Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 2
 Myndirnar eru teknar á Filippseyjum og sýna Emelftu tveggja ára og sfðan við útskrift úr gagnfræðaskóla og háskóla. Heimasæta á Filips- eyjum — húsmóðir og iðjuþjálfi á Islandi Þuríður J. Ámadóttir ræðir við EMELITU 0. NOCON um uppmna hennar, heimaland og starf hennar hér. LENGI hefur verið haft fyrir satt að Is- lendingar séu öðrum þjóðum fremur haldn- ir ferðaþrá og forvitni um framandi slóðir, varla fyrirfinnist sá heimshluti, þar sem einhver landinn hafi ekki átt leið um. En þegar betur er að gætt, reynist þetta ekkert séreinkenni á þeim einum: Fyrr og síðar hefur ungt fólk og upprennandi stefnt að heiman til að kanna heiminn og kynnast öðrum þjóðum, með þeim afleiðingum, er heimsbyggðin mætti síst án vera að flestra áliti. Ferðatækni nútím- ans auðvelda.r hinum almenna borgara, svo að segja hvar sem er í heiminum, að fram- fylgja ferðalöngun sinni og fróðleiksþrá. Þetta má glöggt sjá á gestakomum til okkar afskekkta lands. Hér á götum Reykjavíkur og annars staðar þar sem fólk er að hitta, bregð- ur daglega fyrir hin- um ólíkustu þjóðern- iseinkennum, er ekki vekja lengur eftirtekt til annars en í mesta lagi að leiða huga heimamanna að lífs- háttum og lyndiseink- unnum annarra þjóða. Hér á dögunum varð á vegi mínum ung stúlka, sem gistir land okkar um tíma og eftir þeirri stefnu, sem framtíðaráform henii- ar hafa tekið síðan hingað kom, má ætla að ísiand verði í fram- tfðinni hennar annað heimaland. Uppruna- legir heimahagar hennar eru þó all- fjarri, ólíkir að stað- háttum, veðurfari, menningu og lífsvið- horfum okkar, sem bú- um hér norður við Dumbshaf. Og þó? Er ekki talið, að hjörtum mannanna svipi sam- an, hvar sem þau bær- ast á hnettinum? Forvitni heima- mannsins leiddi til þessa samtals, sem hér fer á eftir. Það fór fram á heimili Emelítu O. Nocon frá Filippseyjum og Ólafs Ingólfssonar frá ís- landi. Kvöldstund sú er ég átti að heimili þeirra að Heiðargerði 7, þar sem segja má að austrið og vestrið mætist að minnsta kosti í afstæðri merk- ingu, er ein af þeim fróðlegu og skemmti- legu stundum, er ég vildi síst hafa af misst. Á meðan húsbónd- inn ber inn kaffi og þjóðlegt austurlenskt kaffibrauð, bakað af húsfreyjunni, tökum við að seðja forvitni mfna: Tildrög íslandsferðar Það kemur í ljós að Emelíta var á eins konar rannsóknarferð um heiminn, þegar atvikin leiddu til íslandsferðar. Hún hafði þá nýlokið háskóla- námi, en aðeins fjórum dögum eftir lokapróf, hélt hún af stað frá heimalandinu. Síðan eru fimm ár og ferðaáætlunin er enn ekki full- gerð. — Ég fór fyrst til Bandarikj- anna að heimsækja bróður minn; siðan hélt ég til Spánar og vann þar fyrir mér við einkaritarastörf í tæpa tvo mánuði. Þá fór ég til Skotlands, fékk þar vinnu í mínu fagi og vann á geðsjúkrahúsi í eitt ár. Eftir það var ég óráðin í hvert næst skyldi halda, segir Emelíta. Meðan á Skotlandsdvölinni stóð, hitti Emelíta af tilviljun skoskan mann, sem ferðast hafði til íslands. Hann sagði henni að landið væri stórfenglegt og stúlk- urnar þar væru afbragðsfallegar. Þótt Emelíta hefði hinsvegar haft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.