinn sein- þroska fjallagróður, sem tekur haustfölvann þeim mun seinna en önnur grös, sem hann hóf vöxt sinn síðar. Klukkan sex að morgni er kveikt á prímusnum og morgun- kaffið hitað. Að því búnu byrjar dagsönnin á ný. Um sama leyti og kveikt er á prfmusnum í tjaldinu er maður á gangi í áttina til hest- anna, sem hafa verið heftir kvöld- ið áður skammt frá túninu heima. Nú er um að gera að vera hraður i ferðum. Mikið dagsverk er fyrir höndum, — minnst 16 klukku- stunda vinna hjá hestunum og milliferðarmanninum. Það er ekkert hugsað um eftir- eða næt- urvinnukaup. Fjallaheyskapur- inn krefst árvekni, viljaþreks og áhuga í starfi. Hann er erfiður en skilar oft furðanlegri eftirtekju, þó grasið sé ekki alltaf mikið. Hestarnir eru reknir heim, beizlaðir og lagðir á þá reiðingar. Hver hestur hefur sinn sérstaka reiðing. Reiðingarnir eru þannig, að neðst er heydýna, þá álög úr reiðingstorfum og saumaður utan um þau strigi. Yfir reiðingnum er stundum segldúkur til að verja fyrir vætu. Á stærri heimilum er oft hafður heima einn af húskörlunum. Hann tekur á móti fjallheyinu, þurrkar það og hirðir ásamt ungl- ingum og öðrum, sem hein dvelja. Hann aðstoðar bónda til '■ búast til ferðar að morgninum gripur f að heyja á nærtæki engjum eftir því sem tími vin’ til. Klukkan átta til niu að morgn um er bóndi kominn fram á fj< ið, þangað sem fólk hans ei verki. Hann hefur meðferðis m föng, sem nægja til dagsti •, Venja er að reka ekki hestai : mjög hart fram f slægjuna fyrsl ferð dagsins, þar sem þeir eru þa fullir af jörðinni og af þeim sök- um nokkuð þungir á sér. Binding- armaðurinn gengur fljótt til mót við bóndann og hjálpar honum a i hagræða reiðingunum. Þeir eru samhentir og vinnst vel. Binding- armaðurinn teymir ’ hestana á milli sátnanna. Hann man vel frá þvi kvöldið áður hvaða sátur hverjum hesti eru ætlaðar. Bóndi laétur upp taumana á hestunum jafnóðum og látið er upp á þá og visar þeim á leið. Þeir hestar. sem fyrst er látið upp á, eru komnir nokkuð á leið, þegar bóndinn Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.