Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 15
Vi8 bingóspilið I Sólvangi. Emelita aðstoðar. HVAÐ ER IÐJU- ÞJÁLFUN? Framhald af bls. 5 eiginlegt að hugsa um heimili fremur en karlmönnum. Allir eru ólikir í persónugerð, ekki endi- lega að karlmenn og konur séu andstæð i gerð sinni, heldur hafa karlmenn ólíka persónueiginleika innbyrðis og konur á sama hátt. En Emelita vill ómögulega missa alla rómantik út í veður og vind: — Ég er stórhrifin, þegar karl- maður opnar fyrir mig dyrnar biður mér sæti sitt í strætisvagni, klæðir mig í kápuna og sýnir mér á annan hátt vernd og virðingu, segir hún. Hvernig er þá hugmynd hennar um nútímakonur? — Aðalatriðið er að konur finni lífsfyllingu í störfum sinum og heimilislífi, hvort sem þær vinna utan heimilis eða ekki. Þær þurfa að vera frjálsar að velja sér lífs- starf. Emelita leggur áherslu á að hún sé þakklát fyrir að vera til á þeim tímum, sem veita henni frelsi og rétt til að vera hún sjálf, og eins og henni lætur best að lifa og starfa. Þegar ég spyr Emelitu að lok- um, hvers hún sakni mest hér á norðurhjara heims, segir hún eft- ir nokkra umhugsun: — Líklega sakna ég helst úti- vistar; við höfumst mikið við utan dyra, förum á ströndina með nesti, syndum og njótum veður- blíðunnar og sjávarloftsins. Ég sakna þess lika að geta farið og tint ávexti beint af trjánum, að ganga kápulaus og áhyggjulaus um veðrið og að sitja á gangstétt- ar-matsölum undir berum himni. En það sem ég sakna hvað mest eru markaðstorgin. Á þeim sam- komustöðum ríkir sérstakur blær og spennandi andrúmsloft, þegar fólk kemur með vörur sínar og allir selja og kaupa eftir besta tilboði. Eitt af því, sem Emelítu þótti i mesta máta undarlegt, þegar hún kom til tslands i(ar það að sjá sól og tungl á lofti samtimis. — Heima er sólin alltaf beint yfir okkur um miðjan daginn og tekur skamman tíma að ganga niður og setjast. En sólsetrið er fallegt á Filippseyjum, segir Eme- líta eins og við sjálfa sig. Af fjar- rænu bliki í svip hennar dreg ég þá ályktun, að í huganum sé hún sem snöggvast komin til sins heima. Hollenskur listfrœöingur Framhald af bls. 13. um stjórnmálasögu þessa tfma- bils, enda hafði Gerard ter Borch verið sjðnarvottur mjög mikil- vægs viðburðar f sögu Evrópu, sem átti sér stað 1648 f Miinster. Sýning á heildarverki ter Borchs 1974 f borg friðarsamn- inganna hefði vissulega verið mjög merkilegur atburður f Iffi mesta sérfræðings f list Gerards ter Borch. En þá var Sturla Jðnas- son Guðlaugsson ekki lengur á Iffi. Köln Ulrich Groenke Helstu heimildir: H. Gerson: „Sturla Jonasson Gud- laugsson", JAARBOEK VAN DE MAATSCHAPPIJ DER NEDER- LANDSE LETTERKUNDE TE LEIDEN 1971—1972, bls. 150—164. (Inniheldur skrá yfir helstu rit eftir Sturlu.) GERARD TER BORCH, 12 MAI — 23 JUNI 1974, Munster 1974: landesmuseum Munster. (Sýning- arskrð.) að setjast upp í rúminu og síðar að flytja sig yfir i stól; að kenna liðagigtarsjúklingi með hvaða móti hann getur best unnið heimilisverk, t.d. fært potta og pönnur og önnur áhöld, án þess að reyna um of á sára liði; að leiðbeina sjúklingi, sem hefur brotið úlnlið, að vinna við smiðar og beita á réttan hátt skrúfjárni og öðrum verkfærum þannig að úr verði um leið æskileg æfing fyrir hinn brotna lið; að kenna sjúklingi að vefa' á borðvefstól i þeim tilgangi að liðka handleggi og hendur. Iðjuþjálfun nær einnig i mörgum tilfellum undra- verðum árangri til endurhæfing- ar eftir heilaskemmdir og í með- ferð geðrænna sjúkdóma. — Þannig mætti lýsa starfi iðjuþjálfans í það óendalega, en ég vona að þetta nægi til að gefa hugmynd um nytsemi starfsins, segir Emelita. — Mest er um vert að sjúkling- ur taki þátt