Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 3
j j Emelfta O. Nocon ásamt eiginmanni sfnum, Óiafi Ingólfssyni. Myndin er tekin heima hjá þeim. Á myndinni að neðan sést fbúðarhús foreldra ’ Emelftu á Filipseyjum. . meiri áhuga fyrir að vita eitthvað um unga menn á Islandi, gat Skot- inn ekkert um þá sagt, þar sem hann hafði ekki haft augun af stúlkunum. Þrátt fyrir það fór Emelíta að hans ráðum og kom til íslands i desember 1973. Þegar hún kom til Keflavikur, leist henni ekki meira en svo á landslagið: — Mé'r fannst ég alveg eins geta verið lent á tunglinu, segir hún. Hér var ekkert að sjá nema grjót, engin hús þegar komið var út af flugvellinum og allt í myrkri. Ég spurði sjálfa mig hvað í ósköpun- um ég væri að gera á svona stað. En úr þessu rættist, þegar nær dró Reykjavik og umhverfið breytti um svip. Emelítu hafði lengi dreymt um að sjá snjó með eigin augum. Sá draumur rættist að vísu í Skot- landi en gekk þó meira í uppfyll- ingu þegar til Islands kom. Hin fyrstu hvítu jól upplifði hún á ísafirði, þar sem henni var boðið að dvelja yfir jólin, skömmu eftir komuna hingað. Hvaða hugmynd hafðir þú um landið, annað en að þar væri snjó að sjá? — Fyrstu upplýsingar um Ís- land fékk ég frá bróður mínum, sem hér var á vegum Bandaríska flotans, segir Emelita. Hann skrif- aði heim og lýsti landinu og stór- brotinni náttúru þess; dagsbirta allan sólarhringinn var að okkar dómi heima, óskiljanlegt fyrir- bæri. — Þegar ég fékk hugmyndina að Íslandsferðinni í Skotlandi, varð ég mér úti um bækur og þær upplýsingar, sem fáanlegar voru þar. En fólk í Skotlandi reyndist ekki mikið fróðara en ég var sjálf; sagði að á lslandi væri ailt i snjó og ís og þar hlyti að vera ömurlegt að vera, hvort mér væri ljóst hvað ég væri að ráðgera? Með hliðsjón af þessum upplýs- ingum Skotanna tók Emelíta að prjóna ullartrefla og vettlinga og keypti ýmiss konar skjólgóðan ullarfatnað til vonar og vara. — Þetta kom sér að vísu vel þegar hingað kom, segir hún; en ég get ekki sagt að ég þoli illa loftslagið hér, ég kann vel við snjóinn og jafnvel rigninguna. Það er helst rokið, sem mér finnst vera til óþæginda. Þetta hlýtur að vera frábrugðið veðurfari á Filippseyjum? — Já, þar höfum við aðallega tvær árstiðir: Regntíð, sem hefst í júlí og samsvarar sumri og hausti hér norður frá, og þurrkatiðin samsvarandi vetri og vori hér. Þá er heitast i apríl og maí en hitinn er oftast nálægt þvi að vera 25 til 30 stig. Gola blæs af hafi og kem- ur í veg fyrir að hitinn verði óþægilegur. Heimaland Emelítu Lýsing Emelitu á veðurfarinu í hennar heimalandi, sem vel gæti látið í okkar íslensku eyrum sem einskonar ferðaskrifstofu auglýs- ing frá sjálfri P:radís, vekur at- hygli á nokkru nánari fræðslu um land hennar og þjóð en ætla má að i fljótu bragði, sé almenn vitn- eskja um það af fremur skornum skammti. Handbærar heimildir leiða í ljós, að landfræðilega tilheyra Fil- ippseyjar þeim heimshluta, er nefnist'i mæltu máli Austurlönd fjær. Ótrúlegt er en satt, að þessi umræddi eyjaklasi i Kyrrahafi, samanstendur af nál. sjö þúsund og eitt hundrað eyjum, smáum og stórum, en aðeins á átta hundruð af þeim eru byggð ból. Aðal- byggðasvæðin eru þrjú og