Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 7
1 asta ranglati, að eigi skyldi eitt yfir alla ganga. Bundust þeir sam- tökum um að koma pestinni til tslands með göldrum. Varð það fangaráð þeirra að magna tvö skötuhjú, karl og kerlingu, til þess að fara með pestina hingað. Fer tvennum sögum um hvar þau hafi tekið land, sumir segja í Vestmannaeyjum, aðrir í Aust- fjörðum. Eimir hér enn eftir af fornri venju, að hugsa sér öll máttaröfl, ill og góð, I liki lifandi vera, og þess vegna var Svarti- dauði látinn koma hingað i líki þessara skötuhjúa. En hvort sem þau komu út í Vestmannaeyjum eða i Austfjörðum, þá voru þau greið í förum. Er sagt að kerlingin hafi gengið meðfram sjó, en karl- inn meðfram fjöllum, og fylgdi þeim hin blásvarta móða. Svo koma nokkrar sögur af merku fólki, sem hafði orðið vart við ferðir karls og kerlingar og forðaði sér upp tii fjalla og hafð- ist þar við þar til plágunni var lokið. Má þar nefna Grundar- Helgu, Torfa i Klofa á Landi, Þor- stein á Brú á Jökuldal og Þórunni I Ási í Kelduhverfi. Hygg ég að allar þessar sögur sé uppspuni, en þærverða að segjast sem aðrar þjóðsögur, vegna þess að þær eru andlegt fóstur þess þjóðarbrots, er lifði af pláguna miklu, og lýsa hugsunarhætti þess. Grundar-Helga var kvenskör- ungur mikill og hefir verið kyn- borin, en þó veit enginn með vissu hverra manna hún var. Ætt- fræðingar og sagnfræðingar hafa spreytt sig á að rita um hana, en varla haft erindi sem erfiði, eins og sjá má á því, að ættfræðin hefir nú f jórfeðrað hana. Hitt vita menn með vissu, að hún var móðir Bjarnar Jórsaælafara. Eyfirðing- ar segja að hún hafi lifað af Svartadauða og segja þessa sögu máli sinu til sönnunar: Svartadauða lagði yfir landið eins og gufu, sem náði upp I miðj- ar hliðar og út á mið fiskimið, og réðu fyrir gufunni skötuhjúin, sem Finnar sendu hingað. Ein- hverja nótt gistu þau hjá kot- bónda á Svalbarðsströnd. Þótti bónda þau svo ískyggileg, að hann vakti um nóttina að njósna um þau. Heyrði hann þá hvernig þau ráðgerðu að haga ferðum sinum næsta dag til að eyða byggðina. Bóndi var landseti Grundar- Helgu, og lagði þvi af stað að finna hana þegar gestirnir voru horfnir um morguninn. Sagði hann Helgu upp alla sögu, til þess að vara hana við þessum vágest- um. Tók hún þá það ráð að flytj- ast með fólk sitt upp til fjalla, og hafðist þar við unz pestinni var lokið. — Ekki er Espólín trúaður á að þetta geti verið rétt, því að „Helga hefði þá verið ærið gömul, ef satt væri“ Einar Próf. Arnórs- son minntist lika á þetta. Hann getur þess, að Guðbrandur biskup Þorláksson hafi verið 6. maður frá henni, og áreiðanlega hafi ekki liðið færri ár en 150 frá því að Helga dó og þar til hann fædd- ist. En Guðbrandur var fæddur Samkvæmt einni þjóðsögu átti pestin að hafa borizt um landið af völdum skötuhjúa, sem sðust rið- andi og stóð aftur af þeim ein- hverskonar blá móða. En bóndi norður f Skagafirði varðist pest- inn mcð þvf að kveikja f kerti f þúfu. Þar var sfðan kölluð Skin- þúfa. árið 1542, og eftir þessu hefði Helga þvi átt að deyja um 1392, eða tfu árum áður en Svartadauði komtil landsins. (BlandaVII). Torfi I Klofa. I Þjóðsögum Jóns Arnasonar segir að skötuhjúin, sem Finnar sendu hingað, hafi komið út I Vestmanneyjum og farið þaðan upp I Landeyjar. Vildu þau lftt þýðast menn, og gistu þar í útihúsi. Þar var þá Klofa-Torfi lfka á vegferðarreisu sinni úr Vestmanneyjum; þótti honum þau æði ískyggileg, stóð þvi á hleri og heirði viðræður hjúanna og