í starfi iðjuþjálfans, leggi sitt af mörkum, trúi á árang- ur. Til eru þeir sjúklingar, sem líta svo á að á meðan þeir séu á sjúkrahúsi, eigi þeir ekki að þurfa að gera neitt sjálfir, aðeins að fá aðstoð og þjónustu frá öðr- um. Til þess að góður árangur náist, verður sjúklingurinn að líta á sjálfan sig sem þátttakanda í meðhöndluninni, sem hann fær. Þannig er það undir honum kom- ið, hvað góðri endurhæfingu hann kann að ná. — 1 þessu starfi verðum við mjög oft vör við þá sorglegu stað- reynd, að erfiðar félagslegar ástæður og heimilisvandamál hafa veruleg áhrif á bata fólks, geta jafnvel dregið svo úr kjarki þess, að það hafi ekki lengur nægilega löngun til að láta sér batna. Er einhver mismunur á starfi þínu á Sólvangi og endur- hæfingardeildinni állátúni 10B? — Báðir staðirnir eru aðallega fyrir aldrað fólk. Ég hef ekki beint sérhæft mig i meðferð aldraðra en allir iðjuþjálfar eiga að geta unnið á mörgum mismun- andi sviðum. En ég hef áhuga á að hjálpa gömlu fólki og finn að ég get orðið að liði, segir Emelíta. Hún vinnur tvo morgna í viku á Sólvangi en i Hátúni 10B það, sem eftir er vikunnar. — Mismunurinn á þessum tveimur stöðum er nokkur, segir hún. Flest vistfólkið á Sólvangi lítur á staðinn sem heimili sitt. Sumir eru þar vegna veikinda, aðrir af félagslegum ástæðum, og þá ýmist af þvi að þeir eru svo illa settir að vera einstæðingar og geta ekki séð um sig af sjálfsdáðum; aðrir eru þar vegna þess að fjölskyldurnar hafa ekki tök á að hafa þá heima og enn aðra virðast ættingjar ekki kæra sig um að fá heim aftur. Það er mjög raunalegt að vera þannig neyddur til að dvelja á sjúkrahúsi að nauðsýnjalausu. Hitt er svo aftur mjög ánægjulegt, þegar ættingjar koma í heimsókn til fólksins og spjalla við það og taka það með sér í ökuferðir eða í heimsókn til sín. — Margt af þessu fólki er hægt að fá til meiri þátttöku i félagslífi. A Sólvangi er stundum haldið upp á afmæli og einhver úr hópnum tekur aó sér að baka pönnukökur. Þá kemur í ljós að fólk, sem venjulega er mjög hlédrægt, tekur undir kveðjur og hamingjuóskir og tekur þátt í fagnaðinum. Þetta er mjög ánægjulegt. Við höfum líka vinnuhóp. Sumt af þvi fólki, sem þar er hafði ekkert fyrir stafni áður, þar sem það var ekki talið fært til þess. Ný býr það til ýmsa muni, sem hægt er að selja. Fyrir þetta fær það ofurlitla peninga, svo ekki sé minnst á þá andlegu upplyftingu, sem þetta samstarf gefur. Oft kemur fyrir að einhverjum tekst að gera eða læra nýtt verk, sjálfum sér og öðrum til mikillar furðu, þar sem ekki var talið að hann gæti nokkurntima gert þetta. — Þarna er fólkið ekki aðeins hvatt til að nota getu sina við vinnu, heldur einnig að temja sér góðar venjur við vinnuna, svo sem að koma til vinnu á ákveðnum tíma, að setja hlutina á sinn stað að loknu verki og taka til eftir sig, og ekki hvað sist, að njóta félagskapar annarra. — Sem dæmi um þetta má taka föstudag með fólkinu á Sólvangi. Þá höfum við einhverjar léttar æfingar fyrir það. En aðalástæðan til þess að vistfólkið hlakkar til föstudaga er sú að þá höfum við bingó, sem er mjög vinsælt og fjölsótt. Þarna kemur fókió saman, skiptist á ui.t að kalla upp tölurnar, sem dregnar eru og allir taka þátt í þessari skemmtun og tiibreytingu. Á eftir hjálpast svo allir að við að taka til. — Starf mitt við Htúnsdeildina miðast aðallega við endurhæfingu fyrir aldrað fólk. Þar er dvalartíminn takmarkaður við 3—6 mánuði. Að þeim tíma loknum hefur félagsmálaráðgjafi deildarinnar samband við ættingja til að ákveða um heimförina, en fólk er sent á deildina ýmist vegna veikinda eða af heimilisástæðum. — Endurhæfing aldraða fólksins miðast venjulega við