skipt- ast í: Luzon, Visayas og Mindanao. Vmis staðanöfn á þessum slóð- um koma þeim kunnuglega fyrir, er muna fréttaflutning frá átök- um, er þarna áttu sér stað i síðari heimstyrjöld. Stærsta borg lands- ins, Manila, en hún var áður höf- uðborg, minnir hvern þann, sem kominn er til vits og ára á sam- nefnda vörutegund, Manila- hampinn. Hann er þó ekki fram- leiddur mest í borginni sjálfri, heldur austar og sunnar á eyjun- um m.a. á Mindanao. Núverandi höfuðborg, Quezon City, var nefnd eftir forseta landsins og þjóðarleiðtoga. Þótt fjarlægðin sé mikil í flestu tilliti milli íslensku þjóðarinnar og hinnar filippeysku, ciga báðar þjóðirnar það sameiginlegt að hafa mátt búa við nýlendustjórn, öldum saman og öðlast um svipað leyti og með svipuðum hætti sjálf- stæði sitt. Eins og kunnugt er stefndu Spánverjar skipum sínum þangað i landaleit á seinni hluta 16. aldar og þó meðfram í leit að kryddjurt- um, sem þarna voru til staðar af örlæti náttúrunnar. Af því leiddi tvennt, sem átti eftir að duga eyjabúum langa tíð: Eyjarnar hlutu nafngift sina til heiðurs Filippusi II. Spánarkon- ungi og urðu að lúta nýlendu- stjórn Spánverja næstu þrjár ald- ir og þrem áratugum betur. En skömmu fyrir síðustu aldamót þraut íbúana þolinmæði og upp- reisn var gerð gegn nýlenduherr- unum. Þeim leik lauk með þátt- töku Bandarikjamanna í átökun- um og Spánverjar afhentu þeim Filippseyjar í desember 1898. Barátta þjóðarinnar til fullkom- ins sjálfstæðis hélt áfram til árs- ins 1946, en þá var stofnað þar lýðveldi, eftir að Bandaríkjamenn höfðu veitt Filippseyingum fullt sjálfstæði, samkvæmt áður gerð- um samningum en frá 1935 höfðu þeir haft stjórn eigin mála og forseta. Þvi embætti gegndi Manuel L. Quezon, sem um langt skeið var leiðtogi þjóðarinnar og ef til vill má hugsa sér í hliðstæðu hlutverki og Jón Sigurðsson var á tslandi. Einnig áttu þeir það sam- eiginlegt að hvorugur lifði að sjá lýðveldi stofnað í landi sinu; Quezon forseti lést árið 1944 en lýðveldisstofnunin fór fram þann 4. júlí 1946, á þjóðhátiðardegi Bandaríkjanna. Gagnkvæman samvinnuvilja filippinsku og bandarisku þjóðar- innar nú, má ef til vill m.a. rekja til sameiginlegrar baráttu þeirra til þess að reka Japani af höndum sér, en þeir hertóku eyjarnar og sátu þar við litlar vinsældir heimamanna og óþökk Banda- rikjamanna, frá því skömmu eftir árásina á Pearl Harbour og fram- undir lok seinni heimsstyrjaldar. Á Filippseyjum eru nú banda- rískar herstöðvar. Og þrátt fyrir sjálfstæði og lýðveldisstjórn eru vestræn áhrif frá Stórabróður hinum megin Kyrrahafsins i fullu gildi. Hins vegar eru næstu ná- grannar í norðvestri, Kínverjar og frá þeim eru rik og rótgróin menningaráhrif í þjóðlífi Filipps- eyinga og munu enn verða um langan aldur. Lífskjör og lifnaðarhættir Hvernig er lifskjörum hins al- menna borgara háttað á Filipps- eyjum, ef miðað er við það, sem Emelita hefur kynnst hér á landi? — Almennt virðist fólk lifa góðu lífi á báðum stöðum, segir hún. Þó er þar meiri mismunur á launakjörum fólks eftir starfs- stéttum. Til dæmis hafa trésmiðir ekki nema um helming af launum skrifstofufólks. Iðnaðarstéttir eru ekki mikils metnar hvað starfs- vali viðkemur og það sama