Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1976, Blaðsíða 9
aðalraunin var eftir. Það var flug- ið sjálft. Og það gæti orðið honum að falli. Honum var nú tilkynnt, að hann ætti að fara á loft kl. 2 e.h. daginn eftir. Nú er aldursréttur í miklum hávegum hjá flugfélög- um. Ed fékk því ódýrustu og minnstu vel félagsins; það var Martin 404. Þetta var tveggja hreyfla rokkur með 44 farþega- sætum. Bob Stanfield flugstjóri átti að hafa umsjón með Ed. þegar rótt, er þeir settust við hlið hans f stjórnklefanum. Fyrir hverja flugferð verður að skoða flugvefina mjög gaumgæfi- lega og ganga úr skugga um það, að ekkert sé að. Það er skylda flugmanns að athuga vél sína sjáifur hverju sinni, enda þótt flugvirkjar séu búnir að skoða hana áður. Ed og Stanfield flug- stjóri fóru nú þessa fyrirskipuðu skoðunarferð. Svo fóru þeir inn f stjórnklefann og settust hvor í hnapparnir og rofarnir eru niður komnir". Ed jókst mjög hartsláttur. Hann svitnaði f lófum og þvi meira þeim mun fleiri rofum, sem hann sneri. Þeir virtust ótelj- andi. Hreyflarnir tóku nú við sér og fóru í gang, og þegar hlé varð á leiðbeiningum í kalltækinu tók Ed upp hljóðnemann. „La Guardia flugturn“, sagði hann, „kennsluvél nr. 22 frá Eastern tilbúin til brottferðar". „Roger -.Vi ðSNc 4' ^íSÉlP líóu! '..>•■ t FYRRA kom út bók í Banda- ríkjunum, sem bar heitið SAFETY LAST, eða Öryggið síðast. Hún er eftir Brian Power- Waters, flugstjóra, sem flogið hefur um langt skeið hjá ýmsum flugfélögum í Bandaríkjunum. Undirtitill bókarinnar er: Hætturnar í áætlunarfluginu og öll fjallar bókin um þá vankanta, sem höfundurinn teiur vera á öryggismálum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. í fáum orðum sagt er skoðun flugstjórans þessi: Samkeppnin á flugleiðum innanlands í Banda- ríkjunum er geysihörð og gífur- leg áherzla er lögð á að áætlanir standist, ella kemst óorð á flug- félagið. Hér er rekið svo skart á eftir, að öryggingu er stefnt í voða. Við athuganir kemur í ljós að eitt og annað hefur gefið sig og þarfnast lagfæringar. En bilana- listinn er hafður að engu. Flug- stjórinn veit að lagfæring tekur tíma og þar með getur hann ekki haldið áætlun og fær bágt fyrir. Brian Power-Waters tilgreinir mýmörg dæmi, þar sem flug- stjórinn kaus að taka áhættuna og fljúga í stað þess að vera harður og neita að koma nálægt slíku fyrr en búið væri að framkvæma viðgerð. Hann segir frá mönnum, sem voru lélegir flugmenn og áttu erfitt uppdráttar hjá flug- félögunum. Helzta tromp þeirra var að fljúga, hvernig sem á stóð og halda áætlun. Ed Quinn, sem bókarhöfundurinn kallar „Captain Lucky“ var einn þeirra. Hann virtist aldrei ætla að komast í flugstjórasætið, en þegar það loksins tókst, fór húsbónda- hollustan út yfir öll takmörk. Höf- undurinn kallar hann „Lucky“ vegna þess hve lengi þessum lélega flugmanni tókst að fleyta sér án þess að illa færi. En að lokum missti hann flugvél út af braut á Kennedyflugvelli og þar lá við stórslysi. Captain Lucky hafði gert fimm skyssur í röð að mati höfundarins, en tókst að ljúga sig út úr öllu saman og fékk lof fyrir snarræði í stað réttlátrar refsingar. allan námstfmann. Hann vissi, að hann þurfti á öllu sínu að halda. Flestir skólabræður hans höfðu verið f hernum og margir þeirra flogið fjögurra hreyfla vélum. Á hverju kvöldi, þegar Ed kom heim úr skólanum, settist hann strax niður við skólabækurnar. Hann eyddi engum tíma til ónýt- is, en las af meiri elju en nokkurn tfma fyrr. Stundum var hann þess ekki fullviss, hvort hann væri að læra til flugmanns eða flug- virkja. Myndir af