að það geti farið aftur heim. Þegar sjúklingur kemur fer fram læknisskoðun og ákveðin er sú læknismeðferð og hjúkrun, sem hverjum hentar. Strax og sjúklingur er talinn fær um, er byrjað á sjúkraþjálfun og síðan iðjuþjálfun. Þegar að því kemur er mitt verk, að gera könnun á þvi hvað hver einstakur getur og hvað hann getur ekki, i hverju erfiðleikar hans eru fólgnir. Ég geri áætlun um þá þjálfunarmeðferð, sem hæfir honum best og gefur mestar líkur til árangurs. — Markmið min sem iðjuþjálfa eru m.a., að bæta heilsufarið almennt, gera sjúklinginn eins sjálfstæðan og mögulegt er að hann geti orðið í daglegu lífi t.d. við að matast, þvo sér, klæða sig og bera sig eftir þeim hlutum, er hann þarf að nota. Sjúklingarnir fá þau hjálpartæki, er þeir þurfa og þeim er kennt að nota þau þannig að bestur árangur náist. Mitt starf er með öðrum oróum: að kenna fólki að bjarga sér sem best, þrátt fyrir örorku eða örðugleika, er stafa af slysum, sjúkdómum eða elli, segir Emelíta. Þess má geta að gert er ráð fyrir nýjum þættii starfi hennar á næstunni, en þá mun hún fara heim til þeirra, sem þurfa á hjálp og leiðbeiningu að halda i heimahúsum, til þess að annast aldrað fólk, sem er orðið örvasa og getur ekki lengur bjargað sér sjálft. Getur þú nefnt einhver athyglisverð dæmi um árangur af iðjuþjálfun? — Arangur af þessu starfi er oft mjög ánægjulegur en getur einnig valdið vonbrigðum, segir Emelita. — Um jákvæðan árangur frá minni starfsreynslu get ég nefnt dæmi um eldri konu, sem lamast hafði öðru megin og siðan verið vistföst og lítt sjálfbjarga á sjúkrahúsi i allmörg ár. Þegar hún kom í iðjuþjálfun tók hún að æfa sig m.a. með þvi að vefa og hekla auk þess sem hún fékk hjálpartæki, sem sérstaklega var gert til að hún gæti unnið við það með þeirri hendinni.sem heil var. Með þessu náði húii svo góðum árangri að nú vinnur hún með þessu hjálpartæki fallega trefla, sem hún getur selt. Hún fer heim til fjölskyldu sinnar eins og hún reyndar gerði áður en hún fór aftur að bjarga sér sjálf. Munurinn er sá að nú kemst hún af án hjálpar og getur meira að segja bakað pönnukökur handa heimilisfólkinu, þegar hún er heima um helgar, öllum til mikillar ánægju. — Annað dæmi er miðaldra kona, sem dvelur á elliheimili. Hún er fædd með svo mikla líkamlega fötlun, að hún hefur ekki getað gengið né matast sjálf, að ekki sé minnst á atvinnulega örorku hennar. Með sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun hefur hún nú náð þeim árangri að geta gengið í göngugrind. Eftir hálfs árs iðjuþjálfun er hún nú einnig fær um að matast hjálparlaust og hefur náð leikni og valdi á verkefni, sem hún getur fengið greidd laun fyrir. Sumir er álitu að hún hefði enga möguleika, teija að hér sé um kraftaverk að ræða; en þó mætti búast við betri árangri, hefði þessi tilraun verið gerð fyrr. — Þessi dæmi sýna þá breytingu, sem getur orðið á lifi fatlaðra ef rétl er að farið að og samvinna aðila tekst svo vel sem reynslan sýnir i fjölmörgum tilfellum, segir Emelíta. Hér má bæta þvi við að eitt af verkefnum iðjuþjálfa er að vinna að smiði og gerð hjálparlækja, sem hagkvæmust eru hverjum sjúklingi við vinnu sína. Það tekur stundum langan tíma að finna það sem best hentar. Að lokum spyr ég Emeiitu fyrir forvitnisakir, hvernig vistmálum aldraðra sé farið i hennar heimalandi, Filippseyjum. — Þar eru engin elliheimili, segir hún. Þeirra er ekki þörf; gamla fólkið er á heimilunum hjá fjölskyldum sínum. Það væri talið vansæmd að senda móður sina eða föður sinn á vistheimili. Það eru ekki svo ýkjamörg ár siðan þetta viðhorf var einnig rikjandi hér á Islandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.