merkti þar af hvert erindi þeirra vark Töluðu þau um að skifta með sér störfum, skyldi hún fara með sjó, en hann til fjalla allt upp í miðjar hlfðar. En er Torfi frétti þetta, flýtti hann sér heim, fór með allt sitt upp í Torfajökul. Dundi þá Svartidauði yfir. Var þá sem reykur að sjá í byggðina, allt upp I miðjar fjalla- hliðar, og er svo sagt, að allir menn í Sunnlendingafjórðungi hafi dáið I Svartadauða nema Torfi og skuldalið hans. Um gildi þessarar sagnar er það að segja, að Torfi var ekki fæddur þegar Svartidauði geisaði. Þess vegna var sögunni breytt þannig að hún hafi ekki skeð fyrr en I seinni plágunni 1493. Og þá átti Torfi að hafa fundið yndislegan dal I jöklinum, láglendið umvafið grasi og skógur mikill í hlfðum beggja megin dalsins. Þarna hafð- ist hann við um þriggja ára skeið. (Hér er þá einn af hinum „yfir- skyggðu" dölum tslands, sbr. frá- söguna af Þórisdal í Grettissögu, og Áradalsóð Jóns lærða). Þorsteinn á Brú. Um þær mundir er Svartidauði kom til ís- lands bjó að Brú á Jökufdal bóndi sá er Þorsteinn Magnússon hét, kallaður „jökull". Hann fór kaup- staðarferð til Vopnafjarðar. Þar var honum sýnt blátt klæði og er það var rakið sundur, rauk innan úr því blá gufa. Þorsteini brá þá f brún, hann flýði búðina og náði í hest sinn og reið greitt inn allan Vopnafjörð. En er hann kom á heiðarbrún, leit hann við og sá þá bláu móðuna komna yfir hálfa sveitina. Hann reið nú allt hvað af tók heim, safnaði f skyndi saman ýmsum nauðsynjum, og flýði svo bæinn ásamt fólki sfnu og stað- næmdist ekki fyrr en f Arnardaf. Þar reisti hann sér kofa og bjóst um. Og þarna hafðist hann við á þriðja ár, en frétti þá, að bláa móðan væri horfin, svo að hánn áræddi að fara aftur niður að Brú. Sama er að segja um Þorstein jökul og sagt var um Torfa f Klofa að hann var ekki fæddur þá er Svartidauði geisaði og fæddist ekki fyrr en mörgum árum seinna. Var hann bóndi á Brú um og eftir aldamótin 1500, svo tfm- ans vegna hefði sagan af honum getað gerzt f seinni plágunni 1493. Sagt er að kofarústir hafi fundist f Arnardal og héldu menn að þar hefði Þorsteinn hafst við, en þetta gæti alveg eins verið rústir af sefi frá Möðrudal á Efrafjalli. Þórunn f Asi. Hún var dóttir Finnboga gamla Jónssonar langs f Ási í Kelduhverfi. Hann var uppi um aldamótin 1400 og var talinn stórauðugur maður. Dóttir hans hét Þórunn og varð fylgikona Jóns Pálssonar Mariuskálds og var Finnbogi lögmaður sonur þeirra. En sú er sögn, að fyrst hafi Þórunn verið ráðskona hjá föður sinum og skörungur mikill. Þegar Svartidauði barst til landsins og Þórunn frétti hver vágestur hann var, tók hún sig upp með hjú sfn, bú og auðæfi og fluttist suður í fjöll þau, sem sfðan eru við hana kennd. Hafðist hún þar við f einangrun og bjargaði þar með lífi sínu og sinna. Þarna var ekki hægt að reka búskap og aðdrættir voru engir og varð þvf að höggva niður fjárstofninn til matar handa fólkinu. Var seinast svo komið að hungursneyð varð hjá þessum útlagaflokki. Þá var skot- ið á ráðstefnu og samþykkt að slátra skyldi einum manni hinum til bjargar, og varð fyrir því smal- inn, þvf að hann þótti lftilmótleg- astur. Nú var soðið af honum kjöt- ið, en Þórunn krafðist þess að bragða fyrsta bitann og vita hvort ætt væri. Tuggði hún bitann nokkra stund, en hrækti honum svo út úr sér og mælti: „Þetta er banvænt og skal enginn af mfnu fólki leggja sér það til munns. Grafið kjötið sem fyrst, en treyst- um nú á náð Drottins og leitum til byggða. Má vera að pestinni sé af