rafmagnskerf- um og vökvakerfum svifu sffellt fyrir hugskotssjónum hans. Hon- um var Ijöst, að þetta var góð og mikil mcnntun, en samt fannst honum hún fullmikil. Hann hugs- aði sem svo, að fróðleikur um flugvélahreyfla kæmi flugmanni að litlu gagni, ef hann gæti ekki ráðið bót á bilunum mcð því að ýta á hnapp ■ mælaborðinu, því að varla skriði hann út úr stjórnklcf- anum á flugi til þcss að gera við, en á jörðu niðri væru aftur á móti sérstakir flugvirkjar til þess arna. Þegar birti voru úrslit prófa i lokaáfanga kom í Ijós, að tveir nemcndur af fimmtán höfðu fall- ið. Ed hafði staðizt. Honum létti ákaflega. Sá léttir var þó nokkuð blandinn. Ed vissi ncfnilega, að Gerði Ed sér fulla grein fyrir því, að hann átti framtíð sfna undir Stanfield. Ed hugsaði Ifka sem svo, að jafnvei þótt hann stæðist flug- prófið ætti hann eftir eins árs reynslutíma. Félag atvinnuflug- manna (þ.e. flugmanna í al- mennu flugi) veitir engum flug- manni inngöngu fyrr en eftir eins árs starf. Þann tíma verða flug- stjórar að skila til yfirflugstjóra sinna flugfélaga skýrslum um byrjendur, sem þeir fljúga með og slikum skýrslum verður að skila eftir hverja flugferð. Skýrsl- ur þessar eru afar nákvæmar um háttscmi, hæfni og dómgrcind viðvaninganna. Svo er sérstakur dálkur fyrir álit eða meðmæli flugstjóra. Margir byrjcndur hafa flogið mánuðum saman, jafnvel í II mánuði, en verið létt- vægir fundnir áður cn reynslu- tfmanum lauk. Stanfield var mikils metinn flugstjóri og hafði verið lengi hjá flugfélaginu. Hann hafði starfað i æfingadeildinni í tvö ár, þegar þarna var komið sögu. Hann hafði ákaflcga gaman af því að útskrifa góða flugmenn og það var al- kunna, að hann hafði þannig áhrif á byrjendur, að þcim varð sitt sæti. Stanfield tók upp leiðar- bókina. 1 leiðarbók flugvélar á að skrá flugtíma hennar fyrir hvert flug, þann tíma, sem vélargrind- in, hreyflar o.fl. hafa verið á lofti, og einnig bilanir og meinlokur í vélinni, sem flugmenn eða flug- virkjar hafa orðið varir. Stanfield flugstjri fann ekkert athugavert og skrifaði því nafn sitt undir, Flugöryggiseftirlitinu til merkis um það, að hann hefði talið vélina ferðbúna. Svo sneri hann sér að Ed. „Sjáðu nú til“, sagði hann „Þessi vél.er ekkert ncma leikfangabill með vængi. Ég þykist vita, að þú hafir heyrt sögur af þvi, að mönn- um hafi gengið illa rcynsluflug í hlýju veðri. Sé hlýtt í vcðri er loftið ekki jafnþétt og ella. Skrúf- urnar og vængirnir fá því ekki jafnmikið viðnám og annars. Ef hreyfill gengur úr skaftinu i flug- taki skaltu bregða skjótt við. Kcyrðu þá eins og þú cigir lífið að leysa og dragðu ekki af. Ég skal merkja við á listanum (skrá yfir það, sem prófa þarf fvrir flug- tak), en þú skalt sitja hérna og fara nákvæmlega eftir fyrirmæl- um mínum. Eg veit vcl, að annar háttur verður á þessu, þegar þú hefur störf; en þetta er aðeins til þcss gcrt í minni hvar allir (þ.c. „mótttekið"), kennsluvél nr. 22 frá Eastern", var svarað. „Braut nr. 31, hæðarmælir 30.00, vindur 300 gráður og 10 hnútar". Ed hóf vélina á loft og tókst honum sæmilega að halda henni beint fram. Einu jarðstjórntækin eru flugstjórans megin. Sá er sit- ur í vinstra sætinu verður þvi að byrja flugtakið. Vel gekk að klífa upp á við, og þcgar þeir voru komnir í átt til æfingasvæðisins hengdi Stanfield flugstjóri upp heyrnartól sín og sagði Ed að gera slíkt hið sama. „Við þurfum ekki að hlusta á allt þetta blaöur", sagði Stanfield. Ed varð feginn. Þeir beygðu nú, klifu og stungu vélinni niður til skiptis í einar tuttugu mínútur. Stanfield gramsaði f pokanum sfnum