Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1976, Blaðsíða 10
KRISTMANN GUÐMUNDSSON rit- höfundur verður 75 ára laugardaginn 23. október. Hann er einn þeirra hérlendu rithöfunda sem leituðu út fyrir landstein- ana til þess að hasla sér völl, en fluttist síðar heim og hefur búið í Hveragerði og Reykjavík. Eftir Kristmann liggja margar skáldsögur, sjálfsævisaga, smásögur og ljóð og verk hans hafa verið þýdd á fjölda mörg erlend mál. Kristmann hefur stund- um látið Lesbókinni sögur í té, en í þetta sinn hefur blaðið valið úr verkum hans smásögu og þrjú ljóð og er það birt sem virðingarvottur við skáldið á þessum merku tímamótum. VIVIAN smásaga eftir Krístmann Guðmundsson Hann var kennari við læknadeild háskólans ( einni af höfuðborgum Norðurlanda. 1 landi sfnu er hann kunnur vfsindamaður og reyndar vfðar. Ritgerðir hans um rann- sóknir á hjartasjúkdómum þykja stórmerkilegar, en þær eru auð- vitað einungis fyrir sérfræðinga. Við kynntumst f samkvæmislíf- inu. Hann var þægilegur f um- gengni, en hafði lag á að láta aðra tala og hlusta sjálfur. Það hefur ef til vill verið orsök þess, hversu vinsæll hann var. Mér þótti alltaf ofuriftið kátlegt, að hann skyldi hafa skrifað doltorsritgerð um mannshjartað; hann var nefni- lega einstaklega ólaginn f kvennamálum. Hann var einn þeirra ógæfusömu manna, sem konur girnast ekki. Slfkum hættir til að verða broslegir, þótt aðstaða þeirra sé f rauninni aumkunar- verð. Þegar við hittumst fyrst, var hann um fertugt. Við urðum sam- ferða úr veizlu, og á leiðinni skruppum við inn f veitingahús til að fá okkur kaffi. Talið barst að hinu fagra kyni, og hann trúði mér fyrir þvf, að hann ætti enga vinkonu. Hann ræddi mjög hrein- skilnislega um þetta — lfklega af þvf að ég var útlendingur og hann bjóst ekki við að sjá mig aftur. Ég bauð honum þá að kynna hann fyrir laglegri stúlku, sem ég þekkti. Mér datt ekki f hug, að hann myndi taka þvf boði, en það gerði hann reyndar. Hann sagði, að sér þætti vænt um, ef ég vildi gera þetta — og brosti vandræða- lega eins og átján ára piltur. Gott og vel hugsaði ég, þú skalt fá að kynnast stúlku, sem segir sex! Það vildi svo einkennilga til, að um þessar mundir þekkti ég ung- frú eina, fallega og skemmtilega, sem var nokkuð laus á kostunum. Ég var satt bezt sagt hálfsmeykur við hana, það var eitthvað f fari hennar, sem mér stóð stuggur af. En ég hugsaði sem svo, að hún væri ágætlega til þess fallin að iffga feiminn piparsvein og hressa hann. Litlu sfðar bauð ég þeim báðum f smáveizlu heima hjá mér. Ég hafði sagt stúlkunni — við getum kallað hana Vivian — hvað til stæði og beðið hana að vera svolft- ið hlýleg við doktorinn. Hún tók þvf ekki illa, en var þó naumast eins kát og hún átti að sér, meðan við biðum eftir honum. — Ég hafði boðið annarri ungfrú, sem ég þekkti, og auðsýndi henni miklu meiri alúð en efni stóðu til, svo að Vivian mætti skiljast, að mér væri alvara. Doktorinn kom nokkuð seint og var talsvert þreytulegur. En mér er einkar vel lagið að blanda kokkteil, og veizlubruggið mitt var ekkert gutl f þetta sinn. Eftir tvö glös sagðist doktorinn myndu geta flogið, ef hann kærði sig um, og þegar hið þriðja var tæmt, heyrði hann englana syngja. Vivian var dálftið dauf aldrei þessu vant, en nú fór doktorinn að stfga f vænginn fyrir henni. Honum fórst