létt“. Og sú varð raunin á og lifði því allt fólk Þórunnar nema smal- inn. En svo sagði Þórunn sfðar, að aldrei hefði hún bragðað slfkan dýrindismat sem mannakjötið, en hún hefði ekki þorað að segja frá þvf þegar, vegna þess að hún hefði óttast að sér yrði næst slátrað, þar sem hún var f betri holdum en aðrir. Um þessa sögu er það athyglis- verðast, að Þórunn mun enn hafa verið í barnæsku þegar Svarti- dauði gekk yfir, og má sjá það á þvf, að Finnbogi lögmaður sonur hennar mun fæddur á árunum 1440—50. Ekki getur sagan held- ur átt við pláguna seinni, því að þá hefir Þórunn verið látin. Nú binda munnmæli söguna við ákveðinn stað. Upp með Jökulsá, fyrir Framan Hólmatungur, eru tvö fell, sem kallast Þórunnar- fjöll, og þar á hún að hafa hafst við f útilegu sinni. En vestur á öræfunum, suður af Þeistareykja- bungu, eru önnur fjöll, sem einn- ig kallast Þórunnarfjöll, og eiga að vera við hana kennd. Hér rekst hvað á annars horn og mun því mega fullyrða, að þessi saga um Þórunni er ævintýri, sem þjóð- trúin hefir skapað þegar frá leið. Það eru ekki margar hugljúfar sögur, sem ganga af Svartadauða, en ein þykir mér falleg: I Vall- hólminum f Skagafirði var lftið kot og þar bjó fátækur einyrki. Hann sá blámóðu dauðans nálg- ast, en hann gat ekki flúið. Þá hugkvæmdist honum, vegna þess hve gott var veður, að fara með kerti út f tún, stinga þvf þar niður f þúfu og kveikja á þvf. Bað hann svo guðsmóður að vernda sig og sína. Litlu sfðar heyrði hann að þau komu finnsku skötuhjúin og fóru geist. Þegar þau komu að túngarði spurði kerfingin: „Skal hér heim?“ „Nei, það er ekki hægt“, sagði karlinn, „Hér logar Marfuljós f þúfu“. Svo þeystu þau fram hjá og pestin kom ekki á ■> þennan bæ. En fyrir vikið fékk hann nýtt og fagurt nafn. Hann var kallaður Skinþúfa. — En nú fyrir skömmu hefir hin kaldlynda öld troðið þetta fagra nafn niður f aurinn og gefið bænum nýtt nafn. Þvf miður. Gullöld íslendinga lif- ir í fornum örnefnum og bæja- nöfnum. Þess vegna spyr ég: Á það ekki að vera eitt af æðstu boðorðum þeirra, sem hugsa um umhverfisvernd, að sporna við þvi að forn íslenzk bæjanöfn séu lögð niður? Ein afleiðing Svartadauða var sú að nú urðu margir öreigar vell- ríkir f einum svip, vegna þess að þeir erfðu látna ættingja. Sumir erfðu marga og er svo sagt að þá hafi erfðaréttur oft 'náð til fjór- mennings frændsemi. Margir, sem aldrei höfðu átt neitt, eignuð- ust nú margar jarðir og höfuðból, með allri áhöfn og að engu undan- skildu. Þessar 40.000 hræður, sem eftir lifðu, urðu nú eigendur að öllu þvf, er 120.000 manna þjóð hafði áður átt. Mun aldrei hafa verið jafnauðug bændastétt á Is- landi eins og eftir Svartadauða.*) En þessi auður var hermdar- gjöf. Nú varð hver maður að af- kasta þvf er þrír menn höfðu áður gert. Hvað þýddi þá fyrir ein- hleypinga að eignast margar jarð- ir og stór bú, ekki gátu þeir rekið búskap á þeim þar sem ekki var hægt að fá vinnufólk. Og ekki fengust ábúendur á jarðirnar, þótt góðar teldust. Þess vegna lögðust svo ótrúlegá. mörg býli i eyði. Og þess vegna er enn hægt að benda á gamlar bæjarústir og segja: „Þessi bær fór í eyði í Svartadauða". Sumir höfðu eignast fjölda fjár, en gátu ekki heyað handa því vegna fólkseklunnar og ekki hirt það. Og ekki varð þeim heldur að gagni að lóga því fé, er þeir gátu ekki aflað fóðurs fyrir, eða hirt, vegna þess að enginn markaður *) Sagt er að einn maður hafi þá erft alla bændaeign f Fljótshlíð. Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.