og dró upp dálítinn álskjöld, sem hann festi á rúðuna beint fyrir framan augun á Ed. „Svona“, sagði Stanfield. „Þctta er betra. Nú fcr sólin ekki í augun á þér“. Alskildir þessir eru til þess eins og byrgja viðvaningum sýn, svo að þeir vcrði að trcysta cin- göngu á stjórntækin til þess að halda vélinni á réttum kili. t skýj- um cru cngin mið til hjálpar flug- mönnum, og þetta er því ágæt aðferð til þess að kenna þeim að fljúga við slæmt skyggni. Það er alkunnugt flugmönnum, að blind- flug skilur á milli hæfra og óhæfra. Sumir flugmenn fljúga frábærlega vel, þegar þeir sjá til jarðar og hafa mið af landslagi, en svo fer allt úr skorðum, þegar þeir eru komnir skýjum ofar. Ed reyndist í engu frábrugðinn öðrum byrjendum, nema hvað honum gekk heldur illa að halda jafnri hæð. Þegar honum var skipað að gæta að hæðinni hægði ferð vélarinnar aftur á móti ískyggilega. „Vertu bara rólegur, Ed“, sagði Stanfield. „Engan æs- ing. Farðu með vélina, eins og stúlku, sem þú vildir vinna. Reyndu að fara mjúklega og fum- laust að. Líttu á mig“ Og það skipti engum togum, að ólætin i tækjunum hættu og allt fór að ganga eins og í sögu. „Nú er allt f lagi. Slakaðu bara á“, sagði Stanfield. Hann dró síga- rettupakka upp úr vasa sínum. „Viltu sígarettu?" spurði hann Ed. „Nei, þakka þér“, anzaði Ed. „Ég á í nógum vandræðum fyrir. Eg treysti mér ekki til þess að stjórna vélinni og reykja i senn.“ „Nú ertu alveg að komast upp á lagið“, sagði Stanfield. „Beygðu að 090 og farðu upp i 8500 fet“. Ed jók vélaraflið og dró stýris- hjólið varlega að sér. Samstundis reis vélin og það dró ískyggilega úr hraðanum. Ed brá við i tæka tið og slakaði á stýrishjólinu. Honum var Ijóst, að ekki gekk jafnvel og æskilegt var, énda varð hann æ spenntari. Vélin sveigði út af strikinu, þegar kom upp í 7000 feta hæð og Ed varð að leggja mjög á til hægri. Hann gaut augunum á mælahorðið og sá, að vélin stefndi áfram til vinstri og alltaf dró úr hraðanum. Það var eitthvað alvarlegt að, en Ed gerði sér enga grein fyrir því, hvað það gæti verið. Hann gaf flugstjóranum auga, en sá góði maður skeytti því engu. Hann virtist hinn rólcgasti, reykti sfga- rettu sína og horfði út um glugg- ann eins og ekkert hefði í skorizt. Ed ofbauð þetta kæruleysi. Hann jók vélaraflið enn. En hraðinn var enn lítill, þótt vélin leitaði niður á við. „Hvað held- urðu, að sé að henni?" spurði Stanfield allt í einu. „Eg veit það ekki“, sagði Ed. „Þetta er furðu- legt. Eg held hvorki hæðinni né hraðanum". „Ertu búinn að fara yfir öll tæki?“ „Já, herra, ég er búinn að því“. „Og er ekkert at- hugavert við þau?“ spurði Stanfield. Ed var nú aliur orðinn holdvotur af svita. Hann hugsaði um það eitt, að nú yrði hann að standa í stykkinu — hann fengi ekki annað tækifæri, ef hann brygðist í þetta sinn. „Hvað um stimpilhitann vinstra meginn?" spurði Stanfield nú. „Hann er mjög lágur, herra", ansaði Ed. „Hvernig skyldi standa á þvf?“ spurði Stanfield. „Ég veit það ekki, herra. Allt annað virðist í lagi,“sagði Ed. Hann var orðinn skelfdur mjög. Stanfield drap í sígarettunni sinni. „Þú crt búinn að fljúga á öðrum hreyflinum dálitla stund“, sagði hann. Ég rauf bensíngjöf- ina í stað þess að draga út innsog- ið. Þannig cr erfiðara að sjá við því. Skrúfan snýst áfram og knýr hreyfilinn svo, að mælarnir sýna nærri eðlilegt ástand. Það er ekki fyrr en vélin leitar út á hlið og hreyfillinn kólnar, að greinilcga sést hvað að cr. Og vertu nú bara rólegur. Ég skal fljúga henni heim“. Ed var Ijóst, að illa hafði geng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.