má segja um verkafólk. Skrifstofu- fólk hefur betri laun og störf þeirra eru meira metin. Kennarar hafa lág laun, sem er i rauninni mjög ranglátt, þar sem menntun er mjög í hávegum höfð í landinu og áhersla lögð á að menntafólk sé á heimsmælikvarða í starfs- greinum sínum. Það má segja að menntafólkið sé stolt og prýði þjóðarinnar, en nú i seinni tið er þó farið að bera á offjölgun í háskólamenntuðum starfsstétt- um. Emelita telur að almennt séu laun miklu lægri i hennar heima- landi en hér á Islandi; það sama má segja um verðlag á lífsnauð- synjum. Lifskjarabilið er breytt þar i landi, ef mið er tekið af þeim sem minnst hafa og hinum, er meira en meðal fjárráð hafa, en það eru starfsstéttir, svo sem læknar, forstjórar og eigendur framleiðslufyrirtækja og enn hærra í fjárhagsstiganum eru hin- ar rótgrónu auðugu fjölskyldur, er telja mundu islenska auðmenn allt að því fátæklinga. Andstæður í lifnaðarháttum eru einnig til staðar, allt frá vel- megandi nýtísku borgarlifi til fá- tækrahverfa og fjallabúa, sem enn eru á frumstæðu menningar- stigi og hafa búsetu i fjöllum og koma lítið við sögu annarra byggðarlaga. Emelita segir að menntun landsmanna sé að meira eða minna leyti sniðin eftir banda- risku skólakerfi. Skólaganga hefst á 6—7 ára aldri. Sex námsár í barnaskóla eru skyldunám og kostað af almannafé; þá tekur við fjögra ára gagnfræðanám eða al- menn menntun, sem er að frjálsu vali og á eigin kostnað. Síðan eru svo menntaskólar og háskólar eft- ir eigin vali og á kostnað nem- enda. — Við höfum bæði ríkisstyrkta og einkaskóla. Einkaskólarnir eru miklu dýrari en veita þó engu betri menntun. Þeir dýrustu og fínustu eru þó aðeins fyrir nem- endur frá auðugum fjölskyldum, segir Emelíta. Búa borgarbúar almennt í eigin húsnæði? — Já, þap er mjögalgengt, segir Emelita. En miklu lengur er verið að vinna fyrir húsbyggingu þar, eins og lika öðrum lifsþægindum. Hvap um bifreiðaeign hins venjulega borgara? — Það er ekki eins algengt og hér, að fólk noti sinn eigin bil, þess er heldur ekki eins mikil þörf. Það er mjög auðvelt og ódýrt að komast leiðar sinnar með vögn- um, sem við köllum „jeepneys", en þeir eru sambland af leigubíl og strætisvagni. Þeir rúma fáa farþega en ganga vissar Ieiðir í ákveðnum timum. Ökumennirnir eiga þessi farartæki sjálfir og hafa með sér félagsskap og fastar reglur og taka mjög lágt gjald. Auk þeirra eru svo almennings- vagnar og járnbrautir, segir Emelita. Mjög fullkomið vega- og sam- göngukerfi er á Filippseyjum og ekki að öþörfu, þar sem yfir 40 milljónir heimamanna auk að- komufólks, þurfa að komast leið- ar sinnar. Til glöggvunar um mannfjöldann má geta þess að íbúar landsins eru tvisvar sinnum fleiri en allir íbúar Norðurlanda til samans. En hvaða trúarbrögð hefur þessi mannmarga þjóð sér til trausts og halds? Emelita segir að þjóðin blandist milli kaþólskrar trúar, sem meiri hlutinn tilheyri eða yfir 80 pró- sent af þjóðinni, þá eru Múham- eðstrúarmenn en þeir eru aðal- lega á Mindanao og siðan mót- mælendur, auk hinna venjulegu sértrúarflokka, sem einnig eigi itök þar eins og viðast annars staðar i heiminum. Framhald á næstu s(3u

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.