það ekki höndug- lega, og blikið f augum stúlkunn- ar spáði öllu illu. Ég gaf þeim gætur f laumi, en lézt annars vera með allan hugann við dömuna mfna, og hún var hin altilegasta við mig; enda hafði svo verið um samið fyrirfram. En ég var að velta þvf fyrir mér, hvers vegna þessi maður, sem var mjög vel þokkaður af öllum, prúður og við- mótsþýður, skyldi vera kvenna- fæla? Hann sýndist fremur snot- ur, hafði að minnsta kosti engin áberandi lýti, og var ætfð vel snyrtur og þokkalega til fara. Ég hef oft séð laglegar stúlkur ganga eftir ljótari og ógeðfeldari karl- mönnum en honum. Það fór nú lfka svo, að Vivian litla sneri við blaðinu og gerðist blfð og elskuleg við doktorinn. Ef til vill hefur kokkteillinn minn átt sinn þátt f þvf. Hann var svo góður, að um tfma lagði ég full- mikla alvöru f leikinn við döm- una mfna. Hún leit á mig með kulda og spurn f augum, þvf að auðvitað vildi hún ekkert með mig hafa; þetta var aðeins greiði, sem hún gerði mér, að villa fyrir Vivian. — Nú, laust eftir miðnætti hurf- um við á brott, svo að lftið bar á. Við fórum út bakdyramegin, og ég fylgdi henni heim að götudyr- um foreldra hennar. Sfðan slóraði ég úti hálfa aðra klukkustund. Þetta var að haustlagi, en hlýtt f veðri, svo að ekki væsti um mig. Þegar ég kom heim, voru þau farin. Doktorinn hafði skilið eftir nafnspjaldið sitt á skrifborðinu með þökk og afsökun. Hann hringdi til mfn daginn eftir og endurtók þakklæti sitt munnlega. Ég þóttist heyra á rödd hans og orðalagi, að allt hefði gengið að óskum fyrir hon- um. Það gladdi mig, þvf að mér gazt vel að manninum — og eins var ég feginn að losna við ást- leitni Vivian, sem ég hafði aldrei getað fellt mig við. Doktorinn sagðist bráðlega ætla að bjóða mér heim og kvaddi mig sfðan með virktum. En einhverra or- saka vegna varð aldrei af þvf heimboði. Ég saknaði þess ekki, þvf að ég átti marga vini f borg- inni og tók þátt f mörgum kvöld- boðum — kannski helzt til mörg- um. En ég var dálftið hissa á þvf, að ég skyldi aldrei hitta hann þennan vetur. Við áttum þó nokkra sameiginlega kunningja, en hann virtist ekki koma til þeirra um þær mundir. Eitt sinn spurði ég einn embættisbróður hans um hann, en maður sá gaf mér loðin svör, sagðist halda, að doktorinn væri önnum kafinn við eitthvert verkefni, er tæki allan hans tfma. Ég sá ekki betur en háðsbrosi brygði fyrir á vörum mannsins, um leið og hann gaf mér þetta svar. Um vorið fór ég burt og kom ekki til borgarinnar fyrr en eftir tvö ár. Þá var ég að ljúka við nýja skáldsögu og lét þvf lftið á mér bera, gerði ekki vart við mig nema hjá beztu vinum mfnum og tók engan þátt f samkvæmislff- inu. Ég man vel kvöldið, sem ég lauk við bókina. Veður var fagurt, blæjalogn og blómailmur úr görð- unum. Ég lét handritið niður f skrifborðsskúffuna, stakk lyklin- um f vasann og gekk út. Margt fólk var enn á götunum, og það var gott að hverfa f mannhafið, ráfa stefnulaust og varpa af sér öllum áhyggjum. Að lokum sett- ist ég á bekk við sjóinn, horfði til hafs og sökkti mér niður f dag- drauma. Ekki veit ég, hversu lengi ég sat, en allt f einu varð ég þess var, að maður hafði staðnæmzt skammt frá mér og horfði á mig. Ég leit til hans, kannske nokkuð hvasst, þvf að ég var á afskekkt- um stað og vornóttin dimm f þvf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.