Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 12
Sturla Jónasson Guðlaugsson Ulrich Groenke Sturla JONASSON GUÐLAUGSSON Hollenzkur listfrœðingur af íslenzkum œttum Sjálfsmynd eftir hollenzka málarann Gerard Ter Borch, sem var fæddur 1617 og dó 1681. Árið 1648 var f borgunum Osna- briick og Munster f Vestfalen gengið frá friðarsamningum þeim, er bundu endi á þrjá tfu ára strfið. Þessi sögulegi viðburður, hinn svonefndi Vestfalski Friður, er best þekktur hér á Norðurlönd- um vegna hlutverks Svfþjððar og leiðtoga hennar, Oxenstierna greifa. En meðal sigurvegaranna voru einnig Niðurlönd, sem f Vestfalska Friðinum hlutu viður- kenningu sem sjálfstætt rfki, ðháð Þýska rfkinu og Spáni. Þann 15. maf 1648 sóru fulltrúar Niður- landa og Spánar friðareið f ráð- húsinu f Munster. Heitir þvf sal- urinn f ráðhúsi brogarinnar, þar sem þessi mikilvæga athöfn átti sér stað, „Friðarsalurinn“. Fyrir komandi kynslóðir og til ódauð- legrar frægðar er athöfnin fest á léreft á miklu málverki, sem nú er f eigu National Gallery f Lund- únum. Höfundur málverksins var ung- ur hollenskur málari f þjónustu friðarsendinefndar Niðurlanda, en henni stjórnaði Adrian Pauw. En málari þessi starfaði lfka fyrir spænsku friðarnefndina og sendi- herra Spánar, Peneranda greifa. Eru til eftir hann andlitsmyndir af flestum hollensku og spænsku nefndarmönnunum. Er auðvelt að þekkja aftur marga þeirra á hinu mikla málverki sem nefnt var áður. Hlutverk málara vors var að skapa heimildarmyndir af hollensk-spænska friðarsamning- inum f Miinster. Á tfma Vestfalska Friðarins voru til margir ágætir hollenskir og spænskir málarar sem að sér gátu tekið heimildarmálun, og má sennilega kalla það mikla til- viljun, að sá sem málaði hlutað- eigendur að friðarsamninginum f Munster og athöfnina f „Friðar- salnum“ skyldi vera Gerard ter Borch (1617 — 1681), sfðar einn mesti listamaður hollendinga. Það má gera ráð fyrir þvf, að fáir lesendur hérlendis séu kunn- ugir hollenskum málurum bar- okk-tfmabilsins, að Rembrandt undanskildum og ef til vill Frans Hals, Jan Vermeer van Delft eða einhverjum öðrum úr hópi ágætra meistara þessa frjósama tfmabils. Þó getur vel verið að lesandinn hafi augum litið ein- hverja hinna fágætu atviks- mynda, sem svo einkennandi eru fyrir list Gerardster Borch: Ffnar frúr f skartklæðum, sem snúa baki við áhorfandanum, meðan þær eru að spila á hijóðfæn, eða lesa sendibréf, horfa í spegil, drekka vfn ufr kristalsbikar eða spjalla við vinkonu eða uppá- búinn herramann. En svo raunverulegt sýnist áhorfandanum efnið f skrautbún- ingum þessara kvenna, að honum finnst hann heyra hvernig skrjáf- ar í kjólum og pilsum. En hörund kvennanna og jafnvel hin mjúku undirhár f hnakkanum eru máluð með svo ótrúlegri nákvæmni og nærfærni að áhorfandinn getur auðveldlega gleymt þvf að hann stendur fyrir framan málverk og gæti honum jafnvel dottið f hug að ávarpa dömuna til þess að hún sneri sér við. Árið 1974 annaðist borgin Miinster sýningu á æviverki Ger- ards ter Borch. Er hér um að ræða mestu og vfðtækustu sýningu á listarverkum ter Borchs, sem nokkurn tfma hefur verið haldin. Málverk meistarans voru fengin að láni hjá um það bil 50 lista- söfnum um gervallan heim. Myndir komu frá Hollandi, Þýskalandi, Áusturrfki, Sviss, Frakklandi, Englandi, trlandi, Finnlandi, Svfþjóð, Ráðsstjórnar- rfkjunum og Bandarfkjunum. Margir einkasafnarar, sem áttu málverk eftir ter Borch létu borg- inni Miinster það f té til sýningar- innar. Meðal þeirra var Elfsabet Bretadrottning, en oftast kusu einkasafnarar að vera ónefndir. Framúrskarandi listfræðingar og forstöðumenn merkra lista- safna f Hollandi og Þýskalandí höfðu unnið f nokkur ár að tilhög- un og skipulagi sýningarinnar. Fremstur f flokki við undirbún- ing sýningarinnar var forstöðu- maður Mauritshuis f Haag, sem er frægasta listasafn Niðurlanda næst á eftir Rijksmuseum f Ámsterdam. Var þessi maður fremsti sérfræðingur f list Ger- ards ter Borch f heiminum, höf- undur þýðingarmikils vfsinda- verks f tveim bindum um meistar- ann, svo og margra ritgerða um hann og samtfmamenn hans. Hét þessi merki listfræðingur holl- endinga Sturla J. (þ.e. Jónasson) Gudlaugsson. Sturlu var þó ekki unnt að taka þátt f stjórn sýning- arinnar f Miinster 1974, þar sem hann dó þremur árum áður, að- eins 57 ára að aldri. En hin við- hafnarlega skrá yfir málverk ter Vorchs sem sýnd voru f MUnster var tileinkuð Sturlu: „Zum Gedáchtnis an S. J. Gudlaugs- son“. Einnig voru tvær mikilvæg- ar ritgerðir um Gerard ter Borch eftir Sturlu Guðlaugsson prentað- ar f sýningarskránni. Sturla var einn þeirra manna, af fslensku bergi brotnir, sem aldrei sáu ættjörðina, ólust upp f útlöndum og gátu sér orðstfr er- lendis. Er frægasta dæmi þeirra Bertel Thorvaldsen. Sturla fædd- ist þann 16. júni 1913 f Skagen f Danmörku. Faðir hans var Jónas Guðlaugsson skáld (1887 — 1916). I samræmi við alþjóðlegar reglur hlaut Sturla Jónasson förðurnafn föður sfns að ættar- nafni, sem að sjálfsögðu skrifað- ist með dönskum rithætti. Móðir Sturlu, Maria Ingenohl, var þýsk, en ættuð frá Niðurlöndum, en þar lifðu flestir frændur Sturlu f móðurætt. Jónas skáld, faðir Sturlu, mun lesendum kunnur sem ljóðskáld nýrómantfsku stefnunnar, auk þess að vera einn þeirra fslensku rithöfunda sem ortu austan hafs á danska tungu eða á Norsku. Nægir að nefna aðeins stuttlega Föðurleg áminning. Málverk eftir Gerard